Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Elsku Rebekka. Fá orð koma upp í hugann nú þegar við mamma þín og pabbi horfum á eftir þér. Sorgin er mikil og sökn- uðurinn stundum óbærilegur. Margt hefur okkur þó verið til huggunar, ekki síst ljóðið sem Bubbi orti og söng svo fallega í útförinni þinni. Eigi hann þökk skilið. Okkur finnst rétt að hafa það sem okkar kveðju til þín. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ætíð munt þú eiga sess í okkar hjarta og þín verður sárt saknað. Friður fylgi þér. Mamma og pabbi. Hún lézt 17. desember sl. Hafði ekki náð tvítugsaldri, næst yngst af sjö barnabörnum okkar. Það er alltaf sárt að missa ná- inn ættingja, en ekkert eins sárt og að missa kornungt fólk í blóma lífsins. Rebekka var sannur gleðigjafi, skemmtileg og svolítill prakkari þegar svo bar undir. Hún var alla tíð dugleg að heimsækja okkur, afa og ömmu í Kópavoginum, og var alltaf hressandi að fá hana í heimsókn vegna þess að það birti yfir öllu við komu hennar. Við urðum þess aðnjótandi að ferðast með Rebekku bæði innan- lands sem utan, og eru minningar úr öllum þessum ferðum ljúfar og skemmtilegar. Hún var mikill dýravinur, stundaði hestamennsku frá barnsaldri og ekki má gleyma fjölskylduhundinum Katrínu, en þær voru miklir vinir og fóru iðu- lega saman í langa göngutúra og töluðu saman. Ekki vissum við hvaða tungumál var notað í þess- um ferðum, en greinilegt var að þær skildu hvor aðra fullkom- lega. Mannvinur og dýravinur, það var Rebekka. Nú er komið að leiðarlokum í bili og við kveðjum elsku Re- bekku okkar með ljóði langalang- ömmu hennar, Höllu Eyjólfsdótt- ur frá Laugabóli: Rebekka Þórhallsdóttir ✝ Rebekka Þór-hallsdóttir var fædd í Reykjavík 11. maí 1992. Hún lést þann 17. des- ember 2011 á tutt- ugasta aldursári. Hún var dóttir hjónanna Þórhalls Ö. Guðlaugssonar og Dagbjartar H. Sveinsdóttur. Eldri systkini Re- bekku eru Sveinn G. Þórhallsson og Hafdís Sara Þórhallsdóttir. Útför Rebekku fór fram frá Fossvogskirkju 27. desember 2011. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning – létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi Sveinn Gústavsson, Erla Ingólfsdóttir. Elsku ömmu- og afastelpan okkar. Takk fyrir allar stundirnar sem þú gafst okkur. Kveðja okkar til þín getur ekki orðið einlægari en ljóðið sem vinkona okkar Ingi- björg Daníelsdóttir sendi okkur. Orð eru máttlaus og lítils virði og geta ekki létt þá þungu byrði sem lögð er á fjölskyldu ef ástvinur deyr. Svo snögglega; er hann, en svo aldrei meir. Trúin er sterk um að sólríkir dagar, blómskrýddar brekkur og grænir hagar, samfélag manna svo fagurt og gott. Engin þar illska eða veraldlegt plott. Guð fylgi þér vina um heimkynnin nýju þar ættfólk og vinir þig umvefja hlýju til minningar eigum við myndir af því. Þér ást okkar fylgi. Við sjáumst á ný. Jarðvistin er okkur hulin gáta misjafnt af hverju við höfum að státa, ef hver og einn gerir svo vel sem hann kann er takmarkið göfugt, hvað sem hann vann. Við komum og förum á milli landa. Til fjalla, á láði og út til stranda, siglum um heimshöfin úfin og grá. En ferðin til ljóssins er líkn og þrá. (I.E.D.) Guð fylgi þér, elsku