Morgunblaðið - 02.02.2012, Side 40
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Sakfelld fyrir ofbeldi…
2. Andlát: Lára Margrét Ragnarsdóttir
3. Iðuklettur fallinn
4. Gat ekki verið að herma eftir
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Draumasmiðjan hefur hlotið undir-
búningsstyrk frá Norræna menning-
arsjóðnum til að skipuleggja leiksýn-
ingu ungra „döff“ (heyrnarlausra) á
Norður-Atlantshafssvæðinu. Frum-
sýning er fyrirhuguð á Íslandi árið
2013 og síðan verður farið með hana
í leikferð til allra þátttökulandanna.
Morgunblaðið/Jim Smart
Draumasmiðjan fær
undirbúningsstyrk
Keflavíkur-
sveitin Valdimar
hefur Vetrar-
tónleikaröðina í
Hvíta húsinu ann-
að kvöld eftir
stutt jólafrí.
Mikilli stemn-
ingu er lofað en
Valdimar er
þessa dagana að vinna í nýju efni
og er stefnan sett á að gefa út nýja
plötu á þessu ári. Húsið verður opn-
að kl. 22.
Valdimar treður upp í
Hvíta húsinu
Hljómsveitin Lights on the
Highway ætlar að taka sér ótíma-
bundið hlé og af því tilefni verða
lokatónleikar sveitarinnar, í bili
a.m.k., á Gauki á Stöng í kvöld kl. 22.
Meðlimirnir vilja ekkert
gefa upp um hvort þeir
séu alveg hættir sam-
starfinu en segja
bandið ekki
munu starfa
næstu tvö
árin í það
minnsta.
Svanasöngur LOTH
á Gauki á Stöng
Á föstudag Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða él, en
rigning í fyrstu A-til. Gengur í suðaustanátt, 13-20 með slyddu eða
rigningu S- og V-lands um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu eða
slyddu, en hægari vindur og þurrt á NA-verðu landinu. Hlýnandi
veður.
VEÐUR
Björninn úr Grafarvogi hef-
ur fengið mikinn liðsauka
fyrir lokasprettinn á Ís-
landsmótinu. Þrír landsliðs-
menn og fyrrverandi leik-
menn félagsins hafa snúið
heim frá Danmörku þar sem
þeir hafa leikið með Amag-
er. Gunnar Guðmundsson,
Róbert Freyr Pálsson og Úlf-
ar Jón Andrésson verða all-
ir löglegir með Birninum í
stórleik gegn SR nk. þriðju-
dagskvöld. »1
Björninn fær
mikinn liðsauka
Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar
Bjarnason segist taka vissa áhættu
með því að fara frá sænska úrvals-
deildarliðinu IFK Gautaborg
til danska 1. deildar liðsins
Randers. „Mér leist miklu
betur á þetta en ég bjóst
við,“ segir Elmar
sem samdi við
Danina til hálfs
fjórða árs. »
3
Leist miklu betur á
þetta en ég bjóst við
Hafnfirsku bræðurnir Finnur og Daní-
el Hanssynir eru nú orðnir samherjar
hjá færeyska handboltaliðinu Neist-
anum. Þeir eru af miklum hand-
boltaættum og stefna nú að því að
vinna saman titla í Færeyjum, auk
þess sem Finnur er orðinn leikmaður
með landsliði eyjanna. „Það hafa orð-
ið miklar framfarir hér,“ segir Finnur
um færeyska handboltann. »4
Hafnfirskir bræður spila
saman í Færeyjum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ragna Rósantsdóttir hefur unnið
sjálfboðaliðastarf í tvo áratugi, síð-
ustu árin hjá Fjölskylduhjálp Ís-
lands en þar áður hjá Mæðrastyrks-
nefnd. Þar byrjaði hún á sínum tíma
að vinna að beiðni félaga sinna í
Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna.
