Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012
Frakkar kunna þá list að búa til velheppnaða fjölskyldufarsa. Bíómynd-in Ensemble ćest trop, Saman ereinum of mikið, í leikstjórn Léa Fa-
zer er einn slíkur. En eins og í alvöru farsa fer
af stað atburðarás sem hefur áhrif á heila fjöl-
skyldu með kostulegum uppákomum og at-
burðum. Hver hnútur á söguþræðinum er
vandlega undirbúinn þannig að dæmið gengur
upp að lokum.
Í stuttu máli segir í myndinni frá Marie-
France sem flytur inn á son sinn og fjölskyldu
hans eftir að eiginmaður hennar til fjölda ára
finnur sér mun yngri konu og gengur ófæddu
barni hennar í föðurstað. Sambúðin gengur
heldur brösuglega og tilvistarkreppa Marie-
France hefur sín áhrif á heimilislíf ungu
hjónanna. Inn í áhyggjur þeirra af starfsframa
og barnauppeldi tvinnast samskipti foreldr-
anna, sem nú búa hvort í sínu lagi, og sam-
búðin við Marie-France sem leggur heimilið
smám saman undir sig. Vinapar fjölskyld-
unnar á líka sinn þátt í farsanum svo og fjöl-
skylduhundurinn sem er síétandi og veldur al-
mennt miklum usla.
Söguþráðurinn í myndinni er góður og mörg
atriði spaugileg. Sem dæmi má nefna sam-
kvæmi þar sem Marie-France sér til þess að
gestir borði „spaceköku“. Það er eitthvað svo
„ekta“ franskt við þetta sjónarmið hennar. Að
geta bara yppt öxlum og gleymt öllum áhyggj-
um um stund á sinn hátt (þó slíkt þurfi auðvit-
að ekki að innihalda „spaceköku“). Nýja kona
fjölskylduföðurins setur líka sinn svip á fjöl-
skylduna. Hún er öllu frjálslyndari og skírir til
að mynda soninn Joseph-Gandhi sem þykir
fremur framúrstefnulegt. Eins er hálf spaugi-
legt en um leið tragískt að fylgjast með fjöl-
skylduföðurnum. Hann þykist í fyrstu himin
hafa höndum tekið með nýju konunni en geng-
ur svo ekki alveg nógu vel að fóta sig. Þegar
honum tekst að snerta á jörðu á nýjan leik og
uppgötvar hvað hann vill í raun hafa hlutirnir
breyst. Lífið er farið að ganga sinn vanagang
en nú með nýjum formerkjum.
Kvikmyndin Ensemble ćest trop minnir
mann á að stundum er saman einfaldlega of
mikið. Fjölskyldan er fólki mikilvæg og kær en
það getur verið afar vandasamt og nærri óger-
legt að búa með henni þegar fólk er orðið full-
orðið. Í myndinni sést líka vel hvað tilvist-
arkreppa foreldranna á miðjum aldri hefur
mikil áhrif á börnin. Til að vera til staðar þurfa
þau að axla ábyrgð sem ætti ekki endilega að
vera þeirra. Þrátt fyrir þennan djúpa undirtón
er myndin þó fyrst og fremst ekta franskur
farsi sem er tilvalinn til að létta manni lund nú
í skammdeginu.
Háskólabíó: Frönsk
kvikmyndahátíð
Saman er einum of (Ensemble ćest trop)
bbbbn
Leikstjórn: Léa Fazer. Aðalhlutverk:Nathalie Baye,
Pierre Arditi og Aïssa Maïga. Frakkland, 2009, 96
mínútur.
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Farsi Margt gengur á í lífi Marie-France sem hér fær óvæntar fréttir og fellur í yfirlið.
Franskur farsi af bestu gerð
Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð fór fram sl.
laugardag í Bíó Paradís og var gríðarlega vel
sótt, að sögn aðstandenda. Veitt voru verð-
laun fyrir besta frumsamda og óframleidda
stuttmyndahandritið og það leiklesið fyrir
áhorfendur. Alls bárust um 40 handrit í
keppnina en handritið Kæra dagbók eftir
Odd Elíasson bar sigur úr býtum. Um leik-
lestur sá Albert Halldórsson sem nýverið
komst inn í leiklistarskóla Listaháskólans.
10 bestu stuttmyndirnar voru sýndar en
alls bárust keppninni yfir 30 myndir. Keppt
var í tveimur aldursflokkum, 15-20 ára og 21-
25 ára. Besta mynd í yngri flokki var Kalli
Klappsen eftir Ágúst Elí Ásgeirsson & Jakob
Van Oosterhout en þeir voru yngstu þátttak-
endur í hátíðinni í ár, báðir fæddir 1997.
Myndin er þögul í anda Charlie Chaplins og
The Artist sem sjá má í bíóhúsum þessa dag-
ana. Besta mynd í eldri flokki var Blæbrigði
eftir Anní Ólafsdóttur sem er byggð á smá-
sögu eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
Ljósmynd/Marta Niebieszczanska
Verðlaun Kæra dagbók valin besta handritið.