stúlkan okkar. Amma Hafdís og afi Guðlaugur. Elsku Rebekka mín, ég elska þig svo mikið og ég sakna þín óendanlega mikið. Mikið vildi ég óska þess að ég hefði fengið fleiri góð ár með þér en þau 19 sem þú fékkst að lifa. Þú átt alltaf sér- stakan stað í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma hversu ynd- isleg þú varst. Minning um frábæra stelpu á eftir að lifa í hjörtum margra. Þú varst engri lík og þess vegna á ég eftir að sakna þín svo mikið, það er enginn annar sem á eftir að jafnast á við litlu systur. Þú varst alltaf til staðar ef einhver þurfti á þér að halda og gafst mikið frá þér. Það var gott að tala við þig og við gátum sagt hvor annarri allt. Maður getur ekki annað en þakkað góðum guði fyrir að leyfa mér og öðrum að hafa átt þig að og fengið að njóta þess að vera með þér, þótt sá tími hafi verið alltof stuttur. Hvíldu í friði, ástin mín. Mundu mig, ég man þig. Kveðja, Hafdís Sara. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Megi friður fylgja þér. Þinn bróðir, Sveinn Guðlaugur Þórhallsson. Litla frænka mín er farin í ferðalagið mikla löngu áður en tímabært er. Undanfarna daga sé ég hana fyrir mér mjög skýrt á mismunandi aldursskeiðum. Sól- brún í framan með fallegu lokk- ana sína í skærri útprjónaðri peysu frá ömmu Haddý til fyrstu tilrauna á háum hælum og í hár- greiðslu. Rebekka var einstaklega hlý og þægileg með rólega en sterka nærveru. Oftast læddist lítill koss á vanga þegar hún heilsaði alltaf svo innilega. Mér fannst hún hafa mjög djúpa hugsun, sem endurspeglaðist oft í athuga- semdum, sem fengu mann til þess að hugsa lengra. Hún hafði skemmtilegan og lúmskan húm- or, sem oft beindist að mér og mömmu hennar. Ég held að henni hafi stundum fundist full- mikið að við systurnar töluðum í símann fjórum sinnum á dag. Rebekka var yndislega barn- góð. Hún og Victor Karl sonur minn voru mjög náin, en fjögur ár eru á milli þeirra. Ég man eftir því eitt skipti er við komum í heimsókn og herbergið hennar var fullt af vinkonum, þá kom Rebekka, komin vel á unglings- árin, fram í stofu og sagði stór- hneyksluð, „Komdu inn í her- bergi, Victor“. Hún gleymdi aldrei litla frænda. Undanfarnar vikur hafa verið erfiðari en orð fá lýst, en það er mikill styrkur að sjá allt þetta góða fólk, sem snýr að Döggu, Halla, Svenna og Hafdísi. Við verðum öll að finna leið til þess að halda áfram, því að það er skylda okkar gagnvart þeim, sem áfram lifa. Ég bið góðan guð að varðveita elsku litlu frænku mína. Anna Sveinsdóttir. Hrokkið hár, feimnislegt bros og glaðvært fliss. Þannig er hægt að minnast Rebekku. Allar minn- ingarnar eru svo dýrmætar. Fjölskyldan kom stundum saman á sunnudögum hjá for- eldrum mínum, ömmu Haddý og afa Gulla á Kjalarnesi. Á boðstól- um var „ömmumatur“ sem var lambalæri eða -hryggur og í hópi glaðværra frændsystkina var Rebekka yngst. Svenni, stóri bróðir hennar, fór fyrir hópnum og svo komu frænkurnar fjórar allar í röð, þær María, Hafdís Sara, Elísabet og Rebekka. Hundurinn okkar, Táta, fylgdi þeim eftir og leyfði þeim að dröslast með sig af mikilli þol- inmæði. Þessi minning er dýr- mæt. Þegar krakkarnir voru uppi á Kjalarnesi léku þau sér jafnan