Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Hestamannafélagsins Fáks Aðalfundur Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn þriðjudaginn 3. apríl nk. í félags- heimili Fáks. Fundurinn hefst kl. 20:00 og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Dagskrá: Venjubundin aðalfundarstörf. Breytingar á lögum félagsins. Önnur mál. Stjórn Hestamannafélagsins Fáks. Staður og stund          !  "#$% $  &  ' ( )  $  " (   ' (    #  & (    *+(  $ % $ (  ' (  (  , #  -  .  ' (  ! & (  " )  / 0 $ .  !  # 123  - /(  $ $) ( 123 0 ' ( " #   " /   $ 00)0   4  2  2  # $ # !!) 0.5! "$  % & '!( " /  - $ "%$ " ( 6 7 ## / ' 8  ,-  0 "$ ) *!+ ' (   # 9 )   : 9 - $   (  ! # #(  "$) , *)+  /$ . ; $ 3 6 ;$:( (  :$   * - < +  (   " / 3 $) = $ $ 0  $  : #+(  - $   3  #/ # #$   ! "$ -    * . >  ! -#$   # 09 =% #  =  :  =  . & % ..9 (  95 "$  .!# / !   # ?9 ;  < ( / '  $  / " ) = 3 :   ' ( / " =  3   $  . 4#= #  #/  ?  %  *$ /   $)  "$ *     #  $  # "#=   " -  ,- +   @ /# $  *( ! A$ %  ' ( (  $ : $ 3  * + ! 3+ $ ( 0 0. 1 ' (  =  &= 09 3 #   0  >B) #+(#  # &: %  & (#+(# 4 -% $ # : )  . &  # ' % .9  # .. 0( 121   &% #  *+(  ' ( . " # 9 0.   $  = $$ !C9  $  D  #  # (    = #+(   @  5 2 $ $ $= /  C9  $ 3- $ * (  B .. BB 5 E#= ? 3  4 5#% *(  ,-  ' $ ; = C 6 #  *+(  $ % $  * )  # .9 & #  , ( + =%  /( / ! ! * " : : ( ! " ) =: F   ( #( % 4 <(( & :/ # ( / * /   #  + G/  # 95? 7   "   2 # (  4  99 '/(  $   " : $  3+ / 1 (=  99 / =  $= - #  H  909)0?. 7 % $) , &% #  = $ #$:  # 9 # (  (  # ( 0 -  . 8 (  @/ = (  #  Félagslíf EDDA 6012032719 I Hlín 6012032719 IV/V Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18, auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR. ✝ Kristján PéturGuðmundsson fæddist 24. ágúst 1967 í Reykjavík. Hann lést 23. febr- úar 2012 á Cal- mette-sjúkrahúsinu í Phnom Penh í Kambódíu. Foreldrar Krist- jáns eru Helga Þóra Kjart- ansdóttir, f. 26. mars 1945, og Guðmundur Kristjánsson, f. 20. febrúar 1946, maki Anna Karin Júl- íussen. Kristján var elstur þriggja systkina. Yngri systkini hans eru: Hrefna Guðmunds- dóttir, f. 10. september 1971, dóttir hennar er Tinna Tynes, og Kjartan Guðmundsson, f. 29. júlí 1975, maki Emilía Gunn- arsdóttir. Börn þeirra eru Mel- korka, Hrafn og Haukur Orri. Kristján stund- aði nám við Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann á Egilsstöðum. Eftir stúdentspróf fór hann í Kennaraháskóla Íslands auk þess sem hann stundaði nám í kennslufræðum og sál- fræði við Háskólann á Ak- ureyri. Síðustu ár ævi sinnar var Kristján búsettur á Ak- ureyri. Útför Kristjáns fór fram í kyrrþey. Elsku litli, stóri strákurinn minn. Þú varst frumburður minn og pabba þíns. Það var mesta hamingjustund lífs míns að fá þig í fangið, heilbrigðan yndislegan son. Þvílíkt undur. Á þessari stundu fannst mér ég vera sú eina í heiminum sem gat þetta. Elsku drengurinn minn, hvað við áttum margar yndislegar stundir. Við gátum alltaf gert svo margt skemmtilegt saman. Ég söng fyrir þig á kvöldin vísur og þú sofnaðir. Þegar þú óxt úr grasi fórum við í eltingaleiki og feluleiki, hlógum og fannst svo gaman. Stundum fékk litla systir þín að vera með, hún Hrefna okkar, en Kjartan bróðir þinn var ekki fæddur. Manstu þegar við hjúfruðum okkur saman í Eyjabyggð í Kefla- vík, í þínu fallega herbergi? Þú vildir eiga stund með mér og við leigðum okkur mynd, keyptum nammi og gos og þú undirbjóst þetta