SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 23
19. febrúar 2012 23
Það er nauðsynlegt að hafa vettvang fyrir rabb um efni Sunnudagsmoggans og til að taka ámóti ábendingum frá lesendum og því hefur Rabbið verið endurvakið, sem löngum var íLesbókinni, að vísu undir öðrum formerkjum. Nýverið var umfjöllun um það í blaðinu þegar togarinn Elliði fórst í vonskuveðri 11.
febrúar árið 1962. Sú frásögn var sögð frá sjónarhorni skipverja á Elliða. En Ragnar Ingimundarson
vekur í bréfi máls á björgunarafreki Bjarna Ingimarssonar og áhafnarinnar á Júpíter: „Í bókinni
„Sagan gleymir engum“ sem Ásgeir Jakobsson ritaði (1989) nokkru eftir andlát Bjarna segir m.a.:
„Ástæður þess að lítt hafði verið fjallað um þátt Júpíters eru þeim vel ljósar sem þekktu Bjarna –
hann lét ávallt lítið yfir sér og hafði ekki mörg orð um það sem hann þó var þekktur fyrir: björg-
unarafrek , harðfylgi í sjósókn og einstök aflabrögð.““
Ragnar vekur sérstaka athygli á því, að „það var Bjarni sem heyrði tilkynningu um að Elliði væri í
sjávarháska. Það voru þeir Bjarni og Aðalsteinn Gunnarsson, sem tókst að ná upplýsingum um
Elliða og miða hann út. Það var skipstjórinn, Bjarni Ingimarsson, sem lét knýja skip sitt Júpíter
áfram á fullu afli í 10 vindstigum, snjóbyl og haugasjó í tæpa þrjá tíma, sem dugði til að komast að
Elliða og senda gúmmíbjörgunarbát til skipbrotsmannanna, sem rétt komust í hann áður en Elliði
sökk. Upplýst er að ganghraði Júpíters svaraði til mesta ganghraða sem skipið átti að geta náð við
hagstæðar aðstæður. Það var svo að sjálfsögðu Bjarni sem stjórnaði aðgerðum við björgun eftir að
komið var að Elliða.“
Þá barst kjarnyrt bréf frá Ingrid vegna viðtals við Braga Kristjónsson í desember: „Vasaklúturinn
hans Braga var á sínum stað eins og tíðkast í Kiljunni, og neftóbaksdósina vantaði ekki.
Ég verð að segja eins og er: mér býður bara við að horfa á hann snýta sér í þennan flennistóra
rauða vasaklút (ætli hann sé þveginn?) og fitla í sífellu í nefinu á sér, veifa og viðra hann. Þetta er
ógeðslegt, oj bjakk! Getur hann ekki látið af þessum ósið alla vega þessar fáu mínútur sem sjón-
varpsmyndatakan stendur?
Annars dáist ég að honum hvað hann er fjölfróður og sigldur, vel menntaður að með ólíkindum
er. Í öllum siðuðum löndum heims snýta menn sér ekki opinberlega. Ég vildi að hann fengi að lesa
bréfið mitt.“
Í viðtali við Brynjar Karl Sigurðsson í dag er tæpt á því í myndatexta að Brynjar hafi farið í fyrir-
lestraferð í tvö ár með Don Meyer, sigursælasta þjálfara í háskóladeildinni vestra. Það væri óvitlaust
af lesendum að slá upp myndbandi á YouTube, þar sem Meyer tekur við Jimmi V.-verðlaununum
árið 2009. Þar er rakin saga Meyers og barátta hans eftir harðan árekstur í árslok 2008, sem breytti
lífi hans svo um munaði. Í ræðu sinni sagðist Meyer hafa sótt kraft í heilræði sem vinur hans fékk frá
föður sínum á útskriftardaginn: „Ekki ljúga, ekki kvarta og engar afsakanir.“
Pétur Blöndal
Ekki ljúga, ekki kvarta
og engar afsakanir
Rabb
„Æ, þegiðu!“
Steingrímur J. Sigfússon atvinnumálaráðherra við Sig-
mund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokks-
ins, sem hafði kallað fram í fyrir ráðherranum í ræðu-
stól. Steingrímur var á leið til sætis síns.
„Ég er alveg nógu stór til að viðurkenna
að þetta er ekki viðeigandi.“
Steingrímur J. Sigfússon um ummæli sín hér að ofan,
daginn eftir.
