SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 16
16 12. febrúar 2012
gangstímunum. „Í raun var gert ráð fyrir
því í aðalskipulaginu sem var í gildi fram á
síðasta ár,“ segir Eyþór. „Þá sáu menn
fyrir sér uppbyggingu á íbúðum, en ef þú
missir hjarta eða lungu, þá missirðu mik-
ið. Það vissu menn í New York þegar þeir
stóðu vörð um Central Park.“
– Hvert átti að flytja íþróttasvæðið?
„Sá staður heitir reyndar Eyðimörk,“
svarar hann hlæjandi og bendir á kortið
máli sínu til stuðnings. „Það stendur
hérna! Það er ekki gott að hafa íþrótta-
svæðið í Eyðimörk. Við spurðum fólk
hvort það vildi það og fáir voru á þeirri
skoðun.“
Nýr Suðurlandsvegur
Inn í þessar áætlanir spilar tilfærslan á
Suðurlandsvegi, en ekki er gert ráð fyrir
að fyrirhugaður vegur liggi um miðjan
bæinn heldur færist norðar. „Í nýjum
Suðurlandsvegi felst bæði ógnun og tæki-
færi,“ segir Eyþór.
„Auðvitað gefst sóknarfæri að skapa
eitthvað áhugavert í bænum, þannig að
fólk sjái ástæðu til að koma þangað. Við
þurfum líka að laga okkur að nýrri legu
vegarins og í því felst uppbygging austast í
bænum, sem verður nýr segull. Þar opn-
uðu Hagkaup, Bónus og fleiri verslanir
rétt fyrir jól. En ný lega vegarins er ógn ef
við gerum ekkert.“
Það er þó óljóst hvenær af fram-
kvæmdum við veginn verður. „Það átti að
drífa hann af þegar Kristján Möller var
samgönguráðherra, en núna veit enginn
hvenær vegurinn kemur. Þangað til
vinnum við heimavinnuna okkar og
byggjum upp.“
Margir voru á því að vegurinn ætti að
liggja sunnan við Selfoss, en Vegagerðin
hefur ekki fallist á þau sjónarmið, að sögn
Eyþórs. „Vegurinn hefur verið lengi á
þessum stað í aðalskipulagi og fólk hefur
lagað sig að honum, til dæmis skógræktin.
En það er ljóst að brúin sem öllum þykir
vænt um er barn síns tíma og þarfnast
endurnýjunar. Hún var ekki gerð fyrir
þessa þungaflutninga sem um hana fara
og þó að ástandið sé ekkert hættulegt, þá
þarf á einhverjum tímapunkti að skipta
um víra í henni. Þetta er eins og vírarnir í
píanói sem þarf að skipta um á endanum.“
Ráðgert er að byggja tvær brýr yfir Ölf-
usá og verður önnur þeirra göngubrú.
„Reiknað er með að hún verði fjögurra
metra breið og hefur Vegagerðin unnið
með okkur að því verkefni,“ segir Eyþór.
„Það myndi tengja hverfin miklu betur ef
menn gætu hjólað afslappaðir yfir ána. Og
það liggur fyrir tillaga í þinginu um að
reisa þessa brú.“ Hin brúin verður þar
sem nýi Suðurlandsvegurinn mun liggja
og hefur verið til skoðunar að vera þar
með virkjun, Selfossvirkjun, en ekkert
hefur verið ákveðið í þeim efnum.
Pólitík neikvætt orð
Eyþór segist kunna vel við sig í sveit-
arstjórnarmálum. „Ég er feginn að vera
ekki á Alþingi eins og staðan er þar á bæ.
Mér sýnist það erfiður vinnustaður, hvort
sem menn eru í meirihluta eða minni-
hluta. Mér finnst gaman að geta haft áhrif
á umhverfið og held að þannig eigi manni
að líða gagnvart pólitíkinni.“
Hann veltir orðinu fyrir sér.
„Pólitík er orðið neikvætt orð, orð sem
þýðir fjölstjórnun og er í eðli sínu ekkert
ósvipað lýðræði. Menn segjast vilja meira
lýðræði og minni pólitík, en átta sig ekki á
að minni pólitík felur í sér minna lýðræði í
raun. Churchill sagði einhvern tíma um
lýðræðið að það væri versta tegund
stjórnunar – fyrir utan allar hinar leið-
irnar. En það er engin furða að óorð sé
komið á stjórnmálin, því stjórnmálamenn
tala illa hver um annan og það smitar út
frá sér. Ef pípulagningamenn töluðu illa
hver um annan, þá væri eins ástatt um
þá.“
Hann segir muninn á Alþingi og sveit-
arstjórnum felast í því að þeir sem gefi sig
að sveitarstjórnum séu yfirleitt í öðrum
störfum. „Kannski við séum nær íbúun-
um að því leyti,“ segir hann. „Í okkar til-
felli voru frambjóðendurnir með ólíkan
bakgrunn, Elfa Dögg Þórðardóttir er með
háskólamenntun í umhverfismálum og
hefur komið nálægt grænu hagkerfi, Ari
Thorarensen er fangavörður, hefur unnið
í félagsmálum og er forseti bæjarstjórnar,
Gunnar Egilsson hefur verið skipstjóri og
keyrt á Suðurpólinn fyrstur manna og
Sandra Dís Hafþórsdóttir er fjármálastjóri
hjá fyrirtæki í bænum. Fjölbreytnin er
styrkur og skýrir meðal annars af hverju
við fengum hreinan meirihluta. Það hafði
engum flokki tekist fyrr. Og það má segja
að það sé sameiginlegt þessu fólki að það
talar hreint út.“
Mig skorti auðmýkt
Það komst í hámæli á sínum tíma er Eyþór
var tekinn fyrir ölvunarakstur rétt fyrir
kosningar vorið 2006, en hann missti
ökuprófið í tólf mánuði og greiddi 150
þúsund króna sekt. Í kjölfarið gaf hann út
yfirlýsingu um að hann tæki ekki sæti í
bæjarstjórn fyrr en ár væri liðið.
