Morgunblaðið - 16.02.2012, Side 19

Morgunblaðið - 16.02.2012, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Komið hefur í ljós að minnst 65 lögregluþjónar, sem störfuðu á Ground Zero, rústum World Trade Center í New York, hafa dáið af völdum krabbameins, að sögn dagblaðsins The New York Times. Blaðið segir að 300 lögregluþjónar til viðbótar hafi greinst með krabbamein. Stétt- arfélag lögregluþjónanna hefur hvatt borgarstjórann Michael R. Bloom- berg til að láta afhenda sérstakri nefnd sjúkraskýrslur þeirra til að hún geti rannsakað hvort þeir hafi fengið krabbameinið vegna heilsuspill- andi efna sem menguðu andrúmsloftið eftir að tvíburaturnarnir hrundu 11. september 2001. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Ómar Óskarsson, tók myndina að ofan af Ground Zero. Í forgrunni sést aftan á minnisvarða þar sem nöfn allra þeirra, sem biðu bana í árásinni á World Trade Cent- er, eru áletruð. Morgunblaðið/Ómar 65 lögregluþjónanna dóu úr krabbameini Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, hefur boðað til þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá sem sýrlenskir fjölmiðlar segja að eigi að binda enda á fimm áratuga alræði Baath-flokksins. Assad sagði að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að fara fram sunnudaginn 26. febrúar. Í stjórnarskrártillögunni er sleppt ákvæði þar sem því er lýst yfir að Baath-flokkurinn sé „leiðtogi ríkis- ins og samfélagsins“. Bætt er við ákvæði um að frelsi sé „heilagur réttur“ fólksins, auk þess sem „þjóð- in á að stjórna þjóðinni“ í fjölflokka- lýðræði, að sögn sýrlenska ríkissjón- varpsins. Sögð ófullnægjandi Assad forseti hafði áður afnumið neyðarlög, sem sett voru árið 1963 þegar Baath-flokkurinn komst til valda, og hann hefur hvað eftir ann- að lofað umbótum, sem ekki hefur verið komið í framkvæmd, frá því að uppreisn hófst gegn einræðisstjórn- inni fyrir tæpu ári. Líklegt þykir að Sýrlenska þjóðarráðið, sam- tök stjórnarand- stöðunnar, hafni þjóðaratkvæða- greiðslunni. Þjóðarráðið hefur sagt að það hafni hvers konar til- slökunum stjórnarinnar á meðan hersveitir hennar haldi áfram mannskæðum árásum á óbreytta borgara. Fréttaveitan AFP hafði eftir nokkrum fréttaskýrendum að til- slökunin væri ófullnægjandi og kæmi of seint. Talsmaður Banda- ríkjaforseta sagði tilslökunina „hlægilega“. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fagnaði þjóðaratkvæða- greiðslunni. „Við teljum að ný stjórnarskrá sem bindur enda á al- ræði eins flokks sé skref í rétta átt,“ sagði hann. bogi@mbl.is Ný stjórnarskrá boðuð í Sýrlandi  Sögð eiga að binda enda á alræðið Bashar al-Assad

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.