í „Þorgeirs herbergi“ nema þegar Þorgeir frændi kom til Íslands í heimsókn. Þau voru alltaf svo spennt að sjá Þorgeir eða að minnsta kosti fyrir namminu sem hann kom með. Hollenskur lakkrís var í uppáhaldi. Þessi minning er dýrmæt. Rebekka var aðeins ársgömul þegar við hjónin byrjuðum að skjóta okkur saman. Í fyrsta skiptið sem Andri kom með mér að passa Rebekku hafði hann það á orði að hann hefði nú aldrei passað börn áður. Það er okkur minnisstætt að hann var talsvert kvíðinn fyrir þessari miklu ábyrgð en þetta gekk vel. Stelp- an svaf og við gátum poppað. Þessi minning er dýrmæt. Árin liðu hratt og við Andri héldum utan til náms. Þegar við fluttum heim aftur og fórum að byggja húsið okkar reyndist Re- bekka okkur vel sem barnapía. Rebekka var allt í einu orðin svo stór og þroskuð, byrjuð í menntaskóla og komin á kaf í hestamennskuna með pabba sín- um og afa. Hún umgekkst hross af miklu öryggi og var mjög dug- leg og áreiðanleg þegar kom að því að sinna þeim. Þessi minning er dýrmæt. Síðastliðið ár var Rebekka í sambandi við okkur á fésbókinni þar sem við vorum búsett í Frakklandi. Það kom oft fram að hún saknaði litlu frændsystkina sinna og vildi að við flyttum heim sem fyrst svo hún gæti gefið þeim stórt knús. Hún var svo barngóð hún Rebekka og hafði sérstaklega gott lag á gaurunum okkar. Hún sýndi þeim áhuga og fór í lok nóvember með Hirti okkar á fyrstu karateæfinguna hans. Sú minning er okkur óend- anlega dýrmæt. Þeir grétu sárt synir okkar þegar við sögðum þeim að Re- bekka væri nú dáin. Börn flækja ekki hlutina og það sem þeir sögðu segir svo margt: „Já en hún var alltaf svo góð við okkur“ og þannig var hún einmitt. Alltaf svo góð. Þótt harmur okkar sé mikill þá er hann lítill í samanburði við harm foreldra hennar og systk- ina. Það á ekki að vera lífsins gangur að foreldrar beri barn sitt til grafar, sorgin er svo sterk og söknuðurinn sár. Elsku Halli bróðir, Dagga, Svenni og Hafdís Sara. Hugur okkar er hjá ykkur, alltaf. Með hjartans kveðju, Guðný, Andri, Hjörtur, Hlynur Örn og Lilja. Elsku hjartans Rebekka. Ég held að við vitum bæði að við eig- um allt of mikið af yndislegum minningum saman til að telja upp hérna. Það yrði líklega fljótlegra fyrir mig að bíða og rifja þær upp með þér þegar við hittumst loks aftur heldur en að skrifa þær nið- ur. Takk. Takk fyrir öll árin. Takk fyrir alla hlýjuna og ástina, sem þú gafst mér. Takk fyrir að hlusta á allt, sem ég þurfti að segja þér. Takk fyrir að vera allt- af með ráð við öllum vanda- málum mínum. Takk fyrir hverja einustu stund, sem við áttum saman. Takk fyrir hláturinn og takk fyrir tárin. Takk fyrir gleðina og takk fyrir sorgina. Takk fyrir að vera svona góð frænka. Takk fyrir að vera besti og traustasti vinur, sem hægt er að hugsa sér. Takk Rebekka. Takk fyrir að vera þú. Það eru ekki til nein orð yfir það, hversu sárt það er að kveðja þig. Það eru heldur ekki til orð yfir það, hversu mikið ég hlakka til að sjá þig aftur. Ég verð með einhverja góða sögu fyrir þig þegar við sjáumst aftur. „Don’t cry because it’s over. Smile because it happened.