Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 12
Ljósmynd/Gísli Ólafsson Í heyskap! Konur raka hey við spennistöðina, þar sem Þingvallastrætið er nú. Myndin prýðir einn seglanna sem bæjarbúar fá að gjöfi. Hana tók Gísli Ólafsson (1910-2006), lengi yfirlögregluþjónn og kunnur áhugaljósmyndari. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, var kjörin íþróttamaður Ak- ureyrar 2011. Niðurstaðan var kynnt í hófi Íþróttabandalags Ak- ureyrar á Hótel KEA síðdegis í gær.    Þetta er þriðja árið í röð sem Bryndís Rún verður fyrir valinu í kjörinu. Sundkonan býr nú í Noregi þar sem hún nemur og æfir. Bryn- dís, sem á síðasta ári setti fimm Ís- landsmet, vann fimm Íslandsmeist- aratitla og einn norskan meistaratitil, er á 19. ári.    Oddur Gretarsson, leikmaður með Akureyri – handboltafélagi, varð annar í kjörinu líkt og í fyrra en þriðji árið þar áður.    Helga Hansdóttir, 18 ára júdó- kona úr KA, varð í þriðja sæti.    Svo skemmtilega vildi til að yngri bróðir Helgu, Jón Smári, fékk einnig viðurkenningu í gær. Hann var val- inn fimleikamaður ársins á Ak- ureyri. Jón Smári er aðeins 11 ára.    Til gamans má geta þess að faðir þeirra systkina, Hans Rúnar Snorrason, varð á árum margfaldur Íslandsmeistari í júdói. Þrír hlutu að vanda viðurkenn- ingu Íþróttaráðs Akureyringar fyrir mikið og gott starf að íþrótta-, æsku- lýðs- og félagsmálum í bænum. Að þessu sinni voru það Þórarinn B. Jónsson, Þóroddur Hjaltason og Fríða Pétursdóttir.    Akureyri fagnar 150 ára kaup- staðarafmæli í ár, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Þar var nefnt að fólk er hvatt til þess að senda afmæl- isbarninu kort og það gerði m.a. Auður Guðjónsdóttir, Strandgötu 41, á kynningarfundi í Minjasafninu í gær. Auður var einni fulltrúi eldri borgara á fundinum, og las þessa frumsömdu vísu úr kortinu: Eðalbærinn Akureyri eyrin fríðust muntu tíðast, enginn staður mun þér meiri meðan lýðir dafna blíðast.    Í tilefni afmælisins sendir bæj- arfélagið inn á hvert heimili litla gjöf; segul með gamalli, stór- skemmtilegri mynd. Segulinn er til- valið að festa á ísskápinn. Nokkrar myndir voru valdar og tilviljun hver fær hverja þeirra. Kannski kemst í tísku að býtta …    Hafin er undirskriftasöfnun gegn tillögu að deiliskipulagi fyrir Drottn- ingarbrautarreit – svæðið sunna og neðan við Bautann, inn fyrir umferð- armiðstöð. Í tillögunni er gert ráð fyrir töluverðri byggð; húsnæði undir íbúðir, verslanir, þjónustufyrirtæki og stofnanir. Nýjar íbúðir verða meðfram Drottningarbraut og við Hafnarstræti skv. tillögunni. Þá er gert ráð fyrir hótelbyggingu syðst á reitnum og nýrri aðkomugötu, húsa- götu, samsíða Drottningarbraut.    Norðanmenn eru ekki vanir að monta sig. Þess vegna er sjálfsagt að segja frá því hér að vefur Akureyrar – www.akureyri.is – þykir besti vef- ur sveitarfélags á Íslandi. Innanrík- isráðuneytið tilkynnti það í gær og veitti bænum viðurkenningu. Vefur Tryggingastofnunar var valinn besti ríkisvefurinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bryndís best Helga Hansdóttir, júdókona úr KA, sem varð í 3. sæti, Bryndís Rún Hansen úr Óðni og Katrín Emma Jónsdóttir, unnusta Odds Grétarssonar úr Akureyri – handboltafélagi. Hann varð í 2. sæti en er nú á EM í Serbíu. Bryndís best þriðja árið í röð 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Engin vandamál hafa komið upp vegna siglinga skemmtiferðaskipa við Ísland en yfirvöld hafa frekar áhyggjur lendi slík skip í óhöppum við Grænland. Ekki hefur þótt ástæða til þess að grípa til leiðastjórnunar skemmtiferðaskipa við Ísland nema fyrir Suðvesturlandi með siglinga- öryggi í huga. Samkvæmt reglu- gerð um afmörkun siglingaleiða, svæði sem ber að forðast og til- kynningaskyldu skipa fyrir Suð- vesturlandi hafa farþegaskip heim- ild til þess að sigla þar inn á afmarkað svæði frá 1. maí til 1. október. Um er að ræða Selvogs- bankasvæðið sunnan við breidd- argráðuna 