SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 27
12. febrúar 2012 27 Sýningin er líka góður staður til að drekka í sig strauma og stefnur. „Það er margt í gangi, mikið af litum,“ segir Árný sem var til dæmis hrifin af danska fyrirtækinu Hay. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra heimsótti íslenska básinn. „For- sætisráðherra kom hingað í gær og skoðaði og spjallaði við okkur. Það er mikill heiður að hún hafi gefið sér tíma til þess.“ Hún segir Íslendingana standa saman. „Það er mjög góð stemning hérna og allir hjálpast að, eins og að setja upp básinn.“ Mikilvægt að hitta fólk í eigin persónu Berglind Steindórsdóttir frá Íslandsstofu er með hópnum þarna úti. „Það er mjög gaman að forsætisráðherra mætti og gott að fá tækifæri til að gefa henni innsýn í þennan hönnunarheim á sýningunni,“ segir Berglind og ítrekar mikilvægi sýn- inga sem þessara. „Ef þú ætlar á annað borð að fara í út- flutning af einhverri alvöru er þetta staður til að hitta rétta fólkið. Allur undirbúningur er líka mikilvægur. Það eru þessar sýningar sem gilda til að komast í sambönd. Þær gera það ennþá, þrátt fyrir tilkomu netsins. Að hitta fólk í eigin persónu er svo mikilvægt. Það stendur alltaf fyrir sínu. Þetta er helsta sýningin á Norðurlöndunum og hún er mjög mikilvæg fyrir þetta svæði,“ segir Berglind. „Aðsókn minnkaði á allar sýningar eftir hrun en það eru þeir sem taka ákvarðanirnar sem mæta á svæðið og það er það sem skiptir máli.“ Íslensku hönnunarfyrirtækin voru með sameiginlegan sýningarbás. Brot af vörunum sem Netagerðin var að kynna. Hópurinn saman kominn þegar forsætisráðherra kom í heimsókn. Efri röð frá vinstri: Helga G. Vilmundardóttir (Netagerðin/Stáss), Árný Þórarinsdóttir (Netagerðin/Stáss), Reynir Sýrusson (Sýrusson), Eiríkur Helgason (Lighthouse), Bryndís Bolladóttir (Netagerðin), Guðmundur Ásgeirsson (Á. Guðmundsson). Neðri röð frá vinstri: Jónína Leós- dóttir, Olga Hrafnsdóttir (Netagerðin/Volki), Jóhanna Sigurðardóttir, Berglind Steindórsdóttir (fulltrúi Íslandsstofu). Ljósmyndir/Ólafur Þórisson ’ Ef þú ætlar á annað borð að fara í útflutn- ing af einhverri al- vöru er þetta staður til að hitta rétta fólkið. Það eru þessar sýningar sem gilda til að komast í sambönd. Þær gera það ennþá, þrátt fyrir tilkomu netsins. Að hitta fólk í eigin persónu er svo mikilvægt. Það stendur alltaf fyrir sínu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.