Morgunblaðið - 02.02.2012, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Erlingur Aðalsteinsson fyrr-
verandi formaður STAK er fall-
inn frá langt fyrir aldur fram.
Ég kynntist Erlingi fyrst þegar
ég var við störf á launaskrif-
stofu Akureyrarbæjar á árun-
um milli 1970 og 1980. Þegar
ég svo hætti að vinna þar eftir
fæðingu tveggja yngri barna
minna, bankaði Erlingur upp á
og bauð mér tímavinnu fyrir
STAK. Ég tók þessu fagnandi
og þótti gott að geta litið upp
úr bleyjuþvotti og sest við rit-
vélina stöku sinnum. Erlingur
kom þá heim til mín með upp-
kast af bréfum fyrir félagið
sem ég átti svo að vélrita og
senda út. Smátt og smátt
stækkaði svo þetta starf og
vann ég á skrifstofu STAK í
mörg ár með mörgum formönn-
um.
Erlingur var einstaklega ró-
legur maður og hafði góða nær-
Erlingur
Aðalsteinsson
✝ Erlingur Frið-rik Að-
alsteinsson fæddist
á Akureyri 21. apríl
1946. Hann lést á
Akureyri 23. jan-
úar 2012.
Útför Erlings fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 30. janúar
2012.
veru. Hann var
formaður STAK í
mörg ár og stóð í
kjarasamninga-
stappi fyrir fé-
lagsmenn sína í
enn fleiri ár. Hann
hélt alltaf ró sinni
þó oft væri heitt í
kolunum á fundum.
Aðeins einu sinni
minnist ég þess að
hann hafi hækkað
róminn örlítið, en þá var honum
aldeilis nóg boðið við þau við-
brögð sem gagnaðilinn sýndi
einhverju máli. Við Erlingur
unnum með mörgu góðu fólki á
þessum fyrstu árum skrifstofu
STAK. Alltaf var Erlingur jafn
rólegur og yfirvegaður þó svo
aðrir, sem voru að vinna með
honum væru orðnir æstir og
reiðir, enda sagði hann oft
setningu sem hefur fylgt mér æ
síðan: „Um leið og þú reiðist
byrjar þú að tapa.“
Erlingur vann mikið fyrir
Lífeyrissjóð starfsmanna Akur-
eyrarbæjar og kunni og vissi
allt um lög og reglur sjóðsins.
Enginn kom að tómum kofun-
um hjá honum varðandi þau
mál.
Leiðir okkar Erlings hafa
ekki legið saman mörg síðustu
ár, en fyrir stuttu hitti ég hann
í vinnunni minni, kátan og
hressan og gátum við þá spjall-
að aðeins og minnst gamla tím-
ans, fjölluðum meðal annars um
yfirvofandi vinnudeilu leik-
skólakennara. Í ljós kom að
hann hafði engu gleymt og var
inni í öllu þessu máli. Ekki datt
mér í hug þá að þetta væri í
síðasta spjallið okkar Erlings.
Elsku Lára, þú átt alla mína
samúð.
Hvíl í friði, Erlingur.
Halldóra Sævarsdóttir.
Í sorginni ómar eitt sumarblítt lag,
þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld.
Því er kveðjunnar stund, og við
krjúpum í dag
í klökkva við minningareld.
Orð eru fátæk en innar þeim skín
það allt sem við fáum ei gleymt.
Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín
á sér líf, er í hug okkar geymt.
Í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál
eins þó gustaði um hjarta þitt kalt.
Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í
sál
eitt sólskinsljóð, – þökk fyrir allt.
(B.B.)
Fallinn er frá félagi Erlingur
en honum kynntist ég fyrst
þegar ég gerðist trúnaðarmað-
ur en þá var hann formaður
STAK, Starfsmannafélags Ak-
ureyrarbæjar. Á þessum árum
gegndi hann mörgum trúnaðar-
störfum fyrir STAK (nú KJÖL-
UR, stéttarfélag starfsmanna í
almannaþjónustu). Hann var
formaður STAK frá 1979 til
1982, formaður samninganefnd-
ar og átti sæti í kjaranefnd
STAK og Akureyrarbæjar frá
1978 til 1989. Fulltrúi félagsins
var hann á þingum BSRB frá
1976 til 1988 og áheyrnar-
fulltrúi í stjórn BSRB frá 1979
til 1982, sá eini sem hefur haft
þá stöðu þar sem þing BSRB
tók þá ákvörðun 1979 að
fulltrúi frá STAK sæti stjórn-
arfundi BSRB.
