SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 4

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 4
4 19. febrúar 2012 Serbnesk stjórnvöld hafa veitt rúmlega sex milljónir evra til hjálpar Serbum í Kosovo á undanförnum tólf árum. Þetta er liður þeirra í að halda við ítökum sín- um í landinu. Fé þetta virðist nánast horfið með öllu að því er fram kom í serbneska dagblaðinu Press skömmu fyrir áramót. Í blaðinu sagði að til dæmis hefðu Serbar, sem fyrir löngu eru fluttir frá Kosovo, fengið háar upphæðir. Þar á meðal væru sex þúsund Serbar, sem unnið hefðu fyrir rafveituna Obilic í Kosovo, löngu fluttir og hefðu ekki þurft að gera handtak til að vinna fyrir peningunum. Þá hefði verið veitt fé til að reisa fjölda húsa, elli- heimili í Mitrovica og heilsugæslustöðvar sem aldrei hefðu risið. Serbneska ríkið hefði borgað allt að þús- und evrur fyrir fermetrann þótt hann kostaði ekki nema 350 evrur. Einnig hefðu peningar verið settir í að leggja götur, sem aldrei voru lagðar. Að auki voru upphæðirnar hærri, en kostnaður hefði verið við að leggja göturnar. Serbnesku styrkirnir hafa einkum runnið til Norður-Kosovo. Þar eru íbúarnir flestir Serbar, sem frekar vilja tilheyra Serbíu en Kosovo eins og fram kom í atkvæðagreiðslu í vikunni. Fé frá Belgrað til Serba í Kosovo horfið sporlaust Bóndi flytur eldivið á dráttarvél í fimbulkuldanum sem verið hefur í Kosovo að undanförnu. Reuters Í Kosovo var haldið upp á það á föstudagað fjögur ár eru liðin frá því að þar var lýstyfir sjálfstæði frá Serbíu. Skugga ber þó áþennan dag vegna atkvæðagreiðslu, sem haldin var fyrr í vikunni í héraðinu Norður- Kosovo þar sem aðallega búa Serbar og 99,74% höfnuðu því að lúta stjórn landsins og þar með yfirráðum albanska meirihlutans í landinu. At- kvæðagreiðslan fór einnig fram í mótmæla- skyni við það sem Serbar í norðurhluta Kosovo líta á sem eftirgjöf serbneskra stjórnvalda í samningum við Kosovo. Atkvæðagreiðslan hefur engin raunveruleg áhrif að því leyti að Serbar í þessum hluta landsins hafa aldrei viðurkennt sjálfstæði Kos- ovo frekar en stjórnvöld í Belgrað. Hins vegar hafa átt sér umleitanir stjórnvalda í Serbíu og Kosovo fyrir milligöngu Evrópusambandsins að finna lausn á ágreiningnum vegna sjálfstæð- isins. Serbar hafa sótt um aðild að Evrópusam- bandinu, sem hefur sett jákvæða niðurstöðu úr þessum viðræðum sem skilyrði fyrir inngöngu. Þúsundir manna komu saman í Pristina, höf- uðborg Kosovo, í gær til þess að fagna sjálf- stæðinu og horfa á hergöngu eftir aðalgötu borgarinnar. Samningar hafa tekist um ýmis minniháttar mál, sem munu hafa áhrif á dagleg samskipti, en ekki hefur náðst samkomulag um helstu ágreiningsmálin. 120 þúsund Serbar búa í Kosovo. Þriðjungur þeirra í norðurhlutanum, sem liggur að Serbíu. Tveir þriðju búa þar sem Albanar eru allt um kring og eru þeir fúsari til samstarfs en Serb- arnir í norðri. Alls eru íbúar landsins tæplega tvær milljónir, flestir af albönskum uppruna. Kosovo glímir ekki bara við erfiðleika vegna ágreiningsins við Serbíu og serbneska minni- hlutann. Fátækt fer vaxandi í landinu, sem er eitt það fátækasta í Evrópu, og spilling er land- læg. Talið er að mánaðartekjur séu að meðaltali 250 evrur (rétt rúmar 40 þúsund krónur). At- vinnuleysi er 40% í landinu og talið er að 15% íbúa landsins