Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Shame er fyrsta kvikmyndinsem ég hef séð um kynlífs-fíkn. Mér fannst viðfangs-efnið athyglisvert og ímyndaði mér að líklegast yrði þetta ekkert sérstaklega upplífgandi mynd. Ég reyndist hafa rétt fyrir mér enda er kynlífsfíkn eitthvað allt ann- að en fullt af skemmtilegu kynlífi. Í orðinu liggur að kynlífsfíkn er fíkn og líkt og önnur fíkn heltekur hún manneskjuna sem er haldin henni. Það skiptir engu hvernig sú mann- eskja fær „skammtinn sinn“ þann daginn. Bara að hún fái út úr því stjórnlausa útrás og fullnægju. Sú fullnægja er þó aðeins lík- amleg. Tilfinningarnar eru svo óra- fjarri að kynlífið verður nærri því dýrslegt. Sjálf manneskjan verður að sama skapi flöt. Fjarlægist lík- lega sjálfan sig á meðan á hún full- nægir líkamlegu þörfinni innra. Einmitt þessa mynd fær maður af aðalpersónunni Brandon sem leikinn er af Michael Fassbender. Hann er farsæll í starfi og myndarlegur. En hann á enga vini nema vinnufélag- ana og er aldrei sýndur fara í bíó eða hitta vini eða fjölskyldu yfir góðum mat. Brandon leitar aðeins út á örk- ina eftir bráð. Stundum er hún fersk, í önnur skipti biti sem hann hefur nartað í áður. Einmanaleikinn ræður ríkjum í lífi Brandons og hann virðist al- gjörlega óhæfur að sýna nokkrar til- finningar. Það glittir ekki í þær fyrr en systir hans Sissy, Carey Mullig- an, kemur í óvænta heimsókn. Hún á líka við sín vandamál að stríða og saman engjast þau systkinin. Rífast og klóra og krafsa í blæðandi sál- artetur hvort annars. Sissy þarfnast augljóslega stóra bróður síns en hann getur ekki sýnt henni þá vænt- umþykju sem hún þarf. Það verður áhorfandanum ljóst að eitthvað hef- ur hent þau systkinin í bernsku. Einmitt þetta hefði mér helst fundist að mætti skýra betur í kvik- myndinni. Öll myndataka og upp- setning er grípandi og söguþráð- urinn undarlega aðlaðandi á sammannlegan hátt. Hins vegar er áhorfandi skilinn eftir í lausu lofti og í kringum viðfangsefni sem þetta finnst mér að það hefði mátt láta skína örlítið meira í fortíðina. „We are not bad people, we just come from a bad place,“ segir Sissy við bróður sinn og er það í raun eina vís- bendingin. Þess utan gefur Shame forvitnilega innsýn í líf kynlífsfíkils og mun sjálfsagt og vonandi vekja athygli á þessari fíkn sem almennt er ekki mikið talað um. Átök Brandon og systir hans Sissy klóra í blæðandi sálartetur hvort annars. Sambíóin Shame bbbmn Leikstjóri: Steve McQueen. Leikarar: Michael Fassbender, Carey Mulligan, James Badge Dale. Bandaríkin, 141 mín- úta, 2012. MARÍA ÓLAFSDÓTTIR BÍÓMYNDIR Blæðandi skömm kynlífsfíknarinnar Blúshátið í Reykjavík hefst 31. mars og stendur til 5. apríl. Á hátíðinni koma m.a. fram tveir þekktir og margverðlaunaðir bandarískir blústónlistarmenn, þeir John Primer og Michael „Iron Man“ Burks. Auk þess mun fjöldi íslenskra listamanna koma fram á blúshátíð- inni eins og Blúsmenn Andreu, Tregasveitin, Marel Blues Project og Vintage Caravan sem fer fremst í flokki. Hátíðin hefst með blúsdegi í miðbænum laug- ardaginn 31. mars. Þrennir stórtónleikar verða á Reykjavík Hilton Nordica og klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst. Áhugasamir blúsáhugamenn og aðrir sem vilja njóta góðrar tónlistar geta nálgast miða á hátíðina á midi.is og þannig tryggt sér öruggt sæti. Blúshátíð í Reykjavík hefst í lok marsmánaðar Hátíð Blúshátíð hefst í Reykjavík 31. mars og stendur til 5. apríl. Billie Joe Armstrong skrifaði á twittervegg- inn sinn í fyrradag að upptökur á nýrri plötu Green Day væru hafnar. Hljómsveitin hefur áður lofað því að næsta plata þeirra sem nú