Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Hvítur á leik. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 e6 6. e4 Bb4 7. Bg5 Da5 8. e5 Re4 9. Bd2 Rxd2 10. Dxd2 c5 11. Bxc4 cxd4 12. Dxd4 Rc6 13. De3 O-O 14. O-O Bd7 15. Bd3 Hfd8 16. De4 g6 17. Df4 Bxc3 18. bxc3 Dxc3 19. Dh6 Dxd3 20. Rg5 Rxe5 21. Hae1 Rf3+ 22. gxf3 Df5 23. He4 Bc6 24. Hg4 Bxf3 25. Hg3 Bc6 26. He1 Hd2 27. Dxh7+ Kf8 Staðan kom upp í B-flokki Corus- skákhátíðarinnar í Wijk aan Zee í Hol- landi. Hollenski stórmeistarinn Sipke Ernst (2606) hafði hvítt gegn kollega sínum Vladimir Potkin (2684) frá Rúss- landi. 28. Rxe6+! fxe6 29. Dh6+ Ke7 30. Dxd2 Hd8 31. Dh6 Hvítur er nú skipta- mun yfir og með unnið tafl. 31…Hf8 32. Dh4+ Kd7 33. Dd4+ Kc8 34. h3 a6 35. Hc3 Dg5+ 36. Hg3 Dd5 37. Dxd5 exd5 38. a5 Hf6 39. Hg4 Kd7 40. He5 Kd6 41. Heg5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Frumstig 2 9 7 2 4 8 9 5 8 4 9 6 2 9 9 1 5 7 4 1 4 2 5 7 6 2 1 2 6 9 7 1 9 7 8 6 9 1 5 7 4 4 9 8 1 7 4 5 8 2 7 2 8 9 4 7 2 3 5 4 5 9 6 1 3 4 3 7 9 6 7 4 1 8 9 5 7 8 3 2 4 1 6 3 1 6 4 7 9 5 2 8 2 8 4 5 6 1 3 7 9 6 7 3 9 4 5 2 8 1 1 4 9 6 2 8 7 5 3 8 2 5 3 1 7 9 6 4 5 3 1 2 9 6 8 4 7 4 6 8 7 5 3 1 9 2 7 9 2 1 8 4 6 3 5 1 4 9 7 5 6 3 2 8 3 7 6 8 2 4 9 5 1 2 5 8 9 1 3 4 7 6 4 2 1 3 8 9 7 6 5 6 9 3 2 7 5 8 1 4 5 8 7 6 4 1 2 3 9 8 3 5 1 9 2 6 4 7 9 1 2 4 6 7 5 8 3 7 6 4 5 3 8 1 9 2 7 8 1 4 6 2 9 5 3 9 5 4 1 3 7 2 8 6 6 3 2 5 8 9 1 4 7 1 6 5 9 7 8 4 3 2 2 4 9 3 5 6 8 7 1 8 7 3 2 1 4 5 6 9 5 2 6 7 4 1 3 9 8 4 9 7 8 2 3 6 1 5 3 1 8 6 9 5 7 2 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 5. mars, 65. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.) Ja, á dauða mínum átti ég von enekki þessu, er eitthvað sem Vík- verja hefði kannski dottið í hug að segja hefði kaldhæðnin tekið hann föstum tökum þegar yfirlýsing for- seta var birt. Satt best að segja kom þetta honum ekki hið minnsta á óvart heldur var þetta nákvæmlega það sem hann átti von á. Þetta er ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki það síðasta sem hr. Ólafur beitir embætt- isræðum til að skapa umræðu og vekja spurningar um væntanlegar að- gerðir hans. Ólafur hefur margt til síns máls í rökstuðningi við ákvörðun sína og það er alveg á hreinu að sá sem hefði tekið við keflinu væri ekki öfundsverður og það væri ekki fyrir neina aukvisa að takast á við verk- efnin sem standa fyrir dyrum stjórn- valda. x x x Það gladdi brottflutta sveitavarg-inn, sem enn á lítið skot við hjartarætur Víkverja, þó langt sé um liðið að Skálafell hefði verið opnað á ný. Þetta óeiginlega skíðasvæði Mos- fellinga finnst Víkverja nefnilega bera af öðrum svæðum, bæði í fjölbreytni brekkna og víðfeðmi svæðisins, fyrir svo utan gilin sem lengi hafa veitt spennufíklunum fró. Það er óhætt að segja að í Skálafelli geti hvaða skíða- maður eða brettakappi sem er fundið eitthvað fyrir sinn smekk og er það einlæg von Víkverja að þessu svæði verði vel við haldið og það fái þá at- hygli sem það verðskuldar. x x x Víkverji lagði um helgina leið sína íKolaportið. Það út af fyrir sig er ekki í frásögur færandi en það varð þó til þess að vekja hann til umhugsunar. Nú eru uppi hugmyndir um að loka Kolaportinu í 18 mánuði og ráðast í framkvæmdir svo nýta megi bíla- stæðin ofan á húsinu. Það yrði vænt- anlega til þess að ganga frá portinu. Það að loka markaðnum væri kannski ekki það versta en hins vegar veitir Kolaportið nokkuð stórum hópi lít- ilmagna skjól og stað til að hittast