63°45’ N eða frá Dyr- hólaey, suður fyrir Surtsey, upp að Reykjanesi, með vestanverðum Reykjanesskaga og inn á Faxaflóa, en skipstjórnendum er skylt að til- kynna ferðir skipa á svæðinu. Reglugerðin nær einnig til Fugla- skerjasvæðisins og Syðra- Hraunssvæðisins. Sigling fyrir Reykjanes að og frá höfnum við Faxaflóa fer ýmist um innri eða ytri siglingaleið og má sigla far- þegaskipum óháð stærð um innri leiðina frá 1. maí til 1. október. Góðar siglingaleiðir Baldur Bjartmarsson, for- stöðumaður rekstrarsviðs Sigl- ingastofnunar, áréttar að stjórn- endum skemmtiferðaskipa beri að fara að alþjóðlegum lögum um sigl- ingar. Þeir séu með fullkomin tölvusjókort eða pappírssjókort auk þess sem hafnsögubátar fylgi þeim gjarnan til hafnar. Hann bendir á að siglingaleiðir við landið séu til- tölulega góðar og hreinar fyrir utan Breiðafjörð og Reykjanes, en vissu- lega geti menn lent í vandamálum fari þeir of nálægt landi. Hættunni boðið heim Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að óraunhæft sé að hægt sé að rýma stærstu skipin á skömmum tíma og því velti menn því fyrir sér hvort skipin séu orðin of stór eða hvort takmarka þurfi fjöldann í þeim. Halldór Nellett, skipherra og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni undanfarin ár, segir að í fyrsta lagi sé til stað- ar neyðaráætlun í hverju skipi komi upp staða eins og í skemmti- ferðaskipinu Costa Concordia við Ítalíu fyrir helgi. Í öðru lagi sé að- gerðaáætlun í landi og ýmsir komi þá að björgunarmálunum undir stjórn Landhelgisgæslunnar. Hann bendir á að ekki sé auðvelt að koma yfir 4.000 manns frá borði á skömmum tíma og bætir við að flestar þjóðir hafi miklar áhyggjur af svona stórslysum. Bestu að- stæður hafi verið við eyjuna Giglio, gott veður og enginn sjógangur. Litlir bátar hafi getað lagst upp að skipinu en það væri ógerlegt í mikl- um sjógangi. Þá tæki það öfl- ugustu þyrlur nokkra daga að losa 4.000 manns. Helst óttuðust menn slys í ísnum við Grænland og því hefði Landhelgisgæslan lagt til að skemmtiferðaskip sem sigldu norður með ísröndinni að Svalbarða yrðu að sigldu tvö og tvö saman. „Fé- lögin geta samræmt ferðirnar,“ segir hann. Óttast helst óhöpp við Grænland  Landhelgisgæslan vill að skemmtiferðaskip á leið norður með ísröndinni við Grænland sigli tvö og tvö saman  Góðar siglingaleiðir við Ísland og engin vandamál komið upp vegna siglinganna Reuters Costa Concordia Skemmtiferðaskipið steytti á skeri við ítölsku eyjuna Giglio með þeim afleiðingum að skipið lagðist á hliðina sl. föstudagskvöld. Komum skemmtiferðaskipa til landsins hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár, þar til í fyrra. Langflest skipin koma til Reykjavíkur og voru 68 komur á liðnu ári með um 63.000 far- þega en 74 skip voru með um 70.000 farþega árið 2010. „Það hefur aldrei verið neitt vandamál,“ segir Ágúst Ágústs- son, markaðsstjóri Faxaflóa- hafna, en rifjar upp að skemmtiferðaskipið Aida með um 3.400 manns hafi reyndar ekki getað lagst að bryggju við Skarfabakka sl. sumar vegna veðurs. „Þeir tóku enga áhættu og biðu í níu tíma hérna fyrir utan.“ Ekkert skemmtiferðaskip fær að koma inn í Reykjavíkurhöfn nema taka lóðs. Ágúst segir að sumir hafi kvartað yfir kostn- aðinum sem því fylgi en gerir ráð fyrir að hinir sömu séu sátt- ari við allar varúðarráð- stafanir í ljósi slyssins við Ítalíu fyrir helgi. Eins megi gera því skóna að skerpt verði á umræðunni um ör- yggi og kröfur og eft- irlit verði hert þar sem skemmti- ferðaskip fari um í heim- inum. Stöðugt fleiri skipakomur FAXAFLÓAHAFNIR Ágúst Ágústsson Syðra Hraun Fuglaskerja- svæði 63°45 N NV af Garðskaga SV af Reykjanesi Ytri leið Innri leið Tilkynningaskylda Selvogsbankasvæði Surtsey Heimaey Garðskagi Dyrhólaey 24°V 22°V 20°V Leiðastjórnun skipa á siglingaleiðum undan suðvesturströnd Íslands Svæði sem ber að forðast Grunnkort/Loftmyndir ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.