SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 10

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 10
10 19. febrúar 2012 Skar og skarkali | 24 06.30 Fótaferð. Vissi af roki og rign- ingar-hagléljum gegnum svefninn. Ég er til vara í dag, fimmtudag; þarf að vera tilbúinn í vinnu frá 10.30 til 22.30. Veit af einu aukaflugi í kvöld; þarf að koma strákunum í handboltaliði Ak- ureyri norður eftir leik. 06.45 Morgunsund í Vesturbæj- arlauginni. Syndi einn kílómetra, bringusund og skriðsund. Nokkrar teygjur, blaut gufa og pottur. Fasti morgunsundhópurinn mættur eins og ávallt. Müllersæfingar og svo hin viku- lega vigtun á hópnum og allt fært til bókar. 08.00 Kominn heim. Heilagur morg- unverður og hlusta á KK. Glas af Goji- berjasafa, rautt grape, musli, Benecol og AB-mjólk, banani og Cranberry-safi. Skelli í þvottamál og kíki svo á mbl á netinu, athuga fyrst hvernig staðan er á fluginu og hleyp svo yfir fréttir. Fyrsta verk á Facebook er að bjóða Guðrúnu Jónsdóttur, óperusöngkonu í Hnífsdal, góðan dag; hún er ávallt jákvæð. Skrái sundið inn í Lífshlaupið. Þvottavélin bú- in, hengi upp og fer svo út. 10.00 Ansi er hann svalur. Það geng- ur á með éljum en það er sannarlega hressandi að fara í góðan morg- ungöngutúr. Notalegt að ganga með ströndinni, út í Gróttu, hringinn um Sel- tjarnarnesið og alla leið á flugvöllinn í morgunkaffi. Dagurinn lítur vel út, allar freyjur hressar svo líklega þarf ég ekki að fara í aukaflug. 12.00 Hádegiskaffi og fréttir hjá kunningja. Spjallað um leikhús og und- irbúning stuttmyndar sem hann er að vinna að. 12.45 Stefnan sett heim á leið, maður er aldrei öruggur, getur verið kallaður út þó að allt hafi virst mannað fyrir daginn. Kem við í Heilsuhúsinu og gríp upp pakka af þessum ofurfæðufræjum, Chia seeds. Hressandi að ganga þó að blási. 14.00 Kominn heim eftir þennan góðan morgungöngutúr. Skrái hann inn á Lífshlaupið; þetta er ekkert meiri hreyfing en vant er, en skorar hinsvegar hátt í mínu liði hjá Flugfélaginu. 14.15 Flugumsjón hringir: „Nærðu út á völl fljótt, það er orðið fært til Ísa- fjarðar og brottför klukkan þrjú. Strætó fer eftir 15 mínútur, snör handtök að koma sér í einkennisbúninginn, ganga í veg fyrir strætó og úti á velli er ég kl. 14.40. 15.00 Komumst í loftið á réttum tíma. Það hefur verið ansi mikill vindur í lofti undanfarna daga og við eigum von á hressilegum hristingi í Djúpinu. Ísafjarð- arfarþegar eru ýmsu vanir. En hvað ger- ist? Vélin varla hreyfist; notalegt flug og við lendum eftir 35 mínútur. Nánast full vél suður aftur og góð vinkona um borð. „Þú sækir mig alltaf þegar ég er veð- urteppt,“ segir hún. Smánudd í aðflug- inu til Reykjavíkur, gengur á með éljum og hefur bætt í meðan við vorum fyrir vestan. Næsta brottför er ekki fyrr en 20.30 svo ég hef nægan tíma í kvöldmat. Við erum vanari því að hafa ekki nema 10-15 mínútur til að gleypa í okkur mat- inn á milli ferða. 20.40 Vélin til Akureyrar farin í loft- ið. Allir voru komnir út í vél tímanlega nema handboltastrákarnir, við urðum að bíða eftir þeim í smá stund því þeir urðu að klára leikinn! Vindur hefur blásið þvert á fjörðinn undanfarna daga og dá- lítið hreyfing verið á vélinni þegar við komum niður í fjallahæðina, en aðflugið er rólegt í þetta skipti. Við erum 35 mín- útur á leiðinni. Notalegt veður á Ak- ureyri. Við snúum vélinni við á 15 mín- útum. „Ooooo, var einmitt að vona að þú værir um borð,“ segir góð vinkona sem er að fara suður. Erum lengur í borgina enda enn ansi hvasst í lofti svo það tekur okkur 50 mínútur að komast suður. Vet- ur konungur tekur á móti okkur, allt hvítt í borginni og gengur á með éljum. 23.05 Vinnudegi er lokið. Heim í háttinn, fríhelgi framundan og ég ætla heim til Akureyrar með fyrstu vél að morgni. Spáð er snjókomu sem veit á gott, enda allur snjór vel þeginn í Hlíð- arfjall. Vonandi gefur vel á skíði í fjallinu um helgina; kannski maður bregði sér til Siglufjarðar ef verður sól og bjart. Skríð undir sæng rétt fyrir miðnætti, notalegt að heyra haglið bylja úti. Þetta var góður og skemmtilegur dagur, bæði mikil úti- vera og góður dagur í loftinu. Dagur í lífi Hreins Skagfjörð Pálssonar flugþjóns Hreinn Skagfjörð á Akureyri í gær; að moka stéttina í hádeginu, í annað skipti þann daginn! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á fljúgandi ferð Þorgrímur Kári Snævarr

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.