Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF – al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hefur verið boðið að taka sæti í aðaldóm- nefnd kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg, sem fram fer dagana 27. janúar til 6. febrúar. Gautaborgarhátíðin er tvímælalaust ein stærsta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndum. Hrönn tekur sæti í dómnefnd sem veitir að- alverðlaun hátíðarinnar, „Dragon Awards“ eða Drekann en hann er veittur fyrir bestu kvikmynd Norðurlanda. Auk Hrannar Marinósdóttur sitja í aðal- dómnefnd þau Jessica Hausner, leikstjóri frá Austurríki, en hún er jafnframt formaður dómnefndar, danski leikstjórinn Omar Shar- gawi, norski kvikmyndatökumaðurinn John Andreas Andersen, sænska leikkonan Sofia Helin og finnska leikkonan Linda Zilliacus. Hrönn tekur sæti í dómnefnd í Gautaborg Morgunblaðið/Kristinn Dómari Hrönn Marinósdóttir fer til Gautaborgar. Færeyska tónlistarhátíðin G! Festival, sem er haldin ár hvert í Götu, þúsund manna bæ, dælir nú út tilkynningum um hverjir muni troða þar upp í sumar. Fyrir stuttu var til- kynnt að John „okkar“ Grant myndi leika þar og í gær var tilkynnt um fyrstu íslensku sveit- ina sem mun spila. Er það engin önnur en Retro Stefson, sú góðglaða tónleikasveit, en leitun er að stemningsríkara bandi í íslensku tónlistarlífi í dag. „Triðji bólkurin á G!2012“ eins og Færeyingar orða það, þriðja nafnið, Hymns from Nineveh, kemur frá Danmörku. G!-hátíðin var fyrst haldin fyrir tíu árum og þykir með athyglisverðustu tónlistarhátíðum. Færeyskar sveitir leika þar eðlilega í miklu magni en einnig eru aðrar norrænar sveitir áberandi auk sveita frá Bretlandi, Bandaríkj- unum o.s.frv. Retro Stefson spilar á G! Festival í sumar Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hress Retro Stefson í ham á tónleikum. Mér þótti undarlegt að sjáað þessi mynd skoraðilangt yfir 90% á safnsíð-unni Rotten Tomates rétt fyrir jólin. Bara trúði því ekki að menn hefðu nennu í að sýna einhvern metnað þegar það kæmi að myndum af þessu tagi. Of oft hefur maður upp- lifað að framleiðendur treysta á að söluvaran, hvort sem um er að ræða poppstjörnu, Alvin og íkorna eða Prúðuleikara, sjái til þess að draga fólk í bíó og þar með reyta af því fé. Að hræra í kvikmynd í kringum það aðdráttarafl er svo aukaatriði og í góðu lagi að gera slíkt með hangandi hendi. Þetta eru hvort eð er mestan part krakkar sem eru að fara að horfa á þetta. Prúðuleikararnir eru undantekn- ing frá þessu, kvikmynd sem er til hreinnar fyrirmyndar hvað svona lagað varðar. Ergo: Svona á að gera þetta! Ég fæddist 1974 og ein af fyrstu minningum mínum er að sitja and- aktugur fyrir framan sjónvarpið á föstudegi og fylgjast með Kermit, Svínku, Fossa, Gönsó, Dýra og öllum þeim æringjum sem Prúðuleikarana skipa leika listir sínar. Ég – eins og svo margir aðrir af minni kynslóð – er einlægur aðdáandi enda um fyr- irtaksefni að ræða sem máir út mörk á milli barna og fullorðinna hvað skemmtigildi varðar. Framleiðendur myndarinnar hafa blessunarlega gert sér grein fyrir þessu. Hér segir af bræðrunum Gary og Walter (sem er Prúðuleikari, eins og hann á eftir að komast að) og tilraunum þeirra til að koma gömlu Prúðuleikurunum sam- an. Kærasta Garys, Mary, er með í för og við hittum einnig fyrir illmenni í alls konar mynd. Aðal „vondi kall- inn“ er t.d. frábærlega leikinn af Chris Cooper og hann virðist hafa skemmt sér konunglega við gerð myndarinnar. Það er enda lykilinn að henni, maður verður var við að það hefur verið stemning á settinu og það smitar