SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 25

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 25
19. febrúar 2012 25 „Hér var opið til klukkan eitt. Ég var hins vegar að vinna til klukkan þrjú í ýmsum frágangi. Þá hélt ég til míns heima sem er hér í næstu götu. Var varla kominn inn úr dyrunum þar þegar einn íbúanna á Dalbraut hringdi í mig og sagði að vídeóleigan væri að brenna,“ sagði Gunnar Jósefsson í samtali við Morgunblaðið 31. ágúst 2009. Þegar slökkvilið kom að skíðlog- aði í húsinu. Fimm eftirlitsmynda- vélar eru í Laugarásvídeói og var upptökubúnaður og annar tölvu- búnaður í eldtraustu herbergi, þar sem áður voru peningageymslur í útibúi Íslandsbanka sem lengi var í húsinu. Á upptökum úr mynda- vélunum sést hvar maður kemur akandi að leigunni, gengur að úti- hurð og kastar einhverju inn um skilalúguna. „Þetta er að líkindum karlmaður en hann hendir tusku eða ein- hverju slíku inn og beygir sig síðan niður og hellir einhverju inn um lúguna. Í kjölfarið blossar upp mikill eldur. Það sést glöggt á upptökunum hvernig allt fuðrar upp. Það er svakalegt að skoða þetta,“ sagði Gunnar eftir brun- ann. Hálft þriðja ár er nú liðið en ekki hefur tekist að upplýsa brun- ann. „Þetta var hryðjuverk, ekkert annað. Hér átti að skemma,“ segir Gunnar, þegar hann rifjar þessa örlagaríku nótt upp. „Ýmsir hafa legið og liggja jafnvel ennþá undir grun en ekkert hefur sannast. Ég hef samt á tilfinningunni að þetta mál komi til með að upplýsast. Forlögin munu sjá til þess.“ Tjónið nam tugum milljóna króna, bæði var húsnæðið illa farið og stór hluti myndasafnsins ónýt- ur. Húsnæðið var tryggt en ekki innbúið og myndirnar, þannig að Gunnar fékk ekki nema 11 millj- ónir króna út úr tryggingunum. Þrátt fyrir þetta mikla tjón tók Gunnar strax ákvörðun um að opna Laugarásvídeó aftur. „Ég var auðvitað í miklu sjokki eftir brun- ann enda ekki kunnugt um að ég ætti mér óvildarmenn en ég var strax ákveðinn í að láta ekki ein- hverja jólasveina eyðileggja ævi- starf mitt.“ Ekki bætti úr skák að bruninn varð í miðju hruni. „Það var ekki hlaupið að því að ráðast í svona mikla framkvæmd eins og að- stæður voru í þjóðfélaginu á þess- um tíma en ég lét mig hafa það, dyggilega hvattur áfram af vel- unnurum mínum, ekki síst kon- unni minni. Hún keyrði gamla í gang aftur.“ Í miðjum framkvæmdum var Gunnar lagður inn á spítala með alltof háan blóðþrýsting. Hefði að sögn læknis ekki mátt koma miklu síðar en svæsinn höfuðverkur varð til þess að hann leitaði sér hjálpar. „Minnstu munaði að brennuv- argnum tækist að ganga endanlega frá mér en ég hef með hjálp lyfja náð býsna góðri heilsu aftur.“ Laugarásvídeó var opnað aftur með pomp og prakt 12. desember 2009. Deildarbungubræður léku fyrir viðstadda og Gunnar sjálfur með þeim á trommur. Fullt var út út dyrum. „Ég trúði þessum við- tökum varla, stemningin var svakaleg. Þetta var eiginlega bara kraftaverk. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds og hugs- aði: I’m back!“ Bruni í miðju hruni„Hvar varst þú á sunnudaginn, Gunnar, þegar ég komhérna?“ Róbert Ísleifsson, sem gengur vaktir á leigunni, rek- ur Gunnar þó stundum út. „Það er fínt að hafa Robba hérna til að leysa mig af enda er hann gangandi al- fræðirit um kvikmyndir,“ segir Gunnar. Viðskiptavinir leigunnar þekkja margir hverjir Gunnar býsna vel og staldra fyrir vikið gjarnan við til að spjalla um daginn og veginn. „Það er oft eins og fé- lagsmiðstöð hérna. Menn standa við afgreiðsluborðið og spjalla um allt milli himins og jarðar, ekkert síður landsmálin en kvikmyndir. Oft er glatt á hjalla.“ Byrjaði ungur að sýna bíómyndir Gunnar Jósefsson fæddist í Reykjavík árið 1953, sonur hjónanna Jósefs Halldórssonar byggingameistara og Dýrfinnu Helgadóttur húsmóður. Kvikmyndir og tón- list hafa löngum verið hans ær og kýr en tólf ára gamall eignaðist Gunnar sína fyrstu 8 mm sýningarvél og hélt reglulega kvikmyndasýningar fyrir börnin í hverfinu gegn vægu gjaldi. Myndirnar leigði hann hjá Filmum og vélum. Síðan var vitaskuld farið í bíó oft í viku, eins og tíðkaðist í þá daga. Gunnar var frá unga aldri söngvari og trymbill í hljómsveitinni Systur Söru og fékk meira að segja und- anþágu til að spila í Glaumbæ sáluga aðeins fimmtán ára. Hljómsveitin tróð líka reglulega upp í Officera- klúbbnum á Keflavíkurflugvelli og víðar. Síðan hætti Flowers sem húshljómsveit í Silfurtunglinu og Systir Söru tók við. Þar spilaði Gunnar ásamt félögum sínum næstu fjögur árin á hverju einasta föstudags- og laug- ardagskvöldi og stundum á sunnudögum líka. Að þeim tíma loknum var Silfurtunglinu lokað og Gunnar stóð á krossgötum. Eftir nokkrar vangaveltur Þegar Gunnar Jósefsson lítur yfir farinn veg er hann stoltur af því hvernig Laugarásvídeó hefur byggst upp með þraut- seigju og dugnaði. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.