Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 1
 Að sögn Vil- hjálms H. Vil- hjálmssonar hrl. og verjanda eins sakborninga í Straumsvíkur- málinu hefur lög- reglan frá árs- byrjun 2011 fengið heimildir hjá héraðsdóm- stólum til þess að taka upp samtöl í hljóð og mynd inni á heimilum fólks. Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að hlerun síma og hús- næðis hefði þekkst við rannsókn meintra fíkniefnabrota. Segir Vilhjálmur að sér finnist hneyksli að aðferðir eins og hlerun með mynd og hljóði séu leyfðar. Þær gangi of nærri friðhelgi einka- lífsins, svo ekki sé talað um þegar hleranir eigi sér stað í langan tíma. Í Straumsvíkurmálinu svonefnda hafi heimili eins sakbornings til að mynda verið hlerað í sex mánuði. Í slíkum tilfellum sé ekki hægt að tala um annað en veiðiferð hjá lög- reglunni. Vilhjálmur telur dómstóla allt of gjarna á að heimila lögreglu slíkar rannsóknaraðferðir og að varla komi fyrir að þeim sé synjað. Heimili hleruð í hljóði og mynd  Vladimír Pútín bar sigur úr být- um í forsetakosningunum í Rúss- landi í gær og tekur við embætti í maí næstkomandi. Samkvæmt fyrstu tölum og útgönguspám hlaut hann um 60% atkvæða, leiðtogi kommúnistaflokksins, Gennadí Zyuganov, um 17% og viðskiptajöf- urinn Mikhail Prokhorov um 7%. Mótframbjóðendur og aðrir póli- tískir andstæðingar Pútíns hafa vænt hann um að hafa haft í frammi stórfelld kosningasvik og segja þeir fólki m.a. hafa verið greitt fyrir að kjósa oftar en einu sinni. Sérfræðingar segja mikilvægt að Pútín komi á umbótum á sex ára kjörtímabilinu. »15 Pútín kjörinn forseti með 60% atkvæða M Á N U D A G U R 5. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  54. tölublað  100. árgangur  NÁÐI AF SÉR 30 KÍLÓUM Á EINU BARÁTTUÁRI SÍÐUSTU TÓNLEIKAR ÖNNU GUÐMUNDUR ÍSLANDSMEISTARI 19. ÁRIÐ Í RÖÐ 50 ÁRA SÖNGAFMÆLI 29 BORÐTENNIS ÍÞRÓTTIRHARMONIKKUKONA 10 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjöldi skuldugra heimila hefur orðið fyrir verulegri skerðingu vaxtabóta eftir að eignaskerðingarmörkin voru lækkuð í byrjun seinasta árs. Lækk- un bótanna frá árinu 2010 getur hlaupið á hundruðum þúsunda hjá meðalfjölskyldu samkvæmt nýjum útreikningum ASÍ. Greiðsla sérstakra vaxtabóta á síðasta og þessu ári vegur aðeins að litlu leyti upp á móti lækkun bótanna hjá þessum hópi. Að mati ASÍ myndi það hjálpa mörgum skuldsettum heimilum ef ríkisstjórnin færði eignaskerðingarmörkin aftur til fyrra horfs með afturvirkum hætti. Með samkomulagi ASÍ og ríkis- stjórnarinnar sem var við völd á árinu 2008 voru eignaskerðingar- mörkin hækkuð um 35%. Í lok árs 2010 var hins vegar sú breyting gerð á vaxtabótakerfinu að vaxtabætur hjóna féllu niður við 10,4 milljóna króna hreina eign í stað 18,2 milljóna áður. Í dæmi sem ASÍ hefur reiknað um áhrif eignaskerðingarinnar hafa hjón með meðaltekjur, sem skulda 25 milljónir króna og eiga 10 milljóna króna hreina eign, mátt þola 265 þúsund króna skerðingu vaxtabóta bæði á seinasta ári og þessu ef miðað er við þær vaxtabætur sem þau áttu rétt á 2010. Hlutfall bótanna af vaxtaútgjöldum fór úr rúmlega fjórðungi niður í 3-4%. M265 þús. kr. bótaskerðing »4 Mikil lækkun vaxtabóta  Fjöldi skuldugra heimila hefur orðið fyrir verulegri skerðingu vaxtabóta Þróun vaxtabóta hjóna