Morgunblaðið - 03.02.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.02.2012, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍViðskiptablaðiMorgunblaðs-ins í gær er athyglisvert viðtal við Ragnar Árna- son, prófessor í hagfræði, þar sem hann greinir vöxt lands- framleiðslunnar og leiðréttir um leið mistúlkun stjórnvalda. Ragnar segir að aukin útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða ásamt áli og járnblendi skýri 1,5-2,5% af vexti landsfram- leiðslunnar á síðasta ári, af- gangurinn, 0,5-1,5% skýrist af ferðaþjónustu og örlitlum vexti í framleiðslu og þjónustu við heimili og fyrirtæki. „Þvert á það sem stjórnvöld hafa haldið fram eru það ekki efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar sem eru orsakavaldar aukins hagvaxtar heldur vax- andi framleiðni í sjávarútvegi, hækkandi verðlag á erlendum mörkuðum og aukinn sjávar- afli. Það eru hins vegar enn lít- il merki um bata í grunnþátt- um atvinnustarfseminnar – verslun, þjónustu, bygging- ariðnaði og almennum iðnaði – sem eru einmitt þeir þættir sem efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar getur einkum haft áhrif á,“ segir Ragnar. Hann telur að sjávarútveg- urinn geti haldið áfram að veita innspýtingu í efnahags- lífið og 50 þúsund tonna aukning þorskkvóta mundi til að mynda auka hagvöxt um 2%. En þó að út- flutningsgrein- arnar skili sínu býr landið við mikinn efnahagsvanda, sem Ragnar skýrir á þennan hátt: „Í fyrsta lagi þarf að endur- skoða skattkerfið. Háir skatt- ar draga úr vinnuframlagi ein- staklinga og framtaki fyrir- tækja. Í öðru lagi þarf að afnema gjaldeyrishöftin hið fyrsta þar sem þau standa litlum og meðalstórum fyrir- tækjum fyrir þrifum. Og síðast en ekki síst þarf að búa svo um hnútana að lög og reglur ásamt umgjörð efnahagsstefnunnar verði stöðugri en verið hefur síðustu árin. Það er ljóst að enginn mun vilja fjárfesta í okkar helstu atvinnuvegum – sjávarútvegi og orkuiðnaði – samfara þeirri pólitísku áhættu sem nú ríkir í þessum atvinnugreinum.“ Eins og sjá má af orðum hagfræðiprófessorsins eru hér á landi allar aðstæður til að ná árangri í efnahagsmálum og lyfta þjóðinni hratt upp úr kreppunni. Til að svo geti orðið mega stjórnvöld hins vegar ekki vera staðráðin í að þvæl- ast fyrir. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur dregið úr hag- vexti en ekki aukið} Greining hagvaxtar Steingrímur J.Sigfússon, ráð- herra sjávarútvegs og annarra mála- flokka, gefur lítið fyrir áhyggjur þeirra sem telja að stefna núverandi stjórnvalda hafi skaðað sjávarútveginn, sett hann í óvissu og ógni fram- tíð hans. Hann segir að engin ástæða sé fyrir sjávarútveginn til að óttast framtíðina nema menn „trúi eigin áróðri“ um að það verði einhvern tímann stjórnvöld á Íslandi „svo vitlaus að þau ætli að kollvarpa sjávar- útveginum“. Steingrímur segir enga ástæðu til að óttast. Hann sé að semja frumvarp sem lagt verði fram í vor og taka eigi gildi á næsta fiskveiðiári. Þar með eiga menn að trúa því að sjávar- útvegurinn sé í öruggum hönd- um. Nú vill svo til að þetta er sami Steingrímur og hefur um þriggja ára skeið unnið að því ásamt ýmsum samráðherrum sínum að gera einmitt það sem hann telur fráleitt, það er að segja að reyna að „kollvarpa sjávarútveginum“. Fyrir liggur þó að svo að segja allir aðrir, einkum þeir sem starfa við greinina og þekkja vel til, hafa talið áform stjórnvalda stór- hættuleg. Og áform ríkisstjórnarinnar hafa meira að segja fengið þá ein- kunn frá einum af ráðherrum hennar að þau hafi verið sem „bílslys“. Hingað til hefur ekkert verið gert með sjónarmið þeirra sem að greininni starfa eða bera hag hennar fyrir brjósti. Þvert á móti var sett upp sýndarsam- ráð en ekkert gert með niður- stöðuna sem kom út úr sátta- nefnd. Síðan hefur ítrekað verið sótt að greininni með ýmsum stórskaðlegum frumvörpum, lagasetningum og hugmyndum sem látnar eru hanga yfir henni til að auka óvissuna. Og nú er Steingrímur sestur yfir enn eitt frumvarpið sem unnið er án samráðs og án tillits til grundvallarþarfa atvinnu- greinarinnar sjálfrar. Þetta eru vinnubrögð sem engin grein hefur nokkru sinni fyrr mátt búa við, en þá er því haldið fram að áhyggjurnar stafi aðeins af því að menn trúi „eigin áróðri“. Öfugmælavísur áróðursmeistara taka á sig ýmsar furðumyndir} Um áróður M argir hafa tjáð sig um Face- book-síðu sem virðist hafa ver- ið stofnuð í þeim tilgangi að mótmæla byggingu mosku hér á landi. Þar kennir ýmissa ófagurra ummæla á borð við að meirihluti músl- íma sé hreinræktaðir fávitar, þeir kallaðir af- kvæmi úrkynjunar og sifjaspells og að hver einn og einasti sem játar múslímatrú sé hryðju- verkamaður. Lítið virðist vera um beina rök- semdafærslu sem gæti á einhvern hátt stutt þá fullyrðingu að fólki eigi ekki að vera heimilt að iðka trú sína í friði, enda er erfitt að sjá með hvaða móti ætti að vera hægt að halda því fram. Er annars ekki trúfrelsi á Íslandi? Eitt sinn var það svo, að minnsta kosti hér á landi, að þeir sem höfðu slík viðhorf til manna og málefna fengu takmarkaða athygli. Það var einna helst ef dagblöð þurftu að krydda grámyglulegan fréttaflutning sinn af loðnuveiðum, verðbólgu og vísitölum að gífuryrtir einstaklingar voru fengnir til að tjá sig á neikvæðan hátt um ýmsa þjóðfélagshópa, gjarnan undir stórkarlalegum fyrirsögnum. En með tilkomu netsins og sérstaklega sam- skiptamiðla á borð við Facebook hefur orðið til vettvangur fyrir þá sem áður hímdu einir við eldhúsborðið, tuðandi og þrefandi um forkastanlegar staðreyndir á borð við að ein- hverjum útlendingum skuli detta í hug að setjast að á Ís- landi eða að virkilega sé til fólk sem iðkar aðra trú en það sjálft. Það var þá. Nú eru tækifæri á hverju strái til að skríða út úr myrk- um skúmaskotum og básúna fordómana þann- ig að enginn er óhultur fyrir því að rekast á þennan ófögnuð á ferðum sínum á netinu. Þannig verða til forarpyttir og daunillir drullu- pollar, sem grandalaust fólk dettur ofan í á bólakaf þegar það fer í sakleysi sínu á netið til að sinna ýmsum erindum. „Má fólk ekki hafa skoðanir?“ gæti einhver spurt. Jú, svo sannarlega má fólk hafa skoðanir og sem betur fer getur enginn tekið þann rétt af okkur. En það sem birtist á vefsíðum, eins og þeirri sem er getið hér að framan, getur vart talist vera skoðanir, nærtækara væri að tala um hat- ursáróður. Annars er alveg stórmerkilegt með slíkan áróður; hann er alltaf eins, meira að segja virðist orðfærið lítið breytast. Áróður nasista gegn gyðingum í kringum heimsstyrj- öldina síðari kemur upp í hugann, þar er meira að segja notað áþekkt orðalag og á vefsíðunni sem áður er nefnd. Líklega eru fáir sem kalla hugmyndafræði nasistanna skoðanir sem eigi fullan rétt á sér. Annað og nýlegra dæmi er stefnuyfirlýsing norska fjöldamorðingjans Anders Behrings Breiviks, sem hann birti á vefsíðu sinni nokkru áður en hann framdi voðaverk sín. Margt af því sem kemur fram á téðri and-mosku- vefsíðu er nánast eins og tekið úr hugarheimi Breiviks. Skrif hans voru ekki tekin alvarlega. Því miður. Kannski voru þau vegin og léttvæg fundin á þeirri forsendu að allir mættu hafa sínar skoðanir. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Daunillir drullupollar á netinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Öðru hverju berast fréttir afþví að slitni upp úr sam-starfi flokka í sveitar-stjórnum landsins. Stund- um hefur samstarfið verið slétt og fellt út á við, en oft hefur mikið gengið á og íbúarnir furða sig eftir á hvað samstarfið hékk þó lengi. Hvort sem slitnar upp úr samstarfi sveitarstjórnarflokka eða þeir mæta ferskir til leiks eftir kosningar, þá bíður þeirra að koma sér saman um starfhæfa sveitarstjórn. Í gær, hálfum mánuði eftir að meirihluti bæjarstjórnar í Kópavogi féll, var enn unnið að því að mynda nýja bæjarstjórn í þessu öðru stærsta sveitarfélagi landsins. Bæj- arfulltrúar þar dreifast á nokkra flokka og því strax ljóst að það gæti tekið nokkurn tíma að komast að samkomulagi. Það er langt í frá einsdæmi að meirihlutar falli áður en kjörtíma- bilið er úti. Mörgum eru í fersku minni nokkrar meirihlutamyndanir í borgarstjórn í Reykjavík á síðasta kjörtímabili. Annars staðar þar sem hefur verið fleiri en einn meirihluti á kjörtímabilinu hefur ávallt tekist að mynda nýjan meirihluta, samanber Fjallabyggð, Vestmannaeyjar og Voga og á síðasta kjörtímabili féll meirihlutinn í Grindavík þrisvar. Sjálfræði sveitarfélaga Í ljósi þessa er áhugavert að velta því upp hvað gerist ef ekki tekst, eða dregst verulega, að mynda starf- hæfan meirihluta, eftir annaðhvort sveitarstjórnarkosningar eða fall meirihluta sveitarstjórnar. „Þó meirihlutinn falli þá starfar sveitarstjórnin áfram,“ segir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Samtaka íslenskra sveitarfélaga, enda beri einstakling- arnir í henni ábyrgð á stjórn sveitar- félagsins, fremur en stjórnmála- samtökin sem þeir eru kosnir fyrir. Stjórnkerfið eigi að virka, þó auðvit- að myndist biðtímaástand á meðan unnið er að meirihlutaviðræðum. Guðjón játar því aðspurður að það geti verið flókið að vinna að gerð fjárhagsáætlunar og stefnumótun henni tengdri, springi meirihluti í kringum þann tímapunkt. Guðjón segir það líka hafa komið fyrir að í kjölfar þess að meirihluti springi hafi menn ákveðið að starfa saman án þess að vera með skilgreindan meirihluta. Kveðið er á um sjálfstæði sveitar- stjórna í 78 gr. stjórnarskrárinnar en þar kemur fram sú meginregla ís- lenskrar stjórnskipunar að sveitar- félög ráði málefnum sínum sjálf eftir því sem lög kveða á um. Fram kem- ur í frumvarpi til nýrra sveitar- stjórnarlaga, nr. 138/2011 að við gerð þeirra hafi m.a. það meginsjón- armið verið haft í huga að tryggja beri ríka sjálfsstjórn sveitarfélaga. Í 2. gr. laganna er tekið fram að þó [innanríkis]ráðherra fari með málefni sveitarfélaga, þá skuli hann virða sjálfsstjórn þeirra. Í lögunum er því hvergi að finna ákvæði um inngrip ríkisins þegar meirihluti fellur eða erfitt reynist að mynda meirihluta í sveitarstjórn. Guðjón segir eina undantekningu frá þessu að finna í 131. gr sveitar- stjórnarlaga. Í undantekningunni felst að verði sveitarstjórn óstarf- hæf, til dæmis af völdum náttúru- hamfara, geti ráðuneytið falið sveit- arstjórn og viðeigandi nefndum nágrannasveitarfélags að taka við hlutverki hinnar óstarfhæfu stjórnar að fullu, tímabundið. Reynslan sýni að þörf er á að hafa slíkt ákvæði í lögunum. Skylt að koma á starfhæfri stjórn Morgunblaðið/Golli Höfuðborgarsvæðið Kosið er til sveitarstjórna á fjögurra ára fresti. Nær undantekningarlaust fara nýjar kosningar ekki fram á tímabilinu. Kjörtímabil sveitarstjórna er 4 ár, ekki er gert ráð fyrir því að hægt sé að kjósa aftur innan tímabilsins. Engu skiptir þó ósætti myndist innan sveitar- stjórnar, segir í greinargerð með frumvarpi því er varð að sveitar- stjórnarlögum nr. 138/2011. Er tekið fram að „með hliðsjón af mikilvægi þess að stuðlað sé að stöðugleika í stjórn sveitarfélaga er talið mikilvægt að ekki verði gerðar breytingar á þessu fyrir- komulagi“. Einu undantekning- arnar eru ef kosningar eru ógild- ar eða sveitarfélög sameinuð. Ekki hægt að kjósa aftur SVEITARSTJÓRNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.