SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 21
8. janúar 2012 21
unar, en þá þurfi sú manneskja að fá svigrúm og tíma til
að sanna sig fyrir kosningar. Það verður helst gert í vor,
það er kannski fullseint í haust, og ég held að Samfylk-
ingin þurfi einfaldlega að sýna í hvaða átt hún ætlar að
stefna, hvort hún ætlar að samlagast Vinstri grænum í
atvinnumálum eða sýna að hún stendur þar ein og sjálf-
stæð,“ segir einn þeirra og efast um að hún verði for-
sætisráðherra út kjörtímabilið: „Ég geri mér ekki grein
fyrir því, það er erfitt að segja hvernig fléttan yrði, en ég
held að það sé hennar stíll að hún færi alveg. Hún er ekki
í þessu hálfkáki.“
En svo er annað sjónarmið uppi, sem er einfaldlega
það að Jóhanna þurfi að taka fyrsta skrefið sjálf, eins og
þingmaður segir: „Mér finnst hún hafa staðið sig vel í
þessu verkefni og er ekki til í að taka þátt í þrýstingi að
þrýsta henni út. En auðvitað kæmi manni ekkert á óvart
að hún vildi náðugri daga. Þetta hefur ekki verið mann-
legt álag á henni. En mér finnst erfitt að spá fyrir um það.
Það er bara janúar. Meira að segja bara sjötti janúar.“
Baráttan um formennskuna
Í fyrrgreindu viðtali Viðskiptablaðsins nefnir Össur Dag
B. Eggertsson, Björgvin G. Sigurðsson, Helga Hjörvar,
Árna Pál Árnason, Skúla Helgason, Sigríði Ingibjörgu
Ingadóttur og Magnús Orra Schram. „Gleymum því ekki
heldur að í Samfylkingunni eigum við konu sem er til-
tölulega kornung í pólitísku tilliti en hefur meiri ráð-
herrareynslu en jafnaldrar hennar á þingi,“ segir hann
svo og vísar til Katrínar Júlíusdóttur.
Ef rýnt er í ráðherrakapalinn er ljóst að ef dregst á
langinn að halda landsfund styrkir það stöðu Katrínar,
sem þá yrði ein þeirra sem nefndir væru sem formanns-
efni í ráðherrastól. Ef til vill er það til marks um góðvilja
forystunnar í hennar garð og þá jafnframt að ýtt sé til
hliðar einum helsta keppinauti hennar, Árna Páli Árna-
syni.
Á móti kemur að það er mat manna að Árni Páll hafi
styrkt stöðu sína undanfarna mánuði með því að standa
uppi í hárinu á forystunni og hildarleikurinn í kringum
brottvikningu hans úr ríkisstjórn styrki hann enn frekar.
Svo geti hinsvegar farið að það veiki stöðu hans ef hann
verður lengi utan ríkisstjórnar.
Þegar möguleg formannsefni eru rædd, þá nefna flestir
Árna Pál, en einnig Helga Hjörvar og Katrínu Júl-
íusdóttur. Á það er bent að það geti „stýrt Katrínu úr
þeim leik“ ef landsfundur verði haldinn í vor, hæpið sé
að leggja út í formannsslag „svo skömmu eftir að hafa
eignast tvíbura“. Þá gæti Guðbjartur Hannesson orðið
formaður í „millibilsástandi“.
Einn forystumaður flokksins segist hafa talað við
marga og að ekki sé stemning fyrir landsfundi þegar í
vor. „Það mun gjörbreyta öllu þegar Jóhanna tilkynnir
hvað hún ætlar sér. Ef hún fer ekki aftur þá fer allt á fullt
í flokknum. Af því að það er enginn augljós arftaki. Það
mun örugglega einhver hópur fara í framboðið og ein-
hver þurfa að verða til í öllu því umhverfi.“
Af hverju?
En hvað olli því að farið var út í svona hæpinn ráðherra-
kapal? Ein af skýringunum sem nefnd er er sú að það hafi
lengi verið stefnumál Samfylkingarinnar að stofna at-
vinnuvegaráðuneyti og raunar forvera Samfylking-
arinnar í áratugi. Og ekki kippa allir sér upp við að
Vinstri grænir fari með ráðuneytið. „Þeir hafa sjó og land
nú þegar,“ sagði einn áhrifamaður innan flokksins.
Í því samhengi er talað um að Steingrímur J. Sigfússon
muni beita sér fyrir að „ná sátt um sjávarútvegsmálin“,
það verði hans verkefni og menn séu komnir „nokkuð
áleiðis með það“. Í því skyni er vísað til orða Össurar
Skarphéðinssonar í Áramótablaði Viðskiptablaðsins, um
að afstaðan hefði mildast og hann færst nær sjón-
armiðum útgerðarmanna.
Ekki fer það þó jafn vel ofan í alla að Vinstri grænir fari
með atvinnuvegaráðuneytið, þá loksins þegar það er
stofnað. „Það er bara eins og að gleypa einhvern ógeðs-
drykk,“ segir einn þingmaður. „Það var hluti af þessari
óánægju á flokksstjórnarfundinum,“ segir annar við-
mælandi. „Auðvitað er það þannig, að menn hafa ekki
mikla trú á ýmsu sem Vinstri grænir hafa verið að setja
fram þó að annað geti kannski lagst með þeim.“
Það er þó mikil ánægja með það í röðum samfylking-
armanna að tekist hafi að bola út Jóni Bjarnasyni og
nefna margir andstöðu hans við ESB í því sambandi –
hvernig hann hafi þvælst fyrir aðildarumsóknarferlinu,
þrátt fyrir að skýrt hafi verið kveðið á um það í stjórn-
arsáttmála.
Eftir stendur að Samfylkingin skipast í tvær sveitir eða
fleiri, leitað er að forystu inn í næstu kosningar og beðið
endurnýjunar á stefnu. Einn viðmælenda orðar það svo
að greinilegt sé að frjálslynd viðhorf eigi ekki upp á pall-
borðið hjá flokksforystunni, viðhorf sem samræmist at-
vinnuuppbyggingu, án þess þó að um stóriðjutrúboð sé
að ræða. „Það þarf að gera betur til að einhverjir aðrir
flokkar hirði ekki fylgi víðsýns og frjálslynds jafn-
aðarfólks.“
Árni Páll er einn af þeim sem
nefndur er sem hugsanlegur
formaður Samfylkingarinnar.
En hættir Jóhanna?
Morgunblaðið/Eggert