SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 44

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 44
44 19. febrúar 2012 Colin Cotterill – Killed at the Whim of a Hat bbmnn Colin Cotterill er þekktastur fyrir bókaröðina um Siri Paiboun réttarmeinafræðing sem vinnur við vægast sagt frumstæðar aðstæður í erkikomm- únistatríkinu Laos. Þær bækur eru hin besta skemmtun, og fá hér meðmæli, en sú bók sem hér er gerð að umtalsefni er byrjun á nýrri röð, ef að líkum lætur, sem gerist í Taílandi nútímans. Sögu- hetjan er ung kona, Jimm Juree, sem er nýflutt til Suður-Taílands með móður sinni, bróður og afa, þar sem þau taka við aflóga gistiheimili. Juree er ekki sátt, því hún starfaði sem blaða- maður og ætlaði sér mikinn frama í glæpafréttaskrifum, en kemst heldur en ekki í feitt þegar bóndi í nágrenninu grefur sig niður á Volkswagen-rúgbrauð með beinagrindum í framsætunum. Um líkt leyti er ábóki myrtur í nálægu búddaklaustri og því í nógu að snúast. Líkt og í bókunum um Siri Paiboun er stíllinn glannalegur á köflum, Cotterill tekur sjálfan sig ekki of alvarlega og á stundum er bókin líkari hreinni gamansögu en reyfara. Umhverfið er hæfilega fram- andlegt fyrir Vesturlandabúum og hvarvetna skín í gegn dálæti Cot- terills á Taílandi. Ágætis skemmtun, en ruglingsleg á köflum og ekki laust við að maður verði dálítið leiður á Jimm Juree. Mark Dunn – Ella Minnow Pea – A Novel in Letters bbbbb Skammt suðaustur af Suður-Karólínu í Bandaríkj- unum er eyjan Nollop, sjálfstætt lýðveldi sem hefur heiti sitt eftir tungumálsfrömuðinum Nevin Nollop sem fann upp setninguna góðu „The quick brown fox jumps over the lazy dog“ sem nýtir alla stafi enska stafrófsins og er því lykilsetning í tungu- málakennslu um heim allan. Á eynni stendur eðli- lega stytta af Nollop og setningin góða er límd á stall hennar. Svo ber við einn dag að einn stafanna fellur af styttunni og stjórnvöld sjá atburðinn sem merki frá Nollop – við- komandi bókstaf á ekki að nota lengur og liggur þung refsing við öðru. Stuttu síðar dettur af annar stafur og heldur svo fram – stöf- unum fækkar smám saman og eftir því sem tungumálið verður fá- tæklegra verður upplausnin meiri á eynni. Bókin er samin í bréfum, sem verða eðlilega sérkennilegri eftir því sem færri bókstafi má nota, og gefur góða mynd af sívaxandi þrengingum eyjarskeggja. Frábær skemmtun. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 29. janúar – 11. febrúar 1. Heilsuréttir Hagkaups – Sólveig Ei- ríksdóttir / Hagkaup 2. Hausaveið- ararnir – Jo Nesbø / Uppheimar 3. Gamlinginn sem skreið út um gluggann – Jonas Jonasson / JPV útgáfa 4. Brakið – Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 5. Einvígið – Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 6. Baldursbrár – Kristina Ohlsson / JPV útgáfa 7. Allt með kossi vekur – Guðrún Eva Mínervudóttir / JPV- útgáfa 8. Táknmál blómanna – Vanessa Diffenbaugh / JPV-útgáfa 9. Dauðinn í Dumbshafi – Magn- ús Þór Hafsteinsson / Hólar 10. Húshjálpin – Kathryn Stockett / JPV-útgáfa Frá áramótum 1. Heilsuréttir Hagkaups – Sólveig Ei- ríksdóttir / Hagkaup 2. Gamlinginn sem skreið út um gluggann – Jonas Jonasson / JPV-útgáfa 3. Þóra – heklbók – Tinna Þór- udóttir Þorvaldsdóttir / Salka 4. Almanak Háskóla Íslands 2012 – Þorsteinn Sæmunds- son o.fl. / Háskóli Íslands 5. Einvígið – Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 6. Brakið – Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 7. Hausaveiðararnir – Jo Nesbø / Uppheimar 8. Húshjálpin – Kathryn Stockett / JPV-útgáfa 9. Baldursbrár – Kristina Ohlsson / JPV-útgáfa 10. Allt með kossi vekur – Guðrún Eva Mínervudóttir / JPV-útgáfa Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Eins og menn eflaust muna lést KimJong-il, einræðisherra Norður-Kóreu, ílok síðasta árs og varð þjóð sinni