SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 12
12 12. febrúar 2012
Mánudagur
Gerður Kristný Ef ég
ætti bíl þyrfti ég sífellt
að vera að ketilbjöllu-
þjálfa eða eltast við
hreindýr til að hafa efni á þeim. Ég
er yfir mig þakklát fyrir að hafa aldr-
ei nokkurn tímann fjárfest í öðru
ökutæki en reiðhjóli.
Þórdís Elva Þorvalds-
dóttir er stolt leggöng,
eins og tíðkast að
kalla konur með skoð-
anir.
Þriðjudagur
Elísabet Kristín Jök-
ulsdóttir Það eru allir
byrjaðir að kalla mig
Frú Elísabet, tveir bún-
ir að gera það á Facebók í dag, ég
ætla láta klippa á mig hanakamb
og hann á að vera bleikur, fá mér
vígtennur og horn uppúr hryggsúl-
unni
Föstudagur
Andri Snær Magna-
son ... minnir að í
Teigagerði hafi stund-
um verið drukkið laffi,
það var kaffi með mjög mikilli mjólk
í glasi. Ég er kominn af laffilepjandi
alþýðufólki í 108 Reykjavík.
Fésbók
vikunnar flett
Þegar velja á fartölvu er gott að velta
því fyrir sér til hvers á að nota tölvuna
og hvar: verður hún í fanginu framan
við sjónvarpið, notuð inni í tölvu-
herbergi, á flakki uppi í sumarbústað
eða í sífelldu sumarleyfi í útlöndum
svo dæmi séu tekin. Í mörgum til-
fellum er betra að fá sér borðtölvu,
ódýrara og einfaldara, en í öðrum er
fólk kannski að leita að spjaldtölvu
frekar en fartölvu.
Eins og getið er hér til hliðar eru far-
tölvur ólíkar og ber oft mikið á milli.
Sú var tíðin að allir vildu kaupa sem
öflugastar vélar og vissulega á það
enn við, sérstaklega eru leikja-
áhugamenn spenntir fyrir öflugum
apparötum. Tölvunotkun hefur þó
breyst svo mikið á undanförnum ár-
um, í stað forrita sem gera sífellt
meiri kröfur til örgjörvaafls og minnis
byggist notkunin að stærstu eða öllu
leyti á netvafri, tölvupósti, fésbók-
arhjali og tísti. Til þess þarf ekki öfl-
ugar vélar, eða ekki ýkja öflugar í það
minnsta og stundum er nóg að fá sér
spjaldtölvu eða bara betri síma.
Fartölvu til hvers?
Fartölva, borð-
tölva, spjaldtölva
eða snjallsími?
Lenovo tók við ThinkPad línunni hjá
IBM og hefur haldið vel á merkinu
finnst mér. E520 er þannig fín vél fyrir
flesta, traustur kassi, stór skjár
(15,6") og frábært lyklaborð. Dæmi-
gerð skólavél. Í vélinni sem ég
prófaði er Intel i5 2.40 GHz ör-
gjörvi, en mér skilst að líka sé
hægt að fá hana með Intel i3.
Hún er ansi þung, enda stór
um sig.
Skjákortið er á móðurborðinu, Intel
GMA HD 3000, og ekkert til að
hrópa húrra yfir, en dugir fyrir flesta
vinnslu. Skjárinn er þokkalegur,
15,6" HD LED glampafrír með
1366 x 768 díla upplausn, en
ekki ýkja bjartur. Óvís-
indaleg prófun benti til
þess að hann væri not-
hæfur utandyra, en
þó ekki í mikilli
vetrarsól.
Ekki skortir tengi á vél-
inni. Að vísu er ekki á
henni kvíartengi, enda
ekki fyrirtækisvél, en
hún er með fimm USB
2.0 tengi og eitt þeirra
eSATA samhæft, VGA
skjátengi og HDMI
sjónvarpsútgang. Það
er líka á henni 34 mm
ExpressCard rauf og
Ethernet-tengi. Einnig
er í henni kortalesari.
Minnið er 4 GB 1333 MHz, diskurinn
500 GB. Það er DVD-RW drif í vélinni
sem ég væri til í að skipta út fyrir auka-
rafhlöðu, enda er rafhlaðan í henni ekkert sérstök. Á
vélinni er upp sett 64 bita Windows 7 Professional
og fylgir Office starter 2010 (Word og Excel)
Dæmigerð skólavél
Það er sitthvað fartölva sem nota á í skóla og heimilisvafstri eða á vegum fyr-
irtækis. Lenovo E522 er gott dæmi um dæmigerða skólavél sem dugir líka
vel fyrir almenna notkun heimafyrir.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is