Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Ungverska þjóðþingið hefur haftí bígerð að breyta ýmsum lög- um í landinu eftir eigin höfði. Sumar þeirra tillagna sem sagt hefur verið frá koma öðrum spánskt fyrir sjónir, eins og gengur.    ESB hefur haft í hótunum viðUngverjaland vegna fyrirhug- aðra breytinga. Enda er Ungverja- land í ESB og er því ekki fullvalda ríki að mati sam- bandsins.    Af þessu mánokkurn lærdóm draga. En það munu ekki allir gera.    Örugglega ekki þeir íslenskustjórnmálamenn sem enn hafa ekki heyrt neinar fréttir af vand- ræðagangi evrunnar.    Ef Staksteinar mættu sín ein-hvers í Ungverjalandi myndu þeir vísast leggjast gegn mörgum þeirra hugmynda um breytingar sem verið hafa í umræðunni þar eystra.    En Ungverjar verða auðvitað aðeiga um þær seinasta orðið.    Eitt er það atriði sem ESB villekki þola að Ungverjar færi í eigin lög. Það snýst um að skylda forstöðumenn þýðingarmikilla stofnana til að sverja eigin þjóðríki trúnað þegar þeir hefja störf.    Þetta hafa íslenskir ráðherrar íraun gert í áratugi á sínum fyrsta ríkisráðsfundi.    Ætli Össur, sem sér um minnk-unarmálin hérlendis, hafi sagt stækkunarstjóranum frá þessu? Veit stækkunar- stjórinn þetta? STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 0 skýjað Vestmannaeyjar 1 léttskýjað Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 3 þoka Ósló -7 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki -2 snjóél Lúxemborg 1 skýjað Brussel 3 skýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 7 skúrir London 12 skýjað París 5 súld Amsterdam 3 súld Hamborg 2 skýjað Berlín 3 heiðskírt Vín 4 léttskýjað Moskva -7 skýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -25 snjókoma Montreal -11 léttskýjað New York 3 léttskýjað Chicago -10 léttskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:47 16:31 ÍSAFJÖRÐUR 11:16 16:12 SIGLUFJÖRÐUR 10:59 15:54 DJÚPIVOGUR 10:22 15:55 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er búið að taka á móti tilboðum frá bílaumboðum. Þau eru í vinnslu og það er vinnuregla hjá okkur að gefa aldrei upp millitíma. Við erum að vinna í tilboðunum og gefum fyrst út niðurstöðu þegar því er lokið. Þetta getur tekið nokkra daga, jafnvel vik- ur, að vinna úr tilboðunum eftir því hversu flókið er að vinna úr þeim,“ segir Guðmundur Hannesson, for- stöðumaður ráðgjafasviðs hjá Ríkis- kaupum, spurður út í uppboð vegna kaupa á ráðherrabílum. „Ef ég man rétt er gert ráð fyrir því að meðalkaup séu þrír bílar á ári og að flotinn verði endurnýjaður smátt og smátt. Það skal hins vegar tekið fram að kaupin eru óviss. Það sem við erum að gera er að semja um hæfa bjóð- endur, verðlag og kjör. Síðan fara ein- stök kaup fram þegar einstök ráðu- neyti taka ákvörðun eða þegar samkomulag næst innan stjórnsýsl- unnar um hvaða bíl eigi að kaupa og hvenær,“ segir Guðmundur. Sex skiluðu inn tilboðum Fram kemur á vef Ríkiskaupa að sex bílaumboð hafi skilað inn tilboð- um vegna útboða á ráðherrabifreið- um í tveim flokkum, „ráðherrabifreið- um“ og „ráðherrabifreiðum með auknum umhverfiskröfum“. Askja lagði fram tilboð með Merce- des-Benz, TK Bílar ehf. með Toyota og Lexus, Even hf. með Tesla, BLI hf. með BMW, Brimborg ehf. með Volvo og Hekla með Audi. Tesla sker sig hér úr enda rafbíla- merki frá nýrri verksmiðju á ferð. Gísli Gíslason, stjórnarmaður í Even hf., segir Tesluna sem lögð sé