harm-dauði ef marka mátti fréttir fjölmiðla þar í landi. Flestir átta sig og á að almennt er lítið að marka fréttir frá Norður- Kóreu enda ríkir þar meiri kúgun en dæmi eru um á síðustu áratugum og öldum; allt landið er gríð- arstórar fangabúðir þar sem klíka vænisjúkra ofbeldismanna heldur um alla stjórnartauma. Fyrir vikið berast ekki aðrar fréttir frá land- inu en þær sem eru stjórnvöldum þóknanlegar og lítið spyrst af al- menningi, nema þegar hörmungarnar keyra úr hófi. Þetta varð bandaríska rit- höfundinum Adam Johnson að innblæstri í skáldsögunni The Orphans Master’s Son sem kom út í byrjun janúar. Adam Johnson lýsti því í viðtali að hann hefði ætlað sér að semja stutta gamansögu af Kim Jong-il og almennum fáránleika lífsins í Norður- Kóreu. Hann varð þó sleginn þegar hann fór að kynna sér raunverulegt líf þar í landi og ákvað að reyna að segja frekar sögu manns sem lifir af hungursneyðina miklu sem gekk yfir landið á tí- unda áratugnum, „Gönguna erfiðu“, eins og hún er kölluð þar í landi, en þá er talið að allt að hálfri fjórðu milljón manna hafi látist úr hungri eða sjúkdómum tengdum því – um 15% þjóð- arinnar. Söguhetjan, Pak Jun, elst upp á munaðarleys- ingjahæli sannfærður um að hann sé í raun son- ur forstöðumanns hælisins, því enginn þarf að þola eins mikið harðræði og hann. Í kjölfar mik- illar hungursneyðar er hann kallaður í herinn fjórtán ára gamall og eyðir næstu árum í neð- anjarðargöngum á landamærum Kóreuríkjanna enda getur hann barist í algjöru myrkri. Sá hæfi- leiki verður til þess að hann er settur í að ræna fólki af ströndum Japans að næturþeli, en Norð- ur-Kóreumenn stunduðu slík mannrán um tíma til að ná í japönskukennara í njósnaskóla. Í mannránsferðunum kemur í ljós að Pak Jun er fljótur að læra tungumál og óforvarandis er hann settur í enskunám og svo að hlera fjarskipti bandaríska hersins. Næst er hann sendur til Texas sem stjórnarerindreki en þegar sú sendi- för mislukkast lendir hann í þrælk- unarvinnu í námu þar sem föngum er þrælað til ólífis og blóði síðan tappað af líkunum til að senda til Pyongyang. Nú hefði maður haldið að nóg væri komið í eina sögu, en nei, það er talsvert eftir – Pak Jun kemst undan með því að þykjast vera annar en hann er, tekur á sig gervi helstu stríðshetju Norður- Kóreu, Commander Ga, sem er ekki bara gull- beltishafi í tækvondó, heldur útrýmdi hann samkynhneigð úr norðurkóreska hernum. Víst er þetta ótrúlegur söguþráður, en ekki ótrúlegri en það sem maður fregnar af lífinu í landi ótt- ans. Yfir öllu gnæfir leiðtoginn ástkæri Kim Jong Il, sem safnaðist til feðra sinna fyrir stuttu; einræð- isherra eins og þeir gerast verstir, gersamlega firrtur og ólýsanlega grimmur. Hann er þó ekki aðalatriði bókarinnar heldur almenningur, fólkið sem við sáum syrgja Kim Jong Il á svo ævintýra- legan hátt, safnast saman í hópum til að gráta og veina. Þegar Johnson var að vinna að bókinni hélt hann til Norður-Kóreu til að kynna sér líf almennings eins og kostur væri og þar heyrði hann spurninguna sem hljómar nokkrum sinn- um í bókinni: Hvernig fer fólk að því að lifa af þar sem það þarf að borga fyrir allt og hvernig er hægt að komast af þegar engin eru stjórnvöldin til að stjórna lífi manns? – í Norður-Kóreu er allt í föstum skorðum og allt nákvæmlega eins og það á að vera. Adam Johnson ætlaði sér að semja stutta gamansögu af Kim Jong-il og almennum fáránleika lífsins í Norður- Kóreu en áttaði sig svo á því að sannleikurinn var fáránlegri og óttalegri en nokkur skáldsaga. Wikipedia/Roms69 Lífið í landi óttans Í nýrri skáldsögu skáldar Adam Johnson sögu af fáránlegu lífshlaupi Norður-Kóreubúa sem er þó ekki eins fáránlegt og raunveruleikinn í landi óttans. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Kim Jong-il

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.