á og það er nokkuð sem þetta fólk, sem hefur lítið sem ekkert, má ekki við að missa. Það þurfa allir að eiga vin. vík- verji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 listunnandi, 8 grasflöt, 9 hljóðfæri, 10 sár, 11 upptök, 13 ákveð,15 nauts, 18 gramur, 21 hár, 22 sori, 23 ramba, 24 gull- hamrar. Lóðrétt | 2 jurt, 3 býsn, 4 svala, 5 leysir úr, 6 vætlar, 7 falleg, 12 ýlfur, 14 eign- ast,15 hlýðna, 16 hugaða, 17 fengu ónógan mat, 18 fullkomlega, 19 lítilfjör- lega persónu, 20 sefar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dorga, 4 bráka, 7 iðjan, 8 trauð, 9 ann, 11 tind, 13 barr, 14 álfta, 15 særð, 17 römm, 20 hró, 22 arfur, 23 tinnu, 24 aðals, 25 aumra. Lóðrétt: 1 drift, 2 rýjan, 3 anna, 4 botn, 5 álasa, 6 arður, 10 næfur, 12 dáð, 13 bar,15 staga, 16 rifta, 18 ösnum, 19 maura, 20 hrós, 21 ótta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Stálheppinn. N-NS. Norður ♠1087 ♥G3 ♦Á7432 ♣962 Vestur Austur ♠95 ♠2 ♥ÁK98 ♥D10654 ♦KG96 ♦D108 ♣G108 ♣KD73 Suður ♠ÁKDG643 ♥72 ♦5 ♣Á54 Suður spilar 4♠. „Þrjátíu-og-eitt-prósent. Þú ert hepp- inn.“ Vestur var með líkindafræðina á hreinu, en varnartækni hans var ekki jafn óskeikul. Suður opnaði í þriðju hendi á 4♠ og enginn hreyfði andmælum. Vestur tók tvo efstu í hjarta og skipti yfir í ♣G í þriðja slag. Sagnhafi drap, spilaði tígli á ásinn og trompaði tígul hátt. Spilaði svo spaða að blindum og svínaði sjöunni! Þar með átti hann þrjár innkomur í borð, sem nýttust til að fría fimmta tíg- ulinn og nýta. Skilyrðin voru 4-3 lega í tígli (62%) og ♠9 í vestur (50%). Saman vegið gerir það réttilega 31% vinnings- líkur. Á hinn bóginn væru vinningslíkur sagnhafa 0% ef vestur hefði spilað trompi í þriðja slag og fækkað þannig innkomum blinds um eina. Það er rétt, suður var stálheppinn. 5. mars 1931 Mesta sólarhringsúrkoma í Reykjavík mældist þennan dag, tæpir 57 millimetrar. Rignt hafði í kjölfar mikillar snjókomu. „Eigi varð komist þurrfóta um sum bæjarhverfi nema í hnéháum stígvélum,“ sagði Morgunblaðið. 5. mars 1938 Bæjarhús í Húsavík í Norður- Múlasýslu tók af grunni í af- taka norðanveðri, með fólki og öðru sem í þeim var. Húsin fuku niður fyrir sjávarbakka og þótti furðu gegna að fólk kæmist lífs af. Einnig urðu miklar skemmdir í Bakka- gerði í Borgarfirði eystra. „Heilt þorp í rústum eftir óveðrið,“ sagði Morgunblaðið. 5. mars 1997 Þýska flutningaskipið Vik- artindur strandaði í vonsku- veðri á Háfsfjöru, austan við Þjórsárós. Þyrla Landhelg- isgæslunnar, Líf, bjargaði nítján manna áhöfn skipsins. Varðskipsmaður beið bana við björgunaraðgerðir. Vik- artindur eyðilagðist í fjörunni. 5. mars 1999 Vala Flosadóttir, þá 21 árs, setti Íslandsmet og Norð- urlandamet í stangarstökki á heimsmeistaramóti innanhúss í Maebashi í Japan, stökk yfir 4,45 metra og varð í öðru sæti. 5. mars 2009 Umdeild lög um eftirlaun til æðstu embættismanna ríkisins voru afnumin. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Hlynur Þór Magnússon sagnfræðingur, áður lengi menntaskólakennari og ritstjóri á Ísafirði, nú bú- settur á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum við Breiðafjörð, er 65 ára í dag. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins er svar- ið stutt: „Nei, hreint ekki neitt.