Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Á göngu Það er afar kuldalegt um að litast í höfuðborginni þessa dagana, raunar á landinu öllu, og er spáð kólnandi veðri. Það er því mikilvægt að búa sig vel þegar haldið er út í göngutúr. Ómar Janúar er evr- ópskur átaksmánuður gegn legháls- krabbameini sem er næstalgengasta krabbamein meðal kvenna ef litið er til heimsins alls. Á hverju ári greinast í Evrópu 60.000 konur og 30.000 deyja af völdum þessa sjúk- dóms. Við Íslendingar eigum því láni að fagna að á Íslandi er dán- artíðni af völdum legháls- krabbameins einna lægst á heims- vísu vegna vel skipulagðrar leitar. Aðra þjóðir, jafnvel innan Evrópu, geta ekki státað af slíkum árangri. Leghálskrabbameinsleit á Íslandi Með frumustroki frá leghálsi er unnt að greina leghálskrabbamein á forstigi eða á algeru byrj- unarstigi (hulinstigi). Leit- araðferðin er notuð í mörgum löndum. Leghálskrabbameinsleit hófst hér á landi árið 1964. Leitin beinist að konum á aldrinum 20- 69 ára og eru þær boðaðar til skoðunar á tveggja til fjögurra ára fresti eftir aldri og fyrri leitarsögu. Árangurinn er ótví- ræður og frá byrjun leitar hefur nýgengið lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Tæpur helmingur þeirra kvenna sem greindust með leghálskrabbamein á tímabilinu 2001-2010 voru á hulinstigi sjúk- dóms og keiluskurður, sem er minni háttar aðgerð, er þá í flest- um tilfellum nægjanleg meðferð. Varnaðarorð Hér á landi deyr að meðaltali ein kona á móti hverjum átta sem greinast með sjúkdóminn en í Evr- ópu deyr ein á móti hverjum tveimur sem greinast. Þessi góði árangur er þó háður reglulegri mætingu kvenna til leitar. Það er því áhyggjuefni að leghálskrabbameinstilfellum hefur fjölgað á síðastliðnum tveimur ár- um aðallega hjá konum sem hafa aldrei mætt eða mætt mjög óreglu- lega til leitar og eru sumar þeirra með sjúkdóminn á háu stigi. Þessi staðreynd gefur tilefni til að hvetja konur á aldrinum 20 til 69 ára að sinna boðun Leitarstöðvar til leg- hálskrabbameinsleitar. Hvetjum til undirskrifta Evrópusamtökin ECCA (Euro- pean Cervical Cancer Association: http://www.ecca.info) berjast fyrir því að allar evrópskar konur hafi sama rétt til bestu fáanlegra for- varna gegn þessum sjúkdómi. Leitarstöð Krabbameinsfélags- ins hefur borist beiðni frá ECCA um aðstoð við að safna undir- skriftum á Íslandi fyrir „STOP Cervical Cancer Petition“ sem hvetur Evrópuþingið, fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins og ríkisstjórnir allra landa í Evrópu til að veita öllum evrópsk- um konum þennan rétt. Markmið ECCA er að ná einni milljón áskorana en þann fjölda þarf til að framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins taki þetta mál á málefnaskrá sambandsins. Þegar þessi grein er rituð er fjöldi áskor- ana um 940.000 og skortir þannig eingöngu um 60.000 áskoranir. Krabbameinsfélagið hvetur konur til að taka þátt í þessari áskorun með því að rita nafn sitt á vefslóð ECCA www.CervicalCancerPeti- tion.eu Vísdómsperlan, merki átaks gegn leghálskrabbameini Konur geta einnig sýnt stuðning sinn með því að festa kaup á Vís- dómsperlunni sem er auðkennis- merki átaksverkefnisins en perlan fæst keypt hjá Krabbameinsfélag- inu í Skógarhlíð. Til þess að vekja athygli á for- vörnum gegn leghálskrabbameini og hvetja til virkari beitingar þeirra meðal Evrópuþjóða, ákvað ECCA að nota kunnuglegt tákn sem fólk gæti borið til að styðja þennan málstað. Í alþjóðlegri orða- bók um orðatiltæki er Vísdóm- sperla talin tákna mikilvæga ráð- gjöf og er hún því mjög viðeigandi tákn fyrir átak sem hvetur konur til þátttöku í forvörnum gegn leg- hálskrabbameini. Jafnvel í löndum þar sem þetta orðatiltæki er ekki notað, tengjast perlur kvenleika og eru því sæm- andi tákn. Evrópusamtök gegn leghálskrabbameini (ECCA) vinna með aðildarfélögum sínum, sam- starfsaðilum og stuðningsfólki víða um Evrópu og með alþjóða- samtökum krabbameinsfélaga (UICC) að því að kynna Vísdóm- sperluna og átakið sem tengist henni. Ágóði af sölu Vísdómsperlunnar verður notaður til að styðja við forvarnir gegn leghálskrabbameini víðsvegar um Evrópu. Eftir Kristján Sigurðsson »Hér á landi deyr ein kona á móti hverjum átta sem greinast með sjúkdóminn en í Evrópu deyr ein á móti hverjum tveimur sem greinast. Kristján Sigurðsson Höfundur er yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Lág dánartíðni af völdum leghálskrabbameins á Íslandi Í Morgunblaðinu hinn 17. janúar sl. gat að líta tvær greinar sem fjölluðu um ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde. Annars vegar var um að ræða grein innanrík- isráðherra, Ögmundar Jónassonar, og hins vegar grein Stefáns Más Stefánssonar pró- fessors. Greinarnar voru ólíkar á margan hátt eins og ætla mátti þar sem annar grein- arhöfunda er stjórnmálamaður en hinn fræðimaður. Hins vegar vill svo til að þær styðja á margan hátt nið- urstöðu hvors greinarhöfundar fyrir sig. Stefán Már segir m.a. í grein sinni að sú ákvörðun Alþingis að kjósa um það hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, hafi leitt til tvenns konar ágalla. Þannig hafi ákvörðunin orðið tilvilj- unarkennd og for- sendur sumra þing- manna, sem gengið hafi út frá því að ann- aðhvort yrðu allir ákærðir eða enginn, brostin. Þá hafi þetta fyrirkomulag vikið til hliðar faglegu mati þingmannanefnd- arinnar og það færst í hendur einstakra þing- manna. Leiða megi að því líkum að nauðsyn- leg sérfræðiþekking hafi ekki verið til staðar hjá einstaka þingmönnum í sama mæli og hjá nefndinni. Niðurstaða athugunar Stefáns Más er sú, veruleg hætta sé á að meðferð Alþingis á málinu hafi vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar, sem ber heitið „Við gerðum rangt“ staðfestir þetta rækilega. Ögmundur greiddi at- kvæði með því að allir ráðherrarnir skyldu ákærðir. Hann segir hins vegar að málið hafi tekið eðlisbreyt- ingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður. Taldi hann að mistök hefðu verið gerð með því að stöðva ekki atkvæðagreiðsl- una þegar í ljós kom hvert stefndi og hún tók á sig „afskræmda flokks- pólitíska mynd“. Í hans huga voru forsendur brostnar fyrir ákvörðun hans. Kæmi málið til kasta Alþingis á ný myndi hann greiða atkvæði með öðrum hætti. Ögmundur á heiður skilinn fyrir grein sína sem er rituð af mikilli einlægni. Það eru hins vegar viðbrögð ein- stakra þingmanna við þessum tíð- indum sem vakið hafa athygli mína. Svo virðist sem viðkomandi þing- menn hafi ekki nauðsynlega þekk- ingu á þessu viðkvæma valdi sem ákæruvald vissulega er. Þannig virðast þeir telja að unnt sé að ákæra til þess eins að sefa reiði hins almenna borgara, ákæra vegna þess að einhver hljóti að bera ábyrgð á hruninu, ákæra til þess að gera upp pólitísk mistök o.s.frv. Þá er það tal- ið óheyrilegt að Alþingi hafi afskipti af ákæruvaldinu með þeim hætti að fjalla nú um málið og það jafnvel borið saman við mál svonefndra níu- menninga á sínum tíma. Þessi um- ræða er ekki við hæfi þar sem í hlut eiga alþingismenn sem fara með ákæruvald. Ein meginskylda ákæranda er að gæta að því að gefa ekki út ákæru telji hann það sem fram er komið ekki líklegt til sakfellis. Eftir að ákæra hefur verið gefin út ber ákæranda sömuleiðis að gæta að málsmeðferðarreglum. Komi í ljós vankantar þar á ber ákæranda að afturkalla ákæruna og fella málið niður. Í landsdómsmálinu liggja þessar heimildir og skyldur eftir því sem næst verður komist hjá Alþingi sem ákæranda. Ríkissaksóknari, sem fer með málið í þessu tilfelli, getur lagt til við Alþingi að fella nið- ur einstaka þætti eða málið í heild en hann hefur, ólíkt því sem er t.d. í almennum sakamálum, ekki heimild til að gera slíkt sjálfur. Þarna er reginmunur á og umræður ein- stakra þingmanna um að Alþingi eigi ekki að hafa afskipti af ákæru- valdinu í þessu máli eru því á mis- skilningi byggðar ólík því sem var í máli níumenninganna. Undanfarna áratugi hefur verið unnið að því bæði hérlendis og er- lendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar nið- urstöður Alþingis í landsdómsmál- inu sem og ófagleg vinnubrögð eru í andstöðu við þessa þróun. Að mínu mati er öll þessi málsmeðferð í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborn- ingur á að njóta. Eftir Valtý Sigurðsson »Eftir að ákæra hefur verið gefin út ber ákæranda sömuleiðis að gæta að málsmeðferð- arreglum. Komi í ljós vankantar þar á ber ákæranda að afturkalla ákæruna og fella málið niður. Valtýr Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi ríkis- saksóknari en starfar nú sem hæstaréttarlögmaður. Ákæruvald í meðförum Alþingis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.