allt vandlega. Þetta voru kvöldin okkar, þau voru heilög. Þá mátti Hrefna systir þín ekki vera með og það var séð til þess að hún væri sofnuð. En auðvitað vaknaði hún og reyndi að komast inn, en þessar bíómyndir voru ekki fyrir börn, sagðir þú. Ég botnaði sjálf ekki mikið í þeim, allskonar geim- verur og draugamyndir. Ég þótt- ist vera voða hrædd og þá sagðir þú „ekki vera hrædd, mamma, þetta er allt í plati, ég passa þig“. Elsku drengurinn minn, þú varst góðum gáfum gæddur, vildir fræðast endalaust, last mikið og heillaðist af sögu og menningu þess lands þar sem líf þitt endaði. Þú varst einrænn og áttir fáa en góða vini, varst mjög blíður og við- kvæmur, en hafðir líka stórt skap. Ekki hefði mig órað fyrir því elsku vinur að örlögin ætluðu þér það hlutskipti að ánetjast fíkniefn- um sem urðu þér svo að lokum að fjörtjóni. Þú barðist til hinstu stundar og áttir góð tímabil á milli, allt upp í þrjú ár. En þú veist, elsku strákurinn minn, að ég reyndi allt sem í mínu valdi stóð til að hjálpa þér og þú vissir alltaf hvað sem gekk á að ég elskaði þig, kannski jafnvel meira en systkini þín, þau Hrefnu og Kjartan sem sjá á eftir kærum bróður og sakna þín. Orrustan var erfið. Þú barðist við óvininn, að lokum tapaðir þú, drengurinn minn, og varðst að játa þig sigraðan, en við fjölskyld- an þín munum alltaf elska þig og þú lifir í hjarta okkar, alltaf. Ég veit að þú hefur loks fengið kær- kominn frið og sálarstríði þínu er lokið, elsku vinur. Ég vil þakka Brynjólfi lækni fyrir allt sem hann gerði fyrir þig, hann var ekki bara læknirinn þinn, heldur líka góður vinur. Hjartans þökk, kæri Brynjólf- ur, frá Helgu Þóru og Kristjáni mínum. Elsku sonur. Ég trúi því að þú sért með okkur og hjálpir okkur litlu fjölskyldu þinni að takast á við lífið án þín. Að kveðja vonda veröld og sitja á lótusblómi í paradís það er draumur allra sem elska. (Japanskt spakmæli.) Hvíl í friði, þín elskandi mamma. Það var í háloftunum fyrir bráðum fjórum árum að ég upp- lifði eina mestu hamingjustund lífs míns. Þá héldumst við Kristján í hendur á leiðinni heim frá Kambódíu og ég vissi að hann var hólpinn í bili. Þegar hann sagði mér að hann væri að fara aftur til Kambódíu brast eitthvað innan í mér sem brotnaði endanlega þeg- ar ég fékk þær fréttir að hann hefði dáið á sjúkrahúsi eins langt í burtu frá mér og hugsast getur. Eftir situr algjört tómarúm sem er nú hægt og rólega að fyllast af þakklæti og fallegum minningum. Þakklæti vegna þess góða tíma sem við fengum saman síðustu ár- in og gerir það að verkum að það er auðvelt að minnast hans eins og hann raunverulega var. Kristján var stóri bróðir minn sem ég dýrk- aði og dáði. Þær stundir sem ég átti með honum voru mér alltaf ákaflega dýrmætar en ekkert allt- of aðgengilegar á unglingsaldri þar sem ég var ekki beint í uppá- haldi hans þá. En þær duttu inn og voru þannig að mér fannst ég him- in höndum hafa tekið. Þá var sest niður fyrir framan græjurnar hans og hlustað á tónlist. Með hverju lagi eða hverri nýrri plötu sem hann kynnti fyrir mér fylgdi saga um lagið, flytjendur, hljóð- færin eða einstaka laglínur. Ég man mest lítið af þeim fróðleiks- molum sem þarna dundu á mér. Eina sem skipti máli var að eiga og njóta stundarinnar með hon- um. Þessar stundir duttu út þegar hann fór að hverfa frá okkur og oft og tíðum hélt ég að hann væri horfinn fyrir fullt og allt. En hann kom alltaf til