SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 26
26 8. janúar 2012
Ég held að ég hafi fæðst með þessaeinkennilegu þrá til Parísar,“segir Kristín hlæjandi og bætirþví við að alla tíð hafi hún ætlað
að gera frönsku að öðru móðurmáli sínu.
„Ég tók frönskuna í fjögur ár í mennta-
skóla og fékk alltaf hæstu einkunn. Á
meðan samnemendur mínir voru að velja
sér framhaldsnám og skrá sig í háskóla
stökk ég um leið og ég losnaði úr mennta-
skóla til Parísar, en það átti eftir að koma
mér í koll síðar að hafa ekki B.A.-próf.“
Hún varð au-pair hjá fransk-líbanskri
fjölskyldu. „Það var mjög lærdómsríkt. Ég
var ákveðin í að læra frönsku og sökkti
mér í lestur, horfði á sjónvarpið og hlust-
aði á útvarpið og gat eftir árið vel haldið
uppi samræðum. Ég vildi vera áfram í
París og ákvað að fara þar í háskóla og
læra sálfræði.“
Kristín segir það þó ekki hafa verið
vegna mikils áhuga á þeim fræðum heldur
hafði hún áhuga á kvikmyndagerð og taldi
sálfræðina vera góðan grunn fyrir það.
„Til þess að gera langa sögu stutta varð ég
fyrir hrikalegum vonbrigðum með há-
skólann, þetta var einfaldlega sál-
fræðilegur hryllingur. Í frönskum háskól-
um eru allir teknir inn og þarna vorum
við 800 nemendur í fyrirlestrum, svo ég
var bara dropi í hafið, ólíkt því sem ég var
vön á Íslandi. Alla jafna er ég námfús en
eina ástæðan fyrir því að ég kláraði þenn-
an vetur var að fá námslán frá LÍN.“
Vann á grænu kössunum við Signubakka
Kristín fór því næst í lítinn einkaskóla í
kvikmyndagerð og kláraði hann. „Ég var
aðeins að vinna við kvikmyndagerð með
félögum í skólanum, ekkert meira en það,
en hins vegar vann ég líka sem bóksali við
Signubakka og þjónustustúlka. Það var
ævintýri að vinna sem bóksali en það
gerði ég í tvö ár. Þetta er mjög sérstakt
samfélag og skemmtileg menning. Það má
segja að þarna þrífist nokkurs konar
Bragar Parísarborgar,“ segir Kristín hlæj-
andi og vísar þar í Braga Kristjónsson
bókakaupmann í Reykjavík.
„Bóksalarnir eru fólk sem hefur ástríðu
fyrir notuðum bókum en hver og einn
hefur sína sérgrein, hvort sem það eru
matreiðslubækur eða höfundar á ákveðnu
tímabili. Þeir vita nákvæmlega hvar og
hvenær hver bók hefur komið út, hvort
aðeins hefur verið gefið út eitt upplag eða
fleiri, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hún en
neitar er hún er spurð hvort það séu
ferðamennirnir sem halda þessu uppi.
„Nei, það eru safnarar um víða veröld
og svo Parísarbúar sjálfir. Þeim þykir svo
vænt um bóksalana að þeir kaupa bæk-
urnar frekar við Signubakka jafnvel þótt
ef til vill sé hægt að fá ódýrari eintök á
netinu eða í stóru bókabúðunum, sem því
miður eru einnig farnar að selja notaðar
bækur. Bóksalarnir á Signubökkum eru
farnir að bregðast við þessari samkeppni
með því að vera með síður á netinu, svo
þar mætir gamli tíminn hinum nýja. Ar-
naud, maðurinn minn, hefur verið bók-
sali á Signubökkum í 10 ár, tvö síðustu ár-
in með sinn eigin rekstur. Hann selur
mikið á netinu líka.“
Kvikmyndgeirinn átti ekki við mig
Leið Kristínar lá heim árið 1996 og hér
dvaldi hún í nokkur ár. „Ég komst aðeins
inn í kvikmyndageirann hér, ekki mikið
en nóg til þess að finna að þetta ætti í raun
og veru ekki við mig. Það er geysilega dýrt
að búa til kvikmyndir og því er sífellt ver-
ið að hugsa um peninga og hvernig eigi að
afla þeirra og þetta er mikið hark. Ég dáist
hins vegar að fólki sem er í þessu fagi.“
Svo þar var enn ein krókaleiðin. Og
Kristín hélt áfram að þræða þær. „Stuttu
seinna var auglýst starf umsjónarmanns
yfir erlendu efni hjá RÚV. Ég hafði allt í
starfið, það þurfti að greina sjónvarps-
efnið og þann bakgrunn hafði ég úr kvik-
myndaskólanum, gerð var krafa um
frönskukunnáttu og hana kunni ég – og
það þurfti B.A-próf í einhverju en það
hafði ég ekki,“ segir hún og brosir þrátt
fyrir allt.