Erlingur var fulltrúi STAK í
stjórn Lífeyrissjóðs starfs-
manna Akureyrarbæjar, LSA
frá 1982 til 1994. Þá eru ótaldar
ýmsar nefndir og ráð sem hann
sat í bæði fyrir félagið og sem
fulltrúi þess hjá BSRB og hjá
Akureyrarbæ. Erlingur var á
margan hátt frumkvöðull í
kjarasamningagerð og skipu-
lagningu og starfsemi stéttar-
félaga. Hann var mjög heið-
arlegur, rólegur og yfirvegaður
með ríka réttlætiskennd, mikill
hugsuður og sá út fyrir sínar
raðir. Hann barðist gegn lág-
launastefnu og sá hvaða áhrif
launamismunurinn hefði á allt
samfélagið í heild. Hann vildi
gera sanngjarnar kaupkröfur
sem hægt væri að standa fast á
og ná settum markmiðum. Við
sem unnum með honum á þess-
um tíma dáðumst að því hve
hann tók gagnrýni frá félögun-
um af mikilli yfirvegun, en að
okkar mati var hún oftar en
ekki ósanngjörn. Gagnrýni
svaraði hann með rökum og út-
skýringum og fór yfir málin
svo þeir sem deildu hvað mest
urðu að taka málefnalega af-
stöðu en ekki persónulega eins
og allt of oft vill verða.
Þegar ég tók sæti hans í
stjórn LSA fór Erlingur yfir
öll málefni sjóðsins og lagði
þar með góðan grunn að minni
þekkingu í lífeyrismálum og á
ég honum mikið að þakka. Þeg-
ar Erlingur lét af störfum hjá
Akureyrarbæ dró hann sig út
úr starfi fyrir STAK og sneri
sér að sínum hugðarefnum sem
hann hafði ekki haft mikinn
tíma til að sinna, því það vita
þeir sem unnu með honum að
hann var mjög ósérhlífinn og
gaf félaginu mikið af tíma sín-
um.
Fyrir hönd KJALAR stétt-
arfélags, áður STAK, eru Er-
lingi færðar kærar þakkir fyrir
hans góðu störf í þágu félags-
ins, minning hans mun lifa.
Láru eiginkonu hans, börn-
um þeirra og fjölskyldu sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Arna Jakobína
Björnsdóttir,
formaður.
Við kveðjum Óskar Pál, sam-
starfsmann okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Hugur okkar er hjá þér, El-
ísabet. Guð mun veita þér styrk á
þessum erfiðu tímum.
Elsku Elísabet og fjölskylda:
Hugur okkar er hjá ykkur.
Óskar Páll
Daníelsson
✝ Óskar PállDaníelsson
fæddist í Hafn-
arfirði 18. október
1979. Hann lést af
slysförum 12. jan-
úar 2012.
Útför Óskars
Páls fór fram frá
Hafnarfjarð-
arkirkju 23. janúar
2012.
Hvíldu í friði,
kæri vinur.
F.h. samstarfs-
manna þinna og fjöl-
skyldu þinnar í
Logalandi,
María Kristín
Jónsdóttir.
Dagur míns heims varð
sem kolsvört nótt,
hann hvarf eins og stjarna í morg-
unbjarma.
(E.B.)
Þessar ljóðahendingar komu
mér í hug er ég heyrði lát Óskars
Páls Daníelssonar og um slysið,
sem til þess leiddi. Óskari kynnt-
ist ég fyrir 14 árum er ég hóf
sambúð með móður hans. Óskar
kom mér fyrir sjónir sem hæglát-
ur og prúður drengur með
ákveðnar skoðanir, sem hann
setti fram með góðum rökum.
Þrátt fyrir djúpt þenkjandi mann
hafði Óskar góðan húmor, sem
hann átti ekki langt að sækja.
Okkur er fyrirmunað að skilja
tilganginn þegar ungt fólk er tek-
ið í burtu frá okkur. Við spyrjum
en fáum engin svör. Þótt sam-
verustundunum hafi farið fækk-
andi síðustu árin, var hlýja hans
söm í hvert sinn er við hittumst.
Nú að leiðarlokum stendur eftir
minning um heilsteyptan mann
og góðan dreng.
Eiginkonu, dóttur, foreldrum
og öllum ættingjum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Óskars Páls
Daníelssonar.
Ég kveð þig með kærleikum góði,
þig drenginn minn dána með ljóði
en ekki í síðasta sinn. (S.G.S.)
Vigfús Helgason.