fram í útboðinu af gerðinni Model S. „Þetta er mikið tækniundur. Ein útfærslan fer 500 km á rafhleðslunni. Hann er með gríðarmikið innanrými enda er farangursrými bæði í húdd- inu og í skottinu ... Viðhald dettur nið- ur um tvo þriðju hluta vegna þess að það eru aðeins tveir mótorar aftan í bílnum. Honum fylgir átta ára ábyrgð frá framleiðanda og er ábyrgðin óháð akstri. Þetta er einn umhverfisvæn- asti bíllinn í sínum flokki sem völ er á. Má segja að þetta sé eini 100% græni bíllinn sem er hægt að bjóða upp á í þessum flokki. Bíllinn er hannaður frá grunni sem rafbíll og er svo rúmgóður að hann fellur í báða flokkana, sem ráðherrabifreið og ráðherrabifreið með auknum umhverfiskröfum.“ – Hvað kostar bíllinn? „Við fáum fyrsta bílinn í sumar. Verðið fer eftir því hvort virðisauka- skattur er lagður á bílinn eða ekki. Vonir okkar standa til að hann verði ekki dýrari en sambærilegur bensín- bíll. Það eru nokkrar útgáfur af Tesla, Model S. Þær fara 260, 370 og 500 km á einni rafhleðslu. Við erum að vonast til að verðið verði á bilinu frá 8 og upp í 12 milljónir króna eftir útfærslu. Þetta er lúxusbíll, eins og BMW-500 týpan eða Audi. Slíkir bílar kosta nú á bilinu 12 til 14 milljónir. Við verðum því ekki dýrastir. Ég hugsa að það yrði erfitt að fá bíl sem uppfyllir skilyrði Ríkiskaupa um hröðun og öryggisbúnað á undir tíu milljónum króna. Verðið á nýjum bensínbílum í stærri flokki hefur hækkað mikið eftir gengishrunið.“ Olían kvödd Gísli bendir á kosti rafmagnsins. „Í því er fólginn gríðarlegur sparn- aður að þurfa ekki stöðugt að vera að setja bensín á bílinn. Í staðinn yrðu ráðherrarnir að nota 100% íslenska orku. Það hlýtur að vera markmið í sjálfu sér.“ Spurður nánar út í uppboðið svarar Gísli því til að samningur Ríkiskaupa sé til þriggja ára en að ekki sé kveðið á um fjölda bifreiða. Nú séu átta til níu ráðherrabílar í notkun sem ætla megi að verði endurnýjaðir, í ljósi uppsafnaðrar þarfar frá efnahags- hruninu. „Hugsunin er væntanlega sú að skipta út sem flestum bílum fyrir umhverfisvæna bíla. Þannig að í mín- um huga hljóta þeir að skipta út öllum bílunum á þriggja ára tímabili.“ Snúran í ráðherrabíla?  Tilboðsgjafi í útboði fyrir ráðherrabifreiðar býður fram rafbíl  Kostar á bilinu 8 til 12 milljónir  Lúxusbifreiðar sem uppfylla kröfur hafa hækkað mikið í verði Ljósmynd/Tesla Motors Rafknúin Tesla-rafbifreið af gerðinni Model S. Verðið er frá 8 milljónum. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir það „vissulega myndu verða táknrænt skref“ ef ráð- herrabílar yrðu rafmagns- væddir. „Það yrði þó að vera byggt á skynsamlegu mati, frá umhverfislegu og þjóðhagslegu sjónarhorni. Ráðherrabílarnir eru í dýrari flokki og þar er samkeppnishæfni rafbíla betri. Almennt tel ég langmikil- vægast að stuðlað sé að betri nýtingu á núverandi orkugjöf- um. Á fundi mínum með Ríkis- kaupum setti ég fram tvær at- burðarásir. Annars vegar til- lögur um neyslugrennri bíla, lúxusbíla sem eyða jafnvel helmingi minna en eldri gerðir. Það má gera stórkostlegar breytingar á ráðherraflotanum án þess að breyta um orku- gjafa. Í öðru lagi kynnti ég nýja orkugjafa, metan og rafmagn. Þær öryggiskröfur sem gerð- ar eru til ráðherrabíla flækja málið, þar með talið kröfur um öryggisrúður og mikla hröðun,“ segir Sigurður Ingi. Rafvæðingin yrði táknræn FORDÆMISGILDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.