Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ef hægt er að lýsa umdeildri stefnu eða hefð sem ristir djúpt í sál heillar þjóðar án þess að draga sérstaklega fram jákvæðar eða neikvæðar hliðar hennar kemst Færeyingurinn Regin W. Dalsga- ard nærri því í sýningu sinni 2 mí- nótur sem sýnd er í Norræna hús- inu og verður uppi til 12. febrúar. Sýningin er upplifun hans á grindhvalaveiðum Færeyinga og myndir hans varpa einstöku ljósi á þessa fornu hefð Færeyinga. „Í okkar framsækna og nútíma- lega samfélagi er skrítið að hugsa til þess að við erum fræg um allan heim fyrir veiðar á grindhval. Það sem gerir veiðarnar sérstakar er að það taka allir þátt í þeim, hvort sem það eru læknar, lögfræðingar eða afgreiðslufólk í verslun, ekki bara sjómenn og fiskvinnslufólk,“ segir Regin. Veiðarnar eru með nokkuð sérstöku sniði en þær fara þannig fram að þegar einn bátur kemur auga á hóp hvala er kallað á fleiri báta til að reka hvalina upp í fjöru þar sem hópur fólks tekur á móti þeim og veiðir þá í fjöruborðinu. Skjótum ekki sendiboðann „Mér finnst mikilvægt að segja frá veiðnum eins og þær eru í myndum mínum. Ekki taka af- stöðu með eða móti. Það er auð- velt að setja sjálfan sig í dóm- arasæti og gefa öðrum hvorum málstaðnum vægi en miklu erf- iðara að sýna umheiminum veið- arnar á hlutlausan hátt og mér finnst mér hafa tekist það enda nota bæði stuðningsmenn veið- anna myndirnar til þess að sýna fram á að þær séu mannúðlegar og andstæðingar þeirra til að sýna fram á ómannúðlega meðferð á hvölum og grimmdina í veið- unum.“ Regin hefur ásamt því að setja upp ljósmyndasýningu sína í Fær- eyjum, Danmörku og á Íslandi gefið út bókina I’m Just a Mes- senger sem fjallar um veiðarnar frá sjónarhóli sögumannsins sem segir einungis söguna eins og hún birtist honum. Regin er mikið í mun að vera einungis sendiboðinn og láta áhorfandann um að taka sjálfur afstöðu til veiðanna. Nafn sýningarinnar 2 mínótur segir Regin vera tilkomið vegna ofsans eða ákafans sem á sér stað við veiðarnar. „Það voru 107 hvalir drepnir á sjö mínútum þegar ég tók myndirnar og nafnið er skír- skotun í ákafann.“ „Ég er með viðskiptamenntun og er forstjóri í eigin fyrirtæki Globi sem er upplýsingatækni- félag. Þá er ég einnig sjóðstjóri hjá Færeyska framkvæmdasjóðn- um,“ segir Regin spurður um fjöl- breyttan bakgrunn sinn en í dag stundar hann meistaranám í ljós- myndun hjá New York Institute of Photography. „Ljósmyndaáhuginn byrjaði einfaldlega sem áhugamál en í dag mætti segja að ég væri atvinnumanna áhugaljósmyndari. Ég hef verið að taka ljósmyndir fyrir blöð og tímarit og núna sett upp ljósmyndasýningu. Ég er enn forstjóri og sjóðstjóri þó svo að ég sé farinn að hafa tekjur af ljós- myndunum mínum. Það er því nóg að gera hjá mér enda gengur reksturinn hjá mér vel og ég er m.a. í viðskiptum við íslensk fyr- irtæki.“ Hlutlaus frásögn í myndum Hvalveiðar Frá grindhvalaveiðum í Færeyjum þar sem hópur fólks safnast saman í fjörunni þangað sem hvalirnar eru reknir og veiddir af viðstöddum. Veiðimaður Blóði drifinn hval- veiðimaður eftir veiðar í fjörunni. Veiðar Bátar reka grindhvalinn upp í fjöruna þar sem hraustir menn taka á móti þeim og tekur oft ekki nema 5 til 10 mínútur að drepa 100 hvali. Vinnsla Grindhvalurinn skorinn niður og afrakstrinum skipt.  Ljósmyndasýn- ingin 2 mínótur lýsir hvalveiðum Færeyinga Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónlist er þeim töfrum gædd að hún sam- einar fólk í takt og tóni sama hvaðan í ver- öldinni við erum. Á erfiðum tímum leita margir í tónlistina til að létta sér lundina, sérstaklega á átakasvæðum veraldar, og í kjölfar efnhagsólgu Vesturlanda. Tónlist- armaðurinn Michael Dean Óðinn Pollock, sem gerði garðinn frægan með Utangarðs- mönnum á sínum tíma, hefur verið ötull við að gefa út tónlist á netinu en hann sækir innblástur í tónlist sína frá öllum heimsins hornum og undirstrikar þannig á einstakan hátt hvað mannfólkið er bæði margbrotið en um leið svo ofboðslega líkt bæði í smekk og skapi. „Ný breiðskífa eftir mig kemur út í febr- úar og heitir Universal Roots sem er skír- skotun í uppruna tónlistarinnar sem kemur alls staðar að. Í raun og veru má segja að tónlistin, sem við viljum kalla Americana, rokk og ról, kántrí eða þjóðlagatónlist, er blanda frá öllum heimsins hornum. Banda- rísk tónlistarmenning gerir það vel að blanda saman tónlist frá öllum heimsálfum,“ segir Michael aðspurður um nýja plötu sína en nýlega kom út fjögurra laga plata með tónlist eftir hann og Sigurð Sigurðsson munnhörpuleikara sem betur er þekktur sem Siggi Sig. Nýir og spennandi tímar Nýja platan kemur til að byrja með ein- ungis út á tölvutæku formi og er það til marks um breytta tíma í tónlistariðnaðinum. „Nú erum við komin inn á 21. öldina og þetta er allt annar leikur en þegar ég byrjaði. Ég fagna þeirri breytingu. Tónlistin sjálf breytist voðalega lítið, hún er eins og spírall sem bara bætist við en hún hverfur aldrei. Ég ef verið bæði í bóka- og tónlist- argeiranum og hef gaman af því að sjá hvernig fólk nálgast tónlist. Þetta er allt annar leikur í dag því það er hægt að snið- ganga gömlu risaeðlurnar sem stýrt hafa markaðnum. Nú fer þetta allt eftir því hversu góð tónlistin þín er og hversu dug- legir menn eru að koma sjálfum sér á fram- færi.“ Michael segir að ekkert hafi verið rætt um að gefa út plötuna á öðru formi en tölvu- tæku en hátt í tuttugu tónlistarsíður munu hýsa hana, m.a. tonlist.is og Gogoyoko. Sækir innblástur í alla heimsins tónlist Morgunblaðið/Frikki Tónlistarmaðurinn Michael Dean Óðinn Pollock gefur út nýja breiðskífu í febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.