SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 6
6 8. janúar 2012 Abdoulaye Wade hefur gegnt embætti forseta Sene- gal síðan árið 2000. Wade, sem lengi hefur sinnt stjórnmálum, er þriðji forseti landsins síðan það hlaut sjálfstæði frá Frakklandi árið 1960. Hann hefur verið formaður Lýðræðisflokks Senegals frá stofnun, 1974, lengstum í stjórnarandstöðu. Hann bauð sig fyrst fram til forseta 1978, en náði loks takmarki sínu í fjórðu tilraun. Talið er að Wade sé fæddur í september árið 1926 og sé því 85 ára, en því hefur raunar verið haldið fram að hann sé enn eldri. Heimildir um slíka tölfræði eru ekki taldar mjög traustar í landinu þannig að enginn getur fullyrt með vissu um aldur forsetans. Wade er lögfræðingur og hagfræðingur, menntað- ur í Frakklandi. Eiginkona hans er Viviane Wade og eiga þau tvö uppkomin börn, sem bæði starfa náið með föður sínum. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ýmsilegt, m.a. fjáraustur. Wade var t.d. fordæmdur þegar hann lét reisa 49 metra háa bronsstyttu, Endurreisn Afr- íku, sem vígð var 2010 og kostaði andvirði nærri 3,4 milljarða króna að sögn AP fréttastofunnar á þeim tíma. Ekki dró úr gagnrýninni þegar forsetinn til- kynnti að hann ætti rétt á 35% þeirra tekna sem til yrðu vegna ferðaþjónustu á staðnum, vegna þess að hugmyndin frábæra að styttunni væri hans. Fregnir á sínum tíma hermdu að nærri 50 Norður- Kóreubúar hefðu verið fluttir inn til þess að vinna að gerð styttunnar, vegna sérþekkingar þeirra í með- höndlun á bronsi. Reisti minnismerki fyrir 3,4 milljarða Abdoulaye Wade forseti Senegal er talinn 85 ára en stefnir galvaskur að endurkjöri í næsta mánuði. Tónlistarmaðurinn Youssou N’Dourhefur fyrir löngu sungið sig inn íhjörtu Senegala og reyndar tónlistar-unnenda víða um heim. Hann hefur árum saman verið talsmaður umbóta í heima- landi sínu og upplýsti í vikunni að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram í forsetakosningum í næsta mánuði. N’Dour, sem er 52 ára, tilkynnti framboðið á eigin útvarps- og sjónvarpsstöð og margir bíða spenntir eftir því hvort frami hans í pólitík verður jafn mikill og í músíkinni. Tónlistarmaðurinn hefur mjög gagnrýnt for- seta Senegal, Abdoulaye Wade, fyrir fjáraustur til ýmissa gæluverkefna á meðan atvinnuleysi í landinu er gríðarlegt og meðallaun þeirra sem hafa vinnu eru andvirði þriggja bandaríkjadala á dag; um 370 krónur. Vinsæll og veit af því „Íbúar landsins hafa í langan tíma sýnt mikla bjartsýni og dreymt um „nýtt“ Senegal,“ sagði N’Dour þegar hann tilkynnt framboð sitt í vikunni. „Þeir hafa á ýmsan hátt farið fram á að ég byði mig fram til forseta. Ég lagði við hlustir. Ég heyrði,“ sagði hann. „Satt er það að ég hef enga háskólagráðu – en það er ekki nauðsynlegt til að vera forseti,“ bætti „Ís- landsvinurinn“ við, en N’Dour kom fram á Tónlistarhátíð í Reykjavík í Laugardalshöllinni um miðjan júnímánuð árið 2000. Youssou N’Dour var í fararbroddi þeirra sem endurnýjuðu tónmál senegalskrar dæg- urtónlistar með því að blanda saman þjóð- legri tónlist og rafvæddu afrísku poppi. Hann varð snemma gríðarlega vinsæll í Senegal, og þá ekki síst fyrir texta sína sem þóttu mjög djarfir í pólitísku tilliti. Hann tók síðar þátt í starfi á vegum Amnesty International og fór um heiminn með vestrænum stórstjörnum til að hvetja fólk til að taka þátt í starfi samtak- anna. Fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér plötu sem var samfelld hylling islamstrú- ar. Stjórnarskipti hafa jafnan verið friðsöm í Senegal og ekki virðist mikill ótti fyrir hendi um að það breytist. Þó sauð upp úr í fyrra- sumar þegar Wade lagði til nýtt kosningafyr- irkomulag sem talið var að myndi auka lík- urnar á að hann næði endurkjöri og almenningur hefur annað veifið mótmælt kröftuglega ítrekuðu rafmagnsleysi í landinu. Fyrir stuttu sló í brýnu með almennum borgurum og óeirðalögreglu með þeim af- leiðingum að 100 voru sárir eftir. Karim, sonur forsetans og eiginkonunnar Viviane Wade, er ráðherra í ríkisstjórn föður síns og talið að hinn aldni forseti líti á soninn sem ákjósanlegan eftirmann. Dóttirin Sindjely Wade er sérlegur aðstoð- armaður forsetans en þess má geta að Wade hefur m.a. verið legið á hálsi fyrir að hygla sínum nánustu og góðum vinum. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa jafnframt gagn- rýnt hann hin síðar ár fyrir spillingu, að hefta frelsi fjölmiðla og ýmis mannréttinda- brot af öðru tagi. Kosningarnar fara fram 26. febrúar. Deil- ur hafa staðið yfir undanfarið um það hvort Wade forseti geti yfirhöfuð setið þriðja kjör- tímabilið. Stjórnarskrá landsins var breytt fyrir nokkrum árum og skv. henni getur forseti aðeins verið í embætti tvö kjör- tímabil. Wade heldur því fram að hið fyrra tímabil hans teljist ekki með því hann var kjörinn áður en stjórnarskránni var breytt og von er á úrskurði í þessu máli fljótlega. Enginn á þó von á öðru en forsetinn verði í framboði. Stöðugt ástand Lýðræði er talið standa á traustum grunni í Senegal. Wade segist sannfærður um sigur í kosningunum og gerði býsna lítið úr keppi- nautunum, sem verða nokkrir eftir því sem næst verður komist. Það er talið auka lík- urnar á að forsetinn verði kjörinn.„Ég geng til kosninga án nokkurrar mótspyrnu,“ sagði hann við franska fjölmiðla á fimmtu- daginn. „Ég er við hestaheilsu og tilbúinn í slaginn,“ sagði forsetinn, og neitaði fregn- um um að hann væri heilsuveill. Byggt á Guardian og AFP. Söngvari vill bjarga Senegal Youssou N’Dour býður sig fram til forseta Youssue N’Dour syngur á tónleikum í Túnis í haust, þarlendum ungmennum til heiðurs. Arabíska vorinu var þar ákaft fagnað. ReutersVikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Lýðveldið Senegal er við Atlantshafsströnd Afríku. Það á landa- mæri að Máritaníu í norðri, Malí í austri og Gíneu og Gíneu- Bissau í suðri. Landið er 197.000 ferkíló- metrar að stærð, tæplega tvöfalt stærra en Ísland, og íbúarnir um 14 milljónir. Höfuðborgin er Dakar. Við hana er kennd þekktasta rall- keppni í heimi. Senegalar eru 14 milljónir – fyrst og fre mst ódýr! OPIÐ LENGUR! 10-20 Breyttur opnunartími á Akranesi, Bíldshöfða og Granda Opið alla daga frá kl. 10-20

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.