með meðaltekjur Heimild ASÍ sem skulda 25 m. kr. og eiga 10 m. kr. hreina eign 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Greiddar vaxtabætur Sérstakar vaxtabætur Nýtt uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja, Heimaey VE 1, er væntanlegt til Eyja fyrri hluta maímánaðar. Skipið er smíðað hjá ASMAR- skipasmíðastöðinni í Síle og verður afhent Ísfélag- inu í lok apríl, samkvæmt upplýsingum Stefáns Friðrikssonar framkvæmdastjóra. Myndin er tekin í Síle fyrr í vetur er skipið fór í reynslusiglingu. Skipið er hið fullkomnasta og af nýrri kynslóð uppsjávarskipa. Það er rúmlega 71 metri að lengd og 14,40 metra breitt. Burðargeta þess er um tvö þúsund tonn í tíu tönkum, sem eru með öflugri kæl- ingu. Fram hefur komið að samkvæmt verðmati er markaðsvirði skipsins talið hátt í fjórir milljarðar króna. Reikna má með að nýja skipið haldi til makrílveiða um miðjan júní, en makríll hefur geng- ið inn í lögsöguna í byrjun júní síðustu sumur. Nýsmíði hefur ekki bæst í uppsjávarflotann í rúman áratug, en um aldamót voru sjö yngstu skip- in smíðuð; Börkur NK, Aðalsteinn Jónsson SU, Vil- helm Þorsteinsson EA, Ingunn AK, Hákon EA, Huginn VE og Ásgrímur Halldórsson SF. Elstu skipin þrjú eru hins vegar rúmlega hálfrar aldar gömul, þ.e. Víkingur AK, Sigurður VE og Lundey NS, en þau voru öll smíðuð í Þýskalandi árið 1960. Heimaey til Eyja í maímánuði Ljósmynd/Þórarinn Sigurbjörnsson Fyrsta nýsmíðin í rúman áratug að bætast við uppsjávarflotann  Íslandspóstur hefur lagt beiðni fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um enn frekari gjaldskrárhækkun fyr- ir bréf innan einkaréttar. Almennt burðargjald fyrir bréf í einkarétti er í dag 97 krónur en snemma sum- ars 2011 kostaði útburður á al- mennu bréfi 75 krónur. Forstjóri Íslandspósts segir núverandi verð of lágt miðað við tilkostnað og að þörf sé á frekari hagræðingu innan fyrirtækisins. Frá árinu 2008 hefur starfsmönnum Íslandspósts fækkað um nær tvö hundruð. »16 Beiðni um hækkun póstburðargjalds Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti því yfir í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér til að gegna áfram embætti forseta Ís- lands væri það vilji kjósenda. Hann sagði í yfirlýsingu að hann kynni að láta af embætti áður en næsta kjör- haldandi setu á forsetastóli vegna óvissu í þjóðfélaginu. „Sá þungi hefur haldið áfram að vaxa á þessum tveimur mánuðum eða svo,“ sagði Ólafur Ragnar. „Þar vísa menn, eins og ég nefni [í yfirlýsingunni], bæði til óvissunnar um stjórnarskrána og stöðu forset- ans í henni, óvissu varðandi umrót í flokkakerfi og í þjóðmálum og varðandi átök um fullveldi Ís- lands.“ Ólafur Ragnar sagði að til sín hefði verið höfðað með mjög skýr- um hætti um að hann gæti nánast ekki leyft sér að fara af vettvangi við þessar aðstæður. „Það er meginástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að breyta þessari ákvörðun,“ sagði Ólafur. » 12 Gefur kost á sér í fimmta sinn  Höfðað til forseta Íslands að sitja lengur vegna margvíslegrar óvissu tímabili lyki. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að á síðustu mán- uðum síðasta árs hefði verið mikill þungi í óskum um að hann gæfi kost á sér til áfram- Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.