SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 29
19. febrúar 2012 29
viðhalda ákveðnum gæðum. Við förum
á veitingahús til að borða, oft erlendis,
og uppfærum matseðilinn reglulega.
Það er hörð samkeppni í þessum
bransa og margir veitingastaðir fara á
hausinn. Allir eru að reyna að gera sitt.
En samkeppnin getur tekið á sig ljótar
myndir, eins og þegar farið er að stela
réttum frá veitingastöðum. Svo virðist
sem ekkert sé hægt að gera við því. Á
Fiskmarkaðnum erum við með kokteil
sem við höfum verið að þróa alveg frá
opnun til að hann yrði sem bestur. Við
höfum lagt mikinn tíma í þá vinnu.
Allt í einu var þessi kokteill kominn á
vínseðil annars veitingahúss. Við könn-
uðum rétt okkar en erum ekki vernduð
fyrir stuldi eins og þessum. Sjálf
myndum við aldrei gera svona lagað.“
Maður heyrir því hvíslað að frægir
erlendir gestir séu duglegir við að
heimsækja þessa tvo veitingastaði.
„Ef frægt fólk kemur til landsins er
mjög líklegt að það borði hjá okkur.
Þetta fólk fær að vera í friði og er mjög
þakklátt fyrir það. Það er regla hjá
okkur að skýra fjölmiðlum aldrei frá
því hvaða fólk þetta er.“
Heimilismatur er sælgæti
Ertu gagnrýnin á eldamennsku ann-
arra?
„Ég er gagnrýnin ef ég borða á veit-
ingastöðum. En alls ekki í heima-
húsum. Ég veit ef eitthvað er ekki eins
og það á að vera en horfi þá framhjá
því. Þegar ég er nýbúin að kynnast
fólki líður yfirleitt nokkur tími þar til
það býður mér í mat en um leið og ég
er búin að koma nokkrum sinnum þá
verður þetta ekkert mál. En aðrir
spyrja gestgjafana oft: Finnst ykkur
ekki óþægilegt að fá hana í mat?“
Áttu uppáhaldsmat?
„Heima borða ég mikið af grænmeti,
mér líður vel af því. Ég reyni að elda
það eins og ég myndi elda fisk og kjöt
og legg metnað í matreiðsluna. En það
er skrýtið að þegar maður er búinn að
vera lengi í þessum bransa finnst
manni matur eins og humar og par-
maskinka, sem öðrum finnst algjört
lostæti, vera ósköp venjulegur matur.
Ég hef borðað ógrynni af humri í gegn-
um tíðina, sem er matur sem flestir
borða mjög sjaldan. Mér finnst óskap-
lega gott að fá bara venjulegan heim-
ilismat. Oft er mér boðið í hús þar sem
venjulegur heimilismatur er á boð-
stólum. Fólk segir afsakandi við mig:
Þetta er nú ekkert merkilegt. En mér
finnst þessi matur algjört sælgæti.“
Eldar þú mikið heima hjá þér?
„Við hjónin skiptumst á. Maðurinn
minn er góður kokkur. Þegar við byrj-
uðum saman var ég stundum alveg
óþolandi við hann ef mér fannst hann
ekki bera sig rétt að við eldamennsk-
una og sagði stöðugt: Nei, þetta er ekki
svona! Hann hætti að elda og ég áttaði
mig á því að ég hafði verið leiðinleg við
hann og gjörbreytti um aðferð og fór
að hrósa honum. Það má segja að í
byrjun hafi ég brotið hann niður og svo
þurfti ég að byggja hann upp aftur.“
Hvernig kynntistu manninum þín-
um?
„Við erum búin að þekkjast síðan við
vorum sextán ára, vorum í sama vina-
hópi, en byrjuðum ekki að vera saman
fyrr en fyrir þremur árum. Þá hittumst
við á bar. Hann heitir Björn Árnason og
er ljósmyndari og selur meðal annars
myndir úti í heimi. Við eigum fimm
mánaða strák, þannig að lífið er öðru-
vísi en áður. Sonurinn sefur á nóttinni
og vakir allan daginn, sem ég bjóst
ekki við. Hann þarf mikla athygli, en
það er bara gaman. Þegar ég var að
alast upp var ég alltaf með fullorðnu
fólki og hann er alltaf með okkur. Þeg-
ar ég var lítil var oft talað um að ég
hefði góðan orðaforða og ég held að
það hafi verið vegna þess að ég var
mikið með eldra fólki. Ég vona að það
verði eins með hann.“
Hvaða áhugamál áttu?
„Ég er nýbyrjuð að spila fótbolta
með stelpuliði sem heitir FC Ógn og
við spilum einu sinni í viku á KR-
vellinum. Rakel Garðarsdóttir í Vest-
urporti er þjálfari og stofnandi liðsins.
Ég var í samkvæmisdönsum og stelpu-
leikjum þegar ég var lítil og horfi ekki
reglulega á fótbolta en ef stórmót er í
gangi er ég alveg til í að fylgjast með
því og velja mér uppáhaldslið. Þetta
fótboltaspark er nýjasta áhugamálið
mitt en annars hef ég bara ákaflega
mikinn áhuga á mat og er alltaf að
hugsa um hann. Okkur Rakel langar til
að opna litla ísbúð sem á að vera mjög
sérstök, en meira vil ég ekki segja um
það verkefni. Svo útiloka ég ekki að
opna fleiri veitingahús með félögum
mínum, en við förum samt ekki að
gera eitthvað slíkt bara til að gera eitt-
hvað.“
’
En samkeppnin getur tekið á sig ljótar myndir,
eins og þegar farið er að stela réttum frá veit-
ingastöðum. Svo virðist sem ekkert sé hægt að
gera við því. Á Fiskmarkaðnum erum við með kokteil
sem við höfum verið að þróa alveg frá opnun til að
hann yrði sem bestur. Við höfum lagt mikinn tíma í
þá vinnu. Allt í einu var þessi kokteill kominn á vín-
seðil annars veitingahúss. Við könnuðum rétt okkar
en erum ekki vernduð fyrir stuldi eins og þessum.
Morgunblaðið/Kristinn