SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 36

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 36
36 19. febrúar 2012 Það fylgir bolludeginum að gæðasér á sætum bollum. Margirtaka forskot á sæluna og borðaherlegheitin á sunnudaginn svo úr verður tveggja daga veisla. Vatns- deigsbollur hafa verið vinsælastar hér- lendis þótt gerbollur af ýmsu tagi séu líka á borðum eins og sænsku seml- urnar, sem eru fylltar með marsipani. Fyrir þá sem vilja minnka sætabrauð- sneyslu má líka halda upp á daginn með því að borða fiskbollur eða kjötbollur og þá er um að gera að hafa bollurnar heimagerðar. Á sprengidaginn er síðan komið að hinum þjóðlega rétti saltkjöti og baun- um. Í hinni frjálsu alfræðiorðabók Wi- kipediu er að finna ýmsar upplýsingar um daginn. Þar segir að elsta heimild um íslenskt heiti dagsins tengist mat- arveislu fyrir föstuna en það er að finna í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafs- sonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. „Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld miklifenglegrar átveislu með alskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál.“ Saltkjötið getur verið feitt, sem kallast á við erlent heiti dagsins sem er „mardi gras“ eða „feiti þriðjudagur“ og er það réttnefni. Mikilfeng- leg átveisla og meðlæti Bolludagurinn er á mánudaginn og sprengidagur á þriðjudaginn. Hér eru nokkrar góðar hug- myndir að því hvernig megi halda upp á þessa tvo daga með vænni veislu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Baunasúpa með saltkjöti úr gulertum er yfirleitt byggð á söltuðum soðnum lambaframparti og íslensku grænmeti. Oftast er hún bragðbætt með lauk eins og hér er gert, en á seinni tímum er ekki óalgengt að blaðlaukur, graslaukur, sell- erí og jafnvel reykt flesk/beikon sé jafn- framt notað til yndisauka. Baunasúpa er tiltölulega algengur matur á Íslandi og órjúfanlega tengd sprengidegi landans. Uppskriftin er úr Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu og er fyrir fjóra. 1 kg saltkjöt 200 g gular baunir 400 g gulrófur 1 laukur 200 g gulrætur Í eldhúsinu: Kraftur (helst kjötkraftur) 1,2 l vatn Best er að leggja baunirnar í bleyti í kalt vatn í um 12 klst. við stofuhita. Baunirnar eru svo skolaðar, settar í pott með vatninu ásamt kjötkrafti ef vill (má sleppa) og soðnar í um 30 mín. Best er að fleyta alla froðu af yfirborðinu. Kjötið er skolað og þegar baunirnar byrja að mýkjast eru 2-3 kjötbitar settir út í en hinir soðnir sér til þess að súpan verði ekki of sölt. Látið sjóða í 30 mín. Að lokum er grænmetið soðið í 20-30 mín. með baunasúpunni. Saltkjöt og baunir er ekki síðra upp- hitað. Best er að snöggkæla afgangana svo baunirnar gerjist ekki. Ef súpan verður of sölt er gott ráð að setja kartöflur eða rófur í hana, þær draga saltið í sig. Bygg passar líka mjög vel út í baun- irnar. Ljósmynd/Árni Torfason Saltkjöt og baunir Heimatilbúnar kjötbollur eru allt öðru- vísi en þær keyptu. Þessi uppskrift er úr Hollt nesti heiman að. 1 kg grísahakk 2 egg 2 brauðsneiðar bleyttar í mjólk börkur af 3 sítrónum 5 pressuð hvítlauksrif 2 tsk sítrónusafi handfylli af ferskri íslenskri steinselju kryddið með sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar bragðlítil kókosolía/ önnur olía til steikingar Blandið öllu hráefninu vel saman í skál með