SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 24
24 8. janúar 2012
að taka hana á orðinu,“ greinir Jóhanna
Maggý frá.
„Ég hafði aldrei komið til New York
áður og vissi því ekkert út í hvað ég var
að fara. Ég fékk því pabba til að koma
með mér. Hann dvaldi með mér í borg-
inni í tvær vikur. Við borðuðum góðan
mat á hverjum degi og áttum notalega
daga saman. Pabbi er mikill snillingur og
er ofarlega á vinsældarlista mínum. Hann
stofnaði veitingahúsið Saffran sem býður
upp á heilsufæði.
New York var stærra dæmi en ég bjóst
við. Það var erfitt að komast inn í skólann
og námið var ekki síður erfitt. Stundum
er gott að vera pínu kærulaus því allt
gekk þetta upp á endanum. Ég stakk mér
í djúpu laugina og mér gekk ótrúlega vel í
inntökuprófinu. Námið átti vel við mig
þótt ég þyrfti að læra mörg ný orð í ensk-
unni. Þegar ég hafði stundað nám við
skólann í eitt ár var mér boðið að kenna
skyldunnar. Annars er ég í eðli mínu for-
vitin og yfirleitt upptekin við að skoða,
sjá og rannsaka. Ég hafði ekki áður
ferðast á framandi slóðir en hafði komið í
Dóminíska lýðveldið. Ég fór bara til þess-
ara venjulega staða eins og aðrir Íslend-
ingar, London, Prag, Austurríki og Norð-
urlandanna.“
Í djúpu lauginni í New York
Eftir eitt ár í Afríku lá leiðin aftur heim til
Íslands. „Þegar ég kom heim langaði mig
ekki í bóklegt nám heldur vildi dansa og
hreyfa mig. Það á betur við mig. Ég var
kynnt fyrir pilates og féll eiginlega strax
fyrir því. Mér fannst svo frábært hvernig
þessar æfingar gátu hjálpað fólki með
hina ýmsu kvilla að líða betur líkamlega.
Ég stundaði nám hjá Liisu Johansson í
Pilates Studio og það var hún sem hvatti
mig að fara til New York í áframhaldandi
nám. Mér fannst það hljóma vel og ákvað
stökkva á það,“ segir Jóhanna Maggý.
Guðmundur og Villi ráku áður Tower
guesthouse á Íslandi og blómabúð í
Bankastræti. Við rekstrinum í Greyton
tóku þeir í október 2004 en höfðu áður
verið á ferðalagi um S-Afríku þar sem
þeir fengu hugmyndina. „Mér fannst
þetta ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir
Jóhanna Maggý en fjölskylda hennar vissi
ekkert um þessa ákvörðun fyrr en eftir að
hún hafði ráðið sig til starfa í Afríku.
„Núna hugsa ég um þennan tíma með
mikilli gleði og vildi gjarnan fara aftur á
þessar slóðir. Ég ferðaðist töluvert um
Afríku á þessu ári sem ég dvaldi þar og
það var dásamleg upplifun. Meðal annars
keyrði ég frá Höfðaborg til Mósambík.
Síðustu mánuðina sem ég dvaldi þarna
ákvað ég að taka starfi á litlum búgarði
þar sem ég hjálpaði til við að reka rollur
og þess háttar sveitastörf. Á sunnudögum
var veitingastaður opinn á búgarðinum
og þá hjálpaði ég til þar. Þeir sem áttu
búgarðinn voru Afríkubúar í vinahópi
Guðmundar og Villa. Mig langaði að prófa
að vinna við þessar afrísku aðstæður á
búgarði og það var ómetanleg lífs-
reynsla,“ segir Jóhanna Maggý.
„Greyton er lítið sveitaþorp, þar er
engin götulýsing en mjög afslappað and-
rúmsloft. Enginn banki og asnar og kýr
ganga um götur. Þarna vaxa ávaxtatré og
afar fallegur þjóðgarður er stutt frá. Bú-
garðurinn er í tuttugu mínútna aksturs-
fjarlægð þaðan. Ég kann ótrúlega vel að
meta líf án klukku og að vakna við fugla-
söng á morgnana. Þarna leið mér vel og
var aldrei hrædd,“ segir hún ennfremur
en þess má geta að Guðmundur og Villi
eru enn með hótelið sitt í Greyton.
„Mér fannst mjög sérstakt hvað það
var í rauninni lítið mál að taka svona
skyndiákvörðun og fljúga út í allt annan
menningarheim. Ég fékk aldrei heimþrá
nema kannski þegar ég setti Vilhjálm Vil-
hjálmsson á fóninn. Þá saknaði ég fjöl-
J óhanna Maggý var aðeins nítjánára þegar tveir gestir á Vegamót-um, Guðmundur Aðalsteinn Þor-varðarson og eiginmaður hans,
Vilhjálmur Jón Guðjónsson, buðu henni
að koma til Suður-Afríku að vinna. Þeir
höfðu þá nýlega keypt hótel í þorpinu
Greyton sem er skammt frá Höfðaborg.
Jóhanna Maggý sló til og upplifði æv-
intýraríkt ár. Þaðan lá leið hennar til New
York þar sem hún dvaldi næstu tæp fimm
árin.
Núna býr Jóhanna í Mílanó á Ítalíu
ásamt ítölskum sambýlismanni sínum,
Fabio Volo, sem er stórstjarna í heima-
landi sínu. Fabio er kvikmyndaleikari,
leikstjóri, tónlistarmaður, útvarpsmaður
og rithöfundur. Hann hefur átt nokkrar
metsölubækur á Ítalíu og nýjasta skáld-
sagan, Le prime luci del mattino, sem
kom út í október situr í fyrsta sæti met-
sölulista ítalskra bókabúða. Fabio Volo er
þekktur fyrir rómantískar skáldsögur og
2. desember sl. var frumsýnd ný kvik-
mynda á Ítalíu, Il giorno in più, þar sem
hann leikur eitt aðalhlutverkið en mynd-
in er gerð eftir einni af bókum hans.
Jóhanna Maggý hafði ekki hugmynd
um þegar hún flutti til Ítalíu frá New
York með kærasta sínum að hann væri
svona frægur. „Það var eiginlega sjokk að
upplifa það,“ segir hún og kímir.
Það gerðist þó eitt og annað í lífi Jó-
hönnu Maggýar áður en hún kynntist
hinum ítalska Fabio. Blaðamaður fékk
hana til að rifja upp ævintýrarík und-
anfarin ár.
Við sveitastörf í Afríku
„Faðir minn, Haukur Víðisson mat-
reiðslumaður, rak veitingahúsið Vega-
mót þar sem ég vann með skólanum. Þar
kynntist ég Guðmundi og Villa. Þeir voru
nýbúnir að kaupa hótel og veitingastað í
Greyton, S-Afríku og buðu mér að koma
með. Án umhugsunar ákvað ég að
Vissi ekki að
kærastinn var
stórstjarna
Jóhanna Maggý Hauksdóttir lifði fremur fá-
brotnu lífi þegar hún starfaði sem þjónn á
veitingahúsinu Vegamótum fyrir sjö árum.
Hún þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar þegar
henni bauðst að fara til Suður-Afríku og
starfa á hóteli sem tveir Íslendingar voru ný-
búnir að festa kaup á. Sú ferð varð upphafið
að nýju og ævintýraríku lífi.
Elín Albertsdóttir