Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Alicante *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 29.900 kr.*flugfr á Fyrstu sætin á þessu frábæra verði Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Þökkum frábærar viðtökur! Höfum bætt við páskaferð 28. mars - 10. apríl FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hjón með meðaltekjur, sem skulda 25 milljónir króna og eiga 10 millj- óna króna hreina eign, mega þola 265 þúsund kr. skerðingu vaxta- bóta á ári, bæði í fyrra og á þessu ári, ef miðað er við þær vaxtabæt- ur sem þau fengu á árinu 2010. Ástæðan er lækkun á eignaskerð- ingarmörkum sem tók gildi í byrj- un seinasta árs. Þetta kemur fram í dæmum sem Alþýðusamband Íslands hefur reiknað um áhrif eignaskerðingar- innar í útreikningi vaxtabóta á meðalfjölskyldu. Af útreikningum ASÍ má sjá að þrátt fyrir greiðslu sérstakra vaxtabóta í fyrra og á þessu ári hefur hópur skuldugra fjölskyldna mátt sæta mikilli skerðingu vaxta- bóta miðað við eldri reglur. Skerð- ingin þurrkaði út mun meira af vaxtabótum heimila sem eru í þess- ari stöðu en sem nemur sérstöku vaxtabótunum, sem teknar voru upp í fyrra, samkvæmt upplýsing- um Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Skerðingarmörkin hækkuð 2008 en lækkuð 2011 Með samkomulagi sem náðist á árinu 2008 á milli ASÍ og ríkis- stjórnarinnar sem þá var við völd hækkuðu eignaskerðingarmörk vaxtabóta um 35%. Í lok ársins 2010 voru þessi skerðingarmörk hins vegar lækkuð í meðförum meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar á frumvarpi um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum og tók sú breyting gildi í byrjun árs 2011, þannig að vaxtabætur hjóna féllu eftir það niður við 10,4 milljóna króna hreina eign í stað 18,2 millj- óna áður. Greiðsla sérstakra vaxta- bóta vegur aðeins að litlu leyti upp á móti skerðingunni eins og sjá má af dæmi ASÍ. Hjónin sem lýst er í útreikn- ingum ASÍ áttu rétt á nálægt 480 þús. kr. vaxtabótum á árinu 2010 skv. reglunum sem þá giltu en vegna eignaskerðingarinnar fengu þau einungis samtals rúmlega 200 þús kr. í fyrra, þrátt fyrir að inni í þeirri fjárhæð séu einnig sérstakar vaxtabætur sem greiddar voru á seinasta ári. Hlutfall bótanna af vaxtaútgjöld- um hjónanna fór úr rúmlega fjórð- ungi á árinu 2010 niður í 3-4% í fyrra og á yfirstandandi ári. Ef engin skerðing hefði átt sér stað gætu þessi hjón samkvæmt dæmi ASÍ vænst þess að fá nálægt 650 þúsund kr. í vaxtabætur í ár og fast að 800 þúsund kr. samtals ef sérstöku vaxtabæturnar bætast við en miðað við núgildandi reglur fá þau aðeins ríflega 200 þús. kr. eins og fyrr segir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir gefa augaleið að skerðingin samkvæmt sömu reglum um há- mark og giltu 2010 hefði tryggt fjölskyldunni í dæminu 265 þúsund kr. hærri bætur. Hefðu hækkað um ríflega 500 þúsund krónur „Ef hækkun bótafjárhæða hefði verið framkvæmd án lækkunar á skerðingarmörkum hefðu bæturnar hækkað um ríflega 500 þúsund krónur, sem er auðvitað umtals- vert,“ segir hann. „Við gerðum kröfu um að þetta yrði leiðrétt afturvirkt sumarið 2011, líkt og Geir H. Haarde [þá- verandi forsætisráðherra] og Árni M. Mathiesen [þáverandi fjármála- ráðherra] gerðu sumarið 2008 að kröfu ASÍ, með tilvísun í yfirlýs- ingu ríkisstjórnar frá febrúar 2008. Því var hafnað en því lofað að laga þetta fyrir lok ársins [2011] vegna útborgunar á þessu ári. Ekkert gekk að fá Steingrím [J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráð- herra] til að hreyfa sig í málinu í haust og var þetta eitt af þeim at- riðum í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar sem voru svikin,“ segir Gylfi. Eignaskerðingarmörkin verði hækkuð í 18-20 milljónir Að mati Gylfa tókst samkomu- lagið ágætlega sem gert var við ríkisstjórnina árið 2008 um að hækka eignaskerðingarmörk vaxtabóta þannig að þau voru kom- in í rúmar 18 milljónir hjá hjónum. Þegar skerðingarmörkin voru svo lækkuð frá ársbyrjun 2011 mótmælti ASÍ því og taldi það vera inngrip í samkomulagið sem gert hafði verið. Að sögn Gylfa hefur ASÍ á und- anförnum mánuðum unnið að því að móta og kynna hugmyndir um leiðir til að greiða úr skuldavanda heimilanna. Að mati ASÍ myndi það hjálpa mjög mörgum skuld- settum heimilum umtalsvert ef rík- isstjórnin færði með afturvirkum hætti eignaskerðingarmörkin upp í 18 til 20 milljónir, afturvirkt frá 2009. Í fyrra greiddi ríkið rúma 12 milljarða í almennar vaxtabætur og 6,3 milljarðar fóru í sérstaka vaxta- niðurgreiðslu. Skv. skattatölfræði ríkisskattstjóra fengu rúmlega 102 þúsund sérstaka vaxtaniður- greiðslu en þeim sem fengið höfðu almennar vaxtabætur 2010 fækkaði hins vegar um tæplega 13 þúsund í fyrra. 