Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Esjuganga Hreyfing er yfirleitt til góðs og fátt er betra en að ganga úti í guðs grænni náttúrunni nema ef vera skyldi að ganga á Esjuna hvernig sem viðrar, eins og margir gerðu um helgina. Kristinn Söngurinn um að fjórflokkurinn sé dauður er kyrjaður dag- langt. Söngurinn um að færa allt vald til fólksins og taka upp al- vöru lýðræði hér á landi er sung- inn. Reynt er að búa til eftirspurn eftir „alvöru“ grasrótarflokkum því flokkakerfið á Íslandi sé gjörspillt og óalandi. Nú ætla ég ekki að leggja mat á þennan spuna en ætla að beina kastljósinu á stað- reyndir. Þeir sem tala fyrir „ein- hverju öðru“ en fjór- flokknum tala gjarnan um að lýðræðið þurfi að vera virkt og frjótt, sam- félagsleg umræða þurfi að vera sanngjörn og upp- byggileg, leggja eigi niður deilur og allir eigi að vinna saman. Hugtökin vinstri og hægri eru víst úrelt. Stjórnskipunar- og um- hverfismálum er gjarnan blandað inn í þessar um- ræður. Ísland á að hafa fallið vegna úreltrar stjórn- arskrár og að Íslendingar séu umhverfissóðar. Rétt- læti og jöfnuður er gjarnan notað sem slagorð í þessum umræðum. Gott og vel – það má vel vera að pláss sé fyrir fleiri flokka í rúmlega 300 þúsund manna sam- félagi – tíminn leiðir það í ljós. Eftirtektarvert er að skoða stöðuna á sviði stjórnmálanna í dag. Kraf- an um „nýja flokka“ virðist fyrst og fremst koma innan úr Alþingishúsinu sjálfu. Frá sitj- andi þingmönn- um sem hafa fundið sig knúna til að yfirgefa þá flokka sem þeir voru kjörnir á þing fyrir. Slag- orðið „ég yfirgaf ekki flokkinn – flokkurinn yf- irgaf mig“ er notað af flokkaflökkurum. Svo er rokið til og stofnaður nýr flokkur. Þetta eru svo sem ekki ný vísindi. Helstu flokkaflakksdrottningar stjórnmála samtímans eru: Jóhanna Sigurðardóttir, fór í fýlu og stofnaði nýjan flokk, Steingrímur J. Sig- fússon, tapaði formanns- kjöri, fór í fýlu og stofnaði nýjan flokk, Albert Guð- mundsson, fór í fýlu og stofnaði nýjan flokk, Guð- mundur Steingrímsson, fór í fýlu og stofnaði nýjan flokk, og Lilja Mósesdóttir, fór í fýlu og stofnaði nýjan flokk. Hvað á þetta fólk sam- merkt? Jú, að lýðræðið fel- ist í því að það sjálft sé sjálfskipað sem leiðtogar nýrra afla/grasrót- arsamtaka. Hvar er hið virka og frjóa lýðræði sem á að fylgja nýjum fram- boðum? Hugsunin um að hleypa landsmönnum að til að hafa áhrif, móta stefnu og kjósa forystu, er notuð til skrauts því á endanum snýst stofnun nýrra flokka um afturendann á þessum drottningum en ekki ást Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Eftirtektarvert er að skoða stöðuna á sviði stjórnmálanna í dag. Krafan um „nýja flokka“ virð- ist fyrst og fremst koma innan úr Al- þingishúsinu sjálfu. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Drottningar íslenskra stjórnmála þeirra á lýðræðisumbótum. Hugsunin „komið til mín því ég er leiðtoginn“ er of- arlega í huga þessa fólks, svo ógeðfellt sem það nú er. Einstakir atburðir eru nú að gerast í kolli þingmanna Hreyfingarinnar. Nú boða þeir framboð með Borg- arahreyfingunni sem þeir yfirgáfu fljótlega eftir síð- ustu alþingiskosningar ásamt flokksbroti Frjáls- lynda flokksins – þetta er tær snilld – til að reyna að hanga eins og hundur á roði í þingmannsstólnum. Allt í anda lýðræðisumbóta og grasrótarhugsjóna. Fylgifiskar svona drotting- arframboða eru flokkaf- lakkarar sem knýja á dyr og vilja „teika“ með von um frama. Yfirleitt er ekki pláss fyrir nema eina drottningu í nýjum flokki. Það hefur Lilja Mósesdóttir nú þegar fengið að reyna er hún fékk „storminn“ í fang- ið – en stormurinn sá gekk hratt yfir. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hefur tekist að bjarga Ís- landi og koma í veg fyrir hrun sam- félagsins, að mati Steingríms J. Sig- fússonar. Hann sagði þetta svo hógværlega á flokksráðsfundi VG í Reykja- vík föstudaginn 24. febrúar sl.: „Eftir þessi þrjú ár sem við höfum barist við þetta þá er ég bærilega sáttur við þann árangur sem við höfum náð. Þetta hefur verið erfitt. Því skal ekki leyna“. Ennfremur: „Til þess fórum við í þennan leiðangur ekki síst – jú það var nú að bjarga Íslandi og sam- félaginu hér í gegnum þetta eins og vel mögulegt væri og það tel ég að við höfum gert.“ Það er án efa rétt að mikið hefur mætt á þeim sem staðið hafa við stjórnvölinn und- anfarin misseri. Stjórnmál snúast um að hafa áhrif á þró- un samfélagsins, menn þurfa að komast til valda og ná að halda þeim. Steingrímur vill að kjósendur trúi því að hann hafi unnið björgunarafrek. Því hamrar hann á sjálfshólinu, sem er skiljanlegt, en tekur á sama tíma þátt í refsimáli á hendur pólitískum andstæð- ingi, sem er óhugnanlegt. Kjarni málsins Með neyðarlögunum í októ- ber 2008 voru hagsmunir fólksins settir ofar öðru. Hagsmunir banka og þeirra sem fjár- magnað höfðu þenslu þeirra sátu á hakanum. Úr sér sprottnir bankar féllu og nýir tóku við innlánum og annarri þjónustu við þá sem hér búa. Innlán voru gerð að forgangs- kröfum. Trygging innlána varð því einnig á kostnað erlendu kröfuhaf- anna. Krónan féll og allir landsmenn tóku á sig skertan kaupmátt. Rekstur útflutn- ingsgreina var tryggður. Seðlabankinn greip inn í og tryggði inn- og útflutning og hélt alþjóðlegum greiðslukerf- um opnum með því að lofa þeim skaðleysi. Gjaldeyrishöft voru sett á til að forða krón- unni frá enn meira falli við það að erlendir aðilar drægju fé sitt til baka. Menn trúðu ekki fyrr en í fulla hnefana að bankarnir, sem skilað höfðu verðlaunuðum ársreikningum á glanspappír, uppáskrifuðum af alþjóðlegum endurskoð- unarfélögum, væru í raun dúndrandi gjaldþrota. Þegar það varð ljóst sýndu bæði stjórnmálamenn og embætt- ismenn yfirsýn, styrk og æðruleysi. Dómur sögunnar Á örfáum dögum var gerð uppskrift að fjárhagslegri endurreisn Íslands sem vekur nú athygli víða um heim, ekki síst fyrir að setja hagsmuni fólks ofar hagsmunum banka. Hún gengur undir nafninu neyðarlög. Á þeim grunni byggir Steingrímur störf sín. Hann verður að viðurkenna staðreyndir. Síðustu daga var ákæra Alþingis á hendur þeim manni sem veitti neyðarlög- unum pólitískt brautargengi að vefjast fyrir aðstandendum hennar. Það er auðveldara að koma sér í vandræði en úr þeim. Þeir sem mæðast í önn dagsins eiga ekki alltaf gott með að sjá hvernig aðrir sjá þá og ekki heldur hvernig dómur sögunnar verður. Þeir leiðréttu ekki mistök sín og verður getið á blöðum Ís- landssögunnar í tengslum við óheilindi og undirmál. Þeir standa uppi sem undirmáls- menn, hvernig sem Lands- dómsmálið þróast. Ég tel eng- ar líkur á að það fólk sem skipar Landsdóm láti misnota sig í argaþrasi daglegrar stjórnmálabaráttu, en hvernig sem fer verður dómur sög- unnar sá að neyðarlögin hafi verið grundvöllurinn að end- urreisn landsins. Þeir sem að þeim stóðu verða látnir njóta sannmælis en háðung og fyr- irlitning verða hlutskipti þeirra sem í heift sinni vilja misnota dómstól sér til fram- dráttar. Eftir Ragnar Önundarson »Hvernig sem fer verður dómur sögunnar sá að neyðarlögin hafi verið grundvöll- urinn að endurreisn landsins. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræð- ingur og fv. bankamaður. Neyðarlögin björguðu Íslandi, ekki Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.