“ Þinn frændi, Victor Karl Magnússon. Elsku Rebekka. Mig langar að kveðja þig með þessum línum úr laginu hans Bubba, „Kveðja“, og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég sendi fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín vinkona, Elísa Valdís. Elsku litla frænka mín. Ég á engin orð til þess að lýsa því, hversu sárt það er að kveðja þig. Við huggum okkur við dýrmætar minningar eins og til dæmis einu sinni á jólum heima hjá afa og ömmu þegar þú fékkst jóla- pakka, sem í var farsímakassi, en engan síma var þar að finna, heldur glæsilegt belti frá ömmu. Þá var hlegið dátt. Við töluðum oft um það í fjölskyldunni, hvað þú varst einstaklega blíð og góð, ekki síst við Victor Karl, sem var fjórum árum yngri en þú. Sér- staklega minnist ég þess að eitt skipti, sem ég kom í heimsókn til ykkar í Selásinn, voru vinkonur þínar inni í herbergi hjá þér, og sá ég strax að Victor var vonsvik- inn yfir því að fá ekki að vera með stóru frænku sinni og settist í sófa hjá fullorðna fólkinu. Á sama andartaki opnuðust dyrnar og þú gægðist út og sagðir með undrunarhreim: „Victor, ætlar þú ekki að koma inn til okkar?“ Oft talaði Dagga um, hvað þú værir sterk og ég áttaði mig ekki á því fyrr en við fórum á hestbak saman. Ég vissi að þú værir mik- ill dýravinur og mér fannst svo gaman að sjá þig í þínu umhverfi. Þú hljópst upp í fjall til þess að ná í hestana og teymdir þá til okkar. Þér fannst pabbi þinn fara of hægt með okkur, en við vorum náttúrulega svo miklir byrjendur að við gátum ekki farið hraðar. Svo sagðir þú okkur allt um hest- inn þinn, Spartakus, en þið voruð greinilega miklir vinir. Við bjuggum lengi erlendis og þegar við komum heim til Íslands var ekkert betra en að fá einn Rebekkukoss. Elsku Rebekka. Við söknum þín mjög mikið, en vitum að við eigum eftir að hittast aftur og huggum okkur við það í þessari miklu sorg. Erla Karen Magnúsdóttir. Elsku Rebekka. Í mínum huga ert þú, og munt alltaf verða, ynd- isleg og góðhjörtuð stúlka. Það var alltaf mjög gaman að hitta þig þegar ég kom í heimsókn til Íslands, ekki síst um jólin. Þú varst svo mikið náttúrubarn og mér fannst alltaf mikil kyrrð og ró yfir þér. Það veldur okkur öll- um gífurlegri sorg að sjá þig fara svona snemma. Þú áttir svo margt ógert og þess vegna er svo erfitt að sætta sig við að þú sért kölluð í burt frá okkur, sem elsk- um þig svo mikið. Minningarnar, sem núna koma upp í hugann, eru fjársjóður sem aldrei verður frá okkur tekinn og við þökkum góðum Guði fyrir þessi 19 ár sem við áttum saman. Jólin og lífið verða aldrei eins og áður. Far þú í friði elsku frænka mín. Bjarni Magnússon. Elsku Rebekka. Ég vil þakka þér fyrir árin, sem þú gafst mér og fjölskyldunni okkar. Þú varst yndisleg frænka og ég mun varð- veita minningarnar um þig að ei- lífu. Þú elskaðir alla í kringum þig, hvort sem um var að ræða fjölskylduna, vini eða dýr, og mættu margir taka þig til fyr- irmyndar. Þú varst einstaklega gjafmild og man ég mjög vel eftir gjöf- unum, sem þú gafst í gegnum ár- in. Oft voru þetta gjafir, sem þú hafðir sjálf búið til eða látið búa til fyrir þig, nú síðast jóagjafirn- ar til foreldra þinna, Döggu og Halla, bollar með myndum af þeim og nöfnum. Þá minnist ég allra áranna þegar við sátum við matarborð hjá afa og ömmu í Reynigrund, svo og á Heiðvangi og í Selási, en það gladdi mig allt- af að líta á þig og sjá þig brosandi eða hlæjandi. Andrúmsloftið í kringum þig var alltaf svo hlýtt og notalegt. Þá minnist ég þess hversu mikið ég naut þess að tala við þig á msn þegar ég bjó í Kína og saknaði Íslands og fjölskyldunn- ar, en þú varst alltaf með skemmtilegar sögur og fréttir. Elsku Rebekka mín. