SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 32
32 19. febrúar 2012
Bárður Sigurðsson var Þing-eyingur, fæddur 1872 á Kálf-borgará í Bárðardal en fluttist14 ára gamall að Hjalla í
Reykjadal þar sem foreldrar hans voru í
húsmennsku. Bárður var elstur sjö barna
þeirra. Hann varð snemma vinnumaður
á bæjum í sveitinni og fékkst aðallega
við smíðar, en áhugi hans á ljósmyndun
var gríðarlegur og hann tók mikið af
myndum á fyrstu tveimur áratugum 20.
aldar; merkilegar myndir af fólki við
leik og störf, einkum í Mývatnssveit.
Fyrir nokkrum misserum bárust
Minjasafninu á Akureyri glerplötur
Bárðar. Þær höfðu í áratugi verið í eigu
Eðvarðs Sigurgeirssonar, hins lands-
þekkta ljósmyndara, og færðu börn Eð-
varðs, Egill og Elsa Friðrika, Minjasafn-
inu ljósmyndasafn Bárðar til varðveislu.
Þjóðminjasafn Íslands, Minjasafnið á
Akureyri og Safnhúsið á Húsavík, safnið
í hans heimasveit, tóku höndum saman
og ákveðið var að efna til sameiginlegrar
sýningar á ljósmyndum Bárðar. Hún var
fyrst sett upp á Þjóðminjasafninu, fór
síðan norður á Húsavík og er núna á
Akureyri, sem fyrr segir. Söfnin gáfu út
vandaða bók þar sem fjallað er um lífs-
hlaup og ævistarf Bárðar í nokkrum
greinum og birtur fjöldi mynda hans.
Hörður Geirsson, safnvörður ljós-
myndadeildar Minjasafnsins á Akureyri,
segir í grein um Bárð í bókinni að hann
hafi verið hugvitsmaður. „Áhugi hans á
allri tækni og framförum kom fram
snemma á ævinni og hann lærði á og
breytti mörgum þeim tækjum sem á
vegi hans urðu,“ segir Hörður og bætir
við að áhugi hans á tækni hafi fljótt náð
til ljósmyndunar.
Hörður vitnar í dagbók Bárðar þar
sem hann segir frá ferð frá Mývatni til
Akureyrar í september 1904, í þeim til-
gangi að kaupa sér myndavél. Ferðin
tók fjóra daga. Hann vitnar svo í frásögn
Bárðar í tímaritinu Hlín 1929. Þar segir:
„Þegar jeg eignaðist fyrstu ljósmyndavj-
elina, kunni jeg lítið með hana að fara;
þá náði jeg í danska ljósmyndafræði, en
kunni ekkert í því máli, svo jeg varð að
fá mjer orðabók Jónasar Jónassonar, og
varð þetta til þess að jeg lærði að taka
myndir og meira til, jeg lærði að lesa
dönsku, mjer til nota og ánægju.“
Hörður segir frá því að bókin og til-
Hjartsláttur
sveitanna
Bárður Sigurðsson Mývetningur er
talinn hafa komist nær íslenskri sveita-
menningu en aðrir íslenskir ljósmynd-
arar. Verk hans frá upphafi 20. aldar eru
nú til sýnis á Minjasafninu á Akureyri.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is