Morgunblaðið - 02.02.2012, Side 8

Morgunblaðið - 02.02.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 Styrmir Gunnarsson segir: „Þaðer óáran og vont andrúmsloft á vettvangi stjórnmálanna. Þing- menn sem eiga langa þingsetu að baki muna ekki annað eins. Illindi og heift einkenna samskipti fólks á þeim vettvangi.“    Styrmir segir og í sömu grein áEvrópuvaktinni: „Það voru mikil mistök að Rannsóknarnefnd Alþingis skyldi ekki starfa fyrir opnum tjöldum. Hún hefði átt að efna til þeirr- ar pólitísku vitna- leiðslu, sem nú virð- ist eiga að fara fram fyrir landsdómi.    Þingmenn stjórn-arflokkanna vilja efna til rann- sóknar á einkavæð- ingu bankanna, það er að segja á hinni fyrri einkavæðingu en ekki þeirri, sem núverandi rík- isstjórn stóð fyrir. Það er und- arlegt.    Eigi slík rannsókn að fara framer eðlilegt að hún nái líka til einkavæðingarinnar 2009.“    Allt er þetta satt og rétt.    Nú er talað um að réttast sé aðsvo kölluð „sannleiksnefnd“ verði sett á laggirnar.    Því ekki það.    Það fer ekki illa á því að Jóhannaog Steingrímur hafi forystu um sérstaka nefnd til að leita sann- leikans. Þau hafa ekkert til hans spurt síðan að hann fór að heiman 1. febrúar 2009, með rauða skott- húfu og kápuna á báðum öxlum. Jóhanna Sigurðardóttir Sannleiksleit STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 1.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 léttskýjað Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 3 alskýjað Kirkjubæjarkl. 2 skýjað Vestmannaeyjar 3 heiðskírt Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 6 þoka Ósló -10 snjókoma Kaupmannahöfn -2 snjókoma Stokkhólmur -6 snjókoma Helsinki -17 heiðskírt Lúxemborg -3 heiðskírt Brussel -2 heiðskírt Dublin 2 léttskýjað Glasgow 3 léttskýjað London 2 heiðskírt París -2 léttskýjað Amsterdam -2 heiðskírt Hamborg -3 léttskýjað Berlín -7 heiðskírt Vín -4 skýjað Moskva -22 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 11 léttskýjað Barcelona 8 skýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 5 léttskýjað Aþena 2 skýjað Winnipeg -7 alskýjað Montreal -6 þoka New York 12 skýjað Chicago 3 alskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:07 17:17 ÍSAFJÖRÐUR 10:28 17:06 SIGLUFJÖRÐUR 10:11 16:48 DJÚPIVOGUR 9:40 16:42 Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, HS, hefur fengið vilyrði Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra fyr- ir auknu fjármagni á þessu ári. Ósk- aði ráðherra eftir því að áform um að loka sundlaug endurhæfingar- sjúkrahúss og draga verulega úr endurhæfingu yrðu dregin til baka. Vegna niðurskurðar á fjárveitingum til HS voru m.a. uppi áform um að loka sundlauginni næsta haust. Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri HS, segir ákvörðun ráðherra fagn- aðarefni þar sem þungbært hefði verið að grípa til aðgerða á borð við að skera endurhæfinguna niður. Stofnunin þarf eftir sem áður að skera niður í rekstri ársins um 26 milljónir króna. Að sögn Hafsteins er vonast til að endurskoðun á fjölda hjúkrunarrýma leiði til frekari leið- réttinga. Samkvæmt skýrslu sem Capacent gerði í haust um sam- anburð fjárveitinga til heilbrigð- isstofnana kom í ljós að Skagfirð- ingar og Þingeyingar báru verulega skarðan hlut frá borði þegar skoð- aður var fjöldi hjúkrunarrýma á hverju landsvæði, borið saman við reiknaða þörf í reiknireglu velferð- arráðuneytisins. Spurður hvort stofnunin þurfi eft- ir sem áður að segja upp fólki segist Hafsteinn ekki reikna með að þurfa að segja upp mörgum, að mestu tak- ist þetta gegnum starfsmannavelt- una. bjb@mbl.is Fá aukið fjármagn  Hætt við lokun sundlaugar HS Ljósmynd/Óli Arnar Sauðárkrókur Heilsugæsla, sjúkra- hús og dvalarheimili Skagfirðinga. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Um er að ræða annars vegar einstaklingskosningu til sjö sæta í stjórn og þriggja til vara og hins vegar listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Skrifleg meðmæli 15 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar. Til að listi sem borinn er fram gegn lista Uppstillingar- nefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 16. febrúar 2012. Framboðum og framboðslistum skal skila á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á heimasíðu VR, www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð bæði til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. 2. febrúar 2012 Kjörstjórn VR Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.