„Þegar maður gerir eitthvað af sér, þá
hefur maður tvo möguleika – annaðhvort
að afneita því eða læra af því,“ segir hann.
„Ég held að ég hafi að vissu leyti verið
heppinn að gera mér þennan óleik af því
að ég lærði af því auðmýkt, sem ég held að
mig hafi vantað. Ég er þeirrar skoðunar að
allir reki sig einhvern tíma á í lífinu og ef
þeir læra ekki af því, þá endurtekur það
sig.
Ég vona að ég hafi lært af þessu og tel
mig hafa gert það. Ég hef ekki flúið þetta
mál, heldur tók mig á persónulega, vann
áfram að bæjarmálunum eftir leyfi, fór í
gegnum stórt prófkjör sem þúsund manns
tóku þátt í og loks uppskárum við mikinn
og góðan stuðning í bæjarstjórn. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur vaxið síðustu
tvennar kosningar í Árborg; Sjálfstæð-
isflokkurinn fékk 25,14% fylgi árið 2002,
41,5% árið 2006 og 50,1% árið 2010 – og
það er eftir bankahrunið. Ef við horfum á
þessar tölur, þá eru þær ákveðinn vitn-
isburður.
En aðalmálið er náttúrlega hvernig
maður vinnur og hvað maður stendur
fyrir. Ég held að það hafi þurft að kenna
mér þá lexíu að vera auðmjúkur. Og ég
held að það sé holl lexía. En ef maður
kennir öðrum um, þá lærir maður aldrei
neitt.“
Rauða húsið
Í lok viðtalsins er förinni heitið í rauða
húsið frá Ráðhúsinu og þarf ekki að koma
á óvart er Eyþór segir: „Við getum alveg
labbað.“
Rauða húsið að Hörðuvöllum 2 er gam-
alkunnugt hús á Selfossi, en þangað flutti
Eyþór með fjölskyldu sinni árið 2009.
Hann er giftur Dagmar Unu Ólafsdóttur
og eiga þau tvö börn saman, en hann á
einnig tvö börn af fyrra hjónabandi.
„Upphaflega fluttum við í Sandvík-
urhreppinn þegar við komum frá London
og bjuggum í húsi sem við reistum þar,“
segir hann. „En okkur fannst rauða húsið
fallegt og á frábærum stað, allt í göngufæri
og útsýni yfir Grímsnesið.“
– Af hverju Árborg?
„Ég hef taugar til svæðisins. Mamma er
alin upp í Selvogi og ég var oft í Kald-
aðarnesi, þar sem systir mömmu býr enn.
Föðurafi minn var hérna mikið, sér-
staklega við Álftavatn, og ég á góðar
minningar um það. Í þessu sveitarfélagi
erum við með á einum stað náttúruna og
þéttbýlið og flest er í göngufæri. Það eru
ákveðin lífsgæði, sem maður kann betur
að meta eftir að hafa búið erlendis.“
Eyþór með móður sinni og leikstjóranum
Sigríði Eyþórsdóttur sem ólst upp í Selvogi.
’
En aðalmálið er nátt-
úrlega hvernig maður
vinnur og hvað mað-
ur stendur fyrir. Ég held að
það hafi þurft að kenna mér
þá lexíu að vera auð-
mjúkur. Og ég held að það
sé holl lexía. En ef maður
kennir öðrum um, þá lærir
maður aldrei neitt.
Eyþór með krökkunum Jóni Starkaði og
Þjóðreki Hrafni.
Eyþór með eiginkonu sinni, Dagmar Unu Ólafsdóttur.
Eyþór sinnti tónlistinni af krafti þegar best lét; hann byrjaði í klassíkinni, lauk tón-
smíðanámi og tók burtfararpróf í sellóleik. „Ég útskrifaðist úr tónsmíðanáminu með
Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni og við sömdum hvor sitt verkið fyrir Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Hann var með nokkur lög sem hann langaði til að gefa út, svo við töluðum við
Andreu Gylfadóttur, sem þá var nýútskrifuð með hæstu einkunn úr Söngskólanum, og
ákváðum að gefa út plötu. Svo fór að hún varð vinsæl og þá dróst þetta á langinn.“
Eyþór dró sig út úr tónlistinni árið 1994 og hætti í Todmobile, en þá var hann kom-
inn á kaf í hugbúnaðar- og fjarskiptageirann. „Ég hef þó stundum spilað með þeim
sem gestur. Og það var sérstaklega gaman þegar við sameinuðum þetta og héldum
tónleika með Sinfóníunni í Laugardalshöll. Þau eru atvinnumenn í tónlist og ég er
áhugamaður, en ég er með sellóið heima og gríp stundum í það.“
Gríp stundum í sellóið
Hljómsveitin Todmobile naut mikilla vinsælda, en í sveitinni voru Andrea Gylfadóttir, Eyþór
Arnalds og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.