SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 2
2 8. janúar 2012
Við mælum með
Fimmtudagur 12. janúar
Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljóm-
sveitin stendur að í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Í Hörpunni
koma fram að þessu sinni Elín Arnardóttir, píanó, Ísak Ríkharðsson,
fiðla, Chrissie Thelma Guðmundsdóttir, fiðla, og Hrafnhildur Árna-
dóttir, söngur.
Morgunblaðið/Júlíus
Ungum einleikurum
10 Dásamleg dönsk hönnun
Dönsk hönnun er viðurkennd á alþjóðavettvangi og hefur átt stóran þátt
í velgengni margra þarlenda fyrirtækja.
13 Vísindi um vísyndi
Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var með litríkari mönnum á sinni
tíð, virtur vísindamaður en líka orðhagur húmoristi og vísnaskáld. Í dag
eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu hans.
24 Vissi ekki að kærastinn var stjarna
Jóhanna Maggý Hauksdóttir þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar þegar
henni bauðst að fara til Suður-Afríku og starfa á hóteli sem tveir Íslend-
ingar voru nýbúnir að festa kaup á.
26 Þekkir hverja þúfu í París
Það má segja að ástríður og krákustígar séu einkennandi fyrir líf Krist-
ínar Jónsdóttur Parísardömu og þýðanda.
34 Fleira af ferðalagi ...
Er litið er til baka verður að telja það með því yf-
irskilvitlega, að einungis skuli liðin 98 ár frá hinni
tímamótandi sýningu „Armory Show“.
41 Ævintýraárið 2012
Nýtt ár er hafið og nú er að stilla strengi sína. Lifa í
núinu en samt hafa augastað á því sem mann dreymir um.
Lesbók
42 Bækur ársins
Árni Matthíasson valdi bækur ársins 2011, innan lands sem utan.
44 Makt myrkranna
Bókin Makt myrkranna, sem er þýðing á hinu fræga verki Brams Sto-
kers, Drakúla greifa, var endurútgefin núna fyrir jólin.
47
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
Listamennirnir Ásmundur Ásmundsson ogRagnar Kjartansson komu fram í gervi jóla-sveina í i8 galleríi á föstudag. Þeir komu fyrstfram sem jólasveinar í Nýlistasafninu fyrir ára-
tug og hafa flakkað á milli listastofnana síðan.
Óhætt er að segja að fréttatilkynningin sem barst af
þessu tilefni sé óvenjuleg, að minnsta kosti úr smiðju
jólasveina, en þar segir meðal annars að þeir fari yfir
helstu þjóðmál liðins árs:
„Í þessari hárfínu samfélagsádeilu er engu og engum
eirt og er gamanið sjaldan langt undan. Vel má ímynda
sér að grallaraspóarnir tækli sjóðheit deilumál svo sem
Icesave-deiluna með leiftrandi kímnina eina að vopni.
Börnin kætast yfir galsakap sveinanna en fullorðna fólkið
notar hugvekju þeirra til að íhuga að víða er pottur brot-
inn í þjóðfélaginu.“
„Finnst þér þetta ekki snilldarleg fréttatilkynning!?“
spyr Ragnar er hann verður á vegi blaðamanns. „Ekkert á
íslensku hljómar jafnleiðinlega og þegar maður segir:
Víða er pottur brotinn.“
– Af hverju jólasveinar?
„Við erum bara búnir að gera þetta síðustu tíu árin,
alltaf á þrettáandanum, til að gleðja börnin.“
Og það eru orð að sönnu, jólasveinarnir sem stormuðu
inn í húsakynni i8 voru ekkert ólíkir öðrum jólasveinum.
Þeir töluðu digurbarkalega, hlógu hátt og voru skemmti-
legir. Kannski það hafi verið gjörningurinn?
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Jólasveinar á
þrettándanum
Serena Williams, ein litríkasta
tennisstjarna heims, gefur yfir-
leitt ekki þumlung eftir í
keppni. Leikur hennar gegn
serbnesku stúlkunni Bojönu
Jovanovski á alþjóðlegu móti í
Brisbane í Ástralíu í vikunni var
engin undantekning frá þeirri
reglu. Williams vann leikinn en
varð eftir það að draga sig úr
keppni vegna meiðsla.
Veröldin
Vann en
meiddist
Reuters
Borgarleikhúsið
Leikrit byggt á
kvikmynd
Ingmars Berg-
mans, Fanný
og Alexander,
var frumsýnt í leikstjórn Stefáns
Baldurssonar í Borgarleikhúsinu
fyrir helgi. Meðal leikenda eru
Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyj-
ólfsson, Þröstur Leó Gunn-
arsson og Jóhann Sigurðarson.
Næstu sýningar eru 11., 14. og
15. janúar.
12. janúar
Af fingrum
fram, tónleikar
Jóns Ólafs-
sonar ásamt
Páli Óskari
Hjálmtýssyni í Salnum, sem
haldnir voru sl. vor verða end-
urteknir kl. 20.30.
28
Study Medicine and
Dentistry In Hungary 2012
Interviews will be held in Reykjavik in
May, June and July. For details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492. Fax:+ 36 52 324 031
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com