SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 41
LÁRÉTT 1. Skott skotts er röð (8) 4. Ekki langhlaup í straumrofi. (10) 7. Enska fær form til hljóma eins og stjórnun. (10) 10. Áfengur drykkur Jóns L. endar í munni dýrs. (8) 11. Ná borg í bardaga. (6) 12. Margföldunartafla er eitthvað til að bíta í. (5) 13. Yfir frostmarki heyrist alstaðar hjá almenningi. (6) 14. Skal rugla egg með hári. (7) 16. Andi hefur stig sem keppinautur. (9) 18. Þurfalingur hreppi sóma Gunnars. (11) 21. Fráleitari missi tá til skepna. (8) 23. Teiknar S með litapenna og dútlar (7) 24. Það er sagt að fræðslustofnunin um fastann byggi á svipureiminni. (8) 27. Undrun í AA fær með sér stórt herbergi í verslun. (10) 29. Þekkja norn að sjálfsögðu. (9) 30. Friðlaus svo það sulli og blandast. (11) 31. Úr skúta kemur rigning (7) 32. Fótjárn 501 getur birtst á degi í miðjum mánuði. (9) 33. Spil Jóns og Jóns hefur andlit. (6) 34. Grindur á fótum. (6) LÓÐRÉTT 1. Gel gert úr sjávarspendýrum er leikur einn. (13) 2. Fyrir hádegi erlendis ruglast Móníka á endanum út af efni. (8) 3. Gestakoma að kirkjusvæði. (6) 4. Stal læknir góðri einkunn með því að doka við. (7) 5. Ryk út í skort á fölum. (8) 6. Bílastæði ei fær líkan frá fugli. (8) 8. En ærin gefur fæðu. (6) 9. A! Pústa móti fæðu. (9) 15. Eins Norðurlandabúi. (4) 17. Er fjarskipafyrirtæki á svæði af ákveðinni stærð? (7) 18. Herra og kvendýr detta. (6) 19. Marinó telur sig geta búið til byggingarefni. (11) 20. Fat í tónleikahúsi undir skelfisk? (11) 22. Dyl hálfbilaða gjörð. (5) 25. Eldaði Alþjóðahús í sérstakri byggingu? (8) 26. SUS fær drykk frá einhverjum á sokkaleistunum. (7) 28. Krafsi rugl við að rita. (6) 29. Að læra um mótþróa. (6) 30. Rétt kvarta. (4) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 12. febrúar rennur út á há- degi 17. febrúar. Nafn vinnings- hafans birtist í Sunnudagsmogganum 19. febrúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafi krossgátunnar 5. janúar er Brynjólfur Magn- ússon, Lynghaga 2, Reykjavík. Hann hlýtur að laun- um bókina Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Þann 30. janúar sl. varð Íslands- vinurinn Boris Spasskí 75 ára og gafst þá tími til upprifjunar á glæsilegum skákferli og mikilli dramatík sem náði hámarki í Reykjavík sumarið 1972. Á ein- um vefmiðli var dregin fram glæsileg sigurskák Spasskís yfir David Bronstein á sovéska meistaramótinu árið 1960 en viðureignin var sviðsett í upp- hafsatriði James Bond- myndarinnar From Russia with love en þar eigast við tveir skuggalegir náungar, Kroosteen og McAdams. Þegar Spasskí kom hingað í ársbyrjun 2006 vegna málþings um Friðrik Ólafsson vék hann að eigin skákferli og taldi að sín bestu ár hefðu verið frá 1964 til ársins 1970. Um miðjan sjötta áratuginn varð hann heims- meistari unglinga og ári síðar varð hann yngsti stórmeistari heims og virtust allir vegir færir. Þá kom Tal fram á sjónarsviðið og um tíma var eins og skák- gyðjan hefði snúið baki við Spasskí. En á millisvæðamótinu í Amsterdam árið 1964 varð hann efstur ásamt Bent Larsen og fleirum og komst á beinu brautina aftur. Hann vann síðan áskorendakeppnina 1965 eftir sigra yfir Keres, Geller og Tal en ári síðar tapaði hann einvíginu um heimsmeistaratitilinn fyrir Tigran Petrosjan með minnsta mun. Framan af átti hann erfitt með að vinna skák en fór þá í smiðju til gamla heimsmeist- arans Mikhaels Botvinniks sem gaf honum óvænt ráð – tapaðu fyrst einni! Eftir stóra sigra yfir Geller, Larsen og Kortsnoj 1968 tefldi hann aftur um heimsmeist- aratitilinn við Petrosjan og þetta vor árið 1969 gekk betur, hann vann 12 ½ : 10 ½. Ári síðar lagði hann Bobby Fischer að velli í frægu 1. borðs uppgjöri á ól- ympíumótinu í Siegen og stóð þá á hátindi getu sinnar. Í seinna einvíginu við Petrosj- an sýndi Spasskí allar sínar bestu hliðar, hann undirbjó sig með því athuga ljósmyndir sem teknar voru 1966 og gat lesið úr svipbrigðum Armenans hvernig hann mat stöðuna. Hættuleg- astur var Tigran þegar hann var órólegur og taugaóstyrkur en alveg sauðmeinlaus ef hann gaf sig út fyrir að vera öruggur í fasi. Í eftirfarandi skák sem tefld var undir lok einvígisins gerði Spasskí út um taflið með leift- ursókn: HM einvígið 1969; 21. skák: Boris Spasskí – Tigran Petrosj- an Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rbd7 7. Bc4 Da5 8. Dd2 h6 Þessi leikur átti eftir að reyn- ast Petrosjan illa. Mun eðlilegra er 8. … e6 og – b5 við tækifæri. 9. Bxf6 Rxf6 10. O-O-O e6 11. Hhe1 Be7 12. f4 O-O 13. Bb3 He8 14.Kb1 Bf8 15. g4! Blásið til sóknar. Hann gat líka leikið 15. f5 en þessi leikur er óþægilegri. 15. … Rxg4 16. Dg2 Rf6 17. Hg1 Bd7 18. f5! Kh8 Eftir þennan leik verður ekk- ert við ráðið, nauðsynlegt var 18. … De5 t.d. 19. Rf3 Dc5 og svartur heldur í horfinu. 19. Hdf1 Dd8 20. dxe6 fxe6 21. e5! Rýmir e4-reitinn og allir menn hvíts taka þátt í sókninni. 21. ... Re4 dxe5 ( STÖÐUMYND) 22. Re4! Rh5 Alls ekki 21. … 23.Hxf8+! og 24. Dxg7 mát. Spasskí leiðir skákina til lykta með tveim hnitmiðuðum leikjum. 23. Dg6! exd4 24. Rg5! - og Petrosjan gafst upp. Margir hafa spurt um líðan Spasskís eftir alvarlegt heila- blóðfall haustið 2010. Vitað er að hann lamaðist öðrum megin og er hreyfihamlaður en hann hlaut ekki heilaskaða að öðru leyti. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Boris Spasskí 75 ára Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.