“ Hlynur kveðst ekki hafa verið mikið fyrir að minnast eigin afmæla síðan hann var krakki en öðru máli gegni kannski um afmæli hans nánustu. „Hér í Barmahlíð er venjan að hafa eitthvað sér- stakt með kaffinu þegar afmæli dynja yfir en ég er búinn að ganga frá því að það vitnist ekki,“ segir hann. Blaðamaður bendir honum á að það sé nú erfitt að halda því leyndu ef hann birtist í afmælisdálki Morgunblaðsins en Hlynur kann svar við því – blaðið verður vonandi ekki komið vestur í tæka tíð. Hlynur heldur úti vef Reykhólahrepps, reykholar.is, og skrifar þar daglegar fréttir úr héraðinu og hefur gert síðustu árin. „Já, vefurinn er mikið sóttur, heimsóknir eru að jafnaði meira en tvöfalt fleiri en íbúafjöldinn í sveitarfélaginu. Brottfluttir og aðrir sem hafa tengsl við héraðið fylgjast vel með þessum vef, sér til öllu meiri fróðleiks en heimafólkið, geri ég ráð fyrir.“ Að lokum tekur Hlynur fram, að hann afþakki blóm og kransa að svo stöddu. ingveldur@mbl.is Hlynur Þór Magnússon er 65 ára Heldur afmælinu leyndu Flóðogfjara 5. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.23 3,3 10.47 1,0 16.51 3,2 22.58 0,8 8.20 18.59 Ísafjörður 0.17 0,4 6.25 1,8 12.54 0,3 18.57 1,6 8.29 19.01 Siglufjörður 2.24 0,5 8.36 1,1 15.04 0,2 21.22 1,1 8.12 18.43 Djúpivogur 1.42 1,6 7.55 0,6 13.56 1,5 20.01 0,4 7.50 18.28 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er engin ástæða til að hleypa öllu í bál og brand þótt fólk þurfi að setjast niður og ræða viðkvæm mál. Aðhaldið fellur í góð- an jarðveg. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vinir og fjölskylda óska þér góðs gengis með að starta einhverju nýju í lífi þínu. Ræddu framtíðardrauma þína við aðra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur skilað góðu verki og átt al- veg skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Stundum fara hugmyndir þínar ekki saman við raunveruleikann. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur smekk heimsmannsins, og vilt njóta fagurra hluta með öðrum. Ekki taka óþarfa áhættu í fjárfestingum samt sem áður. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ljónið græðir á hvers kyns tjáskiptum í dag. Hafðu samband – þú færð hjálp. Sæktu ráðstefnur, fundi, hittu vini og bjóddu í mat. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Fylgdu eðlisávísun þinni. Búðu þig undir að njóta aukinnar athygli en þessi auknu áhrif gætu reynt á náið samband. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er algjörlega undir sjálfri/sjálfum þér komið hvort hamingjan er þér hliðholl eða ekki. Þú þekkir mátt persónutöfra betur en margur. Trúnaður er lykilatriði. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Hvað áttu nú að gera við tíma þinn og orku? Þú verður fljót/ur að fylla upp í þá eyðu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú munt sennilega eiga mikil- vægar samræður við einhvern í fjölskyldu þinni í dag. Leggðu á ráðin um það hvernig þú getir bætt heimilisaðstæður til langframa. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Nú er komið að því að þú upp- skerir eins og þú sáðir til. Þú skalt þú ganga hreint til verks og gera upp fortíðina svo hún verði þér til friðs. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þótt hlutirnir gangi ekki eins hratt fyrir sig og þú helst vildir er engin ástæða til að örvænta. En vertu viðbúin/n því sem skoðunin leiðir í ljós. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér vinnst vel og þú stefnir ótrauð/ur að settu marki. Leggðu áherslu á samkennd, heiðarleika og réttsýni og reyndu að sýna fram á að það fæst ekki allt fyrir peninga. Stjörnuspá Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.