SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 28

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 28
28 19. febrúar 2012 kokks árið 2000 og 2002 varð ég að- stoðarmaður í kokkalandsliðinu. Þegar ég útskrifaðist árið 2004 var ég svo heppin að fá pláss í liðinu og hef farið á þrenna Ólympíuleika og þrjú heims- meistaramót. Það er mikil keyrsla að taka þátt í þannig keppni og maður er að undirbúa sig dag og nótt og fær lít- inn svefn. Þetta er hópvinna þar sem allir í liðinu vinna að sama markmiði. Það á vel við keppnismanneskju eins og ég held að ég sé. Þegar ég byrjaði í kokkanámi sog- aðist ég inn í þann heim og vann mjög mikið, bæði dag og nótt. Þegar mál voru komin í ákveðinn farveg fór ég aftur að lifa venjulegu lífi og hitti vin- konur og vini sem ég hafði ekki hitt í mörg ár. Nú er ég með öðruvísi verk- efni en áður. Ég er að skrifa grillbók fyrir Hagkaup sem kemur út í vor, er að vinna að sjónvarpsþáttunum og svo passa ég að allt sé í lagi á veitingastöð- unum tveimur. Ég er í vinnunni langt fram á nótt og byrja snemma á morgn- ana. Ég er mjög vön að vinna mikið.“ Alltaf vitað hvað er gott og hvað er vont Þú ert sjónvarpskokkur, horfirðu á sjónvarpskokka eins og Nigellu og Gordon Ramsay? „Heima hjá mér er Food Network í gangi allan sólarhringinn. Mér finnst óskaplega gaman að horfa á gaur sem heitir Alton Brown sem höfðar ekki beint til allra. Hann tekur fyrir hráefni og kryfur þau. Nigella er fínn sjón- varpskokkur en Gordon Ramsay fer langt yfir strikið og ég er orðin ansi þreytt á öskrunum í honum, sem ég held að séu reyndar bara gerð fyrir myndavélarnar.“ Hvernig líður þér sjálfri fyrir fram- an sjónvarpsvélarnar? „Fyrst fannst mér erfitt að horfa á sjálfa mig í sjónvarpi en nú er ég orðin sátt og er bara ánægð með frammistöð- una. Þátturinn hefur auðvitað þróast og Verið er að sýna á Skjá einumsjöundu þáttaröðina af mat-reiðsluþætti Hrefnu Sætran.Hrefna er einungis 31 árs en er þegar í hópi þekktustu kokka lands- ins og er meðeigandi tveggja vinsæl- ustu veitingastaða landsins, Fiskmark- aðarins og Grillmarkaðarins. Hún segir að áhuga sinn á mat megi rekja til barnæsku. „Ég er einkabarn og var mikið með ömmu og afa og við fórum mikið út að borða á fína staði,“ segir Hrefna. „Ég man eftir mér fjögurra ára gamalli að velta fyrir mér bragðinu á fiskréttum. Ég man eftir smjörskál með steinselju ofan á og ég hugsaði mikið um það af hverju steinseljan væri ofan á og hvað gerðist ef maður tæki hana af smjörinu. Ég byrjaði strax mjög lítil að fá áhuga á mat. Ég borðaði allt en af því að mér fannst svín svo óskaplega sæt neitaði ég lengi vel að borða þau. Ég var orðin tólf ára þegar ég fór að borða svínakjöt. Ég byrjaði mjög ung að elda og var með veitingahúsleiki heima. Ég bjó til matseðil og drykkjaseðil, þar sem var vatn, mjólk og djús, og fór að borðinu til foreldra minna og afa og ömmu og tók niður pantanir. Ég reyndi að fá alla viðstadda til að panta sama réttinn svo matseldin yrði auðveldari. Svo fór ég og eldaði. Mér fannst óskaplega gaman að horfa á kokkaþætti og Siggi Hall var hetjan mín. Ég tók upp þættina og átti spólu- safn með Sigga Hall og þegar ég var veik lá ég heima og horfði á þessa þætti meðan aðrir krakkar horfðu á teikni- myndir. Stundum stóð ég líka fyrir framan spegil og þóttist vera með eigin matreiðsluþátt. Það er merkilegt hvað ég vissi snemma hvað ég vildi gera. Lengi vel áttaði ég mig samt ekki á því að ég gæti orðið lærður kokkur af því að ég sá bara karlmenn út um allt sem voru að elda. En þegar ég var orðin tvítug vissi ég að ég gæti gert þetta starf að atvinnu. Ég byrjaði að læra til mér finnst hann verða æ betri.“ Það geta varla allir orðið listakokk- ar, hvað þarf til að verða listakokkur og hver er þinn styrkleiki sem kokk- ur? „Þetta er örugglega eitthvað með- fætt. Sumir eru ástríðukokkar, aðrir fara algjörlega eftir uppskriftum. Ég hef alltaf vitað hvað er gott og hvað er vont. Ég þekki hráefnin mjög vel og hef auga fyrir óvenjulegum samsetn- ingum. Fólk er oft hrætt við að prófa ýmislegt óvenjulegt í matargerð en ég segi því að vera óhrætt við það. Í sjón- varpsþáttunum sýni ég fólki samsetn- ingar sem því dettur kannski ekki sjálfu í hug. Ég finn að fólk er hrifið af því.“ Þú ert meðeigandi í Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum. Af hverju vildirðu opna veitingastaði? „Þegar ég byrjaði að læra til kokks uppgötvaði ég mjög fljótlega að mig langaði til að eiga eigin veitingastað þar sem ég gæti lagt línurnar og þróað hugmyndir mínar um matargerð. Þannig að það að opna Fiskmarkaðinn árið 2007 var eins og að sjá draum ræt- ast. Við erum tvö sem eigum Fisk- markaðinn. Þar var veitingastaður sem við keyptum okkur inn í og breyttum og gerðum að okkar veitingastað. Við áttum ekki mikinn pening en gerðum allt sjálf og fjölskylda, vinir og verð- andi starfsfólk hjálpaði til alla daga sem munaði miklu. Við erum með leigu- samning til margra ára og erum þess vegna í öruggu starfsumhverfi. Fisk- markaðurinn gekk vel og okkur eig- endunum tókst að ávinna okkur traust sem varð til þess að við ákváðum að færa út kvírnar og opnuðum Grill- markaðinn í fyrra, en við erum fjögur sem eigum hann. Við erum samtals með hundrað manns í vinnu á báðum stöðum og gætum þess að hugsa vel um starfsfólkið og það má segja að við séum eins og fjölskylda. Aðsóknin er mjög góð og við pössum vel upp á að Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Keppnismann- eskja í matseld Þrátt fyrir ungan aldur er Hrefna Sætran orðin einn virtasti matreiðslu- maður landsins. Hún rekur tvo veitingastaði, er með eigin sjónvarpsþátt og er að skrifa matreiðslubók. Í viðtali ræðir hún um matreiðsluáhugann, veitingastaðina og galdurinn á bak við velgengnina. Hrefna Sætran: Þegar ég byrjaði að læra til kokks uppgötvaði ég mjög fljótlega að mig langaði til að eiga eigin veitingastað þar sem ég gæti lagt línurnar og þróað hugmyndir mínar um matargerð.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.