Mig langar í fáum orðum að
minnast Guðrúnar Jósefsdóttur,
móðursystur minnar sem lést á
Húsavík þann 20. janúar síðast lið-
inn. Guðrún, eða Dúa eins og hún
var oftast kölluð, var næstelst af
fjórum systkinum. Dúa var fædd
og uppalin á Dalvík og bjó þar
þangað til hún flutti með foreldr-
um sínum og systkinum til Húsa-
víkur. Á margan hátt er systkina-
hópur móður minnar ólíkur, en
líklega áttu þau þó meira sameig-
inlegt og segja má að ákveðnir
þættir hafi verið ríkjandi í eðli
þeirra allra. Einkenni þeirra allra
er heiðarleiki, dugnaður, ósér-
hlífni og vandvirkni . Það átti að
vanda sig við allt sem maður tók
sér fyrir hendur og skila af sér
góðu verki. Þetta átti sannarlega
við um Dúu frænku mína.
Hún átti myndarlegan barna-
hóp, hugsaði vel um heimilið og
vann auk þess ýmis störf utan
heimilis. Á þessum tíma voru all-
flestar konur heimavinnandi hús-
mæður og barnahópurinn oftast
stór. Heimilisstörfin voru mörg og
tímann þurfti að nota vel. Dúa var
bæði frænka mín og nágranni, því
hún bjó alla tíð við hliðina á for-
eldrum mínum og samgangur var
mikill á milli heimilanna. Auk þess
átti Lovísa móðir hennar og amma
mín heimili hjá móður minni og
Guðrún
Jósefsdóttir
✝ Guðrún Jós-efsdóttir fædd-
ist á Böggviss-
töðum í
Svarfaðardal 27.
desember 1935.
Hún lést á heimili
sínu, Hjarðarhóli 8
á Húsavík, 20. jan-
úar 2012.
Útför Guðrúnar
fór fram frá Húsa-
víkurkirkju 28. jan-
úar 2012.
þess vegna urðu
tengslin enn meiri.
Margar notalegar
bernskuminningar
streyma fram þessa
dagana, minningar
um Dúu sem leit inn
í kaffisopa og spjall,
svona smástund áð-
ur en hún fór yfir
aftur til að setja upp
hádegismatinn,
mamma og Dúa að
laga hárið á hvor annarri, undir-
búa fermingarveislur og taka snið
af fötum, því á þeim tíma var mest
allur fatnaður saumaður heima.
Seinni árin gáfust svo tilefni til að
hittast og eiga saman góða stund,
eins og í útskriftarveislu dóttur
okkur síðastliðið vor og á „súpu-
degi“ hjá Jónu systur síðasta sum-
ar. Það var alltaf notalegt að hitta
Dúu, hún var hress og lét vel af
sér, jafnvel þegar heilsan var ekki
upp á það besta. Hún kvartaði
aldrei og vol og víl var ekki til í
hennar orðaforða.
Dúa hafði áhuga á fólkinu sínu
og fjölskyldunni og það var gott að
ræða við hana, því hún var góður
hlustandi. Það mátti líka treysta
því að hlutirnir færu ekki lengra,
því hún var mjög þagmælsk. Það
sem hún vissi og heyrði geymdi
hún hjá sér. Síðasta árið var Dúu
frekar erfitt. Hún missti Kristján
eiginmann sinn fyrir tæplega ári
og átti í erfiðum veikindum síð-
ustu mánuði. Ég veit að frænka
mín hefði ekki viljað að um hana
væru skrifaðar langar greinar né
lofræður. Ég læt því staðar numið
hér en veit að hún hefur fengið
góða heimkomu. Góður Guð
geymi Dúu og minningu hennar.
Börnum hennar og afkomendum,
ásamt fjölskyldum sendi ég ein-
lægar samúðarkveðjur.
Klara Matthíasdóttir
og fjölskylda.
Við veiðihúsið á
silungasvæðinu í
Vatnsdal eru menn á þönum þeg-
ar Einar og Stefán Bjarni renna
loks í hlað. Sól skín í heiði og úr
andlitum manna. Nú skal veitt af
fullum þunga! Þó liggur Einari
ekkert á því að veiða. Honum
liggur meira á því að vera.
Ég man ekki hvort við veidd-
um marga fiska í þessari Vatns-
dalsferð en ég man að við veidd-
um skemmtilega. Eina vaktina
tókst Braga að lokka Stefán
Bjarna upp í bílinn til sín og þá
þótti Einari skárra en ekkert að
hafa mig með sér í rauða trukkn-
um fram hjá Þingeyrarkirkju,
niður á „Brandaranes hið
versta“, gegnum flæðarnar og
alla leið niður á sandana nærri
ósnum þar sem stóru bleikjurnar
lóna.
Hann talaði um börnin sín.
