Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 12
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Heildaryfirlitið sýnir það að upplif-
un notenda af Barnahúsi er jákvæð,“
segir Anna Kristín Newton réttarsál-
fræðingur, en hún mun í dag kynna
skýrslu sína um reynslu barna og
ungmenna af þjónustu Barnahúss.
Kynning á skýrslunni fer fram frá
klukkan 15:00 til 16:00 í stofu HT-103
í Háskóla Íslands.
Að sögn Önnu Kristínar er hægt að
tvískipta niðurstöðum skýrslunnar
eftir því hvort börn fóru í skýrslutöku
í Barnahúsi eða fyrir dómstóli og
bera saman upplifun bæði barnanna
og forráðamanna þeirra á þessum
tveimur stöðum. „Þar kemur í raun
og veru sú niðurstaða fram að þó svo
að þau hafi ekkert endilega verið
óánægð með dómstólana þá voru þau
ánægðari með allt í Barnahúsi,“ segir
Anna Kristín.
Skýrslan var, að sögn Önnu Krist-
ínar, þannig byggð upp að börn undir
18 ára aldri voru ekki spurð álits en í
staðinn var haft samband við forráða-
menn þeirra og þeir beðnir um að
meta bæði sína eigin upplifun sem og
það hvernig þeir töldu að börn þeirra
hefðu upplifað þjónustuna. „En svo
var haft samband við krakka sem
voru orðnir 18 ára þegar rannsóknin
fór fram,“ segir Anna Kristín, að-
spurð hvernig skýrslan var unnin og
bætir við að úrtak rannsóknarinnar
sem lá að baki skýrslunni hafi verið
um það bil þriðjungur allra þeirra
mála sem komu upp árin 2007-2009.
Umhverfið skiptir miklu máli
„Í mínum huga þýðir þetta að ef
við erum að hugsa um velferð barna
og ungmenna, að veita þeim alúð og
hjálpa þeim í gegnum svona erfiða
reynslu sem skýrslutaka er ef grunur
leikur á um að þau hafi sætt kyn-
ferðisofbeldi, þá er Barnahús best til
þess fallið að mati notenda,“ segir
Anna Kristín, aðspurð hvað niður-
stöður skýrslunnar merki í hennar
huga. Anna Kristín segir það fyrst og
fremst vera ytra umhverfið sem skilji
að þá aðstöðu sem er til staðar hjá
dómstólum og þá aðstöðu sem Barna-
hús býður upp á. Hún nefnir sem
dæmi að hlutir á borð við staðsetn-
ingu, húsgögn, aðstöðu og afþreyingu
skipti máli í þessu samhengi. „Það að
ganga inn í dómhúsið í Reykjavík
getur maður ímyndað sér að sé svo-
lítið öðruvísi nálgun fyrir barn en að
ganga inn í einbýlishús í íbúða-
hverfi,“ segir Anna Kristín en tekur
þó fram að upplýsingagjöfin sem not-
endurnir fá, bæði fyrir og eftir
skýrslutöku, skipti hér meginmáli.
Anna Kristín bendir jafnframt á
að í skýrslunni komi fram að þeim
notendum Barnahúss sem eru á ung-
lingsaldri finnist vanta aðstöðu sem
er meira aðgreinanleg frá þeirri að-
stöðu sem yngstu börnin nota, um-
hverfið sé að þeirra mati að ein-
hverju leyti of barnalegt. Hún leggur
til að meira verði gert fyrir unglinga í
Barnahúsi ef það á að sinna þeim
þar.
Ánægðari með
skýrslutökur í
Barnahúsi
Góð upplýsingagjöf skiptir meginmáli
Morgunblaðið/G.Rúnar
Umhverfi Börnum líður almennt
séð betur í skýrslutöku í Barnahúsi.
Skýrslutaka
» Skýrslan var unnin af sál-
fræðingunum Önnu Kristínu
Newton og Elínu Hjaltadóttur
fyrir Barnaverndarstofu.
» Þörf er á betri aðstöðu fyrir
skýrslutökur á unglingum.
» Bæði börn og forráðamenn
þeirra segja aðstöðuna í
Barnahúsi vera betri en þá að-
stöðu sem dómstólar bjóða
upp á. Dómshús eru að mörgu
leyti of formlegir staðir fyrir
svona skýrslutökur.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Verslunarkeðjan Nóatún hefur
ákveðið að hætta sólarhrings-
afgreiðslu í verslunum sínum. Breyt-
ingarnar tóku gildi hinn 1. febrúar
en framvegis verða allar verslanir
Nóatúns opnar frá klukkan átta á
morgnana til miðnættis.
„Í núgildandi kjarasamningum er
hækkun launa það mikil að forsend-
urnar fyrir því að þetta gangi upp, án
þess að vöruverð sé hækkað, eru að
okkar mati brostnar,“ segir Bjarni
Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri
Nóatúns, spurður um ástæður þess
að afgreiðslutímanum var breytt.
„Það er lykilatriði í okkar ákvörð-
un að við viljum ekki halda þessum
afgreiðslutíma úti með því að hækka
vöruverð.“
Að sögn Bjarna er yfirvinnuálag
samkvæmt núverandi kjarasamn-
ingum 40% en á næsta ári mun það
hækka upp í 45%. Þá er gert ráð fyr-
ir frekari hækkunum á álaginu undir
lok samningsins. Bjarni segir þessar
auknu álögur gera það að verkum að
Nóatún geti ekki haldið úti sólar-
hringsþjónustu í verslunum sínum.
„Við bentum á það þegar umræð-
ur voru um kjarasamninga á vett-
vangi Samtaka verslunar og þjón-
ustu, að þetta væri verulega
íþyngjandi fyrir þennan afgreiðslu-
tíma hjá verslunum,“ segir Bjarni.
Að sögn Gunnars Inga Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra Hag-
kaupa, hefur ekki komið til álita að
hætta sólarhringsþjónustu í þeim
þremur verslunum þar sem hún er
nú veitt.
Áfram opið hjá Hagkaupum
„Viðskiptavinir okkar eru ánægðir
og á meðan svo er og það svarar
kostnaði að halda verslununum opn-
um munum við halda áfram með
þetta,“ segir Gunnar Ingi.
Hann bætir við að ekki komi til
greina að hækka verðlag í verslunum
keðjunnar til þess að halda úti sólar-
hringsþjónustu.
„Við sjáum ekki fram á neinar
breytingar á þessu hjá okkur,“ segir
Stefán Ragnar Guðjónsson, for-
Hættir með sólar-
hringsafgreiðslu
Nóatún segir aukinn launakostnað setja strik í reikninginn
Morgunblaðið/Þorkell
Afgreiðslutími Nóatún hætti um mánaðamótin að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sólarhringsþjónustu vegna
vaxandi launakostnaðar. Allar matvöruverslanir keðjunnar verða framvegis opnar frá átta að morgni til miðnættis.
stöðumaður innkaupa- & markaðs-
sviðs Nettó, aðspurður hvort til
standi að breyta afgreiðslutíma í
Mjódd en þar er opið allan sólar-
hringinn.
„Salan er það mikil að það er engin
ástæða til þess að skerða afgreiðslu-
tímann aftur.“
Spurður út í áhrif aukins launa-
kostnaðar segir Stefán Ragnar að
slíkt kalli á aukna hagræðingu hjá
fyrirtækinu enda væri það af og frá
að hleypa slíkum kostnaði út í vöru-
verðið.
„Þetta mál er til skoðunar hjá okk-
ur,“ segir Brynja Blanda Brynleifs-
dóttir, fjármálstjóri Office 1, en vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Öryggisverðir sem ráðnir voru sem verktakar frá Öryggisfélaginu mynduðu
stóran hluta næturafgreiðslumanna verslana Nóatúns. Að sögn Bjarna Frið-
riks Jóhannessonar, rekstrarstjóra Nóatúns, mun verslunarkeðjan ekki
halda áfram að ráða til sín verktaka í þessi störf í kjölfar breytinganna á af-
greiðslutíma verslananna.
Sverrir Friðriksson, framkvæmdastjóri Öryggisfélagsins, segir tekjumissi
fyrirtækisins vegna þessa vera töluverðan.
„Við færum eitthvað fólk á milli staða en það verða einhverjir sem missa
vinnuna,“ segir Sverrir, aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á starfsmannamál
hjá Öryggisfélaginu.
Að sögn Sverris er fyrirtækið með starfsmenn að störfum hjá Hag-
kaupum en félagið sér einnig um alla öryggisgæslu í tónlistarhúsinu Hörpu.
Einhverjir gætu misst vinnuna
MIKILL TEKJUMISSIR FYRIR ÖRYGGISFÉLAGIÐ
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012
„Við teljum okkur eiga einhverja
möguleika á að hagræða enn betur,
en hitt er þá að skera niður enn frek-
ar,“ segir G. Pétur Matthíasson hjá
Vegagerðinni. Óvenju snjóþungur
vetur á landinu hefur aukið kostnað
Vegagerðarinnar við snjómokstur.
Gert var ráð fyrir um 1.600 milljónum
í vetrarþjónustu í fyrra en kostnaður
varð 2.200 milljónir króna, umfram-
kostnaður 600 milljónum meiri en í
fyrra í vetrarþjónustunni. „Við erum
búnir að hagræða gríðarlega í sumar-
og vetrarþjónustunni og höfum farið
úr rúmum fimm milljörðum í rúmlega
þrjá frá árinu 2007,“ segir Pétur.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær
að þessi aukni kostnaður kæmi til
með að bitna á öðrum fram-
kvæmdum. Hann hefur óskað eftir
greinargerð frá Vegagerðinni.
Pétur segir ljóst að viðhald og
þjónusta þoli ekki mikið meiri niður-
skurð en þetta sé líka spurning um
hversu hátt þjónustustig þjóðfélagið
vilji sjá. Hann segir mögulegan niður-
skurð ekki eiga að koma niður á ný-
framkvæmdum, þar sem ákvarðað sé
á fjárlögum hversu mikið fé fari til
þess málaflokks og svo viðhalds og
þjónustu. Vegagerðin geti ekki flutt
fé þar á milli, nema þá fyrir atbeina
Alþingis. sigrunrosa@mbl.is
Hagræða eða
skera meira niður
Kostnaður Vegagerðarinnar vegna
vetrarþjónustu í fyrra 2,2 milljarðar
Einar K. Guð-
finnsson,
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins, segir
fráleitt að láta
Vegagerðina
gjalda erfiðs
tíðarfars með
niðurskurði á
framlögum til
vegamála, líkt og innanrík-
isráðherra hafi sagt líklegt.
„Þetta kemur ekki til
greina,“ segir Einar. Útvega
verði fjármagn til að bregðast
við þessum óvanalegu að-
stæðum. „Til að setja þetta í
samhengi þá er verið að tala
um 600 milljónir króna. Í sam-
gönguáætlun er gert ráð fyrir
500 milljónum í alla tengivegi
á landinu.“
Þarf fjármagn
VEGAGERÐ
Einar K.
Guðfinnsson
Til sölu er grásleppu- og
krókaleyfisbáturinn
Ásgeir ÞH 198. Skrn. 1790.
Bátnum fylgir grásleppuleyfi og úthald, 180 net.
Í bátnum er 120 ha Fordvél, árg. 2010, keyrð 600 tíma.
Upplýsingar í síma 893 2591.