SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 19
19. febrúar 2012 19
líkaminn átti sig á því að það eigi að
svelta hann og læri að komast af með lít-
illi orku. Svo byrjar fólk að hreyfa sig
minna og efnaskiptin koðna niður. Fólk
getur verið langt undir brennslu og lést,
svo detta út nokkrir dagar og þá þyngist
það aftur. Ótal rannsóknir sýna að ef fólk
hefur einu sinni orðið þungt, þá eru meiri
líkur á að það gerist aftur. Ég var að verða
svona jójó-fitubolla, léttist þegar ég æfði
grimmt, en þyngdist aftur um leið og ég
hætti að æfa. Ég held að skynsamlegasta
markmiðið sé þannig, að jafnvægið mið-
ist við að þú æfir ekki neitt og venjurnar
styðji við það. Æfingin er plús, það er
besti fókusinn.“
– Er þetta meinlætislíf?
„Nei, þetta snýst bara um vitund.“
– Endinn á hvítlauksbrauðinu rænir
mann ekki hamingjunni?
„Nei, og ég þurfti ekkert að borða
hann. Aftur snýst þetta um gildismat og
forgangsröðun. Ætlarðu að eyða pen-
ingum í vitleysu ef það þýðir að þú getir
ekki veitt börnunum neitt? Hvaða þýð-
ingu hefur heilsan fyrir lífsgæðin? Gildin
eru ekkert annað en það sem maður eyðir
sínum tíma í, peningar og orka. Það er
eina skilgreiningin sem til er. Svo getur
fólk predikað allan fjandann. Þetta er
munurinn á tilbúnum gildum og raun-
verulegum gildum.“
Hann brosir.
„Heyri ég amen!“
Svo hlær hann.
„Amen halelúja! Ég væri til í að byggja
musteri þar sem gerði aldrei annað en að
tala um þetta.“
Og mælingarnar á mataræði fólks eru
nákvæmar, að minnsta kosti til að byrja
með. „Í fyrstu halda allir að þetta grund-
vallist á tölfræði, en smám saman fer
þetta að snúast um innsæi,“ segir Brynj-
ar. „Það gerist óhjákvæmilega þegar þú
ferð að pæla í matnum sem þú lætur ofan
í þig á hverjum degi. Og það er mikið í
húfi. Það mikilvægasta sem þú átt er
heilsan, hún gefur þér tíma og tíminn
færir þér allt annað sem skiptir máli.
Margir virðast ekki átta sig á að eitt það
mikilvægasta fyrir heilsuna, fyrir utan að
vera jákvæður, hress og glaður, er hvað
þú borðar. Matur, svefn og hreyfing er
gullni þríhyrningurinn. Og fyrst mat-
urinn hefur svona mikil áhrif, af hverju
ætti fólk ekki að vilja endurskoða hvað
það borðar í tvær mínútur á dag? Það má
vera að það finni ekki mun frá degi til
dags, en þegar litið er yfir langan tíma, þá
er annað uppi á teningnum. Fólk þrosk-
ast með þessu og gerir ekki sömu mis-
tökin tvisvar – smám saman breytast
innkaupin. Við hjálpum fólki af stað og
kennum því að vera þolinmótt, því hlut-
irnir gerast ekki svona,“ segir hann og
smellir fingri.
Streita splundrar draumum
Brynjar gagnrýnir fitubrennslunámskeið,
sem standa í stuttan tíma, en breyta engu
til langframa. „Markmiðið á ekki að vera
að léttast, heldur að léttast og vera í kjör-
þyngd. Gættu þess hvers þú óskar! Ef
markmiðið er að léttast færðu örugglega
ósk þína uppfyllta, en ef þú ætlar að vera
í kjörþyngd alla ævi þá hættir að skipta
máli hvort þú léttist um 10 kíló á tíu eða
20 mánuðum. Hitt er bara örvinglun og
skammsýni. Ef þú gefur þér 20 mánuði til
að léttast, þá eru meiri líkur á að þú
borðir meira og það þýðir að líkaminn
vinnur betur með þér. Líkurnar eru
einnig meiri á því að þú þróir með þér
venjur og viðhaldir þeim þegar þú nærð
kjörþyngd, plús eða mínus tveir ban-
anar!“
Í öðru lagi þarf að gæta þess að styrkja
liðamót með æfingum, ekki að skemma
þau. Ef fólk ætlar að svelta sig, þá byrjar
líkaminn að vinna á móti því og það
myndast togstreita. Það átta sig ekki allir
á því að byrjun á hrörnun er oft vanda-
mál í stoðkerfum. Ef þú stríðir við
vandamál í hásin, þá hreyfirðu þig
minna, þyngist meira og það skapast
vítahringur. Alltof margir taka of mikið á
því þegar þeir byrja að æfa og skemma
liðamótin í stað þess styrkja þau og verða
hraust gamalmenni.