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta. Gústav Arnar Magnússon. HINSTA KVEÐJA Elsku Rebekka. Þú átt alltaf sérstakan stað í hjörtum okkar. Kveðja, María og Elísabet. Þegar ég var lítil vorum við Jón Ás- geir frændi minn mjög góðir vinir. Hann gaf sér alltaf tíma til þess að spjalla við litlu frænku sína og við fórum reglulega saman í bíó og ævin- týraferðir. Auk þess kenndi hann mér nokkrar hreyfingar í karate sem mér þótti mjög spennandi. Þrátt fyrir að samband okkar hafi minnkað með árunum var Jón Ás- geir mér alltaf góður og í hvert sinn sem ég talaði við hann lét hann mér líða eins og ég hefði ein- hvern veginn gert daginn hans betri. Mér þykir vænt um þær góðu Jón Ásgeir Blöndal ✝ Jón ÁsgeirBlöndal fædd- ist 13. maí 1966 á Siglufirði. Hann lést 23. desember 2011 á Akureyri. Útför Jóns Ás- geirs hefur farið fram í kyrrþey. stundir sem ég átti með frænda mínum og það er sárt að þær verði ekki fleiri í þessu jarðlífi. Alexander, Silju og Birtu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Erna Kristín. Látinn er gamall fé- lagi minn, Jón Ásgeir Blöndal, langt um aldur fram. Ég kynntist fyrst Jóni Ásgeiri þegar hann gerðist stjórnarmaður og síðar formaður karatefélagsins Þórs- hamar 1988 og reif félagið upp úr þáverandi lægð með miklum látum svo fjöldi iðkenda margfaldaðist á nokkrum mánuðum. Hann var líka aðaldriffjöður Þórshamars þegar ráðist var í að kaupa og innrétta núverandi húsnæði félagsins í Brautarholti í Reykjavík og njóta því félagsmenn og iðkendur þess enn áræðis og framsýni Jóns Ás- geirs. Slíkur var krafturinn í þess- um orkubolta. Seinna stofnaði hann karatefélag Vesturbæjar í Reykjavík og karatedeild HK í Kópavogi og þar var það sama upp á teningnum. Hann var viðloðandi karateíþróttina í rúm tíu ár þar til hann sneri sér að því að vinna með börn á öðrum vettvangi. Hann átti afar auðvelt með að heilla börn og unglinga og gera alla hluti spenn- andi í þeirra augum og þessir tímar voru sannarlega skemmti- legir í þeim félögum sem Jón Ás- geir kom að. Eins og títt er um menn af þessari gerð lenti hann auðvitað upp á kant við þá sem fyr- ir voru og þótti þessi hressi and- vari fremur trufla tilbreytingarlít- ið andrúmið hjá sér. Ég er handviss um að margir af nemend- um hans hugsa með gleði í hjarta til skemmtilegra samverustunda undir hans stjórn, æfinganna, víd- eókvöldanna, veiðiferðanna og alls þess sem Jón Ásgeir fann upp á með sínum stóru krakkahópum. Við vorum miklir mátar á þessu tímabili og ég hugsa með hlýhug til góðs vinar, óvenjulegs og hug- myndaríks manns. Ég sendi börnum hans og ást- vinum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Karl Gauti Hjaltason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.