er í smíðum verði af öðrum toga en plöturnar „American Idiot“ og „21st Century Break- down“. Í twitterskilaboðum Billies óskar hann aðdáendum sínum gleðilegs Valentínus- ardags og segir að upptökur séu hafnar á nýrri plötu. Afraksturinn verður allavega áhugaverður. Reuters Plata Næsta plata Green Day verður með öðru sniði en fyrri plötur hljómsveitarinnar. Ný plata frá Green Day væntanleg fljótlega ÍSLENSKUR TEXTI t.v. kvikmyndir.is  FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! MÖGNUÐ SPENNUMYND! HEIMSFRUMSÝNING STÓRSKEMMTILEG MYND MEÐ KATHERINE HEIGL Í AÐALHLUTVERKI BYGGÐ Á METSÖLU BÓKUNUM UM STEPHANIE PLUM empire Roger Ebert   variety  boxoffice magazine  hollywood reporter  ENGIN MYND HLAUT JAFNMARGAR ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGAR Í ÁR Í I t.v. kvik yndir.is I I Í ! ! I I I I I Í I I e pire oger Ebert variety boxoffice agazine holly ood reporter I I I Í ÁLFABAKKA 16 10 10 10 10 12 12 12 12 VIP EGILSHÖLL 12 12 12 L HUGO Með texta kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D HUGO Luxus VIP kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D HUGO Ótextuð kl. 8 - 10:40 3D ONE FOR THE MONEY kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D MAN ON A LEDGE kl. 10:40 2D CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D PRÚÐULEIKARARNIR kl. 5:40 2D SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 2D MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:30 2D STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 2D 16 L L HUGO kl. 5:20 - 8 2D HUGO ÓTEXTUÐ kl. 10:40 3D MAN ON A LEDGE kl. 5:40 - 8 2D ONE FOR THE MONEY kl. 8 - 10:10 2D WAR HORSE kl. 10:20 2D PRÚÐULEIKARARNIR m/ensk tali kl. 5:40 2D UNDERWORLD: AWAKENING kl. 8 - 10:10 2D 10 12 AKUREYRI HUGO textalaus í 3D kl. 8 3D WAR HORSE kl. 8 2D KEFLAVÍK 10 12 12 12 HUGO MEÐ TEXTA kl. 8 2D SAFE HOUSE kl. 10:30 2D SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:10 2D 50/50 kl. 8 2D 16 L L 12 12 12 12 KRINGLUNNI SHAME kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D WAR HORSE kl. 8 2D ONE FOR THE MONEY kl. 10:50 2D J. EDGAR kl. 8 2D SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:45 2D PRÚÐULEIKARARNIR kl. 5:40 2D THE HELP kl. 5 2D 4 T I LN E FN INGAR T I LÓSKARSVERÐLAUNAM.A. BESTA MYNDIN áKynntu þér SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% SAFE HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 6 - 9 10 THE DESCENDANTS KL. 5.30 - 10.30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L SAFE HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SAFE HOUSE LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.30 L STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.45 10 CHRONICLE KL. 6 - 8 - 10 12 THE GREY KL. 10.30 16 CONTRABAND KL. 5.30 - 8 16 THE DESCENDANTS KL. 5.30 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SAFE HOUSE KL. 8 - 10.10 16 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.40 10 CHRONICLE KL. 8 12 CONTRABAND KL. 6 16 THE GREY KL. 10 16 EINHVER ÓVÆNTASTA MYND SEM ÞÚ MUNT SJÁ Á ÞESSU ÁRI FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar SAFE HOUSE Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D Sýnd kl. 6 THE GREY Sýnd kl. 8 - 10:20 CHRONICLE Sýnd kl. 8 CONTRABAND Sýnd kl. 10 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 M Ö G N U Ð S P E N N U M Y N D ! ÞEGAR FLUGVÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH M.M. - Biofilman.is HHHH TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! YFIR 25.000 MANNS! T.V., Kvikmyndir.is/ Séð og heyrt HHH FBL HHHH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.