SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 45
19. febrúar 2012 45
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
Í AFBYGGINGU
Libia Castro & Ólafur Ólafsson 13.1. - 19.2 2012
SÍÐASTA SÝNINGAHELGI!
ÞÁ OG NÚ 22.9. 2011-19.2. 2012
SÍÐASTA SÝNINGAHELGI!
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 19. febr. kl. 14 um báðar sýningarnar
Dagný Heildal listfræðingur
SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn!
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
Listsýning Eddu Heiðrúnar Backman.
Munnmáluð vatnslitaverk og olíumálverk.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Á BÓNDADAG
– A Farmer´s Day Feast
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
20. janúar– 18. mars
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Sunnudagsleiðsögn 19. febrúar kl. 14:00:
Ágústa Kristófersdóttir leiðir gesti um sýninguna
TÍZKA – kjólar og korselett
Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 19. febrúar
Fjölbreyttar sýningar:
Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu
TÍZKA – kjólar og korselett
Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur
Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár
Þetta er allt sama tóbakið!
Spennandi safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
Kyrralíf
Sýning á kyrralífsmyndum
eftir íslenska listamenn
Fimmtudag 23. febrúar kl. 20
– Tíu kyrralíf
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur
flytur fyrirlestur í tengslum við
sýninguna Kyrralíf
Undanfari
Sigurður Guðjónsson
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
10. febrúar til 4. mars 2012
Systrasögur
Tvíhent á striga
Sara og Svanhildur
Vilbergsdætur
Opið 13-17, nema mánudaga.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Aðgangur ókeypis.
LISTASAFN ASÍ
SJÁLFSAGÐIR HLUTIR
(10.2.- 20.5. 2012)
HLUTIRNIR OKKAR
(9.6.2011 – 4.3.2012)
Opið alla daga
nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Bókelsk kona, yfirmaður í bókabúð, sagði mér á dögunumfrá því þegar hún sem barn reif sig eitt sinn upp klukkanfimm á aðfangadagsmorgni, laumaðist að jólatrénu oggægðist í jólapakkann frá afa og ömmu. Þegar hún sá að í
honum leyndist bók eftir Enid Blyton fór hún aftur í rúmið og sofn-
aði samstundis sæl og ánægð. Hún vissi að jólunum hefði verið bjarg-
að.
Ástsæll skáldsagnahöfundur sagði mér fyrir nokkrum dögum frá
því að hann ætti enn minningar frá því þegar hann sjö ára gamall
rogaðist með bækur Enyd Blyton frá bókasafninu og heim. Hann
minnist þess líka greinilega þegar hann lagði frá sér Enid Blyton-bók
og fór til foreldra sinna og spurði:
„Hvað þýðir orðið tei?“ Hann hélt að
þarna væri komið nýtt og dularfullt
orð en komst að því að þetta var ein
beyging orðsins te.
Ég man enn eftir því hversu svöng
ég varð oft við lestur bóka eftir Enid
Blyton þar sem börnin hámuðu í sig
alls kyns góðgæti eins og glóald-
inmauk og flesk. Ég vissi ekki ná-
kvæmlega hvað þetta góðgæti var, en
orðin hljómuðu eins og þarna væru
verulegar freistingar á ferð sem fengjust bara í útlöndum.
Dætur vinnufélaga míns lesa Enid Blyton-bækur upp til agna og
virðast alveg jafnþakklátir lesendur og við af eldri kynslóð vorum á
þeirra aldri.
Alltof oft verður maður var við að fullorðnir gera lítið úr Enid Bly-
ton. Þetta virðist aðallega vera fólk sem las ekki bækur hennar í æsku
og veit því lítt um hvað það er að tala.
Menn ættu að fara varlega í að gera lítið úr höfundi sem hefur glatt
kynslóðir barna um allan heim. Börn eru engir bjánar og láta engan
segja sér hvað þeim eigi að þykja skemmtilegt. Þau ákveða það sjálf.
Þau heillast af aðalpersónum Enid Blyton sem verða vinir þeirra.
Maður afneitar ekki gömlum vinum.
Minningar
um Blyton
’
Menn ættu að
fara varlega í
að gera lítið
úr höfundi sem
hefur glatt kyn-
slóðir barna um
allan heim.