dragi fram lífið á minna en einni evru (162 krónur) á dag. Kosovo og serbneskir þjóðernissinnar Kosovo fékk talsverð sjálfstjórnarréttindi í júgóslavnesku stjórnarskránni 1974. Héraðið hefur hins vegar alltaf leikið stórt hlutverk í málflutningi serbneskra þjóðernissinna og hef- ur oft verið vitnað í ræðu, sem Slobodan Milos- evic, þáverandi forseti Serbíu, flutti þar 1989 þegar þess var minnst að 600 ár voru liðin frá orrustunni um Kosovo. Þá biðu Serbar lægri hlut fyrir Tyrkjum. Á níunda áratugnum var albanski meirihlut- inn gagnrýndur fyrir ofríki og fjöldi Serba og Svartfellinga flutti brott frá Kosovo. 1989 lét Milosevic skerða sjálfstjórn Kosovo verulega og féllu margir Albanar þegar serbneskar örygg- issveitir brutu mótmæli þeirra á bak aftur. Í þessu andrúmslofti flutti Milosevic áðurnefnda ræðu þar sem hann hamraði á því að Kosovo væri kjarni serbneskrar sögu, menningar og minninga. Þótt stoð slík málflutnings í raun- veruleikanum sé hæpin, átti hann greiða leið að hjörtum Serba. „Kosovo er serbnesk,“ eiga viðstaddir að hafa hrópað þegar hann lauk máli sínu. Kosovo lýsti yfir sjálfstæði 1990, en aðeins Albanía viðurkenndi sjálfstæðið. Endi var bundinn á Bosníustríðið með Day- ton-samkomulaginu 1995, en ástandið hélt áfram að versna í Kosovo. Samið var um vopnahlé, en átök brutust út í lok 1998. Serbar létu til skarar skríða og voru aðgerðir þeirra fljótt kallaðar þjóðernishreinsanir. Talið er að ein milljón manna af albönskum uppruna hafi flúið eða verið hrakin frá Kosovo. Í mars 1999 hóf Atlantshafsbandalagið árásir úr lofti og stóðu þær fram í júní þegar Milosevic féllst á að kalla heri sína til baka og erlendur her kæmi til Kosovo. Eftir þetta var Kosovo á forræði Sameinuðu þjóðanna og nánast eins og nýlenda þeirra. Mörg af þeim vandamálum, sem nú er glímt við í Kosovo, eiga rætur í því hvað þessi tími stóð lengi. Kosovo lýsti ekki yfir sjálfstæði fyrr en 17. febrúar 2008, tæpum níu árum eftir að loft- árásunum lauk og í raun er tímum utanaðkom- andi forsjár enn ekki lokið með öllu. Tæplega 90 lönd hafa viðurkennt sjálfstæði Kosovo, þar á meðal Ísland, en mest er andstaðan frá Serb- um og Rússum. Þrálátur vandi Kosovo Sjálfstæðis- afmæli í skugga ágreinings Íbúi í Pristina lætur fána Kosovo blakta á meðan hermenn ganga fylktu liði framhjá í tilefni af því að fjögur ár eru liðin frá því að Kosovo lýsti yfir sjálfstæði. Kosovo er eitt fátækasta land Evrópu og á í erfiðum deilum við grannann í norðri, Serbíu. AP Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Kona gengur fram hjá serbneskum fána með áletruninni „Allt þetta er Serbía“ í bænum Mitro- vica í Kosovo á föstudag. Á veggmyndinni stend- ur: „Vegna þess að ekki verður snúið aftur – Mitro- vica í Kosovo.“ Mitrovica er klofinn bær milli Serba og Albana. „Eina fólkið sem fagnar sjálfstæð- isdeginum verður embættismenn stjórnarinnar, sem urðu ríkasta fólkið í Kosovo með því að vinna sem stjórn- málamenn á daginn og kaupsýslumenn á nóttunni,“ sagði Albin Kurti, leiðtogi Sjálfs- ákvörðunarhreyfing- arinnar, sem er í stjórnarandstöðu, við fréttastofuna AFP. Evrópusambandið segir að „spilling sé ráðandi“ í Kosovo og „geta til að rannsaka slíka glæpi og sér- fræðiþekking sé tak- mörkuð“. Hverjir fagna?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.