baka og síðustu árin kom hann svo mikið til baka og sýndi mér svo mikla hlýju og ást, eins og til að bæta upp fyrir árin sem við höfðum farið á mis við. Við bættust svo margar góðar stundir yfir kaffibolla þar sem talað var um allt milli himins og jarðar auk þess sem hann þreyttist aldrei á að hrósa mér og tala um hve stolt- ur hann væri af systkinum sínum. Þrátt fyrir að lífshlaup Krist- jáns hafi verið harðneskjulegt og óvægið hélt hann alltaf í það sem fyrst og fremst einkenndi hann, hjartahlýju, afburðagreind, ein- lægni, drauma um betri heim og sinn einstaka húmor. Hann sýndi oft svo mikið æðruleysi og svo óendanlega mikið hugrekki í öllu því sem hann þurfti að berjast við á hverjum einasta degi. Það ber vitni um hversu einstaklega vel gerður hann var að upplagi. Það er algjörlega óhugsandi að fá aldrei að sjá hann aftur með bjarta brosið sitt, blik í auga og með hnyttin tilsvör á reiðum höndum. Hann lagði upp í sína hinstu för bjartur og glaður og fullur vonar og trúar á að hann myndi koma til baka. Það var samt með sting í hjarta sem ég faðmaði hann að mér og óskaði honum góðrar ferðar. Það geri ég aftur nú en í þetta sinn þarf ég ekki að óttast um hann þar sem ég veit að ferð hans endar hér hjá mér og öllum þeim sem elska hann og minnast. Góða ferð hjartað mitt. Þín, Hrefna. „Amor fati“ var Skype-status- inn hjá þér eða elskaðu þín eigin örlög. Elsku Kristján bróðir. Höggvið hefur verið djúpt skarð í hjarta mitt og fjölskyldunnar. Þú varst tekinn frá okkur allt of snemma. Þessi setning segir meira en mörg orð hvaða viðhorf til lífsins þú hafðir þrátt fyrir allt. Hvernig gat svo ljúfur og greind- ur drengur með stórt hjarta feng- ið að reyna hörðustu miskunnar- lausu útgáfu lífsins? Af hverju þú? Ég hef spurt mig þessarar spurn- ingar óteljandi sinnum en fæ aldr- ei svarað. Þrátt fyrir átta ára aldursmun á okkur man ég fjölmargar gæða- stundir þar sem við lékum okkur og ekki síst spjölluðum saman. Í mínum huga vissir þú allt. Þú varst stóri bróðir með svörin á reiðum höndum enda afburða námsmaður sem elskaðir að soga til þín þekkingu. Húmorinn var líka í lagi og oftar en ekki fékk Hrefna systir að finna fyrir stríðni okkar bræðra. Þú varst alltaf svo ljúfur og umhyggjusamur og iðu- lega sagðir þú mér „þínar“ sögur fyrir svefninn um ævintýramann- inn Korsíka sem ferðaðist um heiminn og lenti í ýmsum ævintýr- um rétt eins og þú síðustu árin á ferðalögum þínum um Austur-As- íu. Öll plön voru á hreinu og hver einasta ferð var skipulögð í þaula rétt eins og plötusafnið sem þú áttir og öllu raðað faglega eftir kúnstarinnar reglum. Hjá þér fékk ég að kynnast alvöru tónlist eins og Pink Floyd og Bítlunum sem þú hafðir svo miklar mætur á. Þrátt fyrir að þú hafir verið mikið fjarri mín unglingsár þá fékk ég yfirleitt frá þér bréf á af- mælisdaginn þar sem þú skilaðir svo fallegum kveðjum og varst að hugsa til okkar. Þú þráðir það heitast að koma til baka, til okkar. Eftir að ég flutti til Lúx vorum við í töluvert meira sambandi eins skrítið og það er. Öll Skype-sam- skiptin og tölvupóstarnir frá þér eru mér ofarlega í huga þar sem við spjölluðum saman. Takk fyrir það KP minn. Alltaf varstu að spyrja hvernig við hefðum það og börnin. Aldrei kvartaðir þú heldur þvert á móti barstu þig svo vel og að hitta þig í skírninni hjá Hauki Orra sl. sumar var yndislegt. Allt- af tókstu á móti litla bróður með björtu brosi. Ferð