Í þriðja lagi, ef þú leggur inn á bankann
með jafnri hreyfingu, þá færðu ofurvexti.
Ef lífsstíllinn er þannig að þú æfir marga
daga í viku allan ársins hring, þá eykur
það grunnbrennsluna og það getur mun-
að 10 til 15%. Ég finn það á sjálfum mér,
að ef ég er í formi, þá brenni ég meira.
Þetta er tungumál sem þarf að tala við
líkamann.“
Ekki hamast í fólki
Það þarf að verða vitundarvakning, að
sögn Brynjars, og hann vill að fólk átti sig
á upphafspunktinum, í hvernig ásig-
komulagi það er, og vinni út frá því með
réttari tölfræði, annars vegar út frá mat-
aræði og hinsvegar æfingum.
„Þetta er þróunin á fleiri sviðum í
heilsugeiranum,“ segir Brynjar. „Það er
að koma á markað nákvæmlega sama
kerfi fyrir streitustjórnun, sem hjálpar
fólki að átta sig á hvernig það stendur og
hvaða áhrif streitan hefur. Margir eru
meðvitaðir um að draga úr streitu, en
síður um að hlaða batteríin. Þó er það
ekkert síður mikilvægt. Streitan getur
verið ágæt, við gerum ekkert án hennar,
en það má bara ekki vera of mikið af
henni. En orkuna fáum við með því að
fara snemma að sofa, borða oft og vel,
hugleiða og hreyfa okkur.“
Sjálfur gengur Brynjar á Esjuna einu
sinni til tvisvar í viku og segist fá allar
sínar bestu hugmyndir á þeirri göngu.
„Svo er mikilvægt að hitta vini sína, vera
með börnunum sínum – og lesa í Biblí-
unni,“ bætir hann við og hlær.
Skrefin í Key Habits eru þrjú fram að
„útskrift“ eins og það er kallað. „Í fyrsta
lagi að þú getir skráð mataræðið, að ekki
sé sleppt úr degi og að skráningin stand-
ist, í öðru lagi að fólk sýni fram á að það
sé byrjað að ná markmiðum sínum og í
þriðja lagi að það gerist án okkar hjálp-
ar,“ segir Brynjar. „En auðvitað er ekki
þar með sagt að það vilji ekki halda áfram
að nýta sér hana.“
Og hann segir fólk mun líklegra til að
skuldbinda sig, ef það fær að eiga frum-
kvæðið. „Það er ástæðan fyrir því að það
er ánægt. Það er í raun og veru enginn að
hamast í því, nema það skrái ekki, þá er
hringt í það. Þú færð fyrst tölvupóst, svo
er hringt og loks sendi ég Helenu í gamla
leðurjakkanum og með neongrifflurnar,“
segir hann og gætir þess að brandarinn
berist eiginkonunni, sem kom inn um
dyrnar rétt í þessu.
Einn kollegi blaðamanns hafði einmitt
stolist í súkkulaðirúsínur og undrast að
hann fengi engar skammir. En það er
óþarfi í þessu kerfi, því mælingarnar
segja allt sem segja þarf.
„Mörgum finnst skrítið að við séum
ekki að hamast í þeim,“ segir Brynjar.
„En fólk sér það sjálft hvað það getur
bætt og er fljótt að vinna bug á því sem er
út í hött. Það er engin krafa um að breyta
öllu mataræðinu í einu vetfangi, heldur
breytist kannski ein venja á mánaðar-
fresti og það þýðir tólf venjur á ári –
hugsaðu þér, 12 venjur! Þá er það bara
orðið náttúrubörn, farið að borða hey-
sátu af grasafæði!“
Kjartan Orri Sigurðsson,
Ragnar Óskarsson, Brynjar
Karl og Guðmundur Daði
Kristjánsson eru á skrifstof-
unni á Íslandi, en Guð-
brandur rekur söluskrifstof-
una í Evrópu frá Svíþjóð.
Morgunblaðið/Ómar
Brynjar Karl níu ára og auðvitað í körfu-
boltabúningnum.
Síðasta FSu lið sem að Brynjar þjálfaði. Liðsmenn voru fáir þar sem vitað var að þetta yrði
síðasta árið. Fimm þeirra fengu skólastyrk í Bandaríkjunum.
Viðmótið þar
sem fólk getur
fylgst með ár-
angrinum af
hollu mataræði
og heilbrigðri
hreyfingu.