SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 23
8. janúar 2012 23
Ráðherrakapall ríkisstjórnarinnar hefur mikið verið ræddur undanfarna dagaog vikur. Þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna beittu öllum brögðum tilað halda fyrirhuguðum hrókeringum leyndum, þá spurðist út að til stæði aðskipta út Árna Páli Árnasyni og Jóni Bjarnasyni og var meðal annars greint frá
því í vikuspegli í Sunnudagsmogganum 4. desember síðastliðinn.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom með fyrirspurn um breyt-
ingar á ráðuneytum á Alþingi daginn eftir og þar svaraði Steingrímur:
„Satt best að segja hefur umræðan um þessi mál undanfarna daga farið alveg í lægstu
lægðir að mér finnst, þegar á grundvelli getgátna og orðróms er rætt um viðkvæm og
vandasöm mál, hvort sem það snýr að nafngreindum einstaklingum eða því hvernig
menn sjá fyrir sér breytingar á Stjórnarráði Íslands til framtíðar litið. Hvorugt á erindi í
málefnalegar alvöruumræður á þeim nótum sem það hefur verið rætt undanfarið.“
Steingrímur kom sér undan að svara, eins og svo oft. En það kom á daginn að frétta-
flutningurinn var ekki tilhæfulaus. Eftir stendur að forystumönnum ríkisstjórnarinnar
virðist fyrirmunað að veita upplýsingar að eigin frumkvæði, jafnvel þó að þær lúti ein-
ungis að mannabreytingum á þeirra eigin kontórum. Um það snýst uppgjörið öðrum
þræði innan Samfylkingarinnar – flokksmönnum er nóg boðið.
Heppinn!
Þorgeir Már Jónsson er einn af þeim „heppnu“. Hann er haltur og með ör um allan líkam-
ann, aðallega á fótum. En hann er á lífi og hann er reynslunni ríkari.
Hann lýsir því í áhrifaríku viðtali sem Ásdís Ásgeirsdóttir tók við hann fyrir Sunnu-
dagsmoggann hver tildrög slyssins voru sem hann lenti í 23. júlí síðastliðinn. Hann var á
100 til 135 kílómetra hraða þegar hann tók fram úr vinum sínum, en þá missti hann stjórn
á mótorhjólinu, hentist í loftköstum á vegrið og hjólið á eftir.
Undir öllum venjulegum kringumstæðum þegar slíkt gerist þarf ekki að spyrja að leiks-
lokum. Og víst var veröldinni teflt í tvísýnu. Við höggið féllu lungun saman og Þorgeir fór
í hjartastopp, auk þess sem opin beinbrot voru á báðum fótum og líkaminn var illa
lemstraður víða. Það var aðeins fyrir mildi örlaganna og snarræði hjúkrunarfólks að hann
hélt líftórunni.
Svona hörmungaratburðir eru svo tilgangslausir og grátlegir. Það hefur sýnt sig að eina
aðferðin sem dugar gegn gáleysi í umferðinni er fræðsla og að hún er best heppnuð þegar
henni er miðlað með reynslusögum.
Það er djarfmannlegt af Þorgeiri að tala um reynslu sína í Sunnudagsmogganum. Von-
andi hafa orð hans áhrif og fæla aðra frá því að taka áhættu í umferðinni.
Og auðvitað getum við glaðst yfir hinum óvæntu og ánægjulegu endalokum sem sagan
fékk – að ástin skyldi mæta þessum geðþekka unga manni á spítalanum. Og að hann
skyldi ná að tileinka sér þann gamla og þjóðlega sið – að prjóna!
„Opin og gagnsæ vinnubrögð“
„Hann yrði þá að vera andskoti
rauður …“
Ólafur Þ. Jónsson, Óli kommi, einn stofnenda VG,
er hættur í flokknum. Óli var spurður hvort hann
gæti hugsað sér að ganga til liðs við nýjan flokk.
„Maðurinn er saklaus og hann er
hæfastur, uns sekt hans er sönnuð.“
Geir Aðalsteinsson form. stjórnar Atvinnuþróun-
arfélags Eyjafjarðar sem réð Þorvald Lúðvík Sig-
urjónsson framkvæmdastjóra. Þorvaldur hefur
stöðu sakbornings hjá sérsökum saksóknara.