þín til Kambódíu var vel skipulögð eins og áður og þú varst mikið að hugsa um að koma við hjá okkur í Lúx við lok ferðar. Um áramótin sendirðu kveðju til okk- ar Hrefnu og pabba þar sem þér leið yndislega í 30 stiga hita og sól. Þú hafðir það sérstaklega á orði hvað þér liði vel í Phnom Penh, þar áttirðu góða vini, einkum Vann Tola sem var þér mjög kær og reyndist þér traustur vinur. Allt lék í lyndi á nýju ári. Elsku Kristján minn, stóri bróðir. Ferðin eilífa er hafin. Það er óendanlega sárt að þurfa að kveðja þig svo snemma. Af hverju þú? Ég fæ því enn ekki svarað en veit að við bræður munum hittast og sameinast aftur og þú munt taka á móti mér með opnum örm- um og þínu fallega brosi. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guð geymi þig, vinur minn. Kjartan Guðmundsson. Elsku Kristján frændi. Ég er farin að sakna þín svo mikið. Ég vildi að þú værir hér hjá mér. Þú varst svo góður og umhyggjusam- ur. Ég veit að þú ætlaðir að koma í heimsókn hingað til Lúx í vor. En þú náðir því ekki. Í staðinn fylgist þú með okkur uppi á himninum. Ég hefði viljað fá að kynnast þér betur. Þú varst svo góður maður, og samt ennþá ert ég vildi að þú værir, ennþá hér hjá mér. En nú ertu farinn, samt alltof snemma. Þú skalt alltaf muna, að þér mun ég aldrei gleyma. Góða ferð hjá Guði. Melkorka frænka. Elsku Kristján Pétur frændi. Það er sárt að kveðja þig, elsku drengurinn minn. Lífið býður ekki gleði án sorgar, líf án dauða. Þú varst fyrsta barnið í fjölskyldunni eftir mér. Þú varst undrið mitt. Ellefu ára flutti ég mig til ykkar á sumrin og hugsaði um þig fyrstu árin. Þú varst yndislegt barn og við Bidda vinkona drusluðum þér með okkur alla daga í Vesturbæn- um. Það var gaman að fylgjast með þér vaxa úr grasi, þú stóðst þig vel í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Á unglingsárunum komstu stundum og við ræddum heimspekilega um lífið, þú varst fagurkeri og hjartahreinn. Mér þótti afar vænt um þig, elskuleg- ur. Síðar tók lífið aðra stefnu sem erfitt var að höndla og ég missti meira og meira af þér. Þú komst þó stundum og ræddir við okkur hjónin um valkosti í stöðunni en gast ekki rönd við reist. En síð- ustu árin höfum við haft meira samband á facebook. Þín innlegg voru alltaf til gleði og það var gott að vita af þér. Þú ferðaðist um As- íu og tókst ástfóstri við lönd og þjóðir og þar endaðir þú göngu þína. Nú ertu alfarinn, góða ferð, elsku frændi, og takk fyrir að leyfa mér að vera þér samferða. Megi guð og æðri máttur veita fjölskyldu þinni og vinum styrk við þessar erfiðu, óumflýjanlegu aðstæður. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi, þeir, sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr) Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Svo undarlega allir hlutir breytast. Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Hve vínið dofnar ört á tímans skál. Svo skamma stundu æskan okkur treindist. Svo illa vorum draumum lífið reyndist. Senn göngum við sem gestir um þá slóð, sem geymir bernsku vorrar draumaljóð. Og innan skamms við yfirgefum leikinn. Ný æska gengur sigurdjörf og hreykin, af sömu blekking blind, í okkar spor. Og brátt er gleymt við áttum líka vor. Og þannig skal um eilíf áfram haldið, unz einhverntíma fellur hinzta tjaldið. (Tómas Guðmundsson) Þórunn (Tóta frænka) og Sigtryggur. Kristján Pétur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.