SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 38
38 8. janúar 2012 Á þessum fyrsta degi ársins 1968 tilkynni ég, svo ekki verðium villst, að ég mun ekki verða í kjöri við þær forsetakosn-ingar, sem fara í hönd á þessu nýbyrjaða ári,“ sagði ÁsgeirÁsgeirsson forseti Íslands í sjónvarpsávarpi sínu á fyrsta degi árs 1968. Myndbrot þetta var sýnt í sjónvarpi í vikubyrjun til vitnis um að fyrri forsetar hefðu talað skýrar um brotthvarf sitt af for- setastól en Ólafur Ragnar Grímsson gerði. Fljótt fennir í spor fólksins, forseta jafnt sem annarra. Því er ekki úr vegi að rifja upp sögu 2. forseta lýðveldisins. Ásgeir Ásgeirsson var fæddur í maí 1894 á Kóranesi á Mýrum. Ef húsin í bænum mættu mæla myndi sitthvað fréttast. Gamla báru- járnsklædda húsið að Bókhlöðustíg 5 í Reykjavík á merka sögu að baki, því upphaflega stóð það á Kóranesi. Þegar verslun þar lagðist af var húsið tekið ofan og flutt suður, hvar það stendur enn. Því má segja að fæðingarstaður Ásgeirs Ásgeirssonar hafi flust í heilu lagi til Reykjavíkur. Leiðin liggur í bæinn með ýmsu móti, sem sagt. Ásgeir nam guðfræði við Háskóla Íslands og lagði svo stund á fram-Ásgeir Ásgeirsson forseti og Búrmamaðurinn U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, sem kom til Íslands árið 1966. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 1966 Saga Ásgeirs forseta Frægð og furður Duff er ekkert blöff Eftir að hafa siglt í strand vegna áfengisneyslu sneri Duff McKagan, fyrrverandi bassaleikari málmbandsins Guns N’ Roses, við blaðinu. Fjár- málalæsi og -ráðgjöf eru nú hans ær og kýr. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fyrir tæpum átján árum komst Duff McKagan í þrot. Óhóflegáfengisneysla hafði leitt bassaleikarann í öngstræti og brisiðhreinlega gafst upp, bólgnaði og bólgnaði uns það jafnaðistá við fótbolta, með þeim afleiðingum að meltingarensím vætluðu um líkama hins þrítuga rokkara. Læknar töluðu enga tæpitungu: „Hættir þú ekki strax að drekka verður þú allur innan mánaðar!“ McKagan sá sæng sína upp reidda. Meðan McKagan skreið saman á líkama og sál var úr nægum tíma að moða. Dag einn ráfaði hann niður í kjallara á heimili sínu og rakst þar á gamla reikninga Guns N’ Roses. Sér til mikillar skelf- ingar komst McKagan, sem hafði hætt í gagnfræðaskóla, að því að hann botnaði hvorki upp né niður í þeim pappírum. „Hvern- ig get ég, milljarðamæringurinn, verið ólæs á fjármál?“ hugsaði hann með sér en Guns N’ Roses þénaði ógurlega á velmekt- arárum sínum enda ein vinsælasta hljómsveit heims. Búinn að stofna ráðgjafarfyrirtæki Hann skráði sig á námskeið í fjármálum og eitt leiddi af öðru. Nú er McKagan aðeins einni önn frá því að útskrifast sem viðskiptafræðingur úr háskóla. Gerði hlé á náminu fyr- ir nokkrum árum meðan mestur völlur var á ofurgrúppunni Velvet Revolver sem hann setti á laggirnar í félagi við gömlu „gönnerana“ Slash og Matt Sorum og fleiri menn. Það var ekki til neins að leggja bassann á hilluna með flöskunni. Eftir að Revolver lagði upp laupana hefur McKagan leikið með Jane’s Addiction og eigin bandi, Duff McKagan’s Loaded. Tilgangurinn með náminu var einfaldur: McKagan vildi öðlast yfirsýn yfir eigin fjármál. „Eftir að hafa þénað vel meðan ég var ungur var það óspennandi tilhugsun að vera orðinn staurblankur um sextugt,“ segir hann. Aldrei stóð til að starfa í fjármálageiranum. Það hefur nú breyst. Fjármálalæsi McKagans spurðist fljótt út í bransanum og hann fór að fá fleiri og fleiri símtöl frá vinum og kunningjum. „Hey, ertu nokkuð til í að kíkja á bókhaldið hjá okkur?“ Það liggur ekki í listamannsins eðli að hugsa um krónur og aura og oftar en ekki fá rokkarar utanaðkomandi menn til að halda utan um þá hlið mála. Koma jafnvel sjálfir af fjöllum – eins og McKagan í upphafi. Og hvorum treysta Duff McKagan stoltur með endur- minningar sínar sem komu út í fyrra. Hann þykir lipur penni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.