SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 40
40 8. janúar 2012
Lífsstíll
Á nýju ári finnur maður fyrirgleði og eftirvæntingu. En umleið dálítilli óþreyju. Nú langarmann að koma fleiru í verk og
láta draumana rætast. Það er best að lifa í
núinu en samt að plana hluti ætli maður
sér að gera þá. Segi ég í það minnsta. Þess
vegna er gott að skrifa niður lista. Setja á
blað það sem mann langar til að gera
þetta árið og ca hvenær. Hafa svo ekki
frekari „áhyggjur“ af því fyrr en nær
dregur. Nema jú ef maður ætlar að safna í
ferðasjóð. En þá er bara að skunda í bank-
ann strax í dag og láta setja það upp. Svo
er bara að einblína á daginn í dag og njóta
litlu hlutanna. Vitandi að einn daginn ætli
maður að gera þetta og hitt. En ekki
þannig að maður einblíni á það of mikið.
Þetta ár hefur sérstaka merkingu fyrir
mig því í sumar mun ég komast á fertugs-
aldurinn. Mér finnst dálítið skrýtið að
þrítugsárið mitt sé komið strax. Enda
fannst mér ég hafa orðið 25 ára bara í
fyrra. En mér sýnist sem það sé bara
ágætt að eldast. Maður verður ánægðari
og ákveðnari með tímanum. Hættir að
hugsa hvernig ætli þetta verði og hitt?
Hvernig og hvar verð ég 35 ára? Því þetta
nefnilega bara rúllar allt saman áfram og
gerist. Ætli sé ekki einmitt best að leyfa
því að vera þannig. Láta sig fljóta dálítið
og njóta.
Eins er gott að vera þakklátur fyrir líf-
ið. Því miður ná alls ekki allir að eldast,
og deyja ungir. Það minnir mann ræki-
lega á hve lífið er hverfult og brothætt.
Því er best að fara vel með sig og lífið
sem manni er gefið. Reyna að brosa
eins mikið og maður getur, vera góður
við náungann og sýna nærgætni og
hlýju. Lifa þannig í sátt við sjálfa/n sig og
tilveruna því þannig verður hún svo
miklu betri. Ég hlakka til komandi árs og
þeirra ævintýra sem það mun bera með
sér. Um leið þakka ég þér fyrir lesturinn
síðastliðið ár, lesandi góður, og býð þig
velkominn í nýja ævintýraferð um árið
2012.
Morgunblaðið/Ómar
Ævintýraárið 2012
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Nýtt ár er hafið og nú
er að stilla strengi sína.
Lifa í núinu en samt
hafa augastað á því
sem mann dreymir um.
Framundan eru mörg
spennandi ævintýr.
’
En mér sýnist sem
það sé bara ágætt að
eldast. Maður verður
ánægðari og ákveðnari með
tímanum.
Yfir jólahátíðina gefst kannski ekki endilega mikill
tími til að rækta ástarsambandið þar sem fólk er oft
á ferð og flugi. Í bókinni 1001 leið til að slaka á eftir
Susannah Marriot er mælt með kossum og knúsi.
„Hneykslið unglingana og kyssist og knúsist sem
mest, það hefur sérlega róandi áhrif. Samkvæmt
bandarískri könnun er fólk sem snert er reglulega
skapbetra, það finnur sjaldnar til kvíða, þunglyndis
eða svefnleysis, ónæmiskerfið er sterkara og það á
auðveldara með að vinna á streitu. Skiptist á að
nudda hendur og fætur hvort annars við sjónvarpið
og strjúkið hvort öðru fyrir svefninn, gleymið hvers-
dagslegum áhyggjum og einbeitið ykkur að því sem
skiptir mestu máli.“
Bókin er gefin út af Sölku.
Kyssist og knúsist
Það hljómar næstum því of einfalt en eitt besta ráðið
til að standast freistingar er að eiga ekki gotterí af
ýmsu tagi í skápunum. Þannig er auðveldara að vera
ekki sífellt að nasla og frekar að baka sér eitthvað
gott þegar kemur helgi eða gera eftirrétt.
Sumir eiga erfitt að með standast snakk en það
getur verið misfitandi. Brauðstangir sem fást í pakka
úti í næstu verslun ku vera ágætar. Ídýfur er líka gott
að gera sjálfur því þannig ræður maður hvað fer í þær.
Chilíbaunaídýfa er til að mynda gerð úr einni dós af
nýrnabaunum, hráum lauk, hvítlauksrifi, rauðu chilí,
sítrónu, kúmeni, salti og sinnepsfræjum. Best er að
gera ídýfuna í matvinnsluvél og krydda smám saman
eftir smekk. Slík ídýfa er fitulítil og hana má líka
nota ofan á hrökkbrauð. Þessa uppskrift er að finna
á vefsíðunni ivillage.co.uk. Nú er ágætt að taka smá
skurk í heilsumálunum eftir hátíðarnar.
Gott nasl í skápnum
Nú er rétti tíminn til að kaupa sér buxurnar eða skóparið sem þú hefur
horft á löngunaraugum síðan fyrir jól. Útsölurnar eru nú í fullum gangi
og um að gera að nýta tækifærið til að gera góð kaup. Erlendis myndast
víða biðraðir við vinsælustu verslanirnar þar sem fólk veit að allt verður
selt á miklum afslætti. Þá er nú betra að geta sýnt þolinmæði til að
standa í röð. Ýmis góð kaup hefur maður gert á útsölum í gegnum árin
en líka hin mestu mistök. Gott er að hafa í huga hvort maður muni í raun
nota flíkina eða hlutinn, sama á hversu góðu verði hann er. Útsölur geta
líka verið kjörnar til að kaupa litlar afmælisgjafir handa þeim sem af-
mæli eiga á næstu mánuðum. Þá er bara vert að hafa í huga að kaupa
kannski frekar fylgihluti og annað slíkt þar sem ekki er hægt að skipta
því sem keypt er á útsölum. Fyrir mann sjálfan er fínt að muna eftir árs-
tíðum og öðru slíku framundan. Nú gefst gott tækifæri til að kaupa sér
nýjan kjól eða fallegan fylgihlut með fína, klassíska kjólnum
Úthugsuð útsölukaup
Reuters