„Ég skellti mér því í frönsku í háskól-
anum og hef ekki séð eftir því þar sem það
kom sér vel síðar meir. Mörgum fannst
þetta hins vegar ódýr lausn hjá mér en ég
komst til Parísar á sumrin, þar sem ég
vann á sumrin sem þjónustustúlka og eitt
ár var ég skiptinemi. Og ég þurfti að hafa
þennan málvísindabakgrunn til að kom-
ast í meistaranámið sem ég stunda í dag. “
Hrasaði um þýðingarverkefni
Lífið hélt áfram að leiða Kristínu um sína
krákustíga og sumarið 1998 kynntist hún
verðandi eiginmanni sínum Arnaud.
Hann fór með henni til Montpellier í
skiptinám einn vetur, og svo komu þau
sér fyrir í París árið 2000. Síðan þá hefur
hún vart farið frá París og unnið við þýð-
ingar og fararstjórn. Hún hefur nú búið
þar í um 22 ár.
Og enn hrasaði Kristín um krók eða
krókur um hana því fyrir tilviljun bauðst
henni þýðingarverkefni. „En nú kom
B.A-prófið í frönsku sér vel, sérstaklega
málvísindin. Hún hafði nóg að gera þar,
enda eins og Þórbergur Þórðarson sagði í
Eddu: „Þar sem vér ferðumst um héruð
eða komum í ókunnug hús, girnumst vér
að vita hitt og þetta, sem gerzt hefur í
héraðinu eða húsinu.“
Og ferðalangana, oftast Íslendinga, fýsti
að vita margt um París. „Ég vann fyrir
mér með fararstjórn í París, fyrst fyrir
ferðaskrifstofuna Terra Nova, síðar sjálf-
stætt undir heitinu Parísardaman. Mér
finnst afskaplega skemmtilegt að fara með
ferðalanga um borgina en mér fannst hin-
ar nýtilkomnu þýðingar einnig mjög
spennandi og í framtíðinni hafði ég hugs-
að mér að vinna við hvort tveggja.
Þetta voru einkum nytjaþýðingar en
veittu mér engu að síður það mikinn inn-
blástur að ég ákvað að sækja um í M.A-
námi í þýðingafræði við Háskóla Íslands.
Það var svo mikið að gera hjá mér í leið-
sögninni að mitt nánasta hélt að nú væri
ég alveg gengin af göflunum. Hvernig
ætlaði ég að koma fyrir námi í sólar-
hringnum?“
En Kristín var svo sannarlega búin að
læra að það er ekkert öruggt í þessu lífi og
betra að hafa fleiri en eitt egg í körfunni.
„Það var eins og skorið væri á snæri þegar
hið margumtalaða hrun varð árið 2008 og
það sást ekki ferðalangur í heilt ár á eftir
það. Þýðingarnámið reyndist því blessun í
dulargervi.“
Þýðingar geta verið spegill
þjóðfélagsástands
Hún segir mikilvægt að smáþjóð eins og
Íslendingar hafi aðgang að og eigi góða
þýðendur. „Við viljum vera bókmennta-
þjóð og við viljum taka þátt í og vera virk í
alþjóðlegu samstarfi og að tekið sé mark á
okkur. Við verðum þá að þekkja helstu
bókmenntatexta heimsins og eins er það
mikilvægt að við getum þýtt án vand-
kvæða lagaleg skjöl í alþjóðaumhverfi eins
og t.d. það sem varðar ESB og gert þau að-
gengileg.“
Kristín segir að það hafi alltaf verið
borin ákveðin virðing fyrir þýðingum í
bókmenntageiranum en fólk hafi kannski
ekki verið meðvitað um mikilvægi þeirra
fyrr en nýlega. „Þýðingafræði er vaxandi
grein í dag út um allan heim og það eru
fleiri og fleiri sem eru að rannsaka þýð-
ingar. Þær geta verið ákveðinn spegill á
þjóð og þjóðfélagsástand, hvort borin var
virðing fyrir frumtextanum eða hvort allt
var staðfært svo dæmi sé tekið. Það eru til
dæmis til þýðingar á Línu langsokk í
Þekkir
hverja
þúfu í París
Það má segja að ástríður og krákustígar séu
einkennandi fyrir líf Kristínar Jónsdóttur
Parísardömu og þýðanda.
Texti: Unnur H. Jóhannsdóttir Mynd: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
Þessi hús við Rue François Miron í Mýrinni
eru með elstu húsum Parísar, frá 14. öld.
Eiffel-turninn, hið merka kennileiti í París.
Kristín Jónsdóttir
hefur búið í París
í um 22 ár.