Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Vel var mætt á opinn fund í Húsaskóla í Grafar- vogi í gærkvöldi sem Oddný Sturludóttir, for- maður menntaráðs Reykjavíkurborgar, boðaði með foreldrum nemenda skólans. Umræðuefnið var mikil óánægja foreldra með sameiningu ung- lingadeildar Húsaskóla við Foldaskóla en auk þess mun unglingadeild Hamraskóla færast í skólann. Á íbúafundi hinn 9. febrúar var sam- þykkt ályktun þess efnis að foreldrar og íbúar Húsahverfis höfnuðu sameiningunni. Fulltrúar foreldra nemenda í Hamraskóla og Húsaskóla munu í dag afhenda Katrínu Jak- obsdóttur menntamálaráðherra ákall um að- komu ráðuneytisins að sameiningarmálum í sunnanverðum Grafarvogi. Óánægja foreldra rædd á fundi í Húsaskóla Morgunblaðið/Golli Guðni Einarsson gudni@mbl.is Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), Starfsmannafélag í almanna- þjónustu (SFR) og Rafiðnaðarsam- band Íslands hafa rætt við Iavia ohf. vegna starfslokareglna sem Isavia setti einhliða í fyrra. Þá ákvað Isavia að starfsmenn skyldu láta af störfum í þeim mánuði sem þeir verða 67 ára. Fram að því höfðu starfslok verið miðuð við 70 ára aldur. Fundað var með Isavia í síð- ustu viku vegna málsins. „Þetta hefur verið mikið hags- munamál hjá mínu félagi,“ sagði Kristján Jóhannsson, formaður FFR. Hann sagði málið mikið rætt á meðal starfsmanna Isavia. „Við höfum haft efasemdir um þessi starfslok og kom- ið með hugmyndir að öðrum leiðum.“ Hann sagði félagsmenn FFR telja að starfslok ættu að vera valkvæð. Þeir hefðu einnig gagnrýnt að opin- bert hlutafélag skyldi breyta einhliða reglum um starfslokaaldur. Flestir félagsmenn FFR, sem áður unnu hjá Lögreglustjóranum á Keflavíkurflug- velli eða Flugmálastjórn, töldu sig mega vinna til sjötugs ef þeir vildu, samkvæmt lögum um ríkisstarfs- menn. Kristján sagði að FFR væri stærsta stéttarfélagið innan Isavia. „Við höfum aldrei lagt blessun okkar yfir þetta kerfi og alla tíð gagnrýnt það fyrir að vera ekki nógu sveigj- anlegt.“ Ekki væri hægt að velja á milli þess að hætta fyrir 67 ára aldur, segja upp störfum eða vinna lengur. Hann sagði þessa breytingu m.a. þýða að starfsmenn fengju skertan lífeyri samanborið við ef þeir ynnu til sjötugs. Kristján sagði að í hugmyndum sem FFR lagði fram að breyttri starfslokastefnu hefði m.a. verið tekið mið af starfslokastefnu álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Þar væri bæði sveigjanleiki og komið til móts við starfsmenn varðandi greiðslur í séreignasjóð. „Við erum ekkert búin að loka þessu dæmi,“ sagði Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR, um málið. Leitað var viðbragða hjá Isavia ohf. og sendi félagið eftirfarandi svar: „Fulltrúar Isavia áttu einn fund með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga að þeirra ósk þar sem þeir óskuðu eftir að taka upp viðræður við félagið vegna starfslokaaldurs. Ósk um við- ræður er í athugun hjá Isavia.“ Ósáttir við starfslokaaldur  Fulltrúar stéttarfélaga margra starfsmanna Isavia ohf. vilja viðræður um starfslokaaldur  Isavia er að kanna ósk stéttarfélaganna um viðræður Morgunblaðið/Árni Sæberg Isavia Sér um að flugið gangi vel fyrir sig hér á landi. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Seðlabanki Íslands hefur beint þeim tilmælum til viðskiptabanka og spari- sjóða að þeir haldi áfram að krefjast kennitölu þegar einstaklingar selja erlendan gjaldeyri fyrir íslenskar krónur, jafnvel þótt upphæðin sé lægri en 1.000 evrur. Í nýlegum úr- skurði Persónuverndar var komist að þeirri niðurstöðu að Arion banka væri óheimilt að krefjast kennitölu vegna gjaldeyrisviðskipta undir 1.000 evrum og í kjölfarið hætti bankinn því. Seðla- bankinn vill að kennitölusöfnuninni verði haldið áfram. Seðlabankinn byggir þessi tilmæli sín, sem hann sendi á föstudaginn, á lögum um gjaldeyrismál frá 1992 og á reglugerð frá 1995. Í lögunum sé kveðið á um að Seðlabankinn setji reglur um upplýsingaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta. Þær reglur komi fram í reglugerðinni frá 1995 en hún kveði m.a. á um að allir þeir sem eiga milligöngu um gjaldeyrisviðskipti skuli skrá niður kennitölu þeirra sem viðskiptin eiga, skv. handbók Seðla- bankans um gjaldeyrisviðskipti. Seðlabankinn bendir á að í úr- skurði Persónuverndar sé ekki fjallað um þessa heimild í lögum um gjald- eyrismál, enda