SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 15
12. febrúar 2012 15 sem við Hellisheiði og Þjórsá, og það ætti að nýtast svæðinu beint og óbeint. Von- andi fer eitthvað að gerast á því sviði – þar hefur allt verið stopp.“ Eyrarbakki aldamótabær Eyþór segir að Suðurstrandarvegurinn sé tilbúinn og verði opnaður í vor, en það mun verða lyftistöng fyrir sveitarfélagið Árborg, sem nær einnig yfir þétt- býliskjarnana Eyrarbakka og Stokkseyri. „Við höfum verið í samvinnu við ferða- þjónustuna og Markaðsstofu Suðurlands um að virkja veginn strax og erum komin með konseptið „blái hringurinn“ sem viðbót við „gullna hringinn“, þar sem ek- ið er beint frá Leifsstöð meðfram bláum himni og bláum sæ,“ segir Eyþór. „Við sjáum Eyrarbakka fyrir okkur sem aldamótabæ, þar sem gömlu húsin skapa sérstöðu. Það er eitt af því sem við setjum fjármuni í, sem eru af skornum skammti, að bæta ásýnd Eyrarbakka. Þar er einna heillegasta götumynd landsins frá fyrri tímum. Síðan er Stokkseyri með sína ein- stöku fjöru, þar sem risið hafa veitinga- staðir og ákveðin menningar- og sagna- hefð hefur skapast með drauga- og álfasafninu. Þetta eru klárlega góðar und- irstöður að áfangastöðum fyrir ferða- menn.“ Þessu fylgja sömuleiðis tækifæri fyrir sveitirnar í kring. „Ég þekki þar vel til, mamma er alin upp í Selvogi, sem var með harðbýlli sveitum. Það var róið til fiskjar, en ekki mikil tún. Nú er þessi sveit tengd við Suðurstrandarveginn, sem gef- ur alveg nýja vídd, nálægðin er orðin meiri við höfuðborgina og því fylgja spennandi tækifæri.“ Miðbæjarskipulag endurskoðað Og tækifærin eru vannýtt á Selfossi, að mati Eyþórs. „Selfoss hefur hingað til ekki verið lokaáfangastaður ferðamanna, heldur aka þeir oft í gegn, taka bensín, fá sér pylsu og fara í sund. Það þarf að breyta og styrkja ímynd Selfoss sem áfanga- staðar.“ Hann segir eitt vandræðamálið sem þau hafi tekið við vera miðbæjarskipulagið og bendir blaðamanni á að líta út um gluggann á bæjarstjórnarskrifstofunum, þar sem stór óbyggður reitur blasir við þeim sem koma akandi yfir Ölfusárbrú. „Það stóð til að reisa 26 þúsund fermetra byggingar, sem hefðu kallað á bílakjallara og þéttleika eins og í Hamraborg og jafn- vel í Skuggahverfinu,“ segir hann. „Það sem verra var, sveitarfélagið var bundið af samningi um lágmarksbygging- armagn. Það sem við gerðum eftir kosn- ingar, þó að ekki væru til fjármunir í bæj- arsjóði, var að kaupa byggingarréttinn á þessu svæði. Við kusum það frekar en að geta ekki uppfyllt samninginn, sem hefði getað þýtt að sveitarfélagið þyrfti að greiða hærri upphæð í skaðabætur og fengi þá ekkert land til eignar.“ Nú er unnið að hugmyndum um að byggja miðbæinn upp í „klassískari stíl“ og voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og Páll V. Bjarna- son arkitekt fengnir til að draga upp hug- myndir sem bornar verða undir íbúa á Selfossi. „Við finnum að fólk hefur áhuga á að búa í manneskjulegu umhverfi með opnum rýmum,“ segir Eyþór. „Tillögurnar fela í sér að þetta verði bæjargarður með sögulegum húsum. Það kemur heim og saman við þá áherslu að skapa eitthvað áhugavert í miðbænum, þannig að fólk sjái ástæðu til að staldra við. Ef ekkert slíkt er í kjarnanum, þá keyrir fólk bara í gegn. Þetta hefur tekist vel á Akureyri, að fá ferðamenn til að gera bæinn að ákvörðunarstað sínum.“ Hann segir að ekki sé um ákveðna skipulagstillögu að ræða heldur hug- myndir frá Sigmundi og Páli, sem bornar séu undir íbúa. „Ég hugsa að þar verði hóflegt byggingarmagn þegar upp verður staðið.“ Eyðimörk og íþróttasvæði Hjarta bæjarins er íþróttasvæðið, að sögn Eyþórs. „Við getum sagt að það sé hjartað eða lungun. Það stendur við Engjaveg eins og annað svæði í Laugardal, íþrótta- aðstaðan er inni og úti og þar er líka sund- laug. Þetta er ekkert ósvipað því sem við viljum gera í miðbænum, að hafa grænan blett þar sem fólk getur komið saman, til dæmis 17. júní.“ Það voru uppi hugmyndir um að flytja íþróttasvæðið út fyrir bæinn á mestu upp- Morgunblaðið/Kristinn ’ Pólitík er orðið nei- kvætt orð, orð sem þýðir fjölstjórnun og er í eðli sínu ekkert ósvipað lýðræði. Menn segjast vilja meira lýðræði og minni pólitík, en átta sig ekki á að minni pólitík felur í sér minna lýðræði í raun.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.