SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 39
12. febrúar 2012 39 Höfundar og unnendur ástarsagna í Oklahoma eru í uppnámi þessa dag- ana eftir að aðstandendur ástar- sagnakeppninnar „Meira en galdur“ bönnuðu höfundum, sem senda sögur í keppnina að þessu sinni, að skrifa um ástir fólks af sama kyni. Frjálst er að skrifa um ástir karls og vampíru, konu og varúlfs en ekki karls og karls og konu og konu. Þar við situr. Höfundar hafa í kjölfarið hugleitt að sniðganga keppnina og sagði einn þeirra, Courtney Milan, það galið að setja mönnum skorður með þessum hætti. „Ástarsögur hverfast ekki bara um ást heldur ekki síður það að finna sig í samfélaginu.“ Teprulegar ástarsögur Ekkert svona, strákar! Það er leiðinleg lífsreynsla að festast í lyftu – hvað þá tvisvar sama daginn. Þessum ósköpum varð maður nokkur í Chicago fyrir á dögunum. Ballið byrjaði þegar lyftan, sem hann var einn í, stað- næmdist milli hæða 21. og 22. í háhýsi í miðborg Chicago að kvöldlagi. Mað- urinn hélt ró sinni og bjallaði í slökkvilið- ið sem brást skjótt við. Greiðlega tókst að ná manninum út úr lyftunni en þar sem hún sat áfram föst var manninum hleypt inn í næstu lyftu við hliðina. Skipti þá engum togum að hún festist líka. Aftur tók maðurinn upp símann og aftur leysti slökkviliðið hann úr prísundinni. Í það heila tók ferð mannsins niður bygginguna þrjár klukkustundir. Leiðinlegar lyftur Lyftu mér hærra? sem hún virtist líða áfram í rólegheitum úti á Faxaflóa, en áður en far- kostirnir lentu var floginn hringur um höfuðborgina. Lendingin var klukkan 20.45,“ segir í frétt Morgunblaðsins um málið. Sem fréttamaður Sjónvarpsins fylgdist Ómar Þ. Ragnarsson með komu geimferjunnar og óskaði eftir því að fá að fljúga Cessna-vél sinni TF-FRU í góðri sjónlínu við breiðþotuna. Leyfi til slíks fékkst ekki. „Mig minnir að við sjónvarpsmenn höfum leyst þetta með því að koma okkur fyrir uppi í turni Hallgrímskirkju þar sem við höfðum frábært útsýni þegar þotan tók lágflug yfir þverbraut Reykjavíkurflugvallar,“ segir Ómar sem seinna átti þess kost að skoða geimferju NASA vestur í Bandaríkjunum. Var svo staddur á Canaveral-höfða þar vestra snemma í ágústmánuði 1997 þegar geimferjunni Discovery var skotið á loft, en þá var Íslendingurinn Bjarni Tryggvason í áhöfn. „Þó sjónvarpið sé sterkur fjölmiðill getur maður aldrei miðlað til fulls hve stórkostlegt er að fylgjast með geimskoti. Hávaðinn er stór hluti af áhrifamætti stundarinnar. Svalirnar sem við stóðum þar sem við horfðum á geimskotið hristust og titruðu eins og í jarðsjálfta,“ segir Ómar Ragnarsson um geimskotið þegar Discovery tók á loft með of- urkrafti og var hálfri níundu mínútu seinna á braut um jörðu í 296 km hæð. Tók þá við ellefu daga geimferð með 176 ferðum umhverfis jörð- ina. Fyrir fámenna þjóð var hins vegar stóra málið að Íslendingur væri í áhöfn – og í viðtali við Morgunblaðið nefndi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem var viðstaddur, hið stóra samhengi sögunnar, sem birst hefði á örskotsstundu, saga landkönnuða frá Ingólfi Arn- arsyni og Leifi Eiríkssyni til Bjarna Tryggvasonar, sem er eini Íslend- ingurinn sem komist hefur hátt upp í geim. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Flaug lágt yfir höfuðborgina þar sem hún virtist líða áfram í rólegheitum úti á Faxaflóa, en áður en farkostirnir lentu var floginn hringur um höfuðborgina Ómar Þ. Ragnarsson. hefur sent frá sér breiðskífu undir merkjum við- urkenndrar útgáfu. Frumburðurinn, Born to Die, kom ekki í plötubúðir fyrr en um síðustu mán- aðamót. En hvað var a’tarna? Haldiði að Del Rey hafi ekki magalent í þættinum. Virkaði taugaóstyrk og þótti syngja bæði Video Games og titillag plöt- unnar illa – ef ekki beinlínis falskt. Ekki stóð á viðbrögðum. Logi Bergmann Eiðsson þeirra Bandaríkjamanna, Brian Williams, fullyrti að þetta væri versta frammistaða í sögu Saturday Night Live og leikkonan Juliette Lewis líkti Del Rey við tólf ára gelgju að reyna að syngja og koma fram heima í svefnherbergi. Sú Twitter-færsla var raunar fljótt fjarlægð. Kynnir þáttarins, breski leikarinn Daniel Radcliffe (betur þekktur sem Harry Potter), fann sig knúinn til að bera blak af Del Rey. „Svona slæmt var þetta ekki,“ muldraði hann upp í vindinn. Söngskýrendur vestra voru fljótir að benda á, að þarna hafi vandi Del Rey birst í hnotskurn. Hún sé með áhugaverða rödd sem hljómi vel í upptökum en vegna taugaveiklunar missi hún hana út og suður á tónleikum. Vonandi kemur Lana Del Ray böndum á rödd- ina fyrr en síðar – enda virðist æðið rétt að byrja. Lana Del Rey vekur ekki síður áhuga tískuljóna en tónlistaráhugafólks. Reuters ’ … leikkonan Juliette Lewis líkti Del Rey við tólf ára gelgju að reyna að syngja og koma fram heima í svefn- herbergi. Á ofanverðum tíunda áratug síðustu aldar var ekki óal-gengt að íslenskir karlmenn (og örugglega kynbræðurþeirra af öðru þjóðerni) á öllum aldri köstuðu frá séreinu og öllu (nema þá helst spjörunum) og hlypu eins og fætur toguðu að skjánum til að missa ekki af rómantíska gamanþættinum Nort- hern Exposure, sem sýndur var hér heima á Stöð 2. Aðdráttaraflið var aðalleikkonan, Janine Turner, sem þótti blómlegast sprund á þeim tíma, alltént í sjónvarpi. Fór hún með hlutverk Alaskarósarinnar Mag- gie O’Connell sem átti í viðvarandi dað- ursambandi við að- komulækninn Joel Fleischman, leikinn af Rob Morrow, í fásinn- inu í krummaskuðinni Cicely. Janine Turner fædd- ist í Lincoln, Nebraska, árið 1962 og verður því fimmtug síðar á þessu ári. Aðeins fimmtán ára fór hún að heiman til að leggja fyrir sig fyrirsætustörf. Fyrirsetan þróaðist eins og svo oft yfir í leik í sjónvarpsþáttum og þreytti Turner frumraun sína á skjánum í ofurlitlu hlutverki í sápuóperunni sívinsælu Dallas árið 1980. Hún lék smærri hlutverk í ýmsum þáttum næstu tíu árin en það var ekki fyrr en hún landaði hlutverki Maggie O’Connor í Nort- hern Exposure að Turner sló fyrst almennilega í gegn. Þátturinn gekk við miklar vinsældir í fimm ár. Faðir allra harðjaxla, Sylvester Stallone, var í hópi þeirra manna sem gerðu sér grein fyrir aðdráttarafli Turner og fékk hann hana til að leika aðalhlutverkið á móti sér í kvikmyndinni Cliffhanger árið 1993. Má segja að það hafi verið hápunkturinn á ferli Turner. Eftir að Northern Exposure lagði upp laupana hefur lítið spurst til Turner sem þó starfar ennþá við sjónvarp og kvik- myndir. Árið 2004 skrifaði hún til að mynda og leikstýrði kvik- myndinni Trip in a Summer Dress, sem hermir af viljasterkri móður og börnum hennar. Raunar eru einstæðar mæður sérstakt áhugamál Turner og ár- ið 2008 sendi hún frá sér bók með því þjála nafni Holding Her Head High: Inspiration from 12 Single Mothers Who Champio- ned Their Children and Changed History. Hvorki meira né minna! Síðasta framlag Turner til sjónvarpssögunnar var að leika móður ruðningshetju í þáttunum Friday Night Lights fyrir fá- einum árum. Turner er harður repúblikani af íhaldssamari gerðinni og barðist með kjafti og klóm í þágu Söruh Palin, varaforsetafram- bjóðanda, í kosningunum fyrir fjórum árum. Hún hefur látið umtalsvert fé af hendi rakna í kosningasjóði Repúblikanaflokks- ins. Janine Turner býr ásamt dóttur sinni á nautabúgarði skammt utan Dallas. Hún á ekki mann. orri@mbl.is Hvað varð um ... Janine Turner eins og aðdá- endur Northern Exposure muna best eftir henni. Janine Turner? Turner hefur skipt yfir í ljóst hár í seinni tíð.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.