„Þetta er alveg eins og að fara
á ströndina. Það er hægt að eyða
öllum tímanum í að velta útlit-
inu fyrir sér eða það er hægt að
sleppa því alveg og drífa sig
niður á strönd og hafa það
skemmtilegt.“
Leikkonan Christina Ricci um nekt-
arsenur í nýjustu mynd sinni, Bel Ami.
„Ofbeldi og
valdníðsla.“
Árni Johnsen alþingismaður
um þá ákvörðun bæjarstjórnar
Akureyrar að senda Snorra
Óskarsson kennara í hálfs árs
frí á launum vegna umdeildra
ummæla um samkynhneigð.
„Við áttum ekki okkar besta leik.“
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, eftir að liðið var
kjöldregið, 4:0, af AC Milan í Meistaradeild Evrópu.
„Ég er ekki ólétt.“
Bandaríska kvikmyndaleikkonan Jennifer Aniston.
„Íslenska krónan er eins og fíllinn í
stofunni.“
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
á Viðskiptaþingi.
„Eftir að hafa gengið í gegnum
verkið finnst mér það gjör-
samlega mannbætandi.“
Ragnheiður Skúladóttir, leikstjóri sýning-
arinar Hótel Keflavík á Hótel Keflavík.
„17. febrúar 2002, þegar ég tók
þessi þungu skref óraði mig ekki
fyrir því hversu gott lífið
ætti eftir að vera án þessa
harða húsbónda. Ég er
þakklát og vona að mér
hlotnist að vera áfram
edrú, einn dag í einu.“
Linda Pétursdóttir sem hætti
að drekka fyrir réttu ári.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
stutt, þótt það sé alvarlegt. Tal hans um að
finna „sáttaleið“ um sjávarútveginn eftir að hafa
haldið honum í heljargreipum allt kjörtímabilið,
er eingöngu miðað við það að laga íslenska um-
gjörð að vilja og veruleika ESB. Og það er gert í
þeirri veiku von að næst þegar hann býst til að
bugta sig í Brussel, jafnvel enn dýpra en síðast,
fái hann klapp á kollinn sinn í kaupbæti.
Enn ein og ekki smá í sniðum
En ríkisstjórnin var ekki búin að bíta úr nálinni
með Hæstarétt. Sjö dómarar af sjö gáfu út það
álit sitt að þegar að ríkisstjórnarmeirihlutinn
reyndi að laga löggjöf að stóra dómi réttarins
um gengistengingar skuldbindinga, þá hefðu
stjórnarliðar í leiðinni tekið á sig krók til að
brjóta stjórnarskrána. Þá hina sömu stjórnarskrá
sem þeir fengu ótækasta úrtak þjóðarinnar til að
hræra í fyrir sig. Nú var það ekki neitt óvilja-
verk. Ráðherranum og stjórnarliðum var oft
bent á við meðferð málsins, bæði af fræðimönn-
um og stjórnarandstöðu, að lagafrumvarpið færi
í tilteknu efni beinlínis gegn stjórnarskrá lands-
ins. En brotaviljinn var einbeittur og ekki var
hlustað á neinar aðvaranir. Árni Páll Árnason,
sem fauk úr ríkisstjórninni Jóni Bjarnasyni til
samlætis, gaf þá skýringu á því að svona var
farið að, að ríkisstjórnin hefði óttast svo mjög
bréf Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, fyrir
hönd ónefndra kröfuhafa. Varð ráðherrann
fyrrverandi ekki skilinn öðru vísi en svo að það
hefði verið dulin snilld að brjóta gegn stjórn-
arskránni af ráðnum hug. Bréf lögmannsins
hefði bent til þess að ef ríkisstjórnarmeirihlut-
inn hefði haft lögin í lagi þá hefði ríkið getað
orðið skaðabótaskylt, sagði Árni efnislega. En
þar sem Hæstarétti hefði verið látið eftir að
komast að niðurstöðu væri slík hætta ekki fyrir
hendi. Já ríkisstjórnarvitleysan er þá ekki alltaf
eins, þrátt fyrir allt, en samt er handbragðið
líkt og skyldleikinn leynist ekki.
Morgunblaðið/Ómar
Beðið eftir
strætó í
Lækjargötu.