Kalli Klappsen og Blæ-
brigði bestu myndirnar
Lokasýning á verkinu Uppnám, sem hefur
verið sýnt í haust í Þjóðleikhúskjallaranum,
verður á morgun, föstudag. Uppnámið hefst á
framlagi Pörupilta, þeirra Dóra Maack,
Nonna Bö og Hermanns Gunnarssonar. Því
næst taka Viggó og Víóletta við og beina
söngleikjasjónum sínum að útlendingahatri,
kynþáttafordómum og fleiru. Bjarni Snæ-
björnsson og Sigríður E. Friðriksdóttir leika
Viggó og Víólettu en hlutverk Pörupilta er í
höndum Sólveigar Guðmundsdóttur, Alexíu
Bjargar Jóhannesdóttur og Maríu Pálsdóttur.
Morgunblaðið/Eggert
Pörupiltar Alexía Björg Jóhannesdóttir,
María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir.
Lokasýning á Upp-
námi á morgun
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Íslendingar eiga stóran þátt í nýjustu kvik-
mynd hins virta lettneska leikstjóra Inara Kol-
mane, Monu. Tónskáldin Hilmar Örn Hilm-
arsson og Örn Eldjárn unnu saman að
tónlistinni við myndina og koma íslenskir hljóð-
færaleikarar þar við sögu, Friðrik Sturluson
stýrði hljóðblöndun tónlistar og myndar í Stúd-
íó Sýrlandi, Steingrímur Karlsson klippti loka-
útgáfu myndarinnar auk þess sem tveir af
þremur aðalframleiðendunum eru íslenskir,
þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp. Fram-
leiðslufyrirtæki Ingvars og Júlíusar, Kisi, sér
um að dreifa kvikmyndinni.
Skrifaði handritið með eiginmanninum
„Fyrir mér var þetta samstarf mjög fallegt
og táknrænt því Ísland var eitt af fyrstu lönd-
unum sem viðurkenndu sjálfstæði Lettlands
eftir að Sovétríkin féllu,“ segir Kolmane en auk
þess að leikstýra myndinni skrifaði hún hand-
ritið ásamt eiginmanni sínum, Arvis Kolmanis.
„Ég byrjaði ein að skrifa það fyrir nokkrum ár-
um og Arvis las það og fannst sagan áhugaverð
og smám saman kom hann inn í skrifin,“ segir
hún. Ferlið hafi verið þónokkuð langt frá því
hún fékk hugmyndina að myndinni og þar til
hún var tilbúin til sýningar en hinsvegar hafi
sjálf skrifin tekið tiltölulega skamman tíma.
„Stundum skrifaði ég á daginn og svo tók Arvis
við og skrifaði á nóttunni. Við lásum yfir það
sem hitt skrifaði og komum með hugmyndir,
t.d. sagði hann eitt sinn um það sem ég skrifaði:
’Svona hugsar enginn karlmaður um ástina og
lífið!’ þannig að þetta var skemmtileg reynsla.“
Mona er fyrsta myndin sem þau hjónin gera
saman og ekki sú síðasta, m.a. er framundan að
hún leikstýri mynd eftir handriti sem hann er
að skrifa upp úr þekktri lettneskri skáldsögu.
Hilmar Örn frábært tónskáld
Myndin Mona segir frá uppanum Tómasi
sem tekur sér frí frá auglýsingafyrirtæki sínu í
Ríga til að ganga frá arfi sem honum hefur
hlotnast úti á landsbyggðinni. Ferðalag hans
tekur ýmsar óvæntar stefnur og ekkert er eins
og það sýnist, nýi tíminn með sínu glysi og
gróðahyggju mætir þeim gamla með þungri
undiröldu sögunnar og þjóðtrúar.
Spurð hvernig það kom til að Íslendingar
framleiddu Monu og sömdu tónlistina fyrir
hana segir Kolmane að lettneski framleiðand-
inn sinn hafi hitt Friðrik Þór Friðriksson leik-
stjóra og hann hafi sagt að mögulega væri hægt
að fá íslenska framleiðendur til að taka þátt í
verkefninu. „Þegar ég kom til Íslands fyrir
nokkrum árum hitti ég Hilmar Örn Hilmarsson
og það var frábært. Hann er frábært tónskáld
og einstök manneskja. Hilmar kynnti okkur
fyrir framleiðendunum hjá Kisa. Ég hitti Ingv-
ar Þórðarson fjölmörgum sinnum í Tallinn og
Riga og smám saman tókst okkur að klára
myndina. Ég er mjög þakklát Kvikmynda-
miðstöð Íslands og Laufeyju Guðjónsdóttur
fyrir að styðja myndina okkar,“ segir Kolmane
að lokum.
Morgunblaðið/RAX
Mona Ingvar Þórðarson framleiðandi, Inara Kolmane, leikstjóri og handritshöfundur,0 og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld.
Táknrænt samstarf
Lettneska kvikmyndin Mona er framleidd af Íslendingum Leikstjórinn
Inara Kolmane segir samstarfið við Íslendinga hafa verið fallegt og táknrænt
Inara Kolmane hefur um árabil verið talin
einn fremsti kvikmyndaleikstjóri Letta.
Stuttmyndir hennar og heimildamyndir
hafa hlotið verðlaun víða um heim og þar
ber hæst myndina Maðurinn minn Andrei
Sakharov (Mans virs Andrejs Saharovs)
þar sem Jelena Bonner, ekkja nób-
elsverðlaunahafans, vísinda- og and-
ófsmannsins Andrei Sakharov, rekur sögu
þeirra hjóna og baráttu þeirra fyrir friði og
mannréttindum.
Hlotið fjölmörg
verðlaun
INARA KOLMANE