höndunum. Kreistið mjólkina úr brauðinu og rífið það út í deigið. Kælið í um klukkustund. Einnig er gott að útbúa blönduna daginn áður og láta hana standa í kæliskáp yfir nótt. Mótið bollur og steikið á pönnu upp úr kókosolíu. Kjötbollur eiga ekkert sameiginlegt nema nafnið þegar kemur að næringar- gildi og hollustu. Í heimatilbúnum boll- um er ferskleikinn í fyrirrúmi, við ráðum hlutfalli kjöts og annarra hráefna. Kjöt- bollur ætti alltaf að búa til úr nýju hakki – helst sem við hökkum sjálf. Keyptar kjöt- bollur eru oft úr kjötfarsi sem við vitum ekki hvað inniheldur og getur verið of salt. Kartöflu-eplasalat Það er um að gera að nota nýjar kartöflur með hýðinu á í kartöflu-eplasalatið, þannig eru þær hvað næringarríkastar, best er að kartöflurnar séu lífrænt rækt- aðar. 1 dós sýrður rjómi (18%) paprikuduft á hnífsoddi karríduft á hnífsoddi 400 g kartöflur 2 epli 1⁄5 hluti púrrulaukur, ljósi og græni hlutinn 1 msk ferskur íslenskur graslaukur nýmalaður svartur pipar Sjóðið kartöflurnar, kælið og flysjið. Hrærið kryddinu saman við sýrða rjómann og smakkið til. Setjið kartöflur, epli, púrrulauk og graslauk saman við sýrða rjómann, ásamt dálitlum pipar, og blandið varlega. Kjötbollur og kartöflusalat Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Matur Vanillubúðingur er skemmtileg viðbót við þessar venjulegu sultu- og rjómaboll- ur. Bollurnar er hægt að bera fram með ferskum berjum. Þessar bollur má einnig búa til fyrir veislur en þá eru þær frystar með fyllingunni og síðan teknar úr fryst- inum rétt áður en þær eru bornar fram. Að sjálfsögðu eru þessar klassísku með sultu og rjóma alltaf góðar. Þessi upp- skrift er úr bókinni Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar. Um 30 stórar eða 75 litlar bollur 250 ml vatn 75 g smjör 2 tsk sykur örlítið af salti 125 g hveiti 1 tsk lyftiduft (má sleppa) 3 stór egg Hitið ofninn í 190°C. Setjið vatn og smjör ásamt sykri í pott og látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hitanum. Setjið hveiti og lyftiduft út í pottinn og hrærið hraustlega í með sleif þar til myndast hefur slétt og samfellt deig. Hrærið síðan eggjunum saman við einu í einu, hrærið vel á milli. Klæðið bökunarplötu með smjörpappír og setjið 1 msk af deigi á plötuna fyrir hverja stóra bollu. Bakið í ofni í um 35 mínútur.Varist að opna ofninn fyrr en langt er liðið á baksturstímann. Takið eina bollu úr ofninum og látið standa í smástund. Ef hún fellur þarf að baka boll- urnar í 3-4 mínútur til viðbótar. Ef þið viljið hafa bollurnar litlar þarf að stytta baksturstímann niður í 20 mínút- ur. Látið bollurnar kólna áður en súkku- laðihjúpurinn er settur ofan á þær. Súkkulaðihjúpur á toppinn 100 g dökkt eða hvítt súkkulaði 3 msk. rjómi Bræðið súkkulaðið við vægan hita í litlum potti ásamt rjómanum. Ef þið ætlið að setja rjóma og sultu inn í bollurnar er betra að skera þær í tvennt og dýfa svo toppnum í bráðið súkkulaðið. Ef á að fylla bollurnar með vanillubúðingi eru þær ekki teknar í sundur. Látið súkkulaðið harðna áður en bollurn- ar eru fylltar með búðingnum. Setjið búðinginn í sprautupoka og stingið stútnum inn í bollurnar og sprautið kreminu inn þar til þær eru vel fylltar. Vanillubúðingur 150 ml rjómi 300 ml mjólk 1 vanillustöng Vanillubúðingsfylltar vatnsdeigsbollur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.