265 þús kr. bótaskerðing  Skerðing vegna eigna þurrkaði út stóran hluta vaxtabóta hjá meðalfjölskyldu  Sérstakar bætur vega lítið upp á móti  ASÍ vill hækka eignaskerðingarmörkin Þróun vaxtabóta hjóna með meðaltekjur skulda 25 m. kr. og eiga 10 m. kr. hreina eign 900.000 800.000 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Greiddar vaxtabætur Skerðing vegna eigna Sérstakar vaxtabætur Þrír slösuðust alvarlega í bílveltu við Áslandsbrú á Reykjanesbraut aðfaranótt sunnudags. Slysið átti sér stað skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt en ekki er ljóst hvað olli. Alls voru fimm manns í bifreið- inni sem allir voru fluttir á sjúkra- hús. Tveir eru alvarlega slasaðir og er öðrum þeirra enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild, sam- kvæmt upplýsingum frá lækni á vakt á Landspítala í gærkvöldi. Einn liggur slasaður á almennri deild en tveir farþeganna hafa ver- ið útskrifaðir af skammvist slysa- deildar. Morgunblaðið/Eggert Á gjörgæsludeild eftir bílveltu Loðnuskipin hafa verið við veiðar norðan við Snæfellsnes síðan á laug- ardagsmorgun. Ágætlega veiddist fram eftir gærdeginum, en þá versn- aði veður og var útlitið ekki gott fyr- ir daginn í dag. Góð hrogna fylling er í loðnunni sem er komin í Breiða- fjörðinn og á hún ekki langt eftir í hrygningu. Hrognafrysting er kom- in í fullan gang. Samkvæmt bráðabirgðatölum á vef Fiskistofu er búið að veiða um 450 þúsund þúsund tonn á vertíð- inni, en heildarkvótinn er um 590 þúsund tonn. Loðnan komin í Breiðafjörðinn Þriggja manna fjölskylda slapp heil á húfi þegar eldur kviknaði í íbúð- arhúsi við bæinn Svarfhól í Staf- holtstungum í Borgarfirði í gær. Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir hádegi og náðist að slökkva hann á innan við klukkutíma að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar. Miklar skemmdir urðu á húsi og innbúi af völdum hita og elds, sam- kvæmt upplýsingum frá Bjarna. Lögregla rannsakar eldsupptök en þau eru enn óljós. Fjölskylda slapp ómeidd úr eldsvoða Þegar Alþingi ákvað í lok árs 2010 að taka upp sérstakar vaxtabætur á árunum 2011 og 2012 var um leið samþykkt að auka eignaskerðingu al- mennu vaxtabótanna umtalsvert. Var þetta sagt nauðsynlegt til að halda heildarupphæð vaxtabóta innan fjárheimilda. Fyrir breytinguna byrjuðu vaxtabætur hjóna að skerðast við 11,4 millj- óna kr. hreina eign og féllu alveg niður við 18, 2 millj. kr. Þessu var breytt þannig að bæturnar byrja að skerðast við 6,5 millj. kr. og falla alveg niður við 10,4 milljónir kr. Að mati fjármálaráðuneytisins á þessum tíma fækk- aði vaxtabótaþegum í hópi hjóna og sambúðarfólks úr 28.884 í 22.354 eða um ríflega 6.500. Skv. Tíund, tímariti Ríkisskattstjóra, fækkaði þeim sem fengu vaxtabætur í fyrra um 12.938. Á móti fengu mun fleiri sér- stakar vaxtabætur en eins og dæmi ASÍ sýnir ná þær ekki nema að litlum hluta að vega upp á móti skerðingunni sem fjöldi heimila varð fyrir. Þúsundir fengu mun lægri bætur EIGNASKERÐING VAXTABÓTA SNERTI MARGA STUTT Vaxtabætur í hlutfalli af vaxtaútgjöldum Heimild ASÍ 25% 20% 15% 10% 5% 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Íslandsmót kaffibarþjóna fór fram um helgina í Smáralind og hlaut Finnbogi Fannar Jónasson Kjeld, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, titilinn Íslandsmeistari Kaffibarþjóna 2012. Finnbogi Fannar notaði kaffi frá Kenía í sigurblönduna og hellti upp á á tvo mismunandi vegu þannig að hann blandaði saman ljósri og svo öllu dekkri brennslu. Blandan var síðan látin kólna í koníaksglasi þar til hún var orðin volg. Finnbogi Fannar segir að sér finnist kaffið best eins og það er og hafi því ákveðið að leyfa því að njóta sín án nokkurra bragðefna. Þetta var í fyrsta sinn sem Finn- bogi Fannar tók þátt í keppninni sem hann segir hafa verið harða og skemmtilega. Finnbogi Fannar hóf störf á Kaffitári fyrir ári og segir kaffiheiminn smám saman hafa verið að ljúkast upp fyrir sér. Enda sé ótalmargt sem skipti máli þegar kemur að kaffi. Úrslit Kaffibarþjónaþjálfarinn Sonja Björk Grant faðmar sigurvegarann. Íslandsmót kaffibarþjóna 2012 Kenísk blanda sú besta Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.