út frá sér. Framvindan er eðli- lega mjög fyrirsjáanleg, þetta er ævintýri sem endar vel, en aðstand- endur myndarinnar eru með það á tæru allan tímann hvernig á að skila af sér góðri bíóupplifun. Þannig fáum við sem erum komin af léttasta skeiði vel samda fullorðinsbrandara sem hitta allir sem einn í mark og myndin er oft og tíðum vísvitandi ýkt í til- þrifum og grallaraskap. Það er styrk- ur hennar. Hún veit af sér og gerir skammlaust að sér góðlátlegt grín. Tónlistin er líka frábær, vel í lagt þar sem á öðrum vígstöðvum. Semsagt, vönduð og vel lukkuð barna/ fullorðinsmynd sem skilar því sem lagt var upp með glæsilega í heima- höfn. Eitt sinn Prúðuleikari... Sambíóin The Muppets bbbbn Leikstjórn: James Bobin. Handrit: Jason Segel, Nicholas Stoller. Aðalhutverk: Prúðuleikararnir ásamt þeim Amy Adams, Jason Segel og Chris Cooper. 103 mín. Bandaríkin, 2010. ARNAR EGGERT THORODDSEN KVIKMYNDIR Menn og brúður „[Myndin] veit af sér og gerir skammlaust að sér góðlátlegt grín.“ Hljómsveitin Náttfari sem stofnuð var árið 2000 og vakti strax þó- nokkra athygli kemur fram á Kreppukvöldi 19. janúar á Bar 11. Ásamt Náttfara koma fram hljóm- sveitirnar Heavy Experience og Porquesí. Fyrsta plata Náttafara kom út í október á síðasta ári og fékk nafnið Töf. Platan hefur fengið góða dóma frá flestum gagnrýnendum og hef- ur sérstaklega góður rómur verið gerður að tónleikum Náttfara. Þessi einstaka hljómsveit spilaði þónokkuð á Iceland Airwaves árin 2001 og 2002 en tók sér síðan átta ára pásu og kom aftur 2010. En þá kom sveitin fram á Iceland Airwa- ves og valdi Reykjavík Grapevine tónleika þeirra þar eina af 15 bestu tónleikum hátíðarinnar. Tónleikar Tveir meðlimir Náttfara. Náttfari á Kreppu- kvöldi á Bar 11 VERSTA BARNAPÍA ALLRA TÍMA!THE HANG SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ FRÁ HANDRITSHÖFUNDUM THE HANGOVER BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% SÉÐ OG HEYRT/ KVIKMYNDIR.IS MORGUNBLAÐIÐ IRON LADY KL. 5.40 - 8 - 10.20 L MY WEEK WITH MARILYN KL. 5.40 - 8 - 10.20 L GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.45 - 9 16 IRON LADY KL. 6 - 8 L GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 6 - 9 16 TINKER TAILOR SOLDIER SPY KL. 10 16 FLYPAPER KL. 6 - 8 - 10 12 TINKER TAILOR SOLDIER SPY KL. 8 - 10.40 16 TINKER TAILOR SOLDIER SPY LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 THE SITTER KL. 6 - 8 - 10 14 GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 4.45 - 8 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 - 5.50 L STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 3.40 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 L GOLDEN GLOBE SIGURVEGARI FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN GLOBE SIGURVEGARI MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ “ÓSANNFÆRANDI BARN PÍ ” LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar IRONLADY Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:10 PRÚÐULEIKARARNIR Sýnd kl. 5:45 TINKER, TAILOR, SOLDIER, SPY Sýnd kl. 7 - 10:10 MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 10 TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! V.J.V - SVARTHÖFÐI.IS HHHH H.V.A - FBL HHH T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH K.B - MBL HHH BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum 88/100 -CHICAGO SUN TIMES H.S.S. - MBL HHH ÍSLENSKUR TEXTI „EIN BESTA MYND ÁRSINS - PUNKTUR“ -JAKE HAMILTON, FOX-TV MERYL STREEP FER Á KOSTUM Í STÓRKOSTLEGRI MYND UM MARGARET THATCHER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.