Ragna varð áttræð á þriðjudaginn
en slær ekki slöku við og mætir allt
að þrisvar í viku í Fjölskylduhjálp-
ina í Eskihlíð. Þar sinnir hún að-
allega litlu versluninni.
„Það hefur verið mikið að gera
hjá okkur núna af því að það safn-
aðist svo mikið af fötum og því mik-
ið sem þarf að sortera. En svo var
líka mikið að gera við afgreiðslu á
mat og fleira,“ segir Ragna. „Og nú
erum við að safna peningum til að
kaupa meira af mat. Það hefur verið
svo mikil þörf að okkur vantar meiri
peninga.“
Hún segir að margir notfæri sér
verslunina sem hún annast, ein-
staklingar og fjölskyldur, og þangað
komi mikið af útlendingum. „Það er
eins og Íslendingar hafi verið of
feimnir við þetta eða viti ekki af því,
ég veit ekki hvað veldur.“
Ákaflega gefandi starf
Ragna var meðal stofnenda Fjöl-
skylduhjálparinnar fyrir sjö árum
og segir starfið hafa verið ákaflega
gefandi og oft skemmtilegt.
Hún er fædd á Efra-Vatnshorni
nálægt Hvammstanga í Vestur-
Húnavatnssýslu en fluttist það-
an barn að aldri til Akraness
og loks Reykjavíkur þar sem
hún ólst upp. Þar vann hún
árum saman skrif-
stofustörf fyrir raf-
verktaka en vann
loks hjá embætti
sýslumannsins í
Reykjavík í 23 ár. Eig-
inmaðurinn heitir
Pálmi Ásgeir Theódórsson og þau
eiga einn son. Pálmi varð áttræður í
desember. Ragna segist ætla að
halda upp á afmælið sitt á morgun
með fjölskyldu sinni.
„Eftir að ég varð sjötug var mér
boðið að vera áfram í tímavinnu
þannig að ég var þar þangað til ég
var orðin 75 ára. Ég hlakkaði alltaf
svo til að fara í vinnuna! Með þessu
var ég líka einn dag í viku hjá Fjöl-
skylduhjálpinni. En nú hefur þetta
stækkað svo mikið að þörfin er
meiri, hún er svo dugleg við þetta,
hún Ásgerður [Jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálparinnar].
Það er góður andi þarna, oft eru
þarna um 20 til 30 manns, bæði kon-
ur og karlar og mun fleiri fyrir jól-
in,“ segir afmælisbarnið Ragna.
„Það er góður andi þarna“
80 ára og sjálf-
boðaliði hjá Fjöl-
skylduhjálpinni
Kraftmikil Ragna Rósantsdóttir sér um verslun Fjölskylduhjálparinnar. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur
núna af því að það safnaðist svo mikið af fötum og því mikið sem þarf að sortera.“
Verslunin í Eskihlíðinni lætur lítið
yfir sér en þar er hægt að fá góð
föt, oftast ný, á afar lágu verði.
Ragna segir að margir gefi poka
með notuðum fötum en einnig
gefi sum fyrirtæki ný föt.
Ragna fer vel yfir fatn-
aðinn, sumt er sent
Rauða krossinum, ann-
að selt. „Við seljum
það besta, öll nýju föt-
in og líka það sem er
notað ef það er í mjög góðu lagi,
sér ekkert á því. Og hingað mega
allir koma, það er nýbúið að stand-
setja verslunina með nýjum inn-
réttingum. Þarna eru föt fyrir
karla, konur og börn og svo erum
við líka með leikföng sem eru mjög
vinsæl í afmælisgjafir. Þetta er
bara eins og að fara í Rauðakross-
búðina á Laugaveginum, bara enn
ódýrara hjá okkur, held ég,“ segir
Ragna hlæjandi.
„Bara enn ódýrara hjá okkur“
NÝ FÖT OG LEIKFÖNG Á SPOTTPRÍS