SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 20
20 19. febrúar 2012
níð vegna kynþáttar síns. Í einni leiklýs-
ingu veltir blaðamaðurinn sér á hinn bóg-
inn upp úr litnum á skónum hans, sem
voru brúnir en ekki svartir eins og venjan
var.
Það er til marks um stöðu Watsons í
skoskri knattspyrnu að einn virtasti
sparkskýrandi þjóðarinnar, J.A.H. Cat-
ton, valdi hann í besta lið allra tíma í
Skotlandi árið 1926. Hafði Catton hálfrar
aldar yfirsýn.
Síðar flutti Watson ásamt skoskri konu
sinni og tveimur börnum til Ástralíu þar
sem hann sálaðist árið 1902, aðeins 44 ára
að aldri.
Bananaregn í Glasgow
Með sárafáum undantekningum léku
engir blökkumenn í Skotlandi næstu
hundrað árin. Sá næsti sem eitthvað kvað
að var Englendingurinn Mark Walters
sem gekk til liðs við Rangers árið 1987.
Fyrsti leikur hans var gegn erkiféndunum
í Celtic og héldu stuðningsmenn þeirra
uppi látlausum kynþáttaárásum frá fyrsta
flauti til hins síðasta. Svo slæmt var
ástandið að gera varð hlé á leiknum um
tíma til að fjarlægja hundruð banana af
flötinni. Er það mál manna að bresk
knattspyrna hafi sjaldan lagst lægra. Samt
hélt skoska knattspyrnusambandið að sér
höndum. Engum var refsað.
Walters lét þó ekki bugast, lék yfir 140
leiki fyrir Rangers, þar sem hann var í
miklu uppáhaldi.
Næsti blökkumaður til að leika fyrir
skoska landsliðið var Nigel Quashie árið
2004, 122 árum eftir að Andrew Watson
skrýddist búningnum. Quashie er af
ensku og ganísku foreldri en á skoskan
afa. Þriðji svarti landsliðsmaðurinn í
Skotlandssögunni er Chris Iwelumo.
Þess má geta að blökkumenn eru vel
innan við 1% af skosku þjóðinni.
Sprettharður markvörður
Fyrsti blökkumaðurinn sem gerðist at-
vinnumaður í ensku knattspyrnunni var
Arthur Wharton. Hann fæddist á Gull-
ströndinni, þar sem nú er Gana, árið 1865,
sonur föður sem var hálfur Grenadamað-
ur og hálfur Skoti og móður sem heyrði til
Fante-fólkinu. Árið 1882 var Wharton
sendur til Englands til að nema trúboð en
lagði skræðurnar fljótt á hilluna til að
helga sig íþróttum. Hann var jafnvígur á
margar greinar, átti til að mynda heims-
metið í 100 metra hlaupi um tíma, 10 sek-
úndur sléttar. Sett 1886.
Whartons er þó einkum minnst fyrir
þær sakir að hann var fyrsti litaði mað-
urinn til að leika knattspyrnu í efstu deild
í Englandi. Það kann að hljóma undarlega
en sprettharðasti maður heims lék í
marki. Wharton lék meðal annars fyrir
stórlið Preston North End, fyrstu Eng-
landsmeistarana, áður en deildakeppnin
hófst, 1888, og síðar Sheffield United,
Rotherham Town, Stalybridge Rovers og
Stockport County. Leikirnir urðu þó ekki
margir, innan við tuttugu, en í þeim náði
Wharton að gera þrjú mörk. Hann átti það
til að bregða sér á kantinn.
Wharton var mikið ólíkindatól í mark-
inu og í aðsendri grein í blaðinu Sheffield
Telegraph and Independent árið 1942 rifj-
ar minnugur lesandi upp atvik úr leik
Rotherham og Sheffield Wednesday þegar
Wharton mun hafa stokkið upp, tekið um
þverslána með höndunum og gripið tuðr-
una millum fóta sér með þeim afleið-
ingum að þrír marksæknir framherjar
Wednesday enduðu í netinu. „Ég hef ekki
í annan tíma séð markvörslu af þessu tagi
og hef ég þó fylgst með knattspyrnu í
hálfa öld,“ skrifar lesandinn.
Árið 2003 var Wharton limaður inn í
Frægðargarð knattspyrnunnar í Englandi
vegna brautryðjandahlutverks síns.
Hugrakkur hermaður
Miðherjinn Fred Corbett, sem var af
blönduðu kyni, og Egyptinn Hussein He-
gazi komu lítillega við sögu í neðri deildum
ensku knattspyrnunnar snemma á tutt-
ugustu öldinni en næsti þeldökki leikmað-
urinn til að láta til sín taka í efstu deild var
Walter Tull sem lék yfir hundrað leiki fyrir
Tottenham Hotspur og Northampton
Town á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld.
Tull átti hvíta enska móður en faðirinn
var frá Barbados, þar sem amma hans hafði
verið ambátt. Hann missti foreldra sína
ungur og ólst eftir það upp á munaðarleys-
ingjahæli. Bróðir hans, Edward, varð fyrsti
hörundsdökki tannlæknirinn í Bretlandi.
Tull lék aðeins 10 leiki fyrir Tottenham
frá 1909-11 og herma sumar heimildir að
það hafi verið vegna aðkastsins sem hann
varð fyrir frá hendi áhorfenda vegna lit-
arháttar síns. Dæmi eru um að Tull hafi
verið kallaður „surtur“ í leiklýsingum
dagblaða. Honum mun hafa verið betur
tekið í Northampton.
Þegar stríðið braust út 1914 skráði Tull
Þegar margur hélt að Bretar værubúnir að sparka kynþátta-fordómum á knattspyrnuvöll-um út í hafsauga hafa þrjú mál
komið upp með stuttu millibili sem benda
til annars. Uppákomur sem hverfast um
Patrice Evra, Anton Ferdinand og Tom
Adeyemi hafa vakið heimsathygli og gefið
til kynna að ennþá sé pottur brotinn í
vöggu knattspyrnunnar, þrátt fyrir
markvisst átak og upplýstari umræðu.
Enska knattspyrnusambandið og dóm-
stólar í landinu svitna nú yfir þessum
málum sem leiða óhjákvæmilega hugann
að sögu þeldökkra knattspyrnumanna í
Bretlandi. Sú saga er lengri og litríkari en
ætla mætti.
Gersigraði Englendinga
Skotland verður seint talið helsta vígi
blökkumanna í knattspyrnu en það
breytir ekki því að þeldökkur maður lét
fyrst að sér kveða þar um slóðir. Andrew
Watson hét kappinn, sonur skosks at-
hafnamanns og frillu hans í Bresku
Gvæjana. Þegar Watson var átján ára,
1875, var hann sendur til náms í Skotlandi
og kom þá í ljós að hann var liðtækur
knattspyrnumaður.
Eftir að hafa spreytt sig hjá nokkrum
smærri félögum gekk Watson til liðs við
sterkasta félag Skotlands á þeim tíma,
Queen’s Park, og vann með því nokkra
bikartitla. Auk þess var hann um tíma rit-
ari félagsins. Leikmenn gengu í ýmis störf
á þeim árum. Árið 1881 var hann valinn í
skoska landsliðið og varð þar með fyrsti
blökkumaðurinn til að leika landsleik fyr-
ir nokkra þjóð. Watson, sem var bak-
vörður, var raunar fyrirliði Skota í fræki-
legum sigri á erkiféndunum,
Englendingum, 6:1. Hann var einnig í liði
Skota sem lagði Wales 5:1 tveimur dögum
síðar og þriðja og síðasta landsleikinn lék
Watson ári síðar gegn Englendingum sem
lauk með 5:1-sigri Skota. Ekki amalegur
ferill.
Árið 1882 flutti Watson búferlum til
Englands og kom þá ekki lengur til greina
í skoska landsliðið vegna þágildandi
reglna. Hann gekk í raðir London Swifts
og varð fyrsti blökkumaðurinn til að leika
í ensku bikarkeppninni, elsta
knattspyrnumóti í heimi. Watson lauk
ferlinum hjá félagi sem nefndist Cor-
inthians.
Watson naut mikillar virðingar vegna
framgöngu sinnar á velli og engar heim-
ildir benda til þess að hann hafi mátt þola
Fram úr
skugganum
Saga blökkumanna í ensku knattspyrnunni er
saga um fordóma og mótlæti en um leið þraut-
seigju. Það er ekki öllum gefið að synda á móti
straumnum. Vatnaskil urðu á áttunda áratugn-
um en sagan er mun lengri, hófst á ofanverðri
nítjándu öld með manni að nafni Andrew Wat-
son, fyrsta svarta manninum til að leika lands-
leik – fyrir Skotland af öllum þjóðum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Albert Johanneson lék um
tíma með Leeds United.
Mike Trebilcock, fyrsti
dökki bikarmeistarinn.
Tony Collins, fyrsti litaði
stjórinn á Englandi.
Hinn snjalli Walter Tull féll í
fyrri heimsstyrjöldinni.
Ruud Gullit, fyrsti svarti
stjórinn í úrvalsdeildinni.
Jack Leslie var hér um bil
valinn í enska landsliðið.
John Barnes, fyrsti þeldökki
leikmaður ársins í Englandi.
Mark Walters fékk óblíðar
viðtökur í Skotlandi.
Clyde Best ruddi brautina
hjá West Ham United.
Markvörðurinn Arthur Whar-
ton var afar frár á fæti.
Laurie heitinn Cunningham
lék með West Brom. Albion.
’
Svo slæmt
var
ástandið
að gera varð hlé
á leiknum um
tíma til að fjar-
lægja hundruð
banana af flöt-
inni.