Orðanna
hljóðan
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
V
ictoria hefur verið
munaðarlaus alla sína
ævi og ferðast á milli
fósturfjölskyldna og
stofnana með slæmum árangri.
Hún er brynvarin, þolir ekki
annað fólk eða snertingu og til-
finningar hennar liggja djúpt
grafnar, hún þekkir þær ekki
sjálf né skilur. Hún er mann-
eskja sem hefur aldrei upplifað
ást en fékk þó eitt sinn snert af
henni þegar hún var níu ára og
fór í fóstur um tíma til góðrar
konu, konunnar sem kenndi
henni táknmál blómanna.
Táknmál blómanna hefst
þegar Victoria verður 18 ára,
sjálfráða og losnar undan kerf-
inu. Hún stendur uppi ein, á
götunni og er vör um sig eins og
villiköttur og kann líka að
bjarga sér eins og slíkur. Það
eina sem Victoria ann eru blóm
og táknmál þeirra, hvað hægt er
að segja með blómum einum
saman. Með þeim kann hún líka
að tjá sig. Hún fær vinnu í
blómabúð þar sem þessi hæfi-
leiki hennar nýtur sín. Í gegnum
þá vinnu hittir hún Grant, ung-
an blómabónda, sem hefur áður
komið við sögu í lífi hennar. Við
þau kynni rifjast ýmislegt upp
úr fortíðinni fyrir Victoriu og
hún þarf að fara að glíma við
sjálfa sig og sú glíma er erfið,
það er auðveldara að halda sig
inni í skelinni en að brjótast út
úr henni.
Það er ekki aðeins líf mun-
aðarlausrar manneskju sem
bókin tekur á. Í henni er fjallað
um allar fjölskyldugerðir, þá
sérstaklega allar gerðir móður-
hlutverksins. Victoria á engan
að, Elizabeth á heldur engan að
en á samt systur á næsta bæ sem
er jafn ein og Victoria vegna
fjölskylduerja sem hafa undið
upp á sig. Elizabeth þráir samt
að breyta stöðunni, ættleiða
barn og sættast við systur sína.
Grant átti móður en þurfti samt
að ala sig að mestu upp sjálfur
og hjá honum snerist hlutverkið
við, hann þurfti að hugsa um
móður sína. Renata á stóra og
samheldna fjölskyldu. Móðir
hennar er lífleg kona sem starfar
sem ljósmóðir og lætur sér annt
um alla, en þrátt fyrir að eiga
allt sem Victoria á ekki kýs Re-
nata að einangra sig og eiga ekki
börn.
Höfundur bókarinnar, Van-
essa Diffenbaugh, skrifaði sög-
una eftir að hafa tekið fóstur-
börn að sér og kynnst þeim
veruleika sem þau höfðu búið
við. Victoria er sannfærandi ung
manneskja sem hefur aldrei
upplifað ást eða skilning, aðeins
einmanaleika og höfnun. En í
skáldsögu er auðvelt að láta
málin ganga upp, varnir hennar
sem virðast órjúfanlegar stóran
hluta sögunnar bresta heldur
auðveldlega og allir lifa ham-
ingjusamir til æviloka, eða því
sem næst. Þó mér hafi fundist
málin ganga heldur áreynslu-
laust upp undir lok bókar er
Táknmál blómanna í heildina
afskaplega heillandi verk og fal-
legt. Höfundurinn nær vel að
lýsa því sem býr í manneskjunni
og það er margt. Hvernig hún
notar táknmál blómanna er vel
gert og ferskt, það er hægt að tjá
sig á svo marga vegu og það sem
náttúran gefur okkur er ein
þeirra, hvort sem það er með
blómum eða mat. Það er líka
fróðlegt fyrir lesandann að
fræðast um hvaða skilaboð
hvert blóm eða planta ber með
sér og aftast í bókinni er Blóma-
orðabók Victoriu látin fylgja
með sem er góð viðbót.
Táknmál blómanna er mann-
leg bók og falleg þó hún taki á
ljótleika mannsins jafnt sem því
fagra sem í honum býr.
Margt býr í manneskjunni
Bækur
Táknmál blómanna
bbbmn
Eftir Vanessu Diffenbaugh
Íslensk þýðing Ásdís Guðnadóttir.
JPV 2011.
Vanessa Diffenbaugh
Ingveldur Geirsdóttir