SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 22
22 12. febrúar 2012 Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms-málaráðherra, skrifar eftirtekt-arverðan pistil um nýjustu vendingarí hinu undarlega ESB-ferli núverandi ríkisstjórnar: „Hið einkennilega við hina „upp- lýstu umræðu“ aðildarsinna er að þeir vilja ekki gera neitt með upplýsingar sem blasa við þeim, stangist þær á við blekkinguna og spun- ann. Hér á Evrópuvaktinni sagði miðvikudag- inn 8. febrúar frá ályktun utanríkismála- nefndar ESB um aðildarviðræðurnar við Íslendinga. Skal fullyrt að aldrei áður hafi er- lendir menn seilst eins langt inn í íslenskt stjórnmálalíf og gert er í þessari ályktun. ESB-þingmennirnir láta í ljós velþóknun á því að Jón Bjarnason hafi verið látinn víkja úr ríkisstjórn Íslands. Þeir binda vonir við að brottför hans úr stjórninni verði til þess að Ís- lendingar leggi sig meira fram um að virða kröfur ESB um aðlögun. Þá hvetja þeir til þess að látið verði af ágreiningi um ESB-aðild á pólitískum vettvangi og þess í stað verði mót- uð heildstæð stefna um aðlögun að ESB. Ályktunin sýnir að þingmenn ESB telja sig hafa rétt til að hlutast til um íslensk stjórnmál og leitast við að beina þeim til þeirrar áttar sem fellur að hagsmunum Evrópusambandsins. Þessi íhlutunarréttur er talinn sjálfsagður á ESB-þinginu áður en aðildarviðræðunum við Íslendinga lýkur eða þjóðin tekur afstöðu til aðildar. ESB-þingmennirnir fagna því jafn- framt að hér á landi starfi nú Evrópustofa til að upplýsa þjóðina um ágæti ESB að sjálfsögðu með ESB-aðild að markmiði. Fögnuður ESB- þingmannanna yfir brottrekstri Jóns Bjarna- sonar úr ríkisstjórninni stangast á við fullyrð- ingar arftaka hans á ráðherrastóli, Steingríms J. Sigfússonar, um að afstaða Jóns til ESB hafi ekki ráðið neinu um brottreksturinn. Þessar yfirlýsingar Steingríms J. duga ekki einu sinni til heimabrúks hvað þá heldur í Brussel þar sem menn draga ályktanir af upplýsingum frá sendiboðum Össurar Skarphéðinssonar eða í skýrslum frá Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi. Hafi einhverjir viljað sækja um aðild að ESB til að átta sig á því hvort hið sama kynni að gerast hér og á Ítalíu eða í Grikklandi þar sem forsætisráðherrum var gert að víkja fyrir mönnum hollum Brussel-valdinu, þurfa þeir ekki að fara lengra. Fögnuðurinn á ESB-þinginu yfir brottrekstri Jóns Bjarnasonar sýnir að þrýst er á að halda þeim utan ríkisstjórnar á Íslandi sem vilja ekki hlíta aðlögunarskilyrðum ESB á umsóknarferl- inu. Hvað halda menn að gerist ef svo illa færi að Íslendingar yrðu aðilar að ESB? Eitt fyrsta embættisverk Steingríms J. Sig- fússonar var að bukka sig fyrir Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, í Brussel-ferð sem ráð- herranum er óljúft að ræða á Alþingi en leiddi til stuðnings við hann á ESB-þinginu.“ Hottað á aðlögun sem á sér ekki stað Því má bæta við að ESB-þingmennirnir töldu nauðsynlegt að hotta á íslensk stjórnvöld og Alþingi Íslendinga og hvetja þá til að hraða „aðlögun“ landsins reglum ESB. Þetta var meira en lítið vandræðalegt vegna þess að rík- isstjórnin og raunar samninganefndarmenn Össurar Skarphéðinssonar, sem vænst var að hægt væri að umgangast af meiri alvöru en ráðherrann sjálfan, hafa þverneitað því að nokkur aðlögun fari fram. Fróðlegt væri að vita hvort þeir gerðu það líka á svokölluðum „samningafundum“ sem felast þó eingöngu í því að fara yfir verkefnaskrá frá sendimönnum og merkja við hvað sé búið að aðlaga. Hvað sem mönnum þykir um ákvörðun Alþingis um að óska aðildar að ESB og hvernig sú ákvörðun var fengin fram hljóta allir að vera sammála um málið er eitt hið stærsta sem rekið hefur á íslenskar fjörur. Lágmarksskilyrði hlýtur að vera að þeir, sem að slíku máli koma og jafnvel gegna ábyrgðarhlutverki, geri það ærlega, og án undirhyggju, svika og spuna, sem hefur einkennt málsmeðferðina til þessa. Ofsa- trúarhópurinn í kringum ESB-umsóknina hlýtur að vita í hjarta sínu að þeir munu ekki komast upp með að þvinga Ísland inn í sam- bandið, (fljótlega sambandsríkið, ef vilji björg- unarmanna evrunnar verður ofan á) á full- komlega fölskum forsendum. Það var rokið af stað með þetta stóra mál þegar þjóðin lá eins og barinn boxari í böndunum, vönkuð með svima og pólitískir tækifærissinnar töldu að láta mætti hana halda að stjörnurnar sem hún sá eftir höggin væru í evrópska fánanum. Með- an svo aumlega var komið fyrir þjóðinni var jafnvel hægt að gera kannanir sem sýndu að rúmur helmingur hennar væri við þær að- stæður veikur fyrir gylliboðum um ESB-aðild. En það bráði smám saman af þjóðinni. Og hún komst á fætur aftur. Og væri langt komin með að hrista af sér farg bankahruns og afleiðingar snúninga svikahrappa, sem fóru ránshendi um eignir banka og lífeyrissjóða þjóðarinnar, ef hún sæti ekki uppi með núverandi ríkisstjórn. Nú hefur hún alla burði til að fylgjast með fréttum af evrulöndunum og ógöngum þeirra. Á Spáni er nú 23% – tuttugu og þriggja pró- senta atvinnuleysi – (nærri 50% hjá ungu fólki) án þess að þar hafi bankar enn farið á höfuðið. Forseti ASÍ telur að þau efnahagsskil- yrði sem Spánn hefur búið við henti Íslend- ingum betur en sjálfstæð mynt og segir það framan í umbjóðendur sína um leið og hann segist stoltur af störfum sínum og sinna manna í lífeyrissjóðunum. Og ekki þarf að nefna Grikkland. Brussel setti forsætisráðherrann þar af og sendi þeim einn af sínum til að stjórna landinu. Sama gerðu þeir á Ítalíu. Og eins og sést af pistlinum fremst í bréfinu þá telja þeir rétt að sömu aðferðum sé beitt á Íslandi, þótt landið sé enn þá utan við ESB og embætt- ismenn íslenskir ættu ekki að þurfa að vera með kjaftamél frá kommisserum – uppi í sér eða óttast pískinn þeirra. „Minn maður kominn,“ segir stækkunarstjórinn Hefði einhverjum kosningabærum manni dott- ið í hug í aðdraganda kosninga vorið 2009, að Reykjavíkurbréf 10.02.12 Stækkunarstjórinn fagnar Steingrími

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.