„Okkur fannst ekki
ástæða til þess að láta
það trufla okkur frek-
ar.“
Geir um það að Þorvaldur verði
e.t.v. sakfelldur síðar meir.
„Það þarf hver og
einn að borga af sínu
húsnæði og fylla á
ísskápinn og þar
undanskilið er ekki
fólk sem vann í at-
vinnulífinu fyrir árið
2008.“
Þorvaldur Lúðvík.
„Þeir gleðjast í Brussel.“
Jón Bjarnason eftir að ákveðið að hann hætti sem
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
„Við tökum þó ekki ábyrgð á inn-
fæddum sinnissjúkum karlmönnum á
miðjum aldri sem skjóta þig og eða
sprengja húsið þitt í tætlur með
áburðarsprengju.“
„Starfsmaður norska sendiráðsins“ hvatti Íslend-
inga til að flytja til Noregs, í Áramótaskaupinu.
„Þetta var þjóðarskömm.“
Eiður Guðnason fyrrv. sendiherra í Nor-
egi vill að útvarpsstjóri og dagskrárstjóri
biðji Norðmenn opinberlega afsökunar.
„Ef fjöldamorðin í Nor-
egi og fórnarlömb þeirra
væru höfð í flimtingum
í Áramótaskaupi þætti
mér það jafn forkast-
anlegt og þér. Ég er
þeirrar skoðunar að
það hafi ekki verið
gert.“
Páll Magnússon útvarps-
stjóri í bréfi til Eiðs.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
nefndum ráðuneytum, sagði Sigmundur Ernir að
við „verðum að fjölga ólíkum eggjum í sem flest-
um körfum“. Samkvæmt þessari litríku stefnu-
mörkun gætu fúleggin vísast átt glæsta framtíð
og styrkt stöðu ríkisstjórnarinnar verulega á
næstunni að mati hinna fræknu stjórnmálafræð-
inga. Það hefði óneitanlega styrkt ríkisstjórnina
enn frekar hefði Sigmundur Ernir tekið undir
með fréttamanninum sem sagði á sínum tíma:
„Slökkviliðið nær engum árangri með því að
sletta vatni á gæs.“
Ekki farið leynt með það lengur
Ekki er lengur talað um það í gátum að Jóhanna
Sigurðardóttir geti það ekki sem hún tók að sér
að gera. Hún lítur nú orðið út eins og leikarinn
sem stendur áfram á sviðinu löngu eftir að tjaldið
féll og áhorfendur fóru leiðir heim og er hissa á
að heyra ekki klapp. „Hvað varð um áhorf-
endaskarann,“ hugsar leikarinn í einsemd sinni
og enginn hefur brjóst í sér til að segja að það
hafi verið opinbert leyndarmál allan tímann að
hann hafi ekki ráðið við sína rullu. Hrannar get-
ur sjálfsagt muldrað að líklegt sé að áhorfendur
séu ekki farnir. Þeir hafi aðeins brugðið sér frá
með Sigmundi Erni til að safna ólíkum eggjum í
sem flestar körfur vegna bikarmeistaramótsins í
körfubolta. En staðreyndirnar hrannast engu að
síður upp og verða ekki flúnar. Og flóttinn frá
veruleikanum á einnig sín takmörk. Nú þegar er
komin upp hin þekkta byrgisstaða í stjórnmálum
á Íslandi. Þeir sem hírast í byrginu lifa í eigin
heimi og eru fóðraðir á „góðum“ fréttum. Þeir
gera sín plön hver fyrir annan og eru ónæmir
fyrir því að enginn gerir neitt með þau. En veru-
leikinn færist sífellt nær og endalokin verða því
ömurlegri sem honum er seinna hleypt ofan í
byrgið. Klukkan tifar og það sést á ljósinu, sem
byrgisbúum er einum hulið, að það eru skulda-
dagarnir sem nú eru að renna upp.
Morgunblaðið/RAX
sagði karlinn
Horft yfir land
Grímsstaða á Fjöllum