Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Krabbameinsfélagið Kynlíf og krabbamein Ræðum málin - við þorum! Woet Gianotten, kynfræðingur og læknir, fjallar um nánd í samböndum og hvernig henni er viðhaldið eða hún endurheimt í krabbameinsmeðferð. Hildur B. Hilmars- dóttir og Steinar Aðalbjörnsson ræða um reynslu sína. Fundarstjóri er Friðbjörn Sigurðsson, krabbameinslæknir. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Örráðstefna í dag kl. 16:30-18:00 Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk, 540 1900, www.krabb.is Í samstarfi við: BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Óánægja er ennþá undirliggjandi meðal foreldra barna í nýjum Háa- leitisskóla, sem varð til um áramótin með sameiningu Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla. Hefur óánægjan verið mun meiri meðal foreldra barna í Hvassaleitisskólan- um, enda áhrifin á þann skóla meiri við sameininguna. Tvær aðrar skólasameiningar gengu í gegn í Reykjavík um ára- mótin, báðar í Grafarvogi þegar Borgaskóli og Engjaskóli sameinuð- ust í Vættaskóla og Korpuskóli og Víkurskóli í Kelduskóla. Frekari sameiningar standa fyrir dyrum í Grafarvogi, með flutningi unglinga- stigs í Hamra- og Húsaskóla yfir í Foldaskóla næsta haust, og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru foreldar óánægðir með þau áform, ekki síst í Hamrahverfi. Hef- ur formaður skóla- og frístundaráðs neitað boði foreldra um að koma á fund með þeim í næstu viku. Kom málið til umræðu á fundi ráðsins í gær, þar sem Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, lagði fram fyrirspurn til meirihlutans. Spurði Kjartan hvern- ig borgarfulltrúar ætluðu að standa að upplýsingagjöf og samráði við foreldra og starfsmenn í grunnskól- um Reykjavíkur vegna yfirstand- andi breytinga á skólahaldi fyrst þeir treystu sér ekki til þess að eiga beint samráð við þessa hópa eins og reynslan sýndi. Skortir á upplýsingar og samstarf Birgitta Ásgrímsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Hvassaleitis- skóla, segir eðlilega of snemmt að segja til um reynsluna af nýjum Háaleitisskóla og vorönnin verði notuð til að sameina skólana end- anlega. Dagskrá skólanna haldi sér og börnin eigi ekki að finna beint fyrir sameiningunni enn sem komið sé. „Þó að fólk sé að reyna að taka þessu á sem jákvæðastan hátt, og gera skólann sem bestan úr því sem komið er, er ennþá undirliggjandi óánægja. Illa hefur verið staðið að öllu ferlinu. Ekki hefur verið nóg um upplýsingar og samstarf og þróun mála verið hröð og óundirbúin,“ seg- ir Birgitta. Vegna yfirvofandi sam- einingar fór svo gott sem heill ár- gangur úr Hvassaleitisskóla í 8. bekk í Réttarholtsskóla í haust, frekar en að fara í Álftamýrarskóla. Nemendur úr Hvassaleitisskóla áttu, samkvæmt sameiningartillögu frá Reykjavíkurborg, að hafa val á milli Álftamýrarskóla og Réttar- holtsskóla. Þetta átti að skerða nið- ur í eitt ár en vegna athugasemda foreldra fékkst það tímabil fram- lengt í þrjú ár og fyrirkomulagið endurskoðað eftir það. Býst Birgitta við að mörg börn í Hvassaleitisskóla muni áfram velja Réttarholtsskóla þegar kemur að unglingastiginu. Birgitta segir betri tengingu vera inn í það hverfi fyrir mörg börn en að fara í Álftamýrarskóla. Að auki óttast foreldrar að þröngt gæti orðið um nemendur í húsnæði Hvassaleit- isskóla næsta haust ef stór hluti nemenda úr Breiðagerðisskóla flyst þar yfir vegna endurbóta í síðar- nefnda skólanum. Flutningurinn úr Hvassaleitis- skóla í Réttarholtsskóla sést ágæt- lega í tölum um flutning barna milli hverfa og skóla sem komu nýlega fram í svari við fyrirspurn í skóla- og frístundaráði. Þannig eru 71,4% barna í Hvassaleitishverfinu í Hvassaleitisskóla á meðan sam- bærilegt hlutfall í Réttarholtsskóla er 104% og 102% í Álftamýrarskóla. Morgunblaðið/Golli Hvassaleitisskóli Sameining Hvassaleitis- og Álftamýrarskóla gekk í gegn um áramót. Myndin er úr Hvassaleitisskóla en tengist fréttinni ekki beint. Óánægjan undirliggjandi  Foreldrar í Hvassaleitisskóla enn ósáttir við sameiningu  Velja frekar Rétt- arholtsskóla en Álftamýrarskóla  Upplýsingagjöf gagnrýnd á fundi skólaráðs „Mig langar svo mikið til þess að það verði umbæt- ur í þjóðkirkjunni og ég held reynd- ar að sumt af því verði hvort sem er. Það eru að verða miklar breytingar og mig langar til að taka þátt í því að fleyta okkur áfram á næsta stað,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir, sókn- arprestur í Grafarholti. Sigríður tilkynnti í gær að hún gæfi kost á sér til embættis biskups Íslands í kosningum næsta vor. Sig- ríður er fyrst til að tilkynna framboð til embættisins. Hún segir kirkjuna alltaf þurfa á siðbót að halda og framundan sé mikið umbótatímabil sem hverfist um fjögur verkefni: „1. Samtal við þjóðina um trú og mannréttindi í fjölbreyttu samfélagi og að gera upp það sem aflaga hefur farið. 2. Styrkja tengslin við söfn- uðina í landinu. 3. Dreifa valdi og efla lýðræði innan þjóðkirkjunnar. 4. [Breytingar] á stjórnkerfi þjóðkirkj- unnar með endurskipulagningu stofnana, öflugri starfsmannastefnu og gagnsærri stjórnsýslu.“ Sigríður býður sig fyrst fram  „Kirkjan þarf allt- af á siðbót að halda“ Sigríður Guðmarsdóttir Kirkjuráð beindi þeim tilmælum til kjörstjórnar við væntanlegt bisk- upskjör að lögð yrði fram kjör- skrá sem miðaðist við 1. febrúar. Kirkjuráð mun gangast fyrir og kosta útgáfu á sameiginlegu kynn- ingarefni um frambjóðendur til bisk- upskjörs. Kynningarefni um fram- bjóðendur verði gert aðgengilegt á sérstöku vefsvæði á vef kirkjunnar. Kirkjuráð ályktaði einnig að þau sem gefa kost á sér til biskupsemb- ættis og þau sem vinna að kjöri þeirra gæti þess að halda í heiðri siðareglur embættismanna og starfs- fólks þjóðkirkjunnar og gæti þess að orð þeirra og athafnir séu þjóðkirkj- unni til sóma og málstað hennar til framdráttar. Orð og athafn- ir séu kirkj- unni til sóma Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að friðlýsa hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi. Friðlýst verða tvö svæði, ann- ars vegar í Kópavogi, 39 hektarar, og hins vegar í Foss- vogi, 23,6 hektarar. Alls er um að ræða 62,6 hektara svæði sem talin eru mikilvæg búsvæði fugla. Skerjafjarðarsvæðið í heild er talið hafa alþjóðlegt verndargildi vegna farfuglategunda, svo sem rauðbryst- ings og margæsar, en þar er einnig að finna lífríkar þangfjörur, leirur og grunnsævi sem skapa undirstöðu fyrir afar fjölbreytt fuglalíf allan ársins hring. Einnig er svæðið mikilvægt vegna marhálms og sjávarfitjungs sem hafa takmarkaða útbreiðslu hér á landi, en marhálmur er ein aðalfæða margæsar. Í Fossvogi og Kópavogi er stór hluti af leirum á Skerjafjarðarsvæðinu. Fræðslu- gildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og aðgengi að svæðinu er gott. Strandlengjan er vinsæl til útivistar og í Fossvogi eru iðkaðar siglingar og annað sjósport. Tillagan hefur verið auglýst til kynningar og er frestur til að skila ábendingum til 27. janúar nk. Skal þeim skilað í gegnum heimasíðu Umhverfisstofnunar. sisi@mbl.is Mikilvæg búsvæði fugla í Skerjafirði friðuð  Skerjafjarðarsvæðið er talið hafa alþjóðlegt verndargildi Morgunblaðið/Ómar Áð Rauðbrystingar við Bakkatjörn, á norðurleið. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í skóla- og frí- stundaráði, segir að á fundum sínum í grunnskólum borgarinnar hafi mjög víða komið fram óánægjuraddir foreldra með sameiningaráform og ekki síst takmarkaða upplýsingagjöf frá borgaryfirvöldum. Embættis- menn hafi ekki getað veitt skýr svör og þeir skiljanlega vísað á kjörna fulltrúa í meirihlutanum. Þeir verði að standa fyrir máli sínu, sé um það beðið. „Sameiningarmálin hafa verið eitt klúður frá upphafi. Ef menn ætla að ná árangri í þessu verður að vinna náið með foreldrum og starfsmönnum skólanna,“ segir Kjartan og undrast það að Oddný Sturlu- dóttir, formaður skóla- og frí- stundaráðs, hafi neitað boði foreldra í Hamrahverfi um að mæta þangað á opinn fund í næstu viku. Hann muni ekki dæmi þess í seinni tíð að borgarfulltrúar neiti að koma á opinn fund um skólamál. „Borg- arfulltrúar eru í vinnu hjá al- menningi og þurfa að skýra sína stefnu þegar um það er beðið,“ segir Kjartan. „Eitt klúður frá upphafi“ FULLTRÚI Í SKÓLARÁÐI UM SAMEININGAR Í BORGINNI Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.