SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 22

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 22
22 19. febrúar 2012 Það er ekki öll vitleysan eins,“ er haft áorði, þegar gengur fram af fólki, en íupphrópuninni er líka þakklætisvottur.Það er einhvern veginn bærilegra þeg- ar nokkurrar fjölbreytni gætir, líka þótt vitleys- an eigi í hlut. En hún ætlar engan enda að taka En hver vitleysan af annarri, sem rekja má til núverandi ríkisstjórnar er oftast eins og eineggja margburar séu að birtast. Þótt þær snúist um hin ýmsu efni eru þær þrátt fyrir allt svo keim- líkar, að varla má þekkja þær í sundur. Hæsti- réttur ógilti almennar kosningar í fyrsta sinn í sögunni, þegar kjósa átti til „stjórnlagaþings“. Það þarf ekkert smáræði til að 6 dómurum rétt- arins af 6 þyki slík úrlausn vera óhjákvæmileg. Svo einstæð sem úrlausn réttarins vissulega var má hiklaust halda því fram að viðbrögð núver- andi ríkisstjórnar hafi náð því að vera einstæð- ari. Engin ríkisstjórn í vestrænu lýðræðisríki hefði brugðist þannig við ótvíræðri ákvörðun æðsta réttar lands eins og hún leyfði sér að gera. Íslenska ríkisstjórnin ákvað sem sagt að hafa dómin í raun að engu. Hún náði þó ekki meirihluta þingmanna kringum þá ósvinnu, sem var örlítil lýðræðisleg huggun. Því miður kom á daginn að hópurinn, sem kosinn hafði verið með eindæma dræmri þátt- töku í almennri kosningu, sem Hæstiréttur að auki ógilti, var þannig innréttaður þegar á reyndi að hann ákvað að leika leikinn með rík- isstjórninni í hinni stjórnskipulegu tragedíu. Þar með úrskurðaði sá hópur í raun að hann væri eina sannaða úrtak íslensku þjóðarinnar, (nokkrir tugir af 300 þúsundum), sem örugg- lega var óhæft til að undirbúa breytingar á stjórnarskránni, sem að auki var engin brýn nauðsyn á að ráðast í. Það kom því ekki mjög á óvart að hinn ruglingslegi og óbrúklegi texti með hugmynd að stjórnarskrá fyrir Ísland, sem var hrærður saman á slíkum forendum, skyldi að lokum verða samþykktur samhljóða af hópnum. Það kom heldur ekki á óvart að forsætisráð- herrann, sem las ekki fyrsta Icesave-sam- komulagið yfir og heimtaði að þingheimur samþykkti það líka ólesið, skyldi ekki hafa tek- ið afstöðu til eins einasta atriðis í þessum sam- setningi, en krefðist þess þó að hann yrði af- greiddur. Þessi vitleysa er því frábrugðin öðrum að hún er alltaf eins. Og þetta heldur áfram. Hið svokallaða „stjórnlagaráð“ lauk störfum og afhenti frá sér plaggið. Það er ekki lengur til sem slíkt. Umboð þess var á starfs- tímanum lítið sem ekkert, en því litla var að fullu lokið. Frá þessu var skýrt á heimasíðu „ráðsins“. Hvergi er á vef Alþingis að finna stafkrók um að þetta stjórnlagaráð sé enn þá til. Það fólk, sem áður lét hafa sig í að sitja í „stjórnlagaráði“, þrátt fyrir úrskurð Hæsta- réttar, hefur ekki ríkari rétt til þess nú að láta þetta mál til sín taka en nálægur karlakór eða fimleikafélag. Og raunar lakari forsendur og minni rétt, eins og áður var rakið. En rík- isstjórn landsins og sumum þingmanna hennar þykir bersýnilega sem botni vitleysunnar sé enn þá ekki náð. Aukin sundrung uppskrift að sátt Og svo segist ríkisstjórnin vilja leita eftir af- stöðu þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu, sem á að snúast um allt annað og taka mun alla athygli. Sama ríkisstjórnin og hamaðist gegn því að þjóðin fengi að hafa sitt að segja um Icesave í tvígang, ríkisstjórnin sem neitar þjóðinni um að segja álit sitt á aðlögunargöngunni inn í ESB ætlar að hafa þjóðaratkvæði um stjórnarskrá sem er fullkomlega samhengislaust plagg, eins og nánast hver einasti fræðimaður sem tjáð sig hefur um það hefur bent á, og ekki er nokkur vegur að kynna þjóðinni á þeim tíma sem er til stefnu. Þessi sama ríkisstjórn hefur frá fyrsta starfs- degi staðið fyrir uppnámi í einni höfuðgrein þjóðarinnar, sjávarútveginum. Og hvaða for- sendu gefur hún sér fyrir því skaðræðisverki? Jú, hún segist vera að skapa sátt um sjávarútveginn með því að setja þar allt á annan endann og láta hann búa við algjöra óvissu ár eftir ár um fram- tíð sína. Látið var að því liggja að Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hefði borið sig eitthvað vitlaust að í „sáttaverkinu“ og því hefði verið nauðsynlegt að gera atlögu að honum, þegar bak hans vissi að forkólfum ríkisstjórn- arinnar. En Jón upplýsti í yfirgripsmiklu viðtali í Morgunblaðinu hvernig allt var í pottinn búið. Málið var fyrir löngu tekið af réttskipuðum ráð- herranum. Það gerðu Jóhanna og Steingrímur, sem skipuðu ráðherranefndir og síðan þing- mannanefndir ríkisstjórnarflokkanna hverja eftir aðra sem þvældust auðvitað fyrir öllum eðlileg- um vinnubrögðum. Ekkert var því við Jón að sakast. Og sannleikurinn var opinberaður úr óvæntri átt. Það voru til menn sem Steingrímur hafði ekki uppburði til að segja að þegja, né að leggja á hendur, en hvort tveggja gerir hann í ís- lenskum þingsal. Það voru búrókratarnir í Brussel. Þeir sömu sem hann lét verða sitt fyrsta verk að bugta sig svo rækilega fyrir að dapurlegt var að sjá vitnisburðinn um. Þessir stórlaxar töldu sig þess umkomna að fagna sérstaklega og skriflega brottrekstri Jóns Bjarnasonar úr sínum stól og þá þar með að fagna þeim sem settist í staðinn. Þær yfirlýsingar voru niðurlægjandi fyr- ir sjálfstæða þjóð en eru þó aðeins forsmekk- urinn ef illa fer. Það er vísast ekki nokkur maður lengur í vafa um að Steingrímur J. Sigfússon er á hraðferð gegn hagsmunum þjóðarinnar í ESB- málinu. Hann hefur svo rækilega svikið sitt fólk og sína kjósendur í stóru og smáu í þeim efnum að næsta skrefið í svikaferlinum er í rauninni Reykjavíkurbréf 17.02.12 Alltaf bætist í sekkinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.