hafi Arion banki ekki vísað til hennar í málatilbúnaði sín- um, heldur einungis til heimildar í lögum um aðgerðir gegn peninga- þvætti og varnir gegn hryðjuverkum. Persónuvernd hafi því ekki tekið af- stöðu til þess hvort lög um gjaldeyr- ismál feli í sér heimild til að krefjast kennitölu. Seðlabankinn hefur sent Persónu- vernd erindi og óskað eftir að Per- sónuvernd taki afstöðu til kennitölu- skráningarinnar á þessum grundvelli. Náðu ekki í upplýsingar áður Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, segir að Seðlabankinn líti svo á að bönkum og sparisjóðum beri skylda til að safna upplýsingum um kennitölur þeirra sem kaupa eða selja gjaldeyri, óháð upphæð. Hún tekur skýrt fram að bankinn taki með þessu áliti ekki afstöðu til úrskurðar Persónuverndar enda fjalli hann ekki um lög um gjaldeyrisviðskipti. Ingibjörg segir að frá því lögin voru sett hafi allar upplýsingar um gjald- eyrisviðskipti farið í gagnagrunn Seðlabankans. Áður en gjaldeyris- höftum var komið á haustið 2008 hafi Seðlabankinn á hinn bóginn ekki náð í upplýsingar úr gagnagrunninum nema vegna viðskipta sem voru yfir 700.000 krónur. Eftir að höftin voru sett á hafi eftirlit verið hert og nú sé fylgst með öllum gjaldeyrisviðskipt- um. Aðspurð hvort bankar og sparisjóð- ir hafi, áður en höftunum var komið á, skráð niður kennitölu vegna gjaldeyrisviðskipta sem námu lægri fjárhæð en 700.000 krónum, segir Ingi- björg að skv. þeim upplýs- ingum sem Seðlabankinn búi yfir hafi framkvæmdin verið sú að bankarnir hafi skráð niður kennitölur. Haldi áfram að safna kennitölum Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Tilmæli til banka vegna gjaldeyrisviðskipta.  Persónuvernd ekki fjallað um heimild til söfnunar í lögum um gjaldeyrismál Lögbirtingablaðið er að taka upp nýtt útgáfukerfi og mun núverandi kerfi liggja niðri frá því klukkan 14.00 á föstudag 17. febrúar og fram á mánudag 20. febrúar vegna end- urnýjunarinnar. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslu- maður í Vík í Mýrdal, segir að gamla útgáfukerfið hafi verið barn síns tíma og um sé að ræða eðlilega end- urnýjun. Til stóð að taka nýja út- gáfukerfið í notkun á liðnu sumri en vinnan við það dróst þar til nú. Anna taldi að auglýsendur yrðu aðallega varir við smábreytingu vegna nýja kerfisins. Auk þess yrði þægilegra að lesa blaðið og ýmsum nýjum möguleikum bætt við. Leitin yrði óbreytt. Svipað útlit yrði á blaðinu og ekki stæði til að taka upp myndbirtingar! Tekið hefur verið fyrir leit í Lög- birtingablaðinu í auglýsingaflokkum sem varða fjárhagsmálefni ein- staklinga og fyrirtækja, nema eftir útgáfudagsetningum og útgáfu- tímabilum. Þessu var breytt vegna athugasemda Persónuverndar. Anna sagði Persónuvernd telja að bein leit í auglýsingum Lögbirt- ingablaðsins sem varðaði fjárhags- málefni fólks væri miðlun upplýs- inga, sem bannað væri að miðla samkvæmt reglugerð. Lögbirt- ingablaðið hefur ekki leyfi til slíkrar miðlunar og ekki stendur til að afla þess, að sögn Önnu. Því hefur leitin verið takmörkuð við útgáfudagsetn- ingar og útgáfutímabil. Þeir flokkar sem sæta þessari tak- mörkuðu leit eru: Innkallanir, greiðsluaðlögun, greiðsluáskorun, nauðasamningar, nauðungarsala, skiptafundur, veðhafafundur, skiptalok, stefnur, svipting fjárræðis og kaupmáli og framhald uppboðs, að því er fram kemur á síðu Lögbirt- ingablaðsins. gudni@mbl.is Lögbirt- ingur yngir upp  Nýtt útgáfukerfi senn tekið í notkun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlis- húsi í Garðabæ í vikunni. Við hús- leit var lagt hald á 20 kannabis- plöntur og nokkra tugi gramma af marijúana. Karl á þrítugsaldri ját- aði aðild sína að málinu. Af þessu tilefni minnir lögreglan á fíkniefna- símann, 800-5005, til að taka við ábendingum. Kannabisræktun í Garðabæ Seðlabankinn bendir á að hans hlutverk sé að tryggja að gjald- eyrishöftin séu virt. Því verði hann að geta fylgst með öllum gjaldeyrisviðskiptum. Þótt um tiltölulega lágar fjárhæðir sé að ræða í hvert skipti geti fjáhæð- irnar orðið umtalsverðar ef um röð viðskipta er að ræða. Úrskurðar Persónu- verndar sem nefndur er hér til hliðar var vegna kvörtunar frá manni sem hafði verið kraf- inn um kennitölu þegar hann ætlaði að skipta 60 evrum í krónur. Margt smátt gerir eitt stórt GJALDEYRISVIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.