SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 22
22 8. janúar 2012 Það er gott að vera nýtinn. Sá eiginleikibjargaði mörgum á þurftarárum Ís-landssögunnar og þau voru mörg ogmögur. En ekki þurfti mikið til að sú verðuga háttsemi snerist á augabragði upp í and- hverfu sína. Endalaus dæmi voru sögð af fólki, sem á útrásarárunum 2005-2008 keypti mynd- arlegar íbúðir eða hús og henti gallalausum inn- réttingum óðar á haugana og innréttaði allt með stæl og óheyrilegum kostnaði, jafnvel áður en grynnkað hafði verið á skuldum vegna íbúðar- kaupanna. Og svo voru nýleg einbýlishús rifin, því kaupandinn var í raun að sækjast etir lóðinni en ekki húsinu. Og ef nágranni féll ekki að smekk þá var nágranninn keyptur burtu á tvöföldu hús- verði. Þættir um hús og híbýli dönsuðu með. Hrópað var í mynd hve þessi og hin innréttingin væri „ógeðsleg og out of date“ og margur áhorf- andinn sá ekki annað en að það væri svipuð eða betri innrétting en hann væri með hjá sér sem dygði vel og þótti góð. Og hvergi var að slíku fundið og flestir dönsuðu með. Nýtni og hagsýni fín á ný Nú er sem betur fer ekki horft hornauga á þá sem nýta það sem nýtilegt er og fara að með gát. Þess vegna er hér sem annars staðar litið með vel- þóknun á þegar flokksskrifstofan, sem til hátíð- arbrigða er stundum kölluð fréttastofa RÚV, nýtir dagskrárbúta sem komust ekki fyrir í áramóta- skaupi sem fréttir. Síðast gerðist það þegar flokksskrifstofan taldi rétt að segja frá því að fjöl- mörg stór og stæðileg ráðuneyti landsins hefðu á síðustu tveimur árum aðeins eytt eða varið fáein- um þúsundum króna hvert til að taka þátt í að- lögunarviðræðum að ESB. Skaupbúturinn um að í raun færu ekki fram neinar aðildarviðræður að ESB á eftir að koma og er jafnvel ennþá fyndnari. Og nú virðist sem hin ágæta nýtingarstefna sé að fá aukinn byr innan ríkisstjórnarinnar. Þar verði jafnvel endingartími ráðherra, sem verið hefur stuttur, lengdur á næstunni. Nýi fjármálaráð- herrann, Oddný G. Harðardóttir, kemur með þá eftirtektarverðu yfirlýsingu í Fréttatímanum að „það var nú enginn samningur“ gerður við hana um að hún sæti aðeins stutt í ráðherrastólnum. Nú verður að vona að þetta sé ekki aðeins sagt vegna þess að nýi ráherrann hafi steingrímst við það eitt að setjast í stólinn og eigi þegar í erfið- leikum með að segja satt og rétt frá, sé völ á öðru. En í aðdraganda hinnar eftirtektarverðu yfirlýs- ingar segir einmitt í blaðinu: „Hún (Oddný) þarf nú að læra margt og læra hratt enda útlit fyrir að henni verði skipt út að rúmu hálfi ári liðnu. Þá kemur Katrín Júlíusdóttir, sem sett hefur verið af sem iðnaðarráðherra(!), úr fæðingarorlofi, en var henni strax gert ljóst að hún sæti hugsanlega svo stutt?“ Og þá kom hin umrædda og óvænta yfir- lýsing. En það er von að blaðamaðurinn klóri sér í kollinum. Því Oddný hafði sagt sjálf opinberlega að hún hefði verið valin til að „verma“ ráðherra- stólinn í fjármálaráðuneytinu fyrir Katrínu. En á aðeins þremur dögum í ráðherrastól eða svo hef- ur Oddný lært að segja „við“ í staðinn fyrir „ég“. Sir Humphrey verður sífellt snarari í snúningum. „Við ákváðum strax á fyrsta degi með starfsfólk- inu hér að ég myndi stilla vinnu minni þannig upp að ég væri að klára kjörtímabilið.“ Hvers vegna? Hvern er verið að plata? Þegar fyrir liggur opinberlega sú ákvörðun að Oddný G. Harðardóttir sé einungis stólvermir fyrir Katrínu Júlíusdóttur, eins og hún hafði áður staðfest sjálf, hvaða þýðingu hafa þá „uppstill- ingar“ af þessu tagi? Hvern er verið að reyna að plata? Þótt „þeir“ í ráðuneytinu bendi „okkur“ á að afleysingaráðherrar séu sjaldan teknir mjög al- varlega og þyki ekki til stórræðanna þá breyta innantómar uppstillingar ekki slíkum veruleika. Allra síst ef þær stangast á við fyrirliggjandi og upplýsta stöðu mála. Og ekki má Oddný Harð- ardóttir gleyma því mati stjórnmálafræðinga að sjálfur ráðherrahringlandinn hafi „styrkt“ rík- isstjórnina, þar með talið inn-og-út-um- gluggann-sena þeirra Katrínar í fjármálaráðu- neytinu. Að vísu voru stjórnmálafræðingar Sam- fylkingarinnar þá einkum að fjalla um atlöguna að Jóni Bjarnasyni, sem Steingrímur formaður hans vill ekki kannast við að hafi verið gerð. Steingrímur harmaði mjög brottför Jóns Bjarna- sonar úr ríkisstjórn og lét eins og Jón hefði slysast vitlausum megin við kindabyssuna í óvæntri sláturtíð. Formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar taldi nauðsynlegt að afhjúpa ótrúlega hræsni Steingríms, sem frægt varð. Málin skýrast með sveiflu Og nú hefur Sigmundur Ernir Rúnarsson, með sínum sérstöku tilþrifum, lagst á sömu sveif. En Sigmundur Ernir var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 4. janúar 2012 og auðveldaði þar mjög skilning almennings á fjölda mála. Hann gat þess þar, er hann fjallaði um eina aðalatvinnugrein þjóðarinnar, að nauðsynlegt væri að „láta af sér- hagsmunagæsku sjávarútvegsins“. Og hann varpaði kastljósi sínu á ráðherrakapalinn og hafði bersýnilega ekki heldur borið það orðalag sitt undir flokksbróður sinn Eið Guðnason: „Þessar breytingar fela það í för með sér að Jón Bjarnason er orðinn óbreyttur þingmaður, en hann var tappi í sínu ráðuneyti.“ Verði þetta á annað borð skilið verður það ekki skilið öðruvísi en svo, að með því að setja Steingrím J. í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytið þá sé ekki lengur tappi í því ráðuneyti og því geti flætt úr því eftir þörfum Samfylkingarinnar. Og allir vita hvert. Og um eflingu atvinnulífsins að öðru leyti, eftir að tappinn hafði verið togaður úr fyrr- Reykjavíkurbréf 06.01.12 „Syngur betur en Florence Nightingale“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.