Orðin ilmuðu af umhyggju. Var-
irnar vöknuðu í takt við blikandi
augun. Og svo kom býsna stór-
kallalegur hlátur, eins og til að
slá striki yfir allt.
Sumarið áður hafði hann hald-
ið okkur ógleymanlega rjúpna-
veislu við Ölvesvatn á Skaga.
Kom með marga fugla í Ár-
mannabláum plastkassa. Á mínu
heimili hafði ég vanist því að
rjúpur væru jólamatur en Einari
var ekki lagið að binda bagga
sína sömu hnútum og samferð-
Einar Helgi
Sigurðsson
✝ Einar HelgiSigurðsson
fæddist á Akureyri
8. nóvember 1947.
Hann lést 15. jan-
úar 2012.
Einar Helgi var
jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju
26. janúar 2012.
armennirnir. Hjá
honum voru rjúpur
allt eins jónsmess-
umatur.
Nokkru seinna
sótti ég hann í iðn-
aðarhúsnæði í
Kópavogi og við á
leið í Hlíðarvatn. Ef
ég man rétt þá var
hann á náttfötunum
þegar mig bar að
garði. Átti eftir að
hafa sig til að mestu. En það tók
skamma stund að tína á sig
spjarirnar, gá hvort ekki væru
allar nauðþurftir í veiðitöskunni
og hrinda þessu út í bíl. Einar
var svangur og okkur lá aldrei
mikið á, enda víst að innan tíðar
yrðu allir pokar fullir af feitri
Hlíðarvatnsbleikju. Við fórum
því í mat til mömmu hans. Indæl
kona bar fyrir okkur strákana
ljúffengan mat – mig minnir að
það hafi verið hangiket með upp-
stúf – en kannski er það draum-
sýn.
Og undir miðnætti í Vatns-
dalnum dregur hann úr pússi
sínu einn skuggalegan skoteld.
Jörðin sefur. Fuglarnir blunda.
Flóðið er spegill. Búfénaður
mókir í blíðri kyrrð. Veiðimenn
dorma – þegar flugeldasýning
Einars brestur á við hús silungs-
veiðimanna. Húsið nötrar. Grað-
hestar flýja til fjalla. Vötnin gár-
ast. Fuglar ærast. Stöku
kvöldsvæfur veiðimaður fær
sting fyrir hjartað. Um
draumabláa ágústnótt hefur Ein-
ar snúið tilveru okkar á hvolf.
Þessi blíðeygi veiðimaður
verður sem blikandi flugeldur í
huga okkar sem þekktum hann.
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Ragnar Hólm Ragnarsson.
Elsku langafi.
Við vorum heppnir að hittast og
þekkjast í fjögur ár því að einu
sinni þegar þú varst næstum því
farinn til Guðs þá var ég á leiðinni
í heiminn. En svo fór að þú komst
heill á húfi frá Spáni og ég kom
heill á húfi í þennan heim og við
urðum mestu mátar. Ég var lát-
inn heita Guðmann og ber því
sama nafn og þú og pabbi minn.
Við heimsóttum ykkur lang-
ömmu oft í Grindavík, fyrst á Vík-
urbrautina og svo í nýja húsið. Þú
varst alltaf á þínum stað við sjón-
varpið og stundum varst þú að
reykja þó að þú mættir það auð-
vitað ekki. Hvorugur okkar talaði
mikið en samt náðum við vel sam-
an. Við vorum báðir bolta-áhuga-
menn og það var alveg sama um
Bjarni Guðmann
Ágústsson
✝ Bjarni Guð-mann Ágústs-
son fæddist í
Grindavík 9. des-
ember 1931. Hann
lést á heimili sínu
14. janúar 2012.
Útför Bjarna fór
fram frá Grinda-
víkurkirkju 24. jan-
úar 2012.
hvernig bolta var
rætt. Einu sinni
horfðum við saman
á golf í sjónvarpinu,
þá var ég á öðru ald-
ursári og fékk að
sitja hjá þér í hæg-
indastólnum. Heils-
an var upp og ofan
hjá þér, en mikið var
gott að þú gast kom-
ið keyrandi með
langömmu í afmælið
mitt til Reykjavíkur síðasta sum-
ar. Ég er líka svo heppinn að eiga
margar ljósmyndir af okkur sam-
an, ýmist með langömmu eða með
Jóni afa og Bjarna pabba, við
fjórir saman í Grindavík. Þannig
mun ég muna þig og í framtíðinni
hlusta á foreldra mína segja frá
þér og okkar kynnum.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Guðmann Brimar
Bjarnason